Þjóðviljinn - 04.02.1954, Síða 6
$) — ÞJÓÐVTLJINN — Pinuntuctasur 4. febrúar 1954 ... “■
dlÓOVIUINN
Ötgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — SósSallstaflokkuriim.
■ Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Ouðmundsson.
; Fréttastjóri: J6n BjamaSDn.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Ouð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfl ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
1». — SSmi 7600 (3 línur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. 1T
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Styrkur Sósía I istaf I okksi ns
Það eftirtektarverðasta í sambandi við úrslit bæjarstjóm-
srkosninganna, þegar litið er á þau í heild, er tvímæialaust
sá styrkur sem Sósíalistaflokkminn býr yfir og hve sterkur
•hann kemur út úr orrahríðinni.
í sjö ár hefur íslenzka afturhaldið, með amerískt auðvald
og hervald að bakhjarli, háð miskunnarlaust kalt strið
gegn íslenzka verkalýðnum og forustuflokki hans, Sós-
íalistaflokknum. Einskis hefur verið látið ófreistað í því
skyni að buga verkalýðinn og lama Sósíalistaflokkinn.
Hin óþjóðlegu afturhaldsöfl skildu til hlítar að áform þeirra
um að þrýsta lífskjörum verkalýðsstéttarinnar niður á stig
hungurs og eymdar og ofurselja landið í hendur erlends kúg-
unarvalds til langframa gátu aðeins strandað á viðnáms-
Jorótti íslenzku verkalýðsstéttarinnar, úthaldi hennar og
stjórnmálaþroska.
Með þetta í huga hefur afturhaldið háð sitt kalda og misk-
unnarlausa stríð gegn Sósíalistaflokknum. Það var höfuð-
atriði frá sjónarmiði auðstéttarinnar og hinna óþjóðlegu
afla að brjóta fomstuflokk alþýðunnar og hinnar nýju sjálf-
stæðisbaráttu á bak aftur. Og til þess hafa engin ráð verið
spöruð. Látlaus og skipulagður lygaáróður afturhaldsfylk-
ingarinnar og hernámsliðsins hefur dunið yfir þjóðina, ekki
hefur verið hikað við að njóta opinberrar fyrirgreiðslu ame-
ríska sendiráðsins við útgáfustarfsemi í þágu þessa þokka-
lega áróðurs. Yfirheyrslur yfir íslenzkum sjómönnum, með-
höndlun þeirra sem ótíndra glæpamanna, dulbúnar hótanir,
skipulagðar atvinnuofsóknir á hendur sósíalistum og öðnim
róttækum verkamönnum. Allt þetta og ótalmargt fleira, sem
of langt yrði upp að telja, þekkja landsmenn úr þvi kalda
stríði sem háð hefur verið í sjö ár og hafði það markmið að
brjóta niður siðferðisþrek verkalýðsins og lama Sósíahstafl.
En hver er svo árangurinn? Sá, að Sósíalistaflokkurinn
hefur í raun og sannleika staðið af sér áhlaupið og komið
harðari og stæltari út úr hverri raun. 1 kosningunum 1949
hélt flokkurinn fyllilega velli og sama varð niðurstaðan í
bæjarstjórnarkosningunum 1950. Það var ekki fyrr en í al-
'þingiskosningunum 1953 sem tókst að kljúfa nokkum kjós-
endahóp frá Sósíalistaflokknum og hann þó ekki stóran.
Þessi árangur náðist fyrir atbeina Þjóðvamarflokksins, sem
varð til þess að sundra andstæðingum hemámsins og banda-
rísku ásælninnar með sérstökum fi-amboðum. Aðferð Þjóð-
vamarmanna var sú að taka upp stefnumál Sósíalistaflokks-
ins og endursegja ræður forvígismanna hans um hernáms-
hættuna og ásælni Bandaríkjanna, en tyggja jafnframt upp
ógeðslegasta lygaáróður hemámsflokkanna gegn Sósíalísta-
flokknum.
