Þjóðviljinn - 15.04.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. apríl 1954
Eg tel það bæði rétt og skylt
að gera nánari grein fyrir þeim
verknaði, sem yfirlýsingin, er
birtist í Þjóðviljanum 6. þ. m.,
.greinir frá og af hvaða rótum
hann var runninn.
Fyrir rúmlega þremur árum
flutti Pétur Magnússon erindi
í útvarpið, er hann nefndi
„Júdas Ískaríot11. í erindi þvi
var eitt atriði, sem særði mig
alveg sérstaklega djúpt: sú á-
jyktun Péturs, að þar sem Jes-
ús ávarpaði Júdas sem vin,
eftir að hann liafði kysst Jes-
ús svikakossinn, hafi ekki get-
að verið um stóra synd að
ræða af Júdasar hendi.
Þessi túlkun Péturs, sem ég
fullyrði, að hér sé rétt með
farið,’ ber vott um svo tak-
markalaust skilningsleysi á
hinum fullkomna kærleika Jesú
Krists og ótrúlegt blygðunar-
leysi af þjónandi presti kirkj-
unnar, að orðalaust gat ég ekki
þolað sársaukann undan því.
Eg lét frá mér fara erindi,
sem þessi ummæli Péturs
tvinnuðust inn í, en fékk það
ekki birt, enda var það rót-
tækt, því að ég vissi þá þegar,
að hann hafði til þess unnið,
að missa messuskrúðann.
Nokkru síðar, í maí 1951, birt-
ist opið bréf frá mér í Tíman-
um til Péturs Magnússonar.
Hér iiggja hinaí- dýpstu rætur
til þéss verknaðar,- 'sem frá er
greint í yfirlýsingunni. Þær
hafá' síðan vaxið í ýmsar áttir,
en verða ekki raklar lengra
hér.
Það skal skýrt tekið fram,
að það, sem ég hef nú gert, er
fyrst og fremst liðveizla frá
minni hendi til að endurreisa
virðingu kirkjunnar, sem riðar
nú til falls, sökum þess að
þjónar hennar geta ekki sam-
einazt í kærleika til Guðs og
manna.
En til þess að svo mætti
verða, ættu engir atvinnu-
prédikarar að vera til úti um
byggðir landsins. í kirkjunum
ættu aðeins að tala þeir menn,
sem til þess eru knúnir af
innri þörf og þrá. Það er ekki
samkyæmt vilja Jesú Krists,
að aðrir menn geri það, því
að enginn maður getur gefið
öðrum það, sem hann á ekki
sjálfur^ Ytri hræsni og skin-
helgi í prédikunarstóli er að-
eins gylltur leir, sem fóikið
sér í gegnum.
Samkvæmt yfirlýsingu Pét-
urs sjálfs hefur hann orðið
fyrír álitshnekki, og samkvæmt
úrskurði Hæstaréttar átt mikla
sök á þvh sjálfur. í nágranna-
löndrpn okkar draga slíkir
menn sig í hlé, út -úr valda-
stöðum^
Siðferðileg lagafyrirmæli
eru strangari í garð presta en
annarra embættismanna ríkis-
ins. Þeim ber skylda til að
vera öðrum til fyrirmyndar.
Hér verður rökrétt hugsun
að ráða úrslitum. Minni kröfur
en þær getur alþýðufólk ekki
gert gagnvart þeiin mörinum,
sem það lauriar fyrst og fremst
til þess að glæða réttlætis-
kennd sína, skilning og kær-
leíksþel. Til þess þurfa menn
íýt&t óg fremst ’ 'andlega vakn-
ingu og leiðbeiningu. Eg óska
þess a. m. k., að einhver sann-
ur vinur minn láti fyrstu mold-
arrekurnar falla ofan á kist-
una mína, þegar þar að kemur.
Hvers virði er biskupsvígsla
yfir einhverjum manni, sem
síðar kallast prestur, á móts
við vígslu sannrar vináttu?
