Þjóðviljinn - 09.04.1954, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. apríl 1954
tMÓOVIUINN
Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SlgurSur Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
. mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Síml 7500 (3 línur).
Aakriftarverð kr. 20 á mánuði 5 Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
_______________—--------------------------------
ástæðulaus Narmagrátur
Þegar skriffinnar íhaldsblaðanna stinga niður penna um
löndunarbann brezlcra útgerðarmanna á islenzkum togarafiski er
það næsta áberandi hvílíka hörmung þeir telja það fyrir oss ís-
jcndinga að hafa misst af þessum viðskiptum við Breta. Gengur
það eins og rauður þráður gegnum öll skrif þessara blaða að það
sé hin tilfinnanlegasta neyð fyrir íslenzku þjóðina að geta ekki
lengur flutt fiskinn út í frumstæðasta hráefnisástandi eins og
áður var, og að það sé hinn versti kostur að hafa oroið að beina
viðskiptum þjóðarinnar í aðrar áttir.
Nú skal Þjóðviljinn verða síðastur íslenzkra blaða til að af-
saka níðingsskap og ofbeldisverknað Breta gagnvart Islending-
T'm í sambandi við útfærslu fiskveiðitakmarkanna. Löndunar-
i'annið í Bretlandi lýsir ljóst og skilmerkilega viðhorfi hinna
gömlu brezku nýlendukúgara til lífsbjargarviðleitni smáþjóðar
og var til þess ætlað að koma íslendingum efnahagslega á kné
og kúga þá til undanhalds í landhelgismálinu. Hinsvegar hefur
atferli Breta haft aðrar og heillavænlegri afleiðingar í reynd.
Löndunarbann Breta varð til þess að íslenZkir fiskframleiðendur
urðu að hætta þeim heimskulega verzlunarmáta að flytja fiskinn
út með öllu óunninn en taka í þess stað upp verkun þess innan-
lands í einu eða öðru formi. Hefur þetta skapað stóraukna at-
vinnu um allt land og fært vinnaadi fólki au'knar tekjur og víða
kæinlínis orðið til að koma í veg fyrir alvarlegt atvinnuleysi.
Með hinum nýju viðskiptasamningum við Sovétríkin hafa
skapast möguleikar til að selja fis'kframleiðslu vora í verðmæt-
ara ástandi en áður var og með hagstæðum kjörum. í skiptum
xvrir fiskinn fáum vér ýmsar nauðsynjavörur svo sem olíur,
henzín, komvöru, steypustyrktarjárn, tirnbur, sement o.s.frv.
Verður ekki séð að slík viðskipti séu með þeim hætti að ástæða
-sé til umkvartana eða bollalegginga um að verzlun við aðra en
Breta sé ilíbærileg ,,neyð“. Þvert á móti mætti með frambæri-
legum rökum halda því fram, að þrátt fyrir annan tilgang Breta
hafi lötidunarbann þeirra á Í3lenzkum fiski snúizt íslendingum til
ávinnings og aukinnar hagsældar. Það hefur fært þúsundum
manna aukna atvinnu og þjóðinni allri stórauknar gjaldeyristekj-
ur frá því sem áður var meðan allur togarafiskur var afhentur
Bretum sem hráefni.
Harmagrátur íhaldsblaðanna yfir löndunarbanni Breta og
alit tal þeirra um að Islcndingar hafi „neyðst“ til að taka upp
yiðskipti við aðrar þjóðir er þvi vissulega meir en ástæðulaus.
Hn þessi skrif sýtia ljóslega að áhrifamenn við íhaldsblöðin og
í þeim flokki sem að þeim stendur telja íslendingum sæmst að
sætta sig við hráefnaframleiðsluna og nýlendustigið sem lengst
af hefur verið hlutskipti þjóðarinnar og rænt hana ómælairlegum
■’. erðmætum. En slika leiðsöga afþalcka Islendingar á grundvelli
dýrkeyptrar reynslu.