1 bæjarstjórnarkosningunum sem nú em nýafstaðnar átti
-að ganga milli bols og höfuðs á Sósíalistaflokknum. Auðstétt-
in og hemámsliðið taldi sig hafa kjörið tækifæri til þessa þar
^em sósíalistar höfðu orðið fyrir nokkm áfalli í þingkosning-
unum í sumar. Þetta fór á allt aðra lund en afturhaldið reikn-
aði með. Þegar litið er á úrslitin í heild getur það ekki dulizt,
,sð höfuðeinkenni þeirra er harðvítugt viðnám verkalýðsins
og Sósíalistaflokksins. Víðasthvar heldur Sósíalistaflokkur-
inn velli miðað við þingkosningarnar og á stöku stað er um
fylgisaukningu að ræða. Afturhaldið hefur því orðið fyrir
jniklum vonbrigðum.
En það sem er þó athyglisverðast er að einingarstefna
Sósíalistaflokksins er í nýrri og öflugri sókn. Það sýna kosn-
ingarnar í verkalýð3félögunum svo ekki verður um villzt. Og
þar sem tókst að koma á samvinnu andstæðinga íhaldsins í
sveitarstjómarkosningunum gaf sú samvinna hina beztu
raun. Allt er þetta ótvíræður vottur um styrkleika Sósíalista-
fiokksins og vaxandi skilning á því að stefna hans er rétt og
á framtíðina fyrir sér. Hann hefur staðið af sér sjö ára gem-
ingaveður afturhaldsaflanna. íglenzkir sósíalistar geta horft
djarfhug og bjartsýni til baráftupnar sem framundan er.
Utanríkisráðherrarnir ræða
einslega um fimmveldafand
Átök innan Bandarik]ast]6rnar um af-
stöSuna til hins ný]a Kina
TrMn.ii- sjö ára hlé eru utanrík-
isráðherrar Vesturveldanna
og So\-étríkjanna aftur seztix á
rökstóla. í hálfa aðra viku hafa
Bidault, Duiles, Eden og Molo-
toff ræðzt við frá nóni til mið-
aftans, fyrstu vikuna í Vestur-
Berlín en í Austur-Berlín
viku. Á kvöldin hafa ráðherr-
amir og æðstu ráðunautar
þeirra sótt veizlur hverjir hjá
öðrum og þar hafa íarið fram
einkaviðræður sem búizt er við
að geti reynzt öllu þýðingar-
meiri en ræðuhöldin á hinum
formlegu funduip, Þar sem heiU
her ráðunauta, túlka, ritara og
annarrra aðstoðarmanna er við-
staddur og allt jem sagt er
berst samstundis út um heim-
inn með útvarpi og blöðum. í
þessari viku á þar að aúki að
halda lokaðan fund allra fjög-
Vjatséslav Molotoff
tnn um undanlátssemi við
kommúnista af hálfu MeCar-
thys • og annarra keppinauta
sinna um yfirráðin yfir Repu-
blikanaflokknum ef Þeir gera
nokkuð sem hægt er að telja
viðurkennúigu af ihálfu Banda-
Anthony Eden
urra ráðherra, þar sem þeir
verða einir með túlkum sínum.
essi lokaði fundur á að fjalla
um tiliögu Molotoffs um
íimmveldafund sem utanríkis-
ráðherra Kína sæki auk ráð-
herranna f jögurra sem nú ræð-
as-t við í Berh'n. Vitað er að
stjómir Bretlands og Frakk-
lands eru í hjarta sínu hlynnt-
ar slikum fundi eða hafa að
minnsta kosti ekkert á móti
honum en þær vilja ekki ganga
í berhögg við Bandarikjastjóm,
sem fyrir löngu strengdi þess
heit að koma 'í veg fyrir að hið
nýja Kína fái sæti sitt meðal
stórvelda heimsins viðurkennt.
DuUes sparaði ekki stór orð
um það hvílíkir óþokkar hann
teldi að skipuðu rikisstjómina í
Peking og þvertók fyrir að fall-
ast á tillögu Molotoffs um að
Sjú Enlæ yrði hleypt að fundar-
borðj utanríkisráðherranna til
að ræða heimsmálin yfirleitt.
Hinsvegar gætti hann þess vei
að neita ekki að ræða mál Asíu
við utanrikisráðherra Kína og
það hefur orðið til þess að
ýmsir fréttamenn í Beriín telja
að fimmveldafundur sé ekki
ejns langt undan og virtist til
skamms tíma.
