Þjóðviljinn - 15.06.1954, Blaðsíða 10
3.0) —■ ÞJÖÐVIUINN — Þriðjudagur 15. júní 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CR03SIIN
25.
í heitt vatn á könnuna sína — en Páll barðist við geðs-
hræringuna, sem náð hafði tökum á honum um kvöldið.
Loks háttaði hann og fór 1 rúmið. Hann svaf illa, því
að hugur hans var enn í uppnámi og taugar hans þand-
ar. Hann varð feginn þegar fór að lýsa af degi, föl dags-
birtan teygði sig yfir reykháfana og seytlaði inn gegn-
um kámugar svefnherbergisrúðurnar.
Allan daginn í vinnunni var hann viðutan og í upp-
námi. Þegar Lena Anderson færði honum hádegisverð-
ínn, borðaöi hann brauðsneiðarnar sínar með lítilli lyst.
Ef til vill hefur hún tekið eftir því, því að hún sagði
alvarleg og ópersónuleg í fasi:
„Finnst yður fleskið vont?“
Hann áttaði sig leit upp og reyndi að brosa.
„Nei, nei. Ég er bara ekkert svangur í dag“. Hann
bætti við: „Þér eruð alltof góð við mig. Harris sagði að
vísu að ég ætti að fá hérna snarl um hádegið. En þér
iærið mér reglulegan veizlumat“.
„Þetta er ekki reglulegur hádgisverður. Nokkrar
brauðsneiðar eru ekki of góðar handa neinum. En þér
borðið sjálfsagt miðdegisverð á kvöldin?11
Hann mótmælti því ekki. Þrátt fyrir hugarangur sitt,
þótti honum vænt um að hún skyldi standa þarna og
tala við hann; elcki frjálslega, heldur þvinguð. eins og
hún væri þarna gegn vilja sínum. Ef til vilí hafði crö-
laust augnaráð hans, sem vaninn hafði gert innilegra,
orðið til þess að rjúfa_.þögn. hennar. Það yar 'eins og
hvort um sig yrði vart einmanaleiks hins og fyndi.hjá
sér þörf til að tala.
„Þér hafið sjálfsagt herbergi fyrir yður?“
„Já,“ samsinnti hann. „En þér?“
„Nei. Ég hef verið mjög heppin.“ Það kom hreyknis-
svipur á andlit hennar. „Ég bý á góðum stað — hef tvö
herbergi hjá kunningjafólki mínu í Ware Terrace.“
„Það er ekkert smáræði.“
Hún kinkaði kolli og leit undan. Úr dimmbrúnum
. .augum hennar virtist stafa bæði lífsþrá og lífsþreytu.
* „Ég ræð við það. Ég vinn mikið, skiljið þér. Ég vinn
/.oft á kvöldin við framreiðslu. Það er vel borgað..“
ájöif' „Farið aldrei út að dansa eða í' bíó eins og hinar
stúlkurnar?"
■ nin; „Nei.“ Hún yppti öxlum. „Ég 'hef engan áhufa á
?°Slíku.“
:íZ' Hún stóð andartak og starði hugsi fram fyrir sig, tók
síðan tóma bollan hans, brosti dauflega og- gekk aftur
’^ínn í veitingasalinn. -c
Samræðurnar milli Lenu og Páls höfðií Vakið nokkra
athygli meðal hinna fráneygðu framreiðslustúikna, og'
, ,vegna þess að lítið var að gera, hnippti ein af yngtu
stúlkunum, Nancy Wilson, í stöllu srna. Hún var skraut-
gjörn og hégómleg táta, götustelpa úr Ware stræti, sem
gekk með eldrautt gljábelti við einkennisbúninginn sinn,
í mynstniðum sokkum og opnum, támjóum skóm.. ,
„Sáuð þið þetta?“ Hún bandaði til höfðinu. „Ungfrú
Andersen var í spilatíma í dag.“
„Do, re, mí, fa,“ söng önnur stúlka..
„Ó, Lena,“ kallaði ein til og bi’osti glaðhlakkalega.
