Þjóðviljinn - 15.04.1954, Qupperneq 6
tfj) — ÞJÓÐVILJINN —• Fimmtudagiir 15. apn'l 1951
þlÓOVIUINN
Útgefandi: SaTnelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson.
Préttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Biarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ól8fsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
18. — Sími 7500 (3 línur).
Askrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið.
Prentsmiðja tjóðviljans h.f.
ALþingi heíur iokið störfum að þessu sinni og þinglausnir
lóru fram í gær. Þingið hefur setið óslitið síðan í byrjun október
að undanskildum janúarmánuði en þá var gert hlé á störfum
þess vegna anna ýmissa þingmanna í sambandi við bæjar- og
sveitárstjómarkosninganna.
Hér skal ekki lagður dómur á störf hins nýafstaðna Alþingis.
Þó verður ek' i komizt hjá að vekja á þvi sérstaka, athygli að
þingið er scnt heim án þess að nokkur tilraon sé gerð til þess
að finna raunhæfa lausn á stærsta vandamáliliu sém fyrít- þing-
inu lá. Engar ráðstafanir voru af þess hálfu gerðar til að tryggja
áframhaldandi rekstur afkastamestu farmleiðslutækjanna sem
þjóðin á, togaranna. Og er þó öllum kunnugt, Alþingi og ríkis-
‘stjóm sem öðrum, hvemig komið er hag togaraútgerðariunar í
iandinu.
Ekki mun fjarri sanni að halli á rekstri hinna 43 nýsköpunar-
togara, hafi á s.l. ári munið um 20 millj. kr. og vitað er að af-
koma skipanna er þó stórum lakari það sem af er yfirstandandi
úri. Eru orsakir þess einkum þær að aflabrögð á vertíðinni hafa
verið með allra lélcgasta móti og miklir crfiðleikar reynzt á að
fá vanan og nægan mannafla á skipin. Lággur í augum uppi að
aslíkt kemur fram í versnandi afkomu togaraútgerðarinnar. Er nú
almennt gert ráð fyrir því að togaraflotinn. verði allur bundinn
við festar að Ioldnni vfirstandandi vertíð.
Rikisstjóminni cr fulkunnugt um hvcrnig liag togaraútgerðar-
innar er komið. Forsvarsm'éhn togaraútgerðariimar hafa knúið á
dyr hennar og skýrt fyrir hcmii alla málavöxtu. Staðreyndiraar
blasa við hverjum manni sem horfa vill opnurn augum á á-
standið cins og það er. Hallarekstur þessara afkastamiklu fram-
leiðslutækja verður ekki véfengdur og afkoma togarasjómann-
anna er með þeim hætti að hún þolir engan samanburð við af-
komu annarra starfsstéttá í landinu. Af hverju skipinu eftir
rr.nað liverfa sjómenniinir í land og skipin fara ýmist vanmcnnt
á veiðar eða eru bundin við bryggju.
Við þessum vaiula er ekki til nema ein Iausn sem samrýmist
hagsmunum alþjóðar. Og það er sú lausn sem Sósíalistaflokkur-
inu liefur bent á og barizt fyrir á Alþingi. Það verður að létta
okurbyrffumun. af íslenzkri togaraú'gerð og semja við sjó-
mannasamtökin úni stórbaitt kjör til banda togarasjómönnum.
fslenzka þjóðin iiefur eklti efni á að binda afkastamestu frain-
íeiðslutæki sín í 3-4 ínánuði í sumar á sama tíma og þan gætu
aflað verðmieta sem fara hátt í 100 mitljónir króna í criend-
um gjaldeyri, miðað við útflutningsverð. Slíkt væri óafsakanlegi
glópska og skammsýni, ekki sízf. þegar þess er gætt að nægir
markaðir eru fyrir framleiðsluna vegna hinnar miklu afurða-
sölu til Sovétrikjanna. Hins vegar er veruieg hætfa á því að ís-
lendingaj’ geti ekki uppiyJIt gerða samninga um sölu á fiski
verfti togaraflötínn stöffvaður og liggur í auguin nppi hverjar af-
fefffingar það gæíi iiaft lyrir áfraiuhafdandí \1ffskipti.