Að vísu á Bandaríkjastjóm
•^* ekki hægt um vik. Eftir
það sem á undan er, gengið
standa Eisenhower og DuUes
æði berskjaldaðir fyrir brigsl-
----------------
Erlend
tíðindi
\
________________<
ríkjanna á þvi að alþýðustjóm-
in í Peking er raunveruleg
stjóm Kína. Bæði forsetinn og
utanrikisráðherra hans hafa
oftar en einu sinni talað dig-
urbarkalega um það að þegar
tími sé til kominn verði mætti
Bandaríkjanna beitt til að
,,frelsa“ Kinverja undan nú-
verandi stjóm þeirra og heíja
Sjang Kaisék og kumpána hans
aftur til valda. En þeir sem
gerst þekkja til í innsta hringn-
um í Washington segja að sum-
um þeim sem hann skipa sé nú
að verða ljóst að 'nið nýja Kina
er staðreynd að ekki sé til
lengdar hægt að láta eins og
það sé stundarfyrirbrigði.
John Foster Dullcs
TT'réttaritari brezka sósíaldemó-
* kratablaðsins New States-
man and Nation í Washington
hefur skýrt frá því að Nixon
varaforseti hafi eftir för sína
til Asiulanda sagt Eisenhower
að Sjang Kaisék sé ekki eins
sents virði og Bandaríkin yerði
að fara að leggja drög að því
að taka upp stjómmálasam-
band við stjómina í Peking.
Fréttaritarinn segir að annar
sendimaður stjómarinnar til
Austur-Asíu hafi lagzt eindreg-
ið á sömu sveif. Það er Arthur
Dean, sem var fyrir samninga-
nefnd Bandaríkjanna í árang-
urslausum viðræðum fyrjr jól-
in í vetur um friðarráðstefnu í
Kóreu. Dean sleit eins og kunn-
ugt er viðræðunum og lézt fara
íheim í fússi vegna þess að hann
gæti ekki þolað móðgandi um-
mæli samningamanna Kórea og
Kínvérja um Ðandaríkin.
Fréttaritari hins brezka blaðs
segir að í skýrslu til Eisenhow-
ers og Dulles hafi Dean leitt
rök að því að ekki nái neinni
átt fyrir Bandaríkjastjórn að
halda áfram eins og hingað
til, ræða við Kínverja í Kóreu
en lata jafnframt eins og eitt
■í'
Georges Bidault
helzta markmið hennar sé að
kollvarpa Kínastjóm sem allra
fyrst. Dean hefur lengi verið
samverkamaður Dulles í lög-
fræðiskrifstofu sem þeir eiga
báðir og þykir þvi manna lík-
legastur til að hafa áhrif á ut-
anríkisráðherrann.
Tlrátt tók að kvisast í Wash-
” ington hvað Dean lagði til
við Eisenhower og Dulles. Æst-
ustu stuðningsmenn Sjang Kai-
séks meðal ráðamanna repu-
blikana létu ekki á sér standa
að ráðast á Dean. Öldungadeild-
arþingmaðurinn Herman Welk-
er stóð upp á þingi og hellti sér
yfir þennan aðalfulltrúa Banda-
rikjanna í viðræðunum 'í
Kóreu. Hann gaf í skyn að
einkavinur Dulles utanríkisráð-
hen-a væri laumukommúnisti
og kvað hann lærjast fyrir
stefnubreytingu i Asíumálum
sem væri ekkert annað en
..undanlátssemi við kinversku
kommúnistana". Enginn þing-
maður svaraði árás Welkers en
þegar hann lauk máli sínu gekk
William Knowland, formaður
þingflokks republikana 1 öld-
ungadeildinni, til hans og þakk-
aði honum fyrir ræðuna.
Kuowland er mikill vinur Sjang
Kaiséks. Dean sagði blaða-
mönnum að árásin á sig væri
runnin undan rifjum Alfreds
Kohlbergs, sem vitað er að
héfur árum saman starfað oð
því fvrir Sjang Kaisék að tala
máli hans víð bandaríska þing-
Framliald fi 11. gíðu