Þjóðviljinn - 04.02.1954, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.02.1954, Qupperneq 7
Pimmtudagur 4. febrúar 1&54 — ÞJÓÐVILJINN — {7 Vorið 1887 var eitt með hörðustu vorum hér vestan- lands. Vetrarhörkur voru með anesta móti eftir hátíðar svo jafnvel beztu beitilönd lágu undir klaka og fönn langt fram á vor. iÞetta var vorið sem ég fermdist, en sú athöfn fór fram á hvítasunnudag að Hraunskirkju í Keldudal í Dýrafirði. Það var um páskaleytið þetta vor að fóstri minn Steinn Guðmundsson flutti frá Höfn þar sem hann hafði bú- ið í 12 ár að Hrauni og tók þar til ábúðar 20 hundruð sem þá voru í eign Aðalsteins Páls- sonar, en Aðalsteinn sá átti meira en hálfa Hraunstorfima, sem eftir þátiðarmati var talin 60 hundruð að dýrleika. En sjáifur héJt Aðalsteimi eftir til ábúðar fyrir sjálfan sig 11 hundruðum. Aftur á móti \far hinn hluti jarðarinnar eða 29 hundruð í eign ýmsra annarra manna. Þannig átti Guðmund-'T! ur Guðmundss. bóndi á Amar- núpi 7 hundruð, Jón nokkur Sigurðsson, giftur Sveinfríði j Níelsdóttur átti 4 hundruð. 18^ hundruð voru þá í eign Gísla| rika Oddssonar í Lokinhömr-| um og hafði hann þá fyrir skömmu fest kaup á þeim frá Rósenkranz Kjartanssyni \ bónda í Tröð í Önundarfirði. Tvö hundruð voru i eign Jóns Jónssonar skipstjóra, sem þá dvaldi í húsmennsku hjá Að- alsteini Pálssyni svila sínum. Áttu þeir Aðalsteinn og Jón^ sína systurina hvor fyrirv konu, var kona Aðalsteins Jónína dóttir Kristjáns Guð mundssonar, sem áður hafð’ búið á Hraunl en var fyrir ■ nokkru dáinn þegar hér var { komið sögu. Kona Jóns Jóns- sonar skipstjóra var Guð- munda, einnig dóttir Kristjáns Guðmundssonar bónda. Þegar fóstri minn flutti frá Höfn þetta vor eins og að framan greinir voru þar eftir i í húsmemisku hjónin Kristján j Ólafsson og kona hans Marta j Guðmundsdóttir ásamt syni * sínum Ara, sem þá var ógift-J ur, en er eim á lífi, nú bú- settur á Þingeyri. Landamerki milli Hafnar og Hrauns er sæbrattur kletta- hamar sem nefnist Hafnaró- \ færa. Fellur þai’ sjó upp að um flæðar, og verður því að sæta fjöru er farið er milli bæj- anna. Eigandi að jörðnmi Höfn, sem þá var talin 6 hundruð að dýrleika, var Jón Ólafsson bóndi í Haulcadal. Hann átti fyrir konu Guðrúnu Guðmundsdóttur Þonvaldsson- ar. Áttu þau tvö uppkomin börn, hét sonur þeirra Ólafur Guðbjartur, en dóttir Guðrún. Vai’ð Ólafur seinna merkur bóndi í Hauíkadal og er látinn nú fyrir rúinu ári síðan. Var Ólafur um nokkurt skeíð ævi sinnar skipstjóii og útgerðar- maður og þótti hvívetna merk- ur maður, enda vel að sér í ýmsum greinum. Jón faðir Ól- afs var góðmenni og prúð- menni. Ha.nn var maður skemmtinn, ræðinn og fjöl- fróður. Hann var eins og að framan getur eigandi að jörð- inni Höfn og hafði hann leigt j fóstra mínum hálfa jörðina til | ábúðar, en hinn hálfpartinn hafði hann sjálfur til afnota. Hafði Jón þar fólk á sumrin, kaupamaim og kaupakonu til að vinna sinn helming jarðar- OR