Íhaldið og togarakjörin
Ekki verður önnur ályktun dregin af afstöðu stjórnarvald-
anna til hagsmunarnála togarasjómanna en að því sé beinlínis
f tefnt að allur togaraflotinn leggist við festar og hætti að fram-
ieiða útflutningsverðmæl i fyrir þjóðina. Einn nýsköpunartog-
ari hefur legið bundinn hálfan annan mánuð vegna mannaskorts
og sívaxandi erfiðleikar eru'á að koma flestum skipunum úr
liöfn i hvert sinn er þau koma inn til losunar.
A sama tíma og ástandið er með þessum hætti hreyfa stjórn-
rrvöldin ekki legg né lið til lausnar þeim vanda sem að togara-
utgerðinni steðjar. Sanngjörnum kröfum togarasjómaana um
veruleg skattfríðindi er vísað á bug af sameinuðu liði íhalds og
Framsóknar á Alþingi. Og á fundi útgerðarráðs Reykjavikur í
ijTradag felldu fulltrúar íhaldsins að hefja samningaumleitanir
við sjómenn um þær breytingar á kjörum þeirra sem óhjákvæmi-
legar eru til þess að tryggja þessum þýðingarmikla atvinnuvegi
nauðsynlegt vinnuafl.
Það er með þessum hætti sem ráðamennirmr hrekja vinnuafl-
io í þjónustu hernámsliðsitis og vinna skipulega að því að leggja
r-tvinnuvegi þjóðarinnar sjálfrar í rúst. En gegn þessu verður
þjóðin að rísa og allir ábyrgir aðilar að sameinast um að hindra
s kemmdarverk afturhaldsins og þjóna þess.
Guárún Gísladóttir:
Réttindabarátta kvenna
Rυa fluft i filefni 8. marz
Góðir áheyrendur,
Þegar minnst er á kvenrétt-
indi eða kvenréttindabaráttu —
að ég ekki tali um kvenrétt-
indakonur — þá bregzt það
ekki, að einhverjir viðstaddir
yppta öxlum og jafnvel brosa
í laumi, svo glögglega má sjá
á svip þeirra, að þeir telja þessi
mál ekki umtalsverð og kven-
réttindakonurnar einskonar
plágu, er taka verði með kristi-
legri þolinmæði og jafnaðar-
geði. — Einnig verður þess
vart, að margir álíta réttinda-
baráttu kvenna löngu úrelt hug-
tak, löngu komið úr móð og
með öllu óþarft. — Ég vildi
gjarnan geta verið á sama máli
— og miklum mun hærri sess
myndi okkar kyslóð skipa í ver-
aldarsögunni ef sú væri raunin
á, að réttindabarátta kvenna
væri óþörf — ásamt þá einnig
réttindabaráttu verkalýðsins,
réttindabaráttu dökkra manna
og frelsisbaráttu nýlenduþjóða
— og mjög væri þá öðruvísi
um að litast í heiminum, en,
því miður, við erum ekki kom-
in svo langt í dag að réttur
allra manna sé tryggður án til-
lits til litarháttar eða kyns —
og meðan svo er, þá verðum
við að taka afstöðu til réttinda-
baráttunnar hversu fegin sem
við vildum vera laus við það.
★
Barátta kvenna fyrir rétti
sínum, er löngu orðin alþjóðleg
enda værum við skammt á
veg komin, ef svo væri ekki,
og á seinni árum hefur dagur-
inn 8. marz í vaxandi mæli ver-
ið viðurkenndur sem alþjóðleg-
ur baráttudagur. Það eru ame-
rískar konur, sem eiga heið-
urinn af því, að hafa í upp-
hafi einkennt þennan dag öðr-
um fremur, því 8. marz 1848
gerðu bandarískar konur verk-
fall i fyrsta sinni og kröfðust
hærri launa. Þessa launahækk-
un fengu þær, en dagurinn
féll í gleymsku um margra
ára skeið. Þá var það á alþjóða
kvennaþingi, sem haldið var í
Kaupmannahöfn árið 1910, að
Klara Zetkin lagði til að 8.
marz yrði upp tekinn, sem al-
þjóða baráttudagur kvenna.
