Þjóðviljinn - 29.06.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 29.06.1954, Side 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Priðjudagur 29. júní 1954 m MIJRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 36. meðferð, hafði aðeins eitt komizt að í huga Matthews Sprott — að komast áfram í heiminum. Kjöroröið „Ég skal komast áfran;, komast áfram, komast áfram", var letrað óafmáanlegu letri í hjarta hans. Eins og títt er um menn sem komast áfram af sjálfs- dáðum voru fyrri æviár hans sambland af takmarka- lausri iðni og ástundun og dæmalausri heppni. Hann var skynugur piltur, og skólastjórinn í Gadshill sem unni mjög fombókmenntunum, kenndi honum ókeypis á kvöldin. Fjórtán ára að aldri strauk hann til Worthley fremur en fara niður í námumar, varð vikapiltur á skrif- stofu, síðar skrifstofumaður 1 ritfangaverksmiðju Mars- den & Co. Þar fékk hann fyrstu reynslu sína af dóm- stólum og heillaður af henni fór hann að nema lög í frí- stundum sínum og loks gafst honum tækifæri til að komast að á lögfræðiskrifstofu Tómasar Hailey, vel- metins lögmanns. Sprott valdi lögin ekki af köllun né vegna þess að honum fyndist hann sérlega vel til þess fallinn, heldur vegna þess að hann taldi víst að þau yrðu honum nota- drýgst á framabrautinni. „Ég skal komast áfram, komast áfram, komast áfram“, ómaði fyrir eyrum hans í sífellu eins og hjól snerust þar án afláts. Hann gerði sér far um að verða húsbónda sínum ómissandi. Vitaskuld ætl- aði hann sér ekki að halda áfram á skrifstofu Haileys sem óbreyttur aðstoðarmaður, og að fímm árum liðnum, þegár hann hafði lokið lagaprófi, gekk hann út úr skrifstofunni og setti upp eigin rekstur og skildi hús-,- bónda sinn eftir einan með allt sanían, þótt hann væri ( farinn að heilsu og algerlega háður Sprott. En hverju máli skipti það? Hann var nú orðinn starfandi málafærslumaður, að vísu í undirrétti en hann hafði stigið fyrsta skrefið á framabrautinni. Meðan hann sinnti störfum sínum afj dæmafáu kappi, hélt hann áfram að kynna sér lögfræði. Þegar hann var reiðubúinn og var búinn að afla sér nauðsynlegs fjáimagns, sótti hann um að nafn sitt yrði máð burt af skrá málafærslumanna, og varð loks hæsta- réttarlögmaður. Honum var ljóst hve hann hafði tekizt mikið á hend- ur. Hann var félítill og fáum kunnur og mánuðum sam- an gekk hann á milli dómstólanna í von um mál. Þá vár honum boðið starf sem lektor í lagadeildinni. Hann tók það að sér en aðeins sem bráðabirgðastarf, sem stökkpall til fiekari frama. Smám saman varð hann kunnur sem gáfaður og natinn iögfræðingur sem hafði sérþekkingu á hegningarlögunum. Og það sem betra yar; hann var vel máli farinn, meiniegur og hnittinn . eftir þörfum, og hafði óvenjulega hæfileika til að leika á strengi tilfinninga þein’a sem á hlýddu. Við þingkosn- ingamar 1910 hafði hann skipað sér undir merki fram- bjóðanda íhaldsflokksins á staðnum, Sir Henry Longden, og gerði allt sem i hans valdi stóð til að stuðla að kosn- ingu hans. Longden hlaut kosningu og bráðlega upp- skar Sprott laun sín. Málin fóru að streyma til hans og oftar og oftar kom hann fram sem sækjandi við dómstól- ana í Worthley. Tekjur hans voiu að vísu ekki háar, en vald hans fór vaxandi. í fimm ár stritaði Sprott í Worthley og hann varð þekktur og hataður meðal lögbrjótanna þar. Hann sóttist eftir því fólki sem hann gat