Þjóðviljinn - 04.02.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.02.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTUINN — Fimmtudagur 4. febrúar 1654 ^ Sélma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 12. ‘ aldrei gert, en stundum hafði hún vonað að Karlotta ’ yrði ástfanginn í einhverjum öðrum, eða einhver ríkur ættingi byði henni í utanlandsferð, svo að hún yrði sjcilin frá séra Ekenstedt á þægilegan og eðlilegan hátt. ' Af því að hún var gift organleikaranum og var stöku 1 sinnum boðin heim á prestssetrið, hafði hún verið í samkvæminu, þegar Schagerström hafði ekið framhjá og Karlotta hafði sagzt myndu taka honum, ef hann bæði hennar. Upp frá því hafði hún óskað þess að Schager- 1 ström bæði Karlottu, og ekkert illt gat falizt í því. Það ■ gat engan veginn haft neina þýðingu. Því að ef óskir mættu sín einhvers, þá liti áreiðanlega öðru vísi út á jörðunni en nú gerir! Að hugsa sér allar þær óskir sem fólk hefur látið í ljós! AÖ hugsa sér allt hið góða sem fólk hefur óskað sér! Að hugsa sér hve margir hafa óskað að þeir væru syndlausir og heilsu- ‘ hraustir! Að hugsa sér hve margir hafa óskaö þess að þeir ekki þyrftu að deyja. Nei, hún Vissi að hægt var það láta óskir hennar óátaldar. Óskir máttu sín einskis. En einn fagran sumardag sá hún Schagerstöm koma ■ inn í kirkjuna, og hún tók eftir því að hann valdi sér sæti með það fyrir augum að geta séð Karlottu sem bezt, og hún óskaði þess að honum litist vel á hana. Hún ‘ óskaði þess af öllu hjarta. Hún taldi sig ekki vilja Karlottu illt þótt hún óskaði eftir ríkum manni henni til handa. Allan daginn sem hún hafði séð Schagerström við kirkju, hafði hún á tilfinningunni, að eitthvað værí að gerast. Um nóttina lá hún og bylti sér á allar hliðar og beið þess eins að eitthvað gerðist. Og þannig var það einnig næsta morgun. Hún sat við gluggann, gat ekki unnið, heldur sat með hendur í skauti og beið. Hún vissi ekki hvernig hún fór að því að heilsa eða framhjá, en það sem gerðist var enn merkilegra en það. 1 Um morguninn, milli klukkan ellefu og tólf, kom Karl- Artur í heimsókn. Eins og gefur að skilja varð hún bæði undrandi og glöð og um leið alveg miður sín af feimni. Hún vissi ekki hvernig hún fór að þvi að heilsa eða bjóða honum inn. En að minnsta kosti var hann von bráðar í bezta hægindastólnum í litlu íbúðinni hennar, og hún sat á móti honum og gerði ekki annað en stara á hann. Hún hafði ekki fyrr gert sér ljóst, hversu unglingslegur hann var. Hún vissi deili á öllu sem varðaði fjölskyldu hans og hún vissi, að hann var fæddur 1806 og hlaut því að vera tuttugu og níu ára. En það gat enginn séð ‘ á honum. Hann skýrði henni frá því á hrífandi látlausan hátt, að hann hefði nú fyrir skemmstu frétt í bréfi frá móð- *ur sinni, að hún væri dóttir Malvinu Spaak, sem hafði verið vinkona og hjálparhella allra Löwenskölda. Hon- um þótti leitt að hafa ekki vitað þetta fyrr. Honum fann sem hún hefði átt að segja honum af þessu. Hún varð himinlifandi yfir að fá að vita ástæðuna til þess að hann hafði ekki veitt henni neina athygli fram að þessu. En hún gat ekkert sagt, enga skýr- ingu gefið. Hún gerði ekki annað en tauta einhver heimskuleg, ruglingsleg