Þjóðviljinn - 07.05.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 07.05.1954, Qupperneq 10
30). — ÞJÖÐVIUINN — Föstudagur 7. maí 165á ✓-------r* 1 Seima Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 84. gamla konan hana með sér inn í næsta herbergi og hvíslaði að henni: —'Hafðu gætur á manninum þínum í dag, vina mín! Hann er að brjóta heilann um eitthvað. Gættu að hon- um! Karlotta lofaði að gera sitt bezta. — Hann lítur annars mjög vel út í dag. Hefurðu tek- ið eftir því? Honum fer vel að vera svona klæddur. Svar Karlottu kom henni á óvart: — Mér hefur aldrei fundizt hann óásjálegur. Hann hefur eitthvað myndarlegt við sig. Hann minnir á Napóleon. — Hvað segirðu? sagði prófastsfrúin. Þsið hefur mér aldrei dottið í hug. En það er gaman að þér skuli finn- ast það. Þegar Karlotta kom út á tröppurnar ferðbúin, sá Schagei’ström að hún var með sama hattinn og í sömu kápunni og í kirkjunni fyrir fjórum vikum og homim haíði þá fundizt ósmekklegur búningur. Nú þótti honum hins vegar hvort tveggja mjög fal- ^ legt og þrátt fyrir allt fylltist hann skyndilega inni- legri gleði yfir því að þessi unga stúlka skyldi vera orðin eiginkona hans og ætti að setjast að á heimili hans. Meðan Karlotta var í miðri kveðju sem aldrei ætl- aði að taka enda, gekk hann til hennar, greip hana í sterka arma sína og lyfti henni upp í vagninn. — Já, einmitt, svona á það að vera, svona á þaö að véra! hrópúðu prófástshjóhin á eftir honum, meðan vagninn ók meðfram litskruðugum blómagarðinum og út um hliðið. II. Það er óþarfi að taka það fram að vei’ksmiðjueigand- inn ungi iðraðist þegar í stað gerða sinna. Hann hefði ekki átt að hræða Karlottu. Ef hann hagaöi sér svona, gæti hún látið sér detta í hug, að hann liti á samband þeirra sem eitthvað annað en gervihjónaband og gerði til hennar kröfur venjulegs eiginmanns. ; Og það var kvíðasvipur á Karlottu. Hann tók eftir því að hún flutti sig út í hornið á vagninum. En hún jafnaði sig fljótlega. Áður en þau voru komin að þorp- inu, sat Karlotta þétt við hlið hans, brosandi og skraf- andi. Já, það lá í augum uppi að hún þurfti að vera glað- leg á svip meðan þau óku gegnum þorpiö. Þetta breytt- ist sjálfsagt aftur þegar þau kæmu út á fáfarinn þjóð- veginn, En Karlotta hélt áfram á sama hátt. Hún talaði fjör- lega alla leiðina. Og umræðuefnin sem hún valdi sér áttu að færa honum heim sanninn um að hún tæki hjóna- band sitt háalvarlega. Hún byi'jaði á því að tala um hesta hans. Fyrst vildi hún fá að vita allt um hestana fjóra sem drógu skx-aut- vagninn. Hvar voru þeir keyptir, hvað voru þeir gamlir, hvað hétu þeir, hvaðan voru þeir upprunnir, vora þeir styggir, hafði hann nokkurn tíma átt í vandræðum með þá? Síðan spurði hún um alla aðra hesta á Stóra Sjötorpi. Voru líka til reiðhestar þar, regiulega vel tamdir reiðhestar? Og hnakkar? Var til enskur kven- söðull? Henni varð hugsað til hestanna á prestsetrinu. Nú yrðu þeir alveg eyðilagðir þegar hún væri hvergi nærri til að sjá um að þeir fengju nauðsynlega hreyfingu. Nú gat Schagei'ström ekki stillt sig um að leggja orð í belg. — Ókunnug kona sagði mér frá því í póstvagninum hér á dögunum, sagöi hann, að ákveðin ungfrú hefði misþyrmt saklausum skepnum sem velgjörðarmaöur hennar áttir — Hvað þá? hrópaði Karlotta, en svo skildi hún hvað hann átti við og fór að skellihlæja. Ekkert jafnast á við góðan hlátur. Allt í einu var eins og nýgiftu hjónin væru orðnir góðir vinir. Stii'ðleik- inn og hátíðleikinn hvarf úr fasi þeirra. Kariotta hélt spurningum sínum áfram. Hvaö var aö- hafzt á Stóra Sjötorpi? Hvað var smiðjan stór, hvað hétu smiðimir, konur þeirra og börn? Hún haiði heyrt!; að hann ætti líka sögunaxmyllu? Var það satt? Já, ogl; var líka kornmylla þar? Hváð var hún stór? Hvað hét;! malai-inn? !; Þetta var regluleg yfirheyrsla. Schagerström varð al-|; veg ruglaður yfir öllum Jressum spurningum. Stundum gat hann alls ekki svaraö þeim. Hann vLssi ekki hvaðl; hann átti margar kindur og honum var ekki vel ljóst!; hve margar mjólkandi kýr vom í f jósi og hve mikið þær s mjólkuðu. í —- Ráðsmaðurinn veit þetta allt, sagði hann og hló. 2 — Þaö virðist sem þú vitir býsna lítið um þetta allt, > sagði Karlotta. Ég er viss um aö allt er á ringulreið? heima hjá þér. Þaö verður mikiö vei’k að koma því