Þjóðviljinn - 27.03.1954, Side 12

Þjóðviljinn - 27.03.1954, Side 12
LÉSviks Jésefssonar og Karls Guðjénssonar sanþykkfar neð 17 afkvæðum gegn 15 f Neðri deild Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær breytingartillögur Lúðvíks Jósefssonar og Karls Guðjóns- sonar við frumvarp til laga um brunatryggingar í Reykja- vík, með 17 atkv. gegn 15. Var frumvarpið til 2. um- ræðu í deildinni. Tillögur Lúð- viks og Karls voru’ á þá leið, að heimildin í frumvarpinu miðist ekki við Reykjavíkurbæ, heldur verði hún almenn. Sam- kvæmt breytingatillögum þeirra hefst 1. grein frumvarpsins nú þannig: „Bæjar- og sveitarstjórnum er heimilt að taka í eigin hend- ur brunatryggingar allra hús- eigna í umdæmi sínu eða semja við eitt vátryggingarfélag eðg fleiri um slíkar tryggingar eða um endurtryggingar á áhættu sveitarfélagsins. Þá er og ein- stökum bæjar- eða sveitarfélög- um heimilt að mynda með sér félög um sameiginleg trygginga- svæði“. Gegn tillögu Lúðvíks og Karls sem einungis fer fram á jafnrétti bæjar- og sveitarfélaga utan Reykjavíkur við Reykja- vík, greiddi hver einasti við- staddur þingmaður Sjálfstæðis- flokksins atkvæði, líka þingmað ur Akureyrar, Jónas Rafnar og þingmaður ísafjarðar, Kjartan J. Jóhannsson. Er slík afstaða þvert ofan í afstöðu bæjar- stjórna kaupstaðanna úti á landi og gegn hagsmunum þeirra. Þessir tveir og tveir aðrir í- haldsþingmenn hafa þó sýni- lega fundið að ekjri var vei stætt á þeirri afitölu og fluttu í gær kattarþvóttorþiiigsá.'yktun þar sem beðið er un. „athugun" á því hvernig brunacryggingum utan Reykjavíkur skuli komið fyrir. Virðist Sjálfstæðisflokknum mjög illa við að bæjar- og sveit arfélög utan Reykjavíkur fái jafnrétti í þessum málum, og ekki ólíklegt að hann reyni að Austur-Þýzkaland Stjórnarfulltrúi Sovétríkjanna í Austur-Þýzkalandi til- kynnti í gær, að sovétstjómin heföi ákveðið að veita stjóm Austur-Þýzkalands óskorað fullveldi í öllum innan- og utanríkismálum landsins. sveigja Fr'amsókn í þvi má!i. en Framsóknarmenn samþykktu breytingartillögur Lúðvíks og Karls í gær, ásamt sósíalistum og þingmönnum Þjóðvarnar flokksins. Hótaði Steingrímur Steinþórsson því í fyrradag að ganga af fundi með alla flokks- menn sína er forseti (Sigurður Bjarnason) ætlaði að slíta um- ræðunni dálítið hjistarlega! í tilkjmningu sovétfulltrúans er tekið fram, að Sovétríkin muni héðan í frá aðeins láta öryggismál til sín taka. Sovézk- ur her mun enn um skeið hafa setu í landinu sam- kvæmt sér- stökum samningi við stjórn Aust- ur-Þýzka- lands. Það er nauðsynlegt, segir í til- kynning- unni, á með- an engin lausn hefur sameiningu beggja Pieck, forseti A-Þýzkalands. fengizt á hluta landsins. Spilakvöld SÖS" n„k„ sunnudag Næste félagsvist hiá Sósíalista- félagi Reykjavíliur verður ann- að kvöld kl. 8:30 í samkomu- salnum Laugavegl 162. Auk vistarlnnar verður stutt erindi fiutt af Karll Guðjóns- syni alþingismanni um við- horfin í skattamálum. Að lok- um verður stiginn dans. Mjög mikil aðsókn var að síð- asta spilakvöidi félagsins, sem þótti takast með afbrigðum vel. Má þvi búast við mikiiii aðsókn annað kvöld og ættu menn þvi að mæta snemma og ’ sérstaklega er það brýnt fyrir ! mönnum að mæta stundvislega. | Tilkynna má þátttöku í skrif- j stofu félagsins, Þórsgötu 1, 1 síml 7510. I Brotizt inn á tveim stöðum I fyrrinótt var brotizt inn á tveim stöðum hér í bær.um: í kexverksm. Frón og Pappírs- pokagerðina. Var brotinn upp eldtraustur peningaskápur Fróni, og stolið úr honum nokkur hundruð króum er honum voru. Á hinum staðnum var engu stolið. Ldkur eru fyrir því að jepp inn X-452 hafi verið notaður við þessa leiðangra. Það er tví- litur bíll, ljósgrár að ofan en brúnn að neðan. Var honum stoli'ð þar sem hann stóð á Frakkastígnum rétt norðan við Skólavörðustíg, en i gærmorg- un fannst hann inni í Njörva- sundi. Nú eru það vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar að þeir sem kynnu að geta gefið ein- hverjar upplýsingar um ferðir bílsins í fyrrinótt komi þeim á framfæri við hana nú þegar. Verkahðnnrj Kellavík semja nm sömu laiin og karlmenn í uppskipun og umstöflun Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur hefur gert samning við Útvegsbændafélag Keflavíkur og Vinnuveit- endafélag Suðumesja um eftirfarandi: 1. Uppskipun greiðist með kr. 9.24 á klst. (grunnkaup). 