orð, sem hann skildi sjálfsagt ekki. Hann horfði dálítið undrandi á hana. Hann gat senni- lega ekki skilið að fullorðin kona gæti verið svo feimin að hún kæmi ekki upp orði. Og til þess að gefa henni tíma til að jafna sig fór hann að tala um Malvinu Spak og Heiðarbæ. Hann minntist einnig á söguna um reimleikana og hringinn hræðilega. Hann sagðist eiga erfitt með að trúa sögunni í heild, en í augum hans hefði hún mikinn boðskap að flytja. Hann leit á hringinn sem tákn ástarinnar til hins jarðneska, sem heldur sálinni fanginni og gerir hana óhæfa til inngöngu í guðsríki. AÖ hugsa sér, að hann skyldi sitja þama fyrir framan hana og horfa á hana með heillandi brosi, tala eðlilega og frjálslega eins og við gamlan vin! Það var svo mikil hamingja, að hún gat varla afborið hana. Ef til vill hefur hann átt því að venjast að hann fengi engin svör, þegar hann heimsótti fátæka og hrygga til þess að hugga og uppörva. Hann hélt áfram að tala án þess að þreytast. Hann sagði henni, að hann gæti aldrei varizt þvi að hugsa um orð Jesú til ríka unglingsins. Hann var sann- færöur um, að ein helzta orsökin til margvíslegs óláns mannanna væri fólgin í því, að þeir elskuðu sköpunar- verkin hærra en skaparann. Þótt hún segði ekki neitt, hlýtur hún *að hafa með- tekið orð hans á einhvern þann hátt, sem hvatti hann til að halda áfram að tala. Hann játaði fyrir henni, að hann vildi hvorki verða prófastur né prestur í stórri sókn. Hann vildi ekki búa á stórum búgarði með stórri landareign, stórum kirkjubókum og miklu vafstri. Nei, hann óskaði eftir lítilli sókn, þar sem hann fengi tíma til að sinna andlegu lífi. Bústaður hans átti ekki að vera nema lítil, grá stofa, en hún átti aö vera á fallegum stað, í skógarjaðri við vatnsbrún. Og laun hans máttu ekki vera hærri en svo, að hann gæti með naumindum lifað af þeim. Hún skildi, að á þennan hátt ætlaði hann að-vísa mönnunum veginn að sannri hamingju. Hún fann hrifn•• inguna gagntaka sál sína. Aldrei fyrr hafði hún hitt neinn svo ungan og hreinan. Æ, mikið yrði hann dáður og elskaður af öllum. En allt í einu datt henni í hug, aö þetta sem hann segði nú byrti í bága við annað sem hún hafði nýlega heyrt minnzt á, og hún vildi ganga úr skugga um það þegar í stað. Hún spurði hann, hvort það gæti verið að henni hefði misheyrzt, en við síðustu heimsókn sína á prestssetrið hefði unnusta hans sagt, að hann hefði í hyggju að sækja um kennarastöðu við menntaskóla. Hann spratt upp úr stólnum og fór að æða fram og aftur um lítið herbergið. Hafði Karlotta sagt þetta? Var hún viss um það að Karlotta hefði sagt þetta? Hann spurði svo ofsalega, OC CAM>M Vng kona var að byrja að 1 ærsi að aka bíl, og það var maðuriniai hennar sem var að kenna henni. Þau voru stödd á mjóum, fáföraw um vegi uppi í sveit, þegar unga ,, frúin hrópar alit í einu: Ó, taktu stýrið fljótt — þarna kemur tré! 4f * * Maðurinn sat við gluggann i stof- unni sinni • og horfði út. Allt i einu kafllar hann til konu sinnar sem var að bardúsa frammi í eid- húsi: Þ.arria er konan sem hann Nikuláa er svo ástfanginn af. Konan fleygði frá sér þurrku og diski, hljóp í grænum hvelli inn i stofuna. ,Hvar er hún? Hvar er hún? spurði