Hér með er því ekki slegið
föstu, að slík vinátta sé ekki
- víða gildandi á milli sóknar-
presta og safnaða; sem betur
fer er það svo. — En þar sem
þau bönd eru mjög slök, er
ekki um neitt safnaðarlíf að
ræða. Ef yfirstjórn kirkjumála
hér á landi varðar ekkert um
slíkt, þá getur hún a. m. k.
alveg eins beitt sér fyrir því,
að prestum verði fækkað í
sveitum landsins. Eg hef enga
trú á ■ því, að messugerð verði
endurvakin í sveitum lands-
ins með neitt svipuðum hætti
og áður var. Hvers vegna ætti
ekki að taka tæknina í þágu
kirkjunnar mála, eins og á öðr
um sviðum? Þetta er gert að
nokkru leyti, en þó ekki nema
með háifum huga, því að sam-
tímis vilja kirkjunnar menn
viðhalda gamla skipulaginu,
enda þótt þeim ætti að vera
ijóst, að- það er dauðadæmt
Þrátt fjuir fjölgun presta, sem
samþykkt var í fyrravetur,
rriári ég ekki betur en því væri
hreyft, að samt sem áður þyrfti
kirkjan að hafa ;ráð á einhverj-
um þeim mönnum, sem væru
færii- tíl: þess að ferðast um
og vinna að aridjegri' vakningu
meðal fólksins.
í öllu þessu er svo lítil alvara
og kjölfesta, að undrum sætir
og stefnir til sundurdreifingar,
en ekki sameiningar. Hver ein-
asti maður hefur leyfi til að
láta í 1 jós skoðun sína á þess-
um málum.
Nú hefur t. d. verið ákveð-
inn bænadagur um allt land.
Ef menn trúa- á gildi slíks
bænadags, myndi hann þá ekki
vera líklegri til raunhæfs á-
rangurs, éf allir landsmenn
sameinuðust við eina og sömu
messugerðina. er fram færi hér
í Reykjavík, og lyfta á samri
stundu hug og hjarta í bæn til
Guðs um frið á jörð, frið, sem
hefði að kjörorði: Frelsi, jafn-
rétti, biyeðrálag á grundvelli
hirinar einu sönnu kristnu trú-
ar.
Samkvæmt rökréttri hugsun
hlýtur hver skynbær maður að
viðurkenna það, að Pétur
Magnússon í Vallanesi hefur
sjálfur dæmt sig úr leik sem
þjónn innan kirkju Jesú Krists.
Eg hef aðeins komið fram fyr-
ir yfirmenn hans til að fá þá
til að fullnægja þessum dómi.
„Enginn kann tveimur herrum
að þjóna“. Þarinig er komizt
að orði í Heilagri ritriingu.
Pétur Magnússon hefur sjálf-
ur slegið bví föstu, að álits-
hnekki þa»n, sem hann hafði
beðið, geti hann ekki fengið
eridurbættan gegnum þjóns-
starfið innan kirkjunnar, til
þess þurfi hann að vera á þön-
um eftir mammon. Þangað
stefnir þrá hans.
Frelsi og meira frelsi, á þeim
leiðum eru kjörorð hans. Sam-
kyæmt eigin mati Péturs, á
hári'n eftir að fá greiddar kr.
120.000 fyrir ærutap. Þau
30.000, er Hæstiréttur dæmdi
honum, fékk hann aðeins á
þeim forsendum, .að um ólög-
mæta handtöku hafi verið að
ræða. Álitshnekkinn hafi hann
mest bakað sér sjálfur.
Þráin er orka, sem ekki verð-
ur þurrkuð út. Til þess að
beina þessari þrá sinni inn á
heilbrigðar brautir, þyrfti Pét-
ur Magnússon að leita aðstoð-
ar sálfræðings, þar sem kirkj-
an er. En hún er eins og sakir
standa ekki líklegt til að vera
þess megnug að greiða veg
hans, hvað þ.á, að hún sé hinn
rétti starfsgrundvöllur fyrir
Framhald á 8. síðu.
Ný skýring á dönsku seðlctskiptunum — Lengsta
írí ársins — Fjallaíerðir og kirkjuíerðir
— Gleðilega páska!
FYRIR NOKKRUM dögum
birtisf hér í dálkunum bréf
um danska tíukrónuseðla, þar
sem bréfritarinn gat sér þess
til að breytingin væri gerð
fyrir ' áhrif útseridara Me-
Carthys sem lagði ekki bless-
un sína yfir H.C. Andersen-
myndina á þeim. Eq nú hefrir
Bæjarpósfinum borizt önnur
skýring á seðlainnkölluninni
frá manni sem staddur var í
Daiimörku um þær munair
sem ákvörðun þessi var tek-
in. Dönsku fimm- og -tíukrónu-
seðlarnir voru sem sé alveg
eins að stærð og viðkomu og
af því leiddi að blint fólk fann
i • »
Þjóðviljinn hefur áður skýrt
frá því, að samningar ríkis-
spítalanna við starfsstúlknafé-
.lagið Sókn hafa ekki verið
haldnir á Kleppsspítalanum,
þrátt fyrir margendurteknar um-
kvartanir starfsstúlknanna.
