Þjóðviljinn - 02.02.1954, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 02.02.1954, Qupperneq 11
Æðíkollurinn Framhald a£ 7. síðu. kosið. Hann mætti stunduni vera hreyknari og ánægðari með sjálfan sig, til að mynda þegar hann les skrifurunum bréfið, og meira mætti gera úr hinu kostulega atriði þegar hann missir vitglóruna í síðasta þætti. Forkunnlegur er leikur Har- alds þegar æðikollurinn lætur bugast a£ armæðu, örvæntingu og þreytu, þar nær list hans hæst. Pernilla heitir þjónustustúlk- an ráðsnjalla og er í mörgu skyld Toinette stöllu sinni, en mildari og hjartabetri. Herdís Þorvaldsdóttir lýsir henni af skilningi og ánægjulegri smekk- vísi, Pemilla hennar er sýnilega hollviljuð húsbónda sínum þrátt fyrir allar brellurnar, hún er geðþekk stúlka, mjög góðleg.og glettin og djörf í framgöngu, en leikurinn mætti vera enn fjör meiri á stundum. Hjálpaimaður hennar er Krókarefur, skelmir og hrekkjalimur að atvinnu og birtist í fimm ólíkum gerfum, margþætt, vandasamt og skemmtilegt hlutverk og mjög við hæfi Lárusar Pálssonar að þvi ætla má. Rúrik Haraldsson leikur gárung þennan af mikl- um þrótti og fjöri og mergjaðri en nokkuð grófgerðri kí'mni, og vekur oftlega mikinn hlátur á,- horfenda. Rödd leikarans og framsögn er etin ekki tiógu þjálfuð og sveigjanleg til þess að túlka til hlítar allar ham- farir Krókarefs, en hann lýsir honum jafnan sem sönnum ær- ingja; einkum er „lögvitringur inn“ ágæt skopmynd, stór og feitur og hæfilega ósvífinn, og hefur af því sýnilega nautn að kvelja hinn fáráða séryitring. Þau Bryndís Pétursdóttir og Baldvin Halldórsson fá í sinn hlut elskendurna ungu, Leonóru og Leander og leika eðlilega og trúlega þótt ekki verði sagt að. ást þeirra sé eldinum heitari. Bryndís hefur oft glímt við svip uð hlutverk áður og er að von- um sjálfri sér lík, fríð og skart- búin heimasæta en ekki vprU' lega töfrandi að þessu sinni, dá- lítið beygjuleg og lítilhuguðsem vera ber, en hryggð hennar varla nógu sterk og sannfærandi þegar hún fréttir að hún eigi að giftast hinum.hjákátlega bók ara. Baidvin er hinn gervileg- asti Leander, prúður í franv göngu, skapfellilegur maður og traustur. Róbert Arnfinnsson á sérstak- an heiður skilinn fyrir hinn vit- granna og smáðe biðil Pétur bókhaldara, og sýnir enn hversu vel honum lætur að bregða sér í ahnarleg gervi; rödd, útlit og göngulag er ekki unnt að þekkja. Róbert dregur UPP skopmynd þessa með fáum, Ijós- um og hnitmiðuðum dráttum, og svo bráðlifandi og sannur er piltungur þessi í meðförum hans að alhr hljóta að þekkja af eigin raun, kannast við hjárænuskap hans og andlegar takmarkanir. Valur Gísláson er faðir hans, bókarinn eldri, og líka skemmti Þriðjudagur 2. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 XIW leg og skýr manngerð, boginn af miklum skriftum, pærsýnn, auragjam og samansaumaður. Þeir feðgar hljóta ráðskonuna að lokum, fertuga piparjótnfrú sem orðin er hálfsturluð vegna brennandi löngunar í hjónaband og Emilía Jónasdóttir leikur af ærnum ákafa og fjöri. Emilía er óneitanlega fyndin en kann sér varla hóf, hún er ef til vill bezt í fyrsta þætti, önuglynd og mædd af of langri bið eftir eig- inmanni. Ævar Kvaran er hinn skemmtilegasti rakari og þeir Gestur Pálsson og Klemenz Jónsson fara þokkalega með tvö smáhlutverk hvor, Gestur er fá- tækur leiguliði og síðar föður- bróðir Leanders, Klemenz skraddari og nótaríus. — Skrif- ararnir -fjórir eru allir hinir kátlegustu og leika af líf i og sál: Þorgrímur Einarsson, Guð- mundur Pálsson, Jón L. Hall- dórsson og Helgi Skúlason, þeir svíkjast um eftir nótum, ólmast og hrekkja hvern annan eins og óstýrilátir og illa vandir skóla- strákar. Loks er Leónarð bróð- ir Æðikollsins leikinn af Jóni Aðils og er um leið ímynd Hol- bergs sjálfs, virðulegur maður og rólegur og stingur þægilega í stúf við hið brjálkennda um- hverfi; þó skortir Jón einlivern innri þrótt til þess að verða sannur fulltrúi hins mikla skálds, Á. Hj. Stórmerk nýjrnig frá GEFJUNi: GRILON Gefjunarga Ullarverksmiðjumii GEFJUNI hefur nú, eftir umfangsmiklar tilraunir, tekizt að framleiða nýja tegund af garni, stórum betri og fullkomnari hér hefur þekkzt áður. Garn þetta er íslenzkt ullargam blandað svissneska midraefninu GRILON, sem hefur alla kosti. nylons og tekur við ullarlit- um að auki. Þetta nýja GRILON-GEFJ UNARGAItN hefur alla kosti hinnár ágætu íslenzku ullar, en kosti GRILON að auki. — Þessir kostir GRILON gera garnið miklu sterkara en ella og auk þess verulega mýkra. Allir þeir, sem notað liafa Gefjunargam, munu reyna þetta nýja gam af forvitni og eftir- væntingu, og það mun standast prof raunina. Það mun tryggja sterkari og mýlfri prjénavörur og konur munu haf a ánsegju af að prjóna úr þri, GB IL ON-6EF |UN A-BG A.BN IÐ ©s: mfksa sg miiídu sleíkaia eu aunað fáanlegl gaeis — Fjértán litir þsgar fyririiggjandi. GR ILON -G E F J UN A R G A RN I Ð fœst Jijá öllum félögum, Gefjun-lðunni, Kirkjustfœti, Reykjavík, og ýmsurn verzlunum. kaup- UlÍarverksm. Gefjun Frá NottahúsÍMi Laug h.f Þvottahúsið er flutt að Langavegi 481* Fljót afgreiösla. l»vottahúsið Laug hJ. Laugayeg 48 B m ''ÚH&i'iWí ÚTBOÐ Tilhoð óskast í að reisa hús Náttúrulæk-ningaíé- lags íslands í Hveragerði. Uppdrátta og lýsinga má vitja í skrifstofu fé- lagsins, Týsgötu 8, gegn 300 króna skilatryggingu. -yq; Aætlun Gullictxci Crildir írá 1. íebrnar 1954 Frá og með 1. febrúar 1954 breytist áætlun GULLFAXA. og verður hún sem hér greinir; HEYKJAVÍK - PRESTWICK - KAUPMANNAHÖFN Þriðjudaga Fra Reykjank -.-......... 8.00 Tii Prestwic.k ............ 13 ;30 Frá Prestwick ............ 14:00 Til Kaupmannahafnar ...... 18:30 KAUPMANNAHÖFN - PRESTWICK - REYKJAVÍK Miðvikudaga S " Frá Kaupmamiaþöfn ............ 12:00 Til Prestwick ................ 14:30 Frá Prestwick ................ 15:30 Til Reykjavíkur .............. 19:15 (Staðartímar) UUGFÉLA G ÍSL ANIS H. F. Síðdeqiskiólaeíni 4 50, 100 og 150 krónur í kjóliiui Motið þetta einsteða tokiiæri. MARKAÐURINN Bankasíræti 4. Jarðarför mannsins míns ÖSKARS LÁRUSSGN AR. kaupmanns, fer fram finuntudaginn 4. þ,m. kl. 2-e.lx. frá Dómkirkj- •uirni. Anua Sigurjón>dótti r. ... 41

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.