Þjóðviljinn - 02.02.1954, Síða 10
10); — I>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. febrúar 1954 -
[ Sélma Lagerlöf:
KARLOTTA
LÖWENSKÖLD
10.
1 Krosskirkju söguna af ungu stúlkunni, sem hafði heit-
ið því að segja unnustanum upp ef Schagerström bæði
; hennar. Þetta var skemmtilegt samkvæmi, það var hlegiö
dátt að sögunni og hún var tekin eins og hver önnur
gamansaga, alveg eins og á prestsetrinu.
Satt að segja hafði Schagerström margsinnis fundið
til þess, að þuð var erfitt að komast af konulaus, en
hann elskaði enn hina látnu konu og umhugsunin ein
um að einhver önnur tæki sæti hennar, fyllti hann óhug.
Fram að þessu hafði hann þó hugsað sér að ganga að
eiga konu úr sinni stétt, en síðan hann heyrði söguna
um Karlottu Löwensköld beindust hugsanir hans inn á
aðrar brautir. Ef hann gengi til dæmis í skynsemis-
hjónaband, kvæntist konu, sem reyndi ekki að taka
rúm fyrri konunnar í hjarta hans eða stöðu hennar 1
þjóðfélaginu, sem henni hafði hlotnazt fyrir sakir auðs
og ættarsambanda, þá fannst honum nýtt hjónaband
miklu fremur framkvæmanlegt. Þá yrði það ekki til að
varpa skugga á minningarnar.
Næsta sunnudag fór Schagerström til kirkju og virti
fyrir sér ungu stúlkuna sem sat við hliðina á prófasts-
frúnni Hún var í óbrotnum og látlausum fötum og var
ekki mikil fyrir mann að sjá. En það kom ekki að sök.
Langt frá. Ef hún hefði verið glæsileg fegurðardís, hefði
honum ekki dottið í hug aö reyna aö fá hana fyrir konu.
Hin látna skyldi ekki þurfa að halda að nýja konan gæti
á nokkurn hátt komið í hennar stað.
Meðan Schagerström sat og horfði á Karlottu Löwen-
sköld fór hann að velta því fyrir sér, hvemig hann ætti
aö haga sér, ef hann færi nú í raun og veru heim á prest-
setrið og spyrði hana hvort hún vildi verða frú á Stóra
Sjötorpi. Henni hafði sjálfsagt aldrei dottið í hug að
hann myndi þiðja hennar, en einmitt þess vegna þætti
honurn gaman að ganga úr skugga um hvernig hún
brygðist við, ef hann gerði alvöru úr því.
Þegar hann kom heim úr kirkjunni fór hann að velta
fyrir sér hvernig Karlotta Löwensköld mundi líta út ef
hún væd vel og glæsilega búin. Allt í einu var eins og
tilhugsunin um nýtt hjónaband væri orðin ánægjuleg.
Að eiga þess kost að koma með hamingjuna til fá-
tækrar stúlku, sem gat ekki vænzt sér neins af lífinu,
hafði á sér einlivem rómantískan blæ og var honum að _
skapi. En um Ieið og Shagerström varð þessa var hætti"
hann að hugsa um þetta. Hann vísaði hugsuninni frá
sér eins og freistingu. Hann hafði alltaf gert sér í hugar-
lund að kona hans hefði aðeins yfirgefið hann um
stuttan tíma. Hann ætlaði sér að vera henni trúr, þang-
að til þau hittust á ný.
Næstu nótt dreymdi Schagerström hina látnu konu
sína, og þegar hann vaknaði var hann gagntekinn
sömu tilfinningum og áð'ur. Áhyggjur þær sem hann
hafði fundið til á heimleið úr kirkjunni daginn áður,.
voru horfnar. Ást hans lifði enn, engin hætta var á að
unga dúlkan, sem hann hafði í hyggju að„gera að eig
inkonu sinni, gæti útrýmt mynd hinnar látnu úr huga
hans. Hann vantaði á heimiliö duglegan og skynsaman
félaga til hjálpar og skemmtunar. Innan fjölskyldunn-
ar var engin sem var starfinu vaxin og hann vildi ekki
ráða ráðskonu. Hann sá engin önnur ráð en að kvæn-
ast.