Um síðastliðin mánaðamót var
þó svo kornið, að forstjóri ríkis-
sp'ítalanna hélt 'furtd með stjcrn
Sóknar. Færði hann þár fram af-
sakanir sínar fyrir því, að samn-
ingarnir hefðu ekki verið haldn-
ir, lofaði leiðréttiriguf en óskaði
þess, að stjórn Sóknar tilnefndi
fulltrúa sinn, sem ásam't hon-
ura gengi nákvæm'lega í gegnum
málið, én það varðar fæðiskaup
starfsstúlknanna.
Enda þótt hálfur mánuður sé
liðinn síðan, hafa starfsstúlk-
urnar ekki orðið varar við, að
stjórnin hafi gert neitt frekar í
þessu máli og ekki- einu sinni til-
nefnt umbeðinn fulltrúa, sem
húm þó hafði fall.izt á að til-
neffja.
Er hér um vítaverðan slóða-
skap að ræða, enda virðist for-
maður Sóknar riafa öðrum
hnöpþrim að hnépþá en þeirii, að
sjá um að. samningar félagsins
séu haldnir.
Það er afdráttarlaus krafa
meðlimanna , í Sókn, að stjórnin
geri fýlla skyidu sína í þessum
efnum og íáti enga frekari töf
þar á verða.
Starfsstúlka.
engan mun á þeim við að
handfjatla þá. Þegar þðtta
kom á dagiun og margar
kvartanir liöfðu borizt, tólcu
stjórnarvöldin þá ákvörðuu að
inrikalla tíukrónöfeéðiana og
breyta stærð þeirra til þess að
bæta úr þessum ágalla. Bæj-
ar.pósturinn vonar að „Aðal-
steinn“ sætti sig við þessa
skýriagu á hinum dönsku
seðlaskiptum. Hún er óneit-
anlega viðkunnanlegxá og
mannúðlegri en tilgáta lxans.
MEÐAN ÉG skrifa þessar lín-
ur er ég mér þess þægilega
meðvitandi að' þegar þær birt-
ast á 'prenti verö ég komiia |
langt upp í fjöll, á vit óbyggð-
anna, burt frá öllu sem heitir
Bæjarpóstur, auglýsingar,
messutilkynningar, umbrot,
setjaravélar og hvað það nú
heitir allt samari sem byggir .
upp virka daginn. Lengstg frí
ársins er að ganga í garð og
við sem eigum þess kost að
liverfa úr bænum erum í sjö- j
unda himni. Uppi í fjöiium er
enginn muruir ger á helgum
degi og virlnim, enginn setur
það fyrir sig þótt hann bprði
tros á föstudaginn langa, þótt *
það þætti ef t.il yiii cbjörgu-
íegt í bæriuni.’ Og_ eias fljótt
og hið svokallaða -páslcafrí eri'
"að líða í faðnii náttúhmriar.
eins lengi er það að líða i
bænum.teða þannig hefuri mín
reynslá Verið. Þao hvílir eiri-
hver dæmrlaus drungi yfir
þessum dcgum í bæjunuui.
Framhald á 11. síðu
Framtíð Isiassds er a!S fossanna. Hafmagn nm byggðár lanáslns ©g raí-
magn til ýmisskonar iSnrekstisEs es það sern koma skal
■:
Samvimiutryggingar fagna uppbyggingu íslenzks atvmnuijís. Samvhmutryggingum er á-
nægja að geta tilkynnt landsmönnum, að þær geta nú tekið að sér sérstaka tryggingu
á mannvirkjagerð (construction Insurance). Trygging þessi nær yfir hvers Iionar tjón, í
sem verður bæði á intínmun, munum og mannvirkjum meðan á byggingu stendur. —
Tryggiiig þessi er éáýr, ess veifiir mikið öryggi
l
I
rUVWWVVVVVVVWVVVWWVWUyWWWWUVlA JWIAAJWMVWIIVVVVVVVSnjVVWWVWUV'AM
'1 ' '■' ’irii'j ii! f'í: ffin ." :■ a .fUriiít-Í! jitrtni;.’" v :■•• k*y.tn :>
Fullkomnar, öruggar en ódýrar tryggingar