„Varstu að panta stemmingu á píanóið þitt?“
Allar flissuðu og Nancy Wilson vildi líka vekja hlátur.
„Farðu varlega, Lena,“ sagði liún blíðlega. „Brennt
bam foröast eldinn..“
Það var óþægileg þögn. Stúlkurnar fóru allt í einu
að keppast við vinnu sína aftur og nokkrar þeirra litu
snöggt og reiðilega á Nancy. Lena sýndi þess engin
merki að hún hefði heyrt það sem fram fór og nú tók
hún upp kladdann sinn og fór að leggja saman í honum.
Venjulega gat hún lagt orð í belg þegar stúlkurnar voru
að glettast. En við þetta tækifæri sagði hún ekki neitt.
Þótt Páll jfurðaði sig á því sem stúlkurnar sögðu, þá
gleymdi hann fljótt þessu atviki. Hann var allur í upp-
námi gagntekinn hræðilegri eftirvæntingu, gat ekki em-
beitt huganum að neinu nema stefnumótinu við Burt og
hann taldi dagana.
Lolcs kom miðvikudagur og Páll var taugaspenntari
en nokkru sinni fyrr. Einhvern veginn leið þó dagurinn.
Hann hafði mælt sér mót við Mark fyrir utan Bonanza
klukkan sjö og þegar verzluninni var lokað fór hann út
með þeim fyrstu. Boulia var ekki kominn og hann dok-
aði við undir ljósaskilti hinum megin á götunni og leit
með eftirvæntingu upp og niður eftir strætinu. Hitt
starfsfólkið var farið að tínast út úr verzluninni, eitt
sér og í hópum, masandi og talandi. Einna síðust kom
Lena út, alein, í regnkápu og með brúnan flókahatt, sem
búinn var að lifa sitt fegursta og hún dró langt niður
á ennið. Þrátt fyrir óásjálegan klæðaburð hennar var
eitthvað í fari henar, þegar hún gekk eftir strætinu með
hendur í vösxim, bein og tíguleg, sem vakti athygli og
aðdáun. Páll horíði á eftir henni og allt í einu sá hann
að hún veifaði hendinni til roskinnar, gildvaxinnar
konu sem kom á móti henni í þrönginni með fangið
fullt af böggium. Konan heilsaði Lenu með sýnilegum
fögnuði og þær gengu saman í áttina að torginu.
Páh hlýnaði um hjartaræturnar við að horfa á þetta,
en nú leit hann á úrið sitt og sá að klukkan var tuttugu
mínútur yfir sjö. Hvað í ósköpunum tafði Mark? Hann
leit aftur óþolinmóðlega eftir strætinu og reyndi að
koma auga á Boulia. Klukkan var orðin hálíátta og ekki
bójáöi á hópum. Nú bættist kvíðinn ofaná eftirvænt-
ingu Páls; hann leit á úrið á mínútu fresti. Loks gat
hanii ékki beðið lengur og lagði af stað hröðum skrefum
í áttina að bókasafninu. Eftir tíu mínútur var hann
kominn þangað; sá að Mark var enn að vinna, og hann
flýtti sér að borðinu og sagði:
„Hvað er að? Ætlarðu ekki að koma?“
Boulia hafði tekið viðbragð þegár hann kom augá á
__________________
OC GAM^n
Sérðu þennan náungra þarna —
hann hugsar alltaf í milljónum.
Hann þó ekki mikið líkur pen-
ingamanni, svona fljótt á litið.
Nei, hann er bakteriufræðingur.
- O -
Svo þú hefur villzt litli vinur;
hversvegna reyndirðu ekki að
hanga í piisunum hennar
mömmu þinnar?
Náði ekki svo hátt, herra.
- O -
Mamma, hvernig fara englarnir
í náttkjólana sína utan yfir
þessa voðastóru vængi?
- O -
Pabbi, má ég fá þessi epil þarna
á borðinu?
Ætll það ekki, væni minn.
Þairka þór fyrir, ósköp þykir
mér það gott.