hún óðamáia. Þarna, konan í gaberdíndragtinnl á horninu. Asninn þinn, hvæsti konan. Þettaí er konan hans. Já, auðvitað, svaraði maðurinn hinn rólegasti. * * * Nöldursöm kona keypti tvö háls. bindl handa manninum sínum, aldrei þessu vant. Morguninn eft- ir er hann kom tii að borða va* hann með annað bindið. Nú, elnmitt, sagði þá konan; þér hefur þá ekki líkað hitt bindið. Frú Alvin Crum í San Franciskö , sagði fæðingarlækninum, sem tóie á móti bami hennar, að hún hefði ekki haft hugmynd um að hún gengi með barni. Og hún bætti við: Það he?d ég maðurinn minn verði hissa þegar hann fréttir þetta. vJ leimilisþáttiir íbuarnir fá ókeypis bleyjui Iple.n, 1:50 Nýlega var tkeið í notkun í Kaupmannahöfn hús sem reist er á vegum Mæ ðrast\Tk snefnd - arinar þar. Húsið er þó ekki tilbúið, enn er ófullgerður sá hluti iþess sem mesta athygii mun vekja: fjölbýlishús mæðia- styrksnefndar, sem á að verða til-búið í mai'zmánuði 1954. Á undanfömum árum hefur Mæðrastyrksnefndin þráfald- lega orðið þess vör, að margar einstæðar mæður eiga í erfið- leikum og verða oft að gefast upp vegna þeirra vandamála sem skapast af lélegu húsnæði eða skorti á menntun, skrifar frú Birgitta Andersen skrif- stofustjóri. Húsnæðisskorturinn kemur oft sérstaklega niður á einstæð- um mæðrum, sem oft eiga við kjör að búa. Þær geta ekki gr-eitt hina háu húsaleigu í nýju húsunum, og of-t er ógemingur fyrir þær að fá leigð herbergi, þar sem þær geta búið með bamið hjá sér. Þetta fjölbýlishús Mæðra styrksnefndar á að verða þátt- ur í hjálparstarfsemi nefndar- innar. Ibúðimar á bæði að leigja einstæðum mæðrum, sem ætla að afla sér menntimar eða eru að því, og mæðrum sem vinna úti óg hafa ekki haft mögu- leika á að fá húsnæði handa sjálfri sér og barninu. Til þess að unnt sé að hjálpa sem allra flestum er ætlunin að íbúðirnar séu leigðar til eins skamms tíma og hægt er — varla lengur en til tveggja eða þriggja ára. Alls eru 61 íbúð í fjölbýlis- húsinu. Hver þeirra saman- stendur af lítilli forstofu, stofu með svefnkrók, herbergi með eldhúsinnréttingu og snyrtiher- bergi með vatnssalerni, stórum ■vaski, steypubaði, heitu og köldu vatni. Auk þess er ýmislegt sameig- inlegt fyrir alla: Á neðstu hæðinni verður mat- stofa, þar sem starfsfólk mæðra styrksnefndar og þeir íbúar hússins sem iþess óska, geta fengið kalda og heita rétti. 1 sambandi við matstofuna verður útsala á algengum nýlenduvör- um og afgreiðsla, sem tekur við pökkum og skilaboðum til í- búa hússins. Stórt, nýtízku þvottahús, þar sem íbúarnir geta þvegið þvott sinn eftir röð eða fengið hamx þveginn gegn greiðslu. Og í sambandi við þetta þvottahús verður ókeypis bleyjuafgreiðsla. íbúamir geta afhent óhreina'r bleyjur og fengið í staðinn sömu •bölu af hreinum bleyjum. Þaim- ig á að vera hægt að ikomast hjá bleyjuþvotti í þessum litlu íbúðum. Engar sameiginlegar stofur verða fyrir þetta fjölbýlishús, en við sérstök tækifæri geta í- búarnir fengið aðgang að mat- stofu starfsfólksins og þeinx kennslustofum sem starfræktar verða. Leigan sem íbúamir eiga að greiða verður um 85 krónur danskar á mánuði og í því e* S’ri-ií'foiíTm Viitíikostnaður t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.