Þessari hugmynd var mjög vel
tekið og þegar á næsta ári
var dagurinn haldinn hátíð-
legur í Þýzkalandi, Austurríki
Danmörku og Sviss, og síðan
hafa konur í æ fleiri löndum
sameinast um þennan dag og
gert hann að sínu einingartákni
á sama hátt og 1. maí er verka-
lýðsbaráttunni.
★
Á þinginu í Kaupmannahöfn
1910 lagði Klara Zetkin á-
herzlu á það, að baráttan fyrir
friði í heiminum væri óað-
skiljanleg réttindabaráttu
kvenna og sagði þá þessi orð
— — „þegar yfirgnæfandi
meirihluti kvenna um ‘allan
heim fylkir sér undir kjörorðið:
— Barátta gegn styrjöldum —
þá fyrst getum við vænst þess
að friður haldist-----“.
Síðan þessi orð voru töluð
hafa tvær hryllilegar styrjald-
ir geisað yfir heiminn en um
leið fer þeim stöðugt fjölgandi,
sem skilja að öll réttindabar-
átta er órofa tengd baráttunni
fyrir friði og þegar Alþjóðasam-
band lýðræðissinnaðra kvenna
var stofnað árið 1945 hófst nýtt
tímábil þessarar baráttu. Á
þessum 9 árum eru þessi sám-
tök orðin lang fjölmennusta
og víðtækustu kvennasamtök,
er nokkru sinni hafa starfað og
áhrifa þeirra gætir inn í innstu
afkima veraldarinnar, langt inn
fyrir fangelsismúra eða ein-
angrun frumstæðra lífsskilyrða,
en þessi samtök eru líka kóm-
in úr eldskírn tveggja heims-
styrjalda og borin uppi af
konum, er sjálfar hafa tekið
þátt í frelsisbaráttu þjóða
sinna, setið í fangelsum og lið-
ið allar þær ótrúlegu ógnir,
sem vaxandi menning getur
fært yfir vamarlaust fólk.
Þessi samtök hafa frá upp-
hafi skilið, að skipting bar-
áttunnar er og verður kák eitt,
konur verða að horfast í augu
við þá staðreynd, ]að allar
sigurvonir þeirra í baráttunni
fyrir auknum mannréttindum
eru bundnar samhliða baráttu
Guðrún Gísladóttir
fyrir friði í öllum heiminum —
og þá jafnframt — að íriður
kemst aldrei á meðan almenn-
um réttindum er misskipt milli
manna eftir k>mi eða hörunds-
lit.
Þetta geysilega verkefni hef-
ur Alþjóðasamþand lýðræðis-
sinnaðra kvenna ekki hikað við
að færast í fang og árangurinn
hefur þegar komið skýrt í ljós.
Á þingi sambandsins, sem hald-
ið var s.l. sumar mættu fulltrú-
ar hundraða milljóna kvenna
*úr öllum heimsálfum og náði
þátttakan langt út fyrir tak-
mörk samtakanna, enda var
öllum þeim heimill aðgangur,
er leggja vildu lið baráttunni
fyrir stefnuskrármálum þings-
ins, en þau voru barátta fyrir
jafnrétti kvenna, launajafnrétti
og vinnujafnrétti, bættum lífs-
kjörum og lífsöryggi mæðra og
barna en ekki sízt baráttan
fyrir heimsfriði.
Fulltrúamir á þinginu urðu
margir hverjir að yfirstíga ó-
trúlegustu eríiðleika áður en
þeir komust á áfangastað, mik-
ill hluti þeirra varð að halda
ferð sinni algjörlega leyndri,
að öðrum kosti beið þeirra
fangelsun er heim kom og þá
jafnvel ekki eingöngu þeirra
sjálfra heldur og alira nákom-
inna ættingja þeirra, en eng-
inn þeirra minntist á slíkt í
ræðum sínum, þær vissu það
vel að mikilvægi þingsins lá
ekki í því að hver einstakling-
ur teldi þar fram raunir sínar,
hversu athygllsvert, sem það
þó kynni að verða, nei, það
voru raddir milljónanna, sem
að baki þelm stóðu, sem áttu
að heyrast á þinginu og vanda-
mál þeirra, sem ræða skyldi.