LÍFI ALÞÝÐUNNAR Eftir Halldór Guðmundsson Halldór Guðmundsson, hlnn merki fræðapulur og sóslalisti, rltaAi þessa skeramtilegn grein árið 1047, ogr ij’slr þar ats-ikum úr æsku siiml. Halldór iózt 18. des. 1951, tæplega 79 ára 'aS aldrl. — Sendið I*jóðvtljanum greinar iir lífl alþýð- unnar. Lýslð reynslu ykkar, vinnustað, vinnudegi, eínið er frjálst. innar og rak hann þangað fé að haustinu til fóðrunar og hafði þar þá vetrarmann til gæzlu fjárins. Þetta vor 1887, sem frá er sagt í upphafi sögu þessarar, var Jón Jónsson í Hrauni skip- stjóri á þiljubátmun „Marí" sem þá mun hafa verið í eigu Jónasar Th. Hall verzlunar- stjóra á Flateyri. Var skipið gei’t út til færaveiða eins og þá var títt með flest þilskip. Munu síkipsmenn hafa verið 9 talsins og tel ég mig muna nokkurnveginn rétt nöfn og heimilisföng flestra þeirra. Er þá fyrst að telja skipstjórann Jón Jónsson. Stýrimaður var Jónas Bjamason, Jónassonar. Jónas var í húsmennsku hjá svila sínum Guðbjarti Jóns- s\mi, sem þá var bóndi á Sval- vogum, næsta bæ við Höfn og jafnframt vestasti bær frveit- arinar, er það 4 hreppamót- um Þingevrar- og Auðkúlu- hrepps. Þá skulu taldir aðrir skipverjar á „Marí“. Tel ég’ þar fyrstan Sigurð Guðmunds- son. Hann var í vinnumemnsku í Svalyoguna . kjá Guðbja.rti. Hann giftist. seiima Þuriði Bjarnadóttur. Þá, skulu taidir tveir menn úr Keldudálnum, sem yoru skipsmenn á „Marí“ þetta vor. Annar þeirra var Markús Arnbjörnsson. Hann áttí fyrir koiiu Guðmundu ÓI- afsdóttir, var Markús smiður góður, bæði á tré, jám og kop- ar. Hinn Kelddæliíagurinn var Kristján Jóhann JónssoiL Hann var skilgetinn bróðir Bjarna Guðbrandar er lengi stundáði járnsmiðar á Þing- eyri í: tíð Gramsverzlunar. Þá skal geta þriggja Arnfii-ðinga sem voru skipsmenn á „Marí“ þetta vor. Einn þeirra var Jón Þórðarson bóndi í Skógum í Amanfirði. Aruaar Guðmimdur Ólafsson bóndi á Gljúfrá í sömu sveit, þriðji Jóhann Guðmundsson bónda á Horni í Amarfirði. Jóhann giftist Guðríði Einarsdóttur Gríms- sonar. Hasm dmkknaði mörg- um ámm seinna á kútter frá Reykjavík. Enn er ótalinn matsveínn á „Marí" Jjetta sum- ar en það mun hafa verio Bjami Bjamason bróðir stýri- manasins, þá ungur. Hverf ég þá að aðalefni sögu miimar. Það var venja Jóns skip- stjóra að leggjast fram af Keldudalnum í lokin á fiski- túrum sínum. Gerði hann það mest í því skyni að bæði hann og meiiíi hans úi’ Keldudainum gætu flutt til heimila sinna ýmsar lífsnauðsjmjar, bæði frá sjó og úr verzlun. Þaimig a.tvikaðist það að laugardaginn fyrir hvítasunnu þetta vpr kom Jón á skipi sínu „Marí ‘ og varpaði akkemm fi-am af Keldudalnum að vatida. Lej’fði hann þá þeim tveimur skip- verjum sínum Jónasi og Sig- urði frá Svalvogum að fara, heim og vera heima jáir há- tíðina, skildu þeir koma aftur til skips á þriðja í Hvítasunnu, og leið nú hátíðin. Það var þá á þriðja í hvíta- sunnu að þeir Hraunsbændur Aðalsteinn og Steinn föður- bróðir mirm, ásamt mér