Skoðun n'kisstjómarinnar virðist sú, að stöðva berí togarana
•og stefna viðs’dptum þjóðarinnar i'it á við í augljósa liættu að-
cins til að þóknast milliliðunum sem hirða tugmilljóiia króna
gróða af togaraútgerðinni og skapa þannig hallarekstur hennar
þótt um stórfe.lldan gróða sé. að ræða á sjáLfum fiskveiðunum.
Þannig telur ríkisstjómin. réttmætt að olíufélögin taki í hrein-
ac gróða a. m. k. hálfa níundu milljón af togaraflotanum á ári,
bankamir 13 milljónir í okurvexti, vátryggingarfélögin 11—13
milljónir og heildsalamir óhemjugróða á ráðsmennsku sinni með
þann gjaldeyri sem togararnir afla. Þingsályktunartillaga sós-
íalista sem látin var ’daga uppt í þinginu gerði ráð fyrir lausn
vandana á kostnað þessara aðila. 1 stað þess að tryggja rekst-
nr togaranna með því að skerða þennnn okurgróða sondir ríkis-
stjórain þingið heirn frá málinu óleystu þegar undan er skilin
sýndartillaga hennar um kosningu sjö manna milliþinganefndar
til að rannsaka hag útgerðarinnar og segja til um hvort þörf
sé á sérstökum ráðstöfunurn til að tryggja rekstur hermar og
starfsmöguleika!
Þessi þjónusta ríkisstjórnarinnar viö mDliliðina á án efn eftir
að verða þjóðinni dýrfccypt. Viimubrögð hennar í þessu stóhmáli
cru með öllu óforsvaranleg og bera vott um svo ótrúJegt á-
byrgðarleysi að fæstir hefðu jafnvel ætlað ríkisstjórninni slikt
■eir.s og málin horfa við. En skýringin er sú að hún er ríkisstjóm
okraranhá og mitliliðanna en efcki þéiíra sem að útflutnings-
framleiðslunni standa.
Husleidinffar uin
Það eru nú liðnir meir en
tveir mánuðir síðan bæjar-
stjórnarkosningarnar fóru fram,
og það íhald sem þá óttaðist
að vera flæmt úr hreiðri sínu
hefur aftur skriðið í sína holu
og hreiðrar um sig jafn mak-
indalega og áður, enda er það
öruggt í þcssu hreiðri næstu
fjögur ár að heita má.
En það eru Iíka aðrir, sem
íhaldið ællar sér að geyma jafn
örugglega á sama stað næstu
árin, og íhaldið .gerir fckkert
til að íæra úr stóð tiema því
aðeins að það sé neytt til þess.
Og það er það, sem þarf að
gera.
Þeir, sem íhaidíð þannig ætl-
ar að láta óáreitta, cr það ó-
gæfusama fólk sem neyðzt hef-
ur til að búa í braggahvcrf-
unum.
Það hefur verið venjan að
eftir kosningar hafa umræður
um braggana hjaðnað niður, og
það helzt til mikið. Þess hefur
ekki verið gætt nóg að halda
i»nræðum ' unt vandamál
braggabúanna áfram en vanda-
mál þeirra eru alltaf jafn mik-
il, og úrlausn þeirra vanda-
mála aíltaf jafn aðkallandi.
Nú hefur hluti herskáiabúa
bundizt samtökum um að berj-
ast fyrir sínum hagsmunamál-
um, og það er von min og
vissa að sá fólagsskapur eigi
eftir að marka tímamót í harm-
sögu braggabúanna, eigi eítir
að auka baráttukjark þeirra,
eigi eftir að breyía harmsögu
þeirra í sigursögu.
Braggabúar vita, að vanda-
mál þeirra eru ekki stundar-
fyrirbrigði, sem aðeins eigi að
ræða um kosningar. Við vitum
að vattdamál okkar eru alltaf
.fyrir hendi.- Og við munum
láta vita af þvi.