Skýrslurnar, sem fluttar voru,
sýndu m. a. að kaiip það, er
konur fá er yfirieitt aðeins
hluti af þvi kaupi er körlum
er greitt, eins og okkur er ekki
ókunnugt um. — í Bretlandi
fá konum aðeins 53% af kaupi
karla við samskonar störf, í
Svíþjóð fá iðnaðarverkakonur
70% af launum karla, í Frakk-
landi, þar sem lög eru til um
launajafnrétti er launamunur-
inn viða allt að 12%, i Ítalíu er
munurinn frá 18 til 30% og svo
mætti lengi telja.
í nýlendulöndunum eru laun
kvennanna aðeins lítill hluti af
þeim smánarlaunum, er körium
eru greidd og þar bætist ofan á
að------eins og fulltrúinn frá
Kúbu sagði —----„dökku stúlk-
urnar gjalda þess hvorttveggja
að þær eru dökkar og að þær
eru konur -— þar getur dökk
stúlka ekki fengið atvinnu á
skrifstofu eða í búð. Á Mada-
gaskar fær óvön evrópísk vél-
ritunarstúlka fjórum sinnum
meira kaup heldur en útlærð
innlend skrifstofustúlka.
Vegna skiptra skoðana um
rétt kvenna til frjálsrar baráttu
á vinnumarkaðnum, er fróðlegt
að athuga að til að mynda í
Bandaríkjunum er talið að
fjórða hver kona, sem vinnu
stundar, hafi fyrir fjölskyldu
að sjá. í Frakklandi eru 3
milljón ekkjur og % hlutar
þeirra eru eina fyrirvinna fjöl-
skyldu sinnar, og í Vestur-
Þýzkalandi hafa 90% allra
vinnandi kvenna aðéins sín eig-
in laun til þess að lifa af.
Svo eru giftar konur, sem
leitast við að afla heimilinu
fekna, þar sem tekiur hús-
bóndans hröRkva ekki, eðá að
þær hafa numið einhverja
vinnu og vilja gjarnan stunda
hana áfram, en þá eru til lönd
þar sem giftum konum er mein-
að að stunda vinnu meðan eig-
inmaðurinn hefur atvinnu,
þannig er það í Skotlandi,
Ítalíu, Ástralíu og víðar, eftir
að þær eru komnar á þann
aldur að .þeim ber kaup eins
og fullorðnum konum.
Víða er konum algjörlega
meinaður aðgangur að ýmsum
iðngreinum eða öðrum störfum,
í nýlendum og undirokuðu lönd-
unum er um ekkert slíkt að
gera —milljónir kvenna i Asíu,
Afríku og S-Ameríku verða að
taka hvaða vinnu sem er,
hversu lágt, sem hún er borguð
og við hvaða vinnuskilyrði
sem er.
★
Þetta eru aðeins nokkrar
leifturmyndir, teknar á víð og
dreif, sem allar sýna það mis-
rétti er konur búa við í dag.
Reyndar voru ekki allar skýrsl-
urnar á þinginu samhljóða í
þessum efnum. Þar mættu kon-
ur frá löndum eins og Rúmeníu,
Ungverjalandi, Kína, Albaníu,
Mongólíu og víðar, sem íullyrtu
að þær hefðu nú þegar hlotið,
ekki áðeins í orði heldur og
á borði, fullkomið jafnrétti við
karla í heimaiöndum sínum —
sömu laun fyrir sömu vinnu og
jafnan rétt til hvaða náms og
hvaða vinnu, sem væri. —■ Þess-
ar konur færðu bjartan og hlýj-
an blæ inn í þingsalinn.
★
Það er ekki hægt að láta
vera að minnast á eina stétt
kvenna, sem öllum þeim full-
trúum, er verstar sögður höfðu
að segja, bar saman um að ætti
nú lang erfiðast. Eftir hræði-
legar lýsingar á kjörum’ vérka-
Fremhald á 8. síðu.