og Kristjáni syni Aðalstéins vor- um staddir um borð í „Marí“, er þeir Jónas og Sigurður frá. Svalvogum komu til skips síns heiman frá sér eins og ráð hafði verið fyrir gert. Höfðu þeir þær fréttir að segja, að þeir hefðu séð hval vera að reka upp á flúðiraar Hafnar- megin \nð landamerkin milii Hafnar og Hrauns. Þóttu þetta miklar fi’éttir sem vænta mátti. Var nú ráðstefna hald- in þama um borð hvað gera skyldi til að bjarga hvalnum til lands. Kom öllum eldri og reyudari mönnummi samaii um þa.ð, að nauðsyn bæri tii að saftia mönnum og reyna að bjarga hvalnum þangað sem hægt væri að liagnj’ta hann til mannbjargar. En þar sem hvalinn væri að reka á land væri ógerningur að viatia neitt að honum, því þar gengu iklettar í sjó fram og auk þess boðar og sker langt fiú landí. Það var því einróma álit þeirra eldri og reyndari manna að sjálfsagt væri að reyna að draga hvalinn þangað sem betri lending og önnur skiiyrði væm fyrir hendi til athafnar \áð hvalskurðinn. Nú hagar svo til, að nokkru fyrir innan landamcrkin milli Hrauns og Hafnar er gömul verstöð frá Hrauni sem nefti- ist Sker. þar hagar þamiig tii að fram frá fjörum ger.gur hár hamar í sjó fram. Er ham ar sá sléttur að ofan og stóð þegar þetta gerðist eim gömul \»erbúð frá Hrauni fram 4 skerinu, en á þeim árum var verstöð þessi að leggjast nið- ur. Þó var róið þaðan á f jögra- mannafari um tíma vorið 1888, en það mun hafa verið í síð- asta sinni. Að framan er ham- ar þessi allhár og aðdýpi þar mikið. Upp með hamrinnm að utan gengur djúpur vogur alla leið upp að fjöruborði og er •lending góð og lai.idrými sæmi. legt að ofan til allra athafna og nýtingar \úð veiðiskap. Það varð nú að ráði xnilli skipshafnarinnar á „Marí“ og . þeirra Hraunsbænda að manna skvldi út tvo báta er Aðal- steiem átti og búa þá góðuhi íkaðalfestum og freista ao draga hvalinn frá rekastaðn- Framhald á 11. síðu. Ejósendnr verklýÓsiSofckcmncc verða að fcnýjci frcnn samfylfcingu gegn íhaldinu Hannibal Valdimarsson ber sig upp undan því í gær að Þjóðviljinn hafi sagt að sundr- ungarllokkamir hafi gefið í- haldinu völdin í Reykjavík, og hefur næsta neikvaeðar rnnræð- ur í því sambandi. Það sem Þjóðviljinrj átti við og fcbm raunar nægHega skýrt fram er þetta: Sósíalistaflokkurinn bar fram ýtarlegar tillögur fyrir kosn- ingar um samvinnu allra and- stöðuflokka íhaldsins í kosn- ingabaráttunni, og voru þær rökrétt áframhald af fyrri bar- áttu Sósíalistaflokksins fyrir þeirri sainvinnu. Undirtektir AlþýðuFokks, Þjóð varnarflokks og Framsóknarflokks voru al- gerlega neikvæðar; ráðamenn þessara flokka lýstu í raun og veru yfir þessu: Við getum ekki unnið saman! Þessi af- staða færði ihaldlnu sterkasta voimið upp i hendur, aðeins hennar vegna tókst íhaldinu að ná völdum, aðeins hennar vegna fékk ihaldið meirihluta í bæj- arstjóm þrátt fyrir minnililuta k jósenda. Þeir íiokkar scm ckki lóku samvinnutillögum sósial- ista bera ábyrgð á