öllu? í lag. í En hún virtist ekki kvíða því að taka til starfa, og \ Schagerström hafði lengi saknað að hafa engan reglu- > legan pilsvarg á heimilinu, kvenmann á borö við Forsíus ? prófastsfrú. !; Af því að hann minntist á ráösmann datt henni í hug j; að spyrja hve margir karlmemi mötuðust með húsbónd-;! anum. Hvað voru margar þernur og hve margir þjónar? !; HaFði hann ráðskonu? Var nokkurt gagn í henni? j; Hún gleymdi ekki heldur að spyrja um garðimi. Þegar j! hún fékk að vita að þarna voru vermihús, varð hún dá-!; Jítið hissa alveg eins og þegar hún heyrði um reið- jj nestana. Og það var engin hætta á að Schagerström leiddist. j[ Þegar vagninn beygði inn á skógarstíginn sem lá heim !; að Stóra Sjötorpi, fannst honurn sem mílumar tvær á jj milli þorpsins og heimilis hans væru ótrúlega stuttar j; þennan dag. m yw mm OC j ÞaS var sagt að kona nok’nir hafi strunsað heim t“i músik- doktors og lýst fyrir honum voikinduni ’ sínum með miklu málslcrúði. I»egar doktorinn loksina komat að, sagði ha.nn: Eg er hræddur um að þór hafið farið mannavilt. Eg er ekki meða’adolctor heldur músik- doktor. Þér ei-uð einmitt maSurinn sem ég þurfti að finna, svarajði kon- an, þvi ég er a ltaf mtiS þennan bannsetta hXjóm fyrir eyrunum í seinni tíð. -X- -X- Lítil telpa kom inn i bókabúð og sagði: Mig langar að fá t>ók sem er úti i gf.ugganum og heitir Ráð til að handsama þjófa. Það er ekki bók handa lit’um telpurn, sagði búðármaðurinn. En ég œt'a að gefa honum. pabba minum liana i afmælls- gjöf. Eisku bam, við höfum fjö’dann aJlan af bókum sem Xranii mundi mik'u heldur vi'Ja fá. Nei, áreiðanlega enga •— því hann pabbi minn er netnilega iögregluþjónn. * * - * * Samskotanefnd fékk eftirfarandi bréf: Legg hér með ávisun upp á 500 kr. en þar sem ég óska ekki eftir að láta nafns mins getið árita ég hana ekki. eiBKulisþsittur Nælonteppi — teppi framtíðariimar? Áður en langt um líður má búast við nælongólfteppum á markaðinn og ýmislegt virðist benda til þess að þau muni or- saka byltingu' í teppaiðnaðin- um. Fjaðnr á hðiiannm Franska ■ kennslumálaráðu- neytið hefur lxafið herferð á hendur sóðaskap í skólum. Ráðuneytinu er ljóst að boð og bönn eru oft erfið viðureignar, og því hefur það valið þá að- ferð að hvetja börnin til hrein- lætis með því að afhenda verð- laun þeim dreng eða telpu í hverjum bekk sem sýnt hefur mest hreinlæti. Verðlaunin eru stykki af úrvals sápu. Auk þess hefur verið komið á rit- gerðasamkeppnum með ferða- lög að launum. Þeir nemendur sem skrifa bcztu stíla um nauð! syn persónulegs hreinlætis eru' boðnir í ferðalög, hálfsmánaðar dvöl í París og ferðalag til Hol- lands, lands sem er viourkennt fyrir þrifnað. Ðragtin á myndimii er frönsk vordragt og hún er bæði snotur og hentug. Ilún er úr ljósgráu ýróttu efni og er létt í sér og hlý. Hún er lineppt upp í háls, svo að hún er heppi leg í vorkulinu og djúpu fell- ingarnar í pilsinu gefa því góða gönguvídd. Þetta er dragt sem hægt er að hreyfa sig þægilega í en er ekki þröngt hylki eins og margar nýtízku dragtir. Þetta á að skilja bókstaf- lega, því að kvenmaðurinn á myndinni sem íklædd er nýjum sumarkjól frá Dior, er með hatt sem gerður er úr fjöðrum. Það er nýjasta nýtt í hatta- tízkunni og er bæði óhentugt og dýrt en getur verið mjög fallegt. Kjóllinn sem hatturinn er borinn við er sem sagt frá Dior en samt er enginn sér- stakur glæsibragur á honum. Hann er fleginn í hálsinn, errn- arnar hálflangar, blússan er slétt og aðskorin og pilsiö klukkulaga. Að visu veit maður af reynsl- unni að varhugavert er að gleypa allt ómelt sem sagt er um nýja vöru og það á auð- vitað einnig við um nælongólf- teppin. Reynslan ein verður að skera úr um það hvort þau standa við öll loforð sem um þau eru gefin, að þau scu möl- ekta, auðvelt sé að þvo' þau, hægt sé að þvo hvaða bletti sem er úr þeim með blávatni, þau geti ekki brunnið, svo að liættulaust sé að missa niður á þau logandi sígaiættu og þau geti ekki slitnað. Jafnvel þótt eitthvað af þessu sé dregið frá er samt sem áður svo mikið eftir, að venjuleg teppi eiga áreiðanlega eftir áð fá skæðan keppmaut í nælonteppunum, sem munu auk þess ekki verða dýrari en sæmilega gott teppi af venju- legri gerð. Verðlaun fyrir hreinlæti Bálffil

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.