Hann fór að heiman, samdægurs, skrautbúinn og lagði
leið sína að prestssetrinu. Hann hafði lifað svo innilok-
aður undanfarin ár, að hann hafði aldrei farið í heim-
sókn þangað, og það varð uppi fótur og fit, þegar stóri
vagninn með svörtu hestunum fyrir ók gegnum hliðið.
En honum var vísað inn í stóra salinn og þar sat hann
um stund og ræddi við prestinn og koríu hans.
Karlotta Löwensköld hafði smeygt sér upp á herbergi
sitt, en eftir nokkra stund kom prestfrúin sjálf og bað
hana að koma inn í salinn og ræða við þau. Schagerström
verksmiðjueigandi var kominn og það var leiðinlegt
fyrir hann að tala aðeins við tvö gamalmenni.
Prestfníin var æst og hátíðleg í senní Karlotta Löwen-
sköld virti hana fyrir sér, en hún spurði einskis. Hún tók
[ af sér svuntuna, dýfði fingrunum í þvottafatið, slétti
úr hárinu á sér og setti á sig hreinan kraga. Síðan fylgdi-
hún prestfrúnni út úr herberginu, en í dyrimum sneri
hún við og batt aftur á sig stóru svuntuna.
Hún var ekki fyrr komin inn í salinn og búin að
heilsa Schagerström en hún var beðin.að fá sér sæti
og prófasturinn hélt yfir henni ræðustúf. Hún hefði
verið elns og góð dóttir, bæði honum og konu hans, og
þau vildu ógjarnan missa hana. En þegar maöur eins og
Gústaf Schagerström verksmiðjueigandi bað um hönd
hennar, máttu þau ekki hugsa um sjálf sig, en urðu
aö ráðleggia henni að játa þessu boði, sem var svo
miklu glæsilegra en hún hefði nokkru sinni getað gert
sér vonir um. .
Prófasturinn minnti hana ekki á það einu orði, að hún
væri þegar trúlofuð aðstoðarprestinum. Bæði hann og
kona. hans höfðu um langt skeið verið á móti því sam-
bandi og óskað þess innilega að það væri rofið. Fátæk
stúlka eins og Karlotta Löwensköld átti ekki að binda.
trúss við mann sem tók ekki í mál að fá sér starf sem
hægt var að lifa af.
Karlotta Löwensköld hafði hlustað hreyfingarlaus á
hann, og af því að prófasturinn vildi gefa henni tíma
til að undirbúa hæfilegt svar, bætti hann við viðeigandi
lofsyrðum um Schagerström, eignir hans, dugnað, fyrir-
myndarlíferni hans og góða framkomu við þá sem hjá
honum unnu.
Prófasturinn hafði heyrt svo margt gott um hann, að
þótt þetta væri í fyrsta skipti sem Schagerström verk-
smiðjueigandi heimsótti prestsetrið, leit hann á hann
sem vin og treysti honum fullkomlega fyrir framtíð
frænku sinnar.
Schagerström sat á meðan og virti Karlottu Löwen-
sköld fyxii* sér, til að aðgæta, hver áhrif bónorð hans
hefði á hana. Hann tók eftir því að hún rétti úr sér
og varð háleit. Svo steig roði fram í kinnar hennar, augu
hennar dökknuðu og urðu dimmblá. Þaö var eins og
hæðnisglott léki um varir hennar.
Schagerström varð agndofa. Nú sá hann aö Karlotta
Löwensköld var fögur, og fegurð hennar bar hvorki keim
af auðmýkt né yfirlæti.
Tilboð hans virtist hafa haft mikil áhrif á hana, en
honum var ekki ljóst, hvort henni féll það vel eða illa.
En hann þurfti ekki lengi að brjóta heilann um það.
Strax og prófasturinn hafði lokið máli sínu, tók Karlotta
Löwensköld til máls.
— Ég er að velta því fyrir mér, hvort Schagerström
verksmiðjueigandi veit að ég er trúlofuð, sagði hún.
— Jú, auðvitað sagði Schagerström, og komst ekki
lengra, því að Karlotta Löwensköld hélt áfram.
— Hvemig getur Schagerström verksmiðjueiganda þá
dottið í hug að koma hingað og biðja mín?
