Þjóðviljinn - 09.04.1954, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 9. apríl 1954
Hvers vesntia eru
Samvinnutryggingum
Orðsending frá
EF BÆRINN TEKUR ÁHÆTTUNA.
Tilboð Ásgeirs Þorsteinssonar gerir ráð fyrir fleiri mögu-
leikum, sem allir byggjast á því, að Reykjavíkurbær taki
stærri hluta árlegra brunatjóna í eigin áhættu. Þetta þýðir, að
bærinn gæti þurft að greiða stórupphæðir í tjónbætur umfram ið-
gjöld og telja tryggingafræðingar það mjög ógætilega stefnu af
bæjarfélagi, sem á sáralitla tryggingasjóði, að taka slíka áhættu.
íBrunatryggingar húsa í Reykjavik hafa verið til umræðu
og endurskoðunar i bæjarstjórn og á alþingi undanfamar vik-
ur. Mál þetta skiptir miklu fyrir alla bæjarbúa, því að þeir
greiða kostnað af 'brunatryggingu húsa, sem þeir búa í, hvort
sem er með iðgjaldagreiðslum af eigin íbúðum eða leigu fyrir
ibúðir annarra. SAMTALS GREBÐA BÆJARBIJAR NÚ 3.518.
000 KRÓNUR Á ÁRI, MEÐ NÚVÉRANDI FYRIRKOMULAGI.
Þetta eru ekki óveruleg viðbótarútgjöld fyrir þau lífsþægindi,
sem eru Reykvikingum dýrust, en það er húsnæðið.
Ef eigináhætta bæjarins væri 100% heildariðgjalda, getur tap
bæjarins á einu ári auðveldlega orðið 5.—700.000 kr. Samt er
þessi möguleiki miðað við meðalár óhagstæðari en tilboð Sam-
vinnutrygginga, enda þótt bærinn beri þar enga áhættu.
Ef eigináhætta bæjarins væri 120% heildariðgjalda, getur
tap bæjarins á einu ári orðið 1.000.000 kr. til 1.250.000 kr. Samt
er tilboð Samvinnutrygginga lægra miðað við meðalár og ber
þó bærinn þar enga áhættu.
Samvinnutryggingum hefur á undanförnum árum tekizt að
koma fram mörgum nýjungum og umbótum á trygginga-
starfsemi og lækka verulega iðgjöld fyrir margs konar trygg-
ingar. Félagið hafði áhuga á að glíma við það verkefni, sem
brunatryggingamar í Reykjavík eru, og reyna að lækka þær
einnig verulega.
ÁRANGURINN VARÐ SÁ, AÐ ÞEGAR ÓSKAÐ VAR TIL-
BOÐA I BRUNATRYGGINGARNAR, GERÐU SAMVINNU-
TRYGGINGAR HAGSTÆÐASTA TILBOÐIÐ, SEM HEFÐI
GETAÐ LEITT TIL ÞESS, AÐ BRUNATRYGGINGARIÐ-
GJÖLD ÞAU, SEM BÆJARBÚAR VERÐA ÁRLEGA AÐ
GREIÐA, LÆKKUÐU UM 1,65 MILLJ. KRÓNA FRÁ ÞVÍ,
SEM VERIÐ HEFUR.
Forráðamenn bæjarins virðast þó ekki hafa áhuga á þvi
oð lækka brunatryggingaiðgjöldin samkvæmt þessu. Þeir virðast
ætla að velja þann kost að taka á bæinn allverulega áhættu og
ganga að tilboði á öðrum grundvelli, sem Ásgeir Þorsteinsson,
verkfræðingur, lagði fram í umboði enska tryggingaverzlunar-
íélagsins E. W. Payne í London.
Til þess að bera saman þetta enska tilboð og tilboð Sam-
vinnutrygginga, er aðeins éin sanngjörn leið. — Hún er sú,
að miða við reynslu undanfarinna ára, hvað brunatjónin snertir,
Sérfræðingur Reykjavíkurbæjar hefur látið það álit sitt í Ijós,
að éðlilegast sé að miða samanburðinn við fimm ára tímabilið
1948—1952. Tryggingasérfræðingar vorir hafa þvi gert eftir-
farandi samanburð á þeim grundvelli :
Þessar töiur 'kunna að virðast flóknar fyrir leikmenn. En
hver og einn getur áttað sig á þeim, og niðurstöðutölumar
um brúttóhagnað bæjarins sér hvert mannsbarn. Þessar tölur
sýna að mikið er hægt að lækka brunatryggingarnar miðað
við þau iðgjöld, sem verið hafa. Það er svo á valdi bæjar-
stjórnar, hvort hún lætur þennan hagnað renna í bæjarsjóð,
sem er sama og að skattleggja bæjarbúa um þessa upphæð,
eða lætur féð renna til húseigenda sjálfra í lækkuðum iðgjöld-
um.
Samvinnutryggingar geta gert svona hagstætt tilboð af þrem
aðalástæðum: 1) Reksturskostnaður félagsins er mjög lágur,
2) Félagið hefur mjög hagkvæma endurtryggingasamninga, og
3) Félagið hefur mjög öfluga sjóði sem bakhjarl ábyrgða þeirra,
er það tekur á sig, og vaxtatekjur þessara sjóða létta mjög
undir reksturskostnaði félagsins.
Hátt á þriðja þúsund reyfcvískir heimilisfeður hafa snúið
sér til Samvinnutrygginga og fengið innbú sín tryggð þar með
hagstæðustu kjörum. Ef stofnunin fær aðeins tækifæri til þess
að tryggja húseignir bæjarbúa, HELZT I FULLRI SAMKEPPNI
VIÐ ÖNNUR TRYGGINGAFÉLÖG, þar sem hver gæti tryggt
þar sem hann sjálfur oskar, eða á grundvelli þess heildartil-
boðs, sem félagið hefur gert, er það öruggt, að Reykvíkingar
mundu spara stórupphæðir af þessum kostnaðarlið sínum.
Þessum staðreyndum vildum vér vinsamlegast vekja athygli
bæjarbúa á.
Tilboð
Samvinnutrygginga
(Samkvæmt tilboðinu er
gert ráð fyrir, að félagið
beri öll brunatjón, hver
sem þau kunna að verða,
— þ. e., að bærinn ber
enga áhættu. Tilboðið er
47% afsláttur af iðgjöld-
um).
Tilboð
Ásgeirs Þorsteinssonar
Miðað við að tekið væri tilboði
Á.Þ. um endurtryggingu bruna-
tjóna, sem kunna að fara fram
úr u.þ.b. 80% af heildariðgjöldum
hvers árs. (Eigin áhætta bæjar-
ins allt að 80% af iðgjöldum hvers
árs).
Iðgjöld húseigenda kr. 3.518.920
ý- endurtrygging-
argjald ékv. tilboð-
inu kr. 505.310
Virðingariyllst
H- brunatjón áætl-
uð eftir meðaltali
síðustu 5 ára
Brúttóágóði bæjarkis kr. 1.282.300
Samanburðurinn er miðaður við tryggingaárið 1. apríl
1953 — 1. apríl 1954.