2. Upprifning — umstöflun á óverkuðum saltfiski gr. með kr. 9,24 á klst. (Eldri taxti fyrir sömu vinnu var kr. 6.90). 3. (Nýtt ákvæði) Fyrir spyrö- ingu og blóðhreinsun á fiski til herzlu greiðist kr. 7.55 á klst. (sami taxti og nýlega var samið um í Hafnarfirði). Ekki fékkst samið um aðra vinnu við skreiðfisk (enda hafa konur ekki að jafnaði unnið slíka vinnu) en gert er ráð fyr- ir að þar fái konur sama kaup og lcarlar. Þetta er anciar samningur- inn, sem félagið gerir, en það var stofnað 10. júlí 1953. Gilti þá samningur, sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafði gert fyrir konur, og var honum þá ekki breytt að und- antekinni hækkun við verkun síldar. Laugai'dagur 27. marz 1954 — 19. árgangur — 72. tölublað -N Nýsiárieg sjén viS Hlemmiorg í gær: Dilkakjöt í heilum skrokkum selt þar af vörubíispalli! Milli ki. 6 og 7 síðdegis í gær mátti greina. alimikinn mannsöfnuð í kringum vörubíl einn sem tekið hafði sér stöðu hjá Hlemmtorgi innarlega við Laugaveg. Var þetta. reykvískur vörubíll hlaðinn dilka.kjötsskrokkum sem hann hafði sótt norður til Sauðárkróks og seldi þarna á götunni hverjum sem hafa vildi, og gat greitt uppsett verð. Virtust færri fá en vildu, því á örskammri st.undu seldist allur farmur bifreiðarinnar og var þá margt manna eftir sem enga úrlausn hafði fengið. íBíIstjórinn seldi skrokkana vitanlega í heilu lagi og voru þeir vigtaðir á staðnum. Verðið var kr. 24.25 kg. 1 verzlimum mun verð á lærum vera eitthvað svipað þessu en annað kjöt mun ódýrara. Mun ekki fjarri lagi að seljandinn hafi hagnazt um ca. 100 kr. á hverjum skrokk, hvort sem bílstjórinn situr nú eina að þeim hagnaði eða seljandinn nyrðra er þátttakandi í fyrir- tækinu. FJöIfereytt skemmtíatriði á árshátið ÆFIl i&sissað kvöld Annað kvöld (sunnudag) verður árshátíð Æskulýös- fylkingarinnar haldin í Tjarnarcafé. Skemmtunin hefst með ávarpi formanns ÆFR, Guðmundar Magnússonar og svo verða þar ungur félagi, sem lagt hefur sér- staka stund á kínverska söngva og leikur undir söng sinn á gítar. Þá fer og fram keppni í afríkudansinum Limbo-limbo, sem Búkarestfararnir lærðu af Nígeríumönnum í fyrrásumar, og sérstaka athygli vakti hér á skemmtuninni 21. febrúar. Milli atriða verður fjörugur fjölda- söngur að vonum. — Kynnir á skemmtuninni verður Jón Múli Árnason. Er þess að vænta að mikil að- sókn verði að hátíð þessari og eru félagar og allt það æsku- fólk, sem hug hefur á að sækja hana, áminnt um að tryggja sér miða í tíma. Þeir fást í 'bóka- búðum KRON og Máls og menn- ingar og einnig í skrifstofu ÆFR, Þórsgötu 1, þar sem einn- ig er tekið ’á móti pöntunum (sími 7510). S-.-Ur. Þórbergur Þórðarson nokkur frábær skemmtiatriði. Hinn ungi trompetleikari Björn Guðjónsson, sem nýlega hefur lokið námi við Tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn, leikur einleik á trompet, ritsnillingur- inn Þórbergur Þórðarson les upp úr verkum sínum og einnig kemur fram nýr og óvæntur skemmtikraftur, þar sem er 4 myndir seldust r S Á sýningu Magnúsar Á. Áma- sonár í Listamannaskálanum eru 65 málverk, 28 teikningar og 6 höggmyndir. Aðsókn að sýningunni var góð í gær og seldust 4 myndir og hafa þá alls selzt 14 myndir á sýningunni. Sýningin er opin daglega frá kl. 11 f. h. til 11 að kvöldi. S&údentaráð Háskéla íslands: Réttur Islendinga til hand- ritanna ótvíræður Stúdentaráð Háskóla Islands samþykkti á fundi sín- um, 26. marz, eftirfarandi ályiktun: „Stádentaráð Háskóla Islands fagnar þeirri eíningu, sem ríldr í handritamálinu og lýsir yfir fjllsta samþykki sín'u við álcvörðun hæstvirtrar ríkisstjórnar og Alþingis, vegná hins furðulega tilboðs Ðana í handritamáiinu. Jafnframt ieggur ráðið áherzlu á, að íslenzka þjóðin standi einhuga að baki kröfunni um endurheimt hand- ritanna. Þá ítreiiar stúdentaráð þá skoðun, að réttur lslendinga til handritanna sé ótvíræður og ekki skuli frá honum hvikað44. Syngur ldnverska söngAa Skíða og féiagsheimili .„-Æ. F. R. SKÍÐAFERÐ í kvöld kl. 6. Látið vita um þátt- töku í síma 7510 fyrir kl. 4.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.