Það, gildir enn hin gamla og
og góða hressilega setning:
Eigi skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði.
Það cr m. a. eitt atriði varð-
andi braggana sem við verðum
að gcra okkur Ijóst. Það kann
að virðast heldur veigalítið at-
riði, en ef mátið er athugað
nánar, kcmur í ljós að það er
ekki lítiísvirði.
Það er fjölmennur hópur
fólks hér í Reykjavík sem trúir
því í fullri alvöru að það sé
gott að búa í bragga. Það sé
frjálst og þægilegt að búa i
bragga. Að það sé ódýrt að búa
í bragga. Það þurfi enga húsa-
ieigu oð borga, í bragga. Þeir
hljóti að stórgræða sem búi
í svona ódýru húsnæði. „Þú
ert nú bara heppinn að fá að
vera í þessum bragga. Þetta
er líka svo góður braggi sem
þú ert í. Þetta hefði þótt gott
húsnæði þegar ég var að alast
upp“.
Svona orðatíltæki eru mjög
algeng, og þau staía í mörgum
tilfellum aí fávísi íremur en
illmennsku. Sannleikurinn er
sá, að braggar eru ekki góðir
og: meira að segý^ ekki, ipisgóð-,
ir. Þeir eru mismunandi vond-
ir. Sannleikurinn er iíka sá að
það er alls ekki ódýrt að búa
i bragga og að það or á cngan
hátt þægilegt að búa í bragga,
og það cr ekki gróðavegur að
búa í. bragga. Það er cf til vill
það stórfelldasta tjón, sem ein
fjölskyida getur orðið fyrir.
Harmsaga braggahverfanna,
þessa óskabarns íhaldsins, verð-
ur aldrei skráð. Þó munu kafl-
ar hennar spegiast i sálarlífi
nokkurra einstakiinga, sem alla
sína ævi búa að því að hafa
verið meðal þess ógæfusama
fjölda, sem varð að hýrast í
bragga.
Þessi harmsaga hefur verið
að gerast undaníarin ár, og hún
er að gerast enn í dag. Og það
cr ætlun íhaldsins, að hún
verði að gerast næstu ár.
Og við livern kafla þessarar
harmsögu glottir íhaldið. Giott
þess speglast í hvcrjum forar-
polli braggahverfanna á göturn
sem svikizt hefur verið um að
lagfæra.
Þuð glottir sínu nákalda
glotti framan í hvert bragga-
barn, sem veltist upp úr þess-
um eftirlætisforarpollum. Þnð
glottir í hvert skipti, sem lít-
il! drengur með djúp og blá
augu spyr pabba sinn: „Pabbi,
hvers. vegna eigum við heima i
bragga?. Af hverju eigrnn við
ekki heinia i húsi? ílanh
Nonni sem ég var að lcika mc'r
við á heitna i húsi, hann segir
að það séu vondir krakkar í
bröggunum“.
Það glottir í hvert skipti sem
börnin úr auðmannahverfínu,
sem er skammt frá bragga-
hverfinu, korna ínn í bragga-
liverfið til að kasta ‘ skít í
•
krakkana í braggahverfinu.
Það eru margir sem ekki vita
hve'rnig braggalífið er í raun
og, vcru, vita til dæmis ekki
að það er reynt að stimpta það
annars og þriðja flokks fólk,
meira að segja síimpla það sem
íólk sem ekki sé hægt að hafa
annars staðar en i bröggum.
I liornhúsinu handan við göt-
una býr einn af gæðihguni
Reykjavíkuríhaldsins. Svo oft
sem börnin úr bröggum verða
á vegi barnanna úr hornhús-
inu, fá þau ekki að /era óá-
reitt. Þá er venjulega sama
viðkvæðið: Snáíið þið heim í
braggana ykkar, ræflar, aum-
ingjar! Þið eigið heima í bragga,
svei! Og enn glottir hið ';A-
kalda andlit íhaldsins og' þxú
skyldi það ekki glotta. Þetta er
þess hugsjón, þess verk.