þessari nið- iu\stöðu. Þetta eru augljósar stað- reyndir, og eru nú timtalsefni allra vinsti’isinnaðra kjósenda. En það skiptir ekki meginmáli. að deila um þá sundrungu sem færði ihaldinu sigur, heidur að læra af reynslunni og taka upp Öniíur vinnubrögð. Þassi sundr- ung verður að hætta; það er brýriasta. nauðsyn íslenzkra stjórnmála, eina Ieið alþýðunn- ar til þess að vinna bug á íhaldi og auðmannavaldi. Það er hægt að Lenda á ýmsa örfP ugteika á sliku samstarfi, fylgj- endur flokkanna greinir á um margt og það er hægt að ein- blína á neikvæðan hátt á á- greiningsatriðin, eins og Al- þýðublaðið gerir í gær. En þessa örðugleika er hægt að yfirvinna með góðum vilja, og það verður að gera það. Þáð er eng;n þörf á því að annar að- ilinn beygi sig undir hinn; það verður að koma á lýðræðislegri samvinnu milli tveggja jafn- rétthárra aðila, þar sem barizt er í þágu alþýðusamtakanna af heilinduin og stórhug. Sjálfar bæjarstjómarkosn- ingamar sanna hver áhrif sam- fylking vinstri aflanna hefnr. lríða úti um land tókst slik samfylking og vann eftimiinni- iega sigra. Á Akranesi unnu vinstri flokkamir mikinn sigur á íhaldinu, og sömu sögu er að segja viðar þar sem sam- vinna tókst, svo sem á Bildu- dal, Hellissandi o.‘ s. frv. Alls staðar vakti stik samvinna á- huga og trú sem færði mikipn árangur. Einmitt þarniig á að berjast og verður að berjast. Ýnlsir mirnu telja langt í land að forustumenn vinstri flokkanna komi sér saman eft- ir þá reynslu sem fengin er. en það er ekki rétt mat. Það er fólkið sjálft sem ræður úrslit- um. Alþýðan sjálf verður að koma sér saman og knýja síð- an fram heildarsamvinnu, þrátt fyrir Þá tregðu sem fyrir kann að verða. Þetta samstarf verð- ur að hefjast í verklýðshreyf- ingunni, j>ar hefur Það viða tek- izt með ágætum árangri og á þeirri braut verður að halda áfram. í öllum verklýðsfélög- um landsins verða sósíalistar og Alþýðuflolcksinenn að taka höndum saman og losa yerk-*. iýðshreyfinguna við íhalds. agcnta sem enn eru víða i for- ustustöðum. Sú smán má ekki standa lengur cn til haustsins að erindrekar auðmannaflokks- ins f arf með völd í sýálf ri heilé- arstjóm alþýðusamtakanna, Fólkið sjálft verður að þjappa sér saman, og eftir það geta engir misvitrir forsprakkar komið i veg fyrir þá einiiigu sem er nú brýnust nauðsyn. í AlþingiskosningunuTn í sumar fékk ihaldið kjörd.æma- kosna þingmenn í ölium kaup- stöðum landsins utan Reykja- víkrur, l>ótt það hefði aðeins at- kvæðaiegan meirihluta í eintim, ísafirði. SósíalLstaflokkurinii einn benti þá á þá geigvæn- legu hættu sem þessu fylgdi og. nauðsyn þess að allir vinstri menn fylktu sér saman gegn auðmannavaldinu. Þessi hsetta er enn skýrari og alvarlegri nú, og það má ekki dragast lengur að bregðast við heruii af fullri djörfung. Fólkið sjálft verður að taka málið í sínar hendur, snúa bökum sanian og tryggia samfylkingu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.