Hún sagði ekki annað en þetta. Hún notaði þetta
orðalag. „dottið í hug“ þótt hún væri að tala við auö-
ugasta manninn í Krosskirkjusókn. Hún var búin að
gleyma aö hún var fátæk stúlka sem þurfti að vinna
uur
OC CAHP-H
Eitt síim var Bemhard Sliaw
spurður að því hvort hann teldi aS
rithöfuudar hefðu melri skapandl
gfáfur ef þeir væru bindindismenn
á áfenga drykki. Shaw á að hafa
svarað:
Sumir þeirra væru einskis nýtir
án áfengis. Ibsen var bytta (sem
er raunar orðum aukið), Sheridan
var ekki bindindlsmaður, ofif ekkt
Mooie heldur. Hinsvegar hafa
ýmsir miitlir hujfsuðir, skáld ogT
mikilmenni verið blndindismenn.
Ég er tii dæmis bæði jurtaæta og
bindindismaður . . .
Piparjómfrú nokkur hafði tekið
að sér það verkefni að vaka yfir
siðferði kauptúnsins. Dag nokk-
urn kom hún á fund garðyrkju-
mannsins í þorpinu, svo mælandi:
Ég er undrandi á því fordæmi
sem þú pefur. Garðkerran þín stóð
í allt gærkvöld fyrir utan krána..
Garðyrkjumaðurinn svaraði fáu,
en næstu nótt stóð kerran hans
fyrir utan hús jómfrúarinnar.
Hvernig komst svo mamma þín
eiginlega að því að þú baðaðir þig
alls ekki?
Mér láðist að bleyta sápuna.
Þú segir að hann hafi misst all-
an auð sinn?
Já, fyrst missti hann heilsuna við
að afla sér peninga, svo missti
hann peningana við að öðlast
heilsuna aftur.
Við komum okkur saman una
maðurimi miim og ég að við
skyldum skýra livort öðru frá
öllum yfirsjónum okkar og skyss-
um.
Og hvernig hefur það gengið?
Við höfum ekki talað saman I
fimm ár.
Þú iætur þig lítið varðá, drengur
minn, hvorumcgin snciðin er
smurð.
fæss þarf ekki, mamma, ég borða
hana beggja megin.
Frændi: Þakka þér kærjega fyrir
gjöfina, frænka mín.
Frænka: I*að er nú svo sem ekk-
ert að þakka, væni minn.
Frændi: Mcr fannst það nú lflia,
en mamma sagði mér að gera það.
Hann var hvarvetna hrókur alis
fagnaðar, og það var vegna þess
að hann var einl maðurinn scm
gat talað hærra en útvarpið.
30
eimilisþáttup
Fingravettlingar handa fullorðnum
Undanfarin ár hefur mikið
verið á boðstólum af uUar
fingravettlingiun handa börn-
um; minna hefur verið. til af
ullarvettlingura é fullorðna, en
nú er þetta að breytast. Kom-
ið er á marknðinn mkið af fal-
legum og skemmtilegum fingra-
vettlingum og flestir geta feng-
ið eitthvað v*ð sitt hæfi. Þeir
eru af öllum mögulegum gerð-
iim, með uppslögum, kögri,
leggingum og allskonar skrauti.
Hið eina sem að þeim má finna
er verðið, sem er vissulega
allt of hátt._______
Fleiri börn utan hjóna-
bands en í hjónahandi
Það fæðast fleiri utanhjóna-
bandsbörn í Þýzkalandi en.
hjónabandsbörn. Það er ekki
vegna þess a.ð lausung sé þar
meiri en annars staðar, heldur
vegna hinna sérstöku eftir-
stríðsáhrifa.
Dr. Robert Engelsmann hef-
ur gert skýrslu um þassi mál
og þar stendur, áð margar
þýzkar hermannaekkjur séu
barnshafandi, en þær forðist af
öllum mætti- að giftast aftur
til að missa ekki lífeyri sinn.
Dr. Engelsmann liefur athug-
að ástæður 2638 hjóna og
hjónaleysa í Liibeck og ná-
grenni og rannsóknin leiddi í
ljós að fleiri böm fæðast utan.
hjónabands en í hjónabandi.
Dr. Engelsmann hefur gert
það að tillögu sinni að her*
mannaekkjumar fái greiddan
styrk i eitt skipti fyrir öll til
þess a'ð gera þeim kleift að
giftast aftur án þess að bíða
fjárkagslegt tjón.
&