Það er unnið markvisst að
því að stimpla braggabört.in
sem úrlirök. Því er laumað inn
í þeirra viðkvæmu sálir að þau
séu verri en önnur börn, .nð
þau séu skítugri e.u önuur
börn. Ilafið þið hugsað út í
hvaða á’nrif þctta hefur? 11 ,f-
ið þið hugleitt það, að rneð
þcssu or hægt að sarra svo
djúpu sári að það grói aldrei.
sári sem á eftir að nragnast og
breiða úr sér og brjótast út í
ólíklegustu myndum?
Það er gegn þessu sem við
verðum líka að berjast, aliir
sem ekki hafa gert mannhatar
að hugsjón , sinni, verða sð
berjast gegn þéssu. Við verð-
um að berjast á móti þvi sff
þau börn sem verða að hýrast
i bröggum verði alin upp t>1
þess að verða glæpalýður.
Baráttan fyrir afnámi
braggahvcrfanna cr ckki ht'-
gómamál. Hún er ekki póji-
tískt dægurmál, Ilún er hags-
múnamál, ekki einungis hag--
munamál þeirra, sern í brögg-
unum búa, heldur hagsmuna-
mál allrar þjóðarinnar.
Og ef allir heir sem i brögg-
unum búa standa saman .sff
þessu velferðarmáli, sem af-
nám braggahverfanna cr, mun-
ium við sigra. En baráttunni má
ekki ljúka fyrr e.n að unnurn
fullum sigr
braggaíbúða.
afnami
l. B. f. <r.
SONGSKE
Guðrúnor Á. Símonor
Enn cr ástæða til að óska
íslenzkri söngmermt til lrarn-
ingju með nýjan liðsmann, þar
sem Guffrúti Á. Símonar er.
Söngskemmtun hennar í Gatnla
Bíó miövikudaginn 7.-þ. m. var
oinn þcssara atburða, sem eru
svo ánægjulegir, af því að þeir
bcra gróandinni í sönglífi voru
óumdeilanlcgt vitni.
Efnísskráin hófst á þrem
lögum eftir itöísk tónskáld.
Þegar. í laginu „Se tu m’ami1*
'eíiir Pergoiesi varð það I.ióst,
að hér er á ferðinni ágætlega
menr.tuð söngkorta. Röcldin er
mikil, björt og skær, ef til vill
ekki alv.eg nógu mjúk stundum,
einkttm í sterkum söng, en vel
þjóLfuð og kunnáttusamlega
meðliöndluð. Lagið „Lasciatemi
morire" eftir Monteverdi var
elnnig sungið af stílskilningi og
smckkvísi. í laginu „Der Tod
und das Mádehen" náðist ekki
til ftills hin dramatíska stemn-
ing og hinn hátíðlegi alvöru-
þungi, enda er þetta lag tæp-
lega yið bæfi sópraitraddnr, pn
Brahms-lagiff „Dein blaues
Auge“ tókst snilldarlcga, og
hlustandinn var. söngkonunni
þakklátur fyrir, aff hún skyldi
endurtaka það. Páll fsólísson,
Jón ÞórarinsSon og Þórarinn
Jónsson áttu þarna hver sitt
lagið, öll vel flutt, og sama
niáli gegnir um tvö Jög, annað
eftir W. W. Lowitz, hitt eftir
E. Coates, sem hvorugt virtist
reyndar mikils virði frá list-
mætissjónarmiði. Að lokum
fór söngkonan nieð tvö Iög úr
óperuiú, annað úr „La bo-
héme“ eftir Puccini, Ixilt úr
„Faust“ eftlr Gounod, og sýndi
þar með á ótviræðan hátt, að
henni lætur óperusöngur ekki
ver en ljóðsöngur.
Fritz Weisshappel annaðist
undirleik aí venjulegri smekk-
vísi.
Þess er að vænta, að þcs.si
söngkona megi í framtiðinni
hljóta verkefni við sitt hæfi
hér í læimalandi sínu, sjálfri
sér og íslenzku söngltfi til auk-
ins þroska, en öllum unnendum
I ?ÖI?SÍpt WtAV ,• a»0O.s» ,og, -ánægj u.
B. F.