Hversvegna, ertu svona svang-
ur?
Nei en cg er búinn með þau.
- O -
Hún stóra systir niín er svo
hamingjusöm í dag, sagði lítill
snáði við vin sinn. Hún var í
heimboði í gærkvöid, og þar
fóru þau i leik þar sem ‘herr-
arnir urðu annaðhvort að kyssa
stú kurnar eða gefa þeim súkku-
laðipakka. Svstir min kom heim
með hvorki meira né minna en
13 súkkulaðipakka.
s s •• £® 9 09 J
Q I€¥©1§M sem a YOI
íji-*
Þegar verið er að setja á stofn
heimili er vandalítið að hafa
stofurnar fallegar og vistlegar,
jafnvel þótt ekki sé úr miklu að
spila. Listin er einungis aðjfaða
þannig í stofurnar að þser séu
einnig fallegar, þegar farið 'er- að
dveljast í þeim. Það er nefnilégá
sitthvað, hvernig stofan lítur út,
þegar allt er á sínum stað og
nýtiltekið eða þegar saumadót
liggur á einu borðinu, leikföngum
er stráð yfir allt gólfið og reglu-
legur hversdagssvipur er á stof-
unni.
Nýgift hjón geta sjaldnast sagt
fýrir um hvers þau þurfa með,
þ'egar fram í sækir. Fóik, sem
ekki á börn, á erfitt með að gera
sér í hugarlund, hvað börn geta
rótað mikið til og eyðilagt. Ef til
vill finnst nýgiftu hjónunum
ekkert fallegra en einmitt ljós-
grænt gólfteppi, og það er hægt
að halda því hreinu meðan þau
eru ein, en öðru máli gegnir, þeg-
ar ungbarn er komið í húsið og í
hvert skipti, sem barnið setur
eitthvað niður á teppið, verður
unga móðirin sárgröm. Unga
fólkið ætti að athuga það um leið
og það kaupir eitthvað, hvort það
þoli umgengni við smábörn,
Sé svo ekki er rétt að setja um-
ræddan hlut á biðlista og bíða
með að kaupa hann, þangað til
bömin eru orðin stór. Ykkur
finnst biðin ef til vill löng. Ný-
giít fólk vill gjarnan eignast fall-
egt heimili undir éins, en íhugið
hvað það þarf mikið til. Ef fólk
vill eignast börn, og heimili, án
barna, eru ekki svipur hjá sjón,
þá verður það að gera sér ljóst,
að húsgögnin láta á sjá. Hefur
fólk þá efni á að kaupa sér ný
húsgögn síðar meir? Flestir hafa
ekki efni á því, heldur verða að
notast við gömlu og skemmdu
húsgögnin.
Ef aðeins er keypt hið allra
nauðsynlegasta og keyptir sterk-
ir, traustbyggðir hlutir, þola þeir
vel umgengni við böm, og þegar
börnin stækka er hægt að bæta
við fíngerðari húsgögnum.
Gleymið ekki klístruðum fingrum
barnanna, þegar þið veljið hús-
gagnaáklæði; athugið hvort lítil,
ódýr teppi séu ekki henfugri en
stórt, dýrt teppi. Það er ekki eins
gremjulegt, þegar lítið og ódýrt
teppi eyðileggst, en ef til vill hef-
ur maður aldrei efni á ací,. endur-
nýja stóra, dýra teppið. u.
Litla, fallega kaffiborðið er éf
til vill með viðkvæmri plötu; það
er því skynsamlegra að veíja
borð með glerplötu og bíða með
dýra borðið þangað til seinna.
Ungt fólk, sem er að setja á
stofn heimili, hefur oft ákveðna,r
hugmyndir um hvernig það vfll
að heimilið líti út, en það hefur
enga reynslu í þessum sökum, og
kaupir þvi oít óhentuga hluti í
grandaleysi. Þótt ekki væri nema
þess vegna, er ráðlegt að kaupa
sem allra minnst í upphafi, ag
bæta við eignina smám saman.