notfært sér, og þegar svo bar undir gat hann verið manna skemmtilegastur. En þrátt fyrir *adar tilraunir hans gerðist ekkert af- drifarikt fyrir framtíð hans. Hann hafði kvænzt á þessu tímabili og kona bans varð stundum að leggja sig alla fram til þess að honum féilist ekki hugur. Átti hann þá aldrei að „komast áfram, komast áfram, komast áfram“? En allt í einu, þegar hann virtist dæmdur til meðal- j mennskunnar, birtist honum tækifærið eins og sent af ( himnum. Morðmál sem vakið hafði mikla athygli átti að fara fyrir héraðsdóm og daginn sem réttarhöldin! áttu að hefjast veiktist sækjandinn hastarlega. í staö : þess að fresta réttarhöldunum var ákveðið að fela Sprott' málið, því að hinir tignari starfsbræður hans voru of önnum kafnir við önnur mál til þess að geta sinnt þessuj flókna máli að nckkru gagni. Við þetta urðu þáttaskil í lífi hans. Röddin í brjósti hans hvíslaði án aíláts fagnandi: „Áfram, áfram, áfram .... þetta er tækifærið sem þú hefur alltaf verið að bíða eftir“, og haun varpaði sér út í málsóknina gegn Rees Mathry með öllum þeim aðferðum sem tiltækar voru. Ætlim hans var sú að vekja athygli sjálfs sín, hrífa áheyrendur :neð mælsku sinni og snilli og fá hinn ákærða dæmdan sekan umfram allt. Og honum tókst það. Áður en átta mánuðir voru liðnir hafði hann veriö gerður sakadómari í Upmarston. Hann bjó áfram á gamla heimilinu sínu, enda voru samgöngurnar mjög góðar milli Worthley og London, og hann fór að flytja mál fyrir hæstarétti. Vegna fyrri reynslu sinnar og af- burða lagaþekkingar varð hann mjög eftirsóttur til að flytja mál fyrir krúnuna, og hann gegndi því svo snilld- arlega að hann var aðlaður árið 1933. Nú var hann fimmtugur að aldri, í fullu fjöri og metnaður hans hafði fremur aukizt við velgengnina. Hann taldi víst að hann ætti eftir að komast enn framar. Sú ákvörðun hans að hafa aösetur í Worthley hafði reynzt honum heilladrjúg — hami hafði veiið beðinn að vera í kjöri fyrir íhalds- flokkinn gegn George Birley — og hafði mikla sigur- möguleika. Og þegar hann væri kominn á þing væri far- ið að styttast í starf dómsmálaráðherra. Og með tím- anum var ekki óhugsandi, að hann gæti orðið innsiglis- vörður og jafnvel endað sem forsætisráðherra. ^ Vitaskuld hafði verið nauðsynlegt að beita hörku í, þessari erfiðu baráttu. Sprott reyndi ekki að blekkja sjálfan sig varðandi það sem með þurfti til þess að kom- ast áfram — lífiö var erfið barátta, þar sem einungis hinir hæfustu héldu velli, því meira vald sem honum hlotnaðist, því harðari og þyngri varö svipur hans, orð hans stungu eins og hnífur. Hann var tilneyddur að koma sér í mjúkinn á æðri stöðum og hann hafði lært til fullnustu þá list að losa sig við þá menn sem þjónað höfðu tilgangi sínam, — hvenær hann átti að horfa kuldalega á þá sem hann hafði tU skamms tíma smjaðr- aö fyrir. Og umfram allt hafði honum tekizt að halda sjálfum sér feti framar en keppinautar hans og notaði hvert tækifæri til eð sýna dug sinn, þekkingu og vald. Kennalukonan hafði mikinn á- huga fyrir félag'smálum, og spurði nemendur sína stundum um heimilisástæður þelrra. Eitt sinn spurði hún m a. um það hvernig heimi.isfóikið svæfi. Pabbi og mig sofa sanian, sagði minnsta stúlkan i bekknum. Nei, pabbi og ég, sagði kennslu- konan. Það er þá eftir að ég er sofnuð, svaraði stúlkan. —O— Jæja. svo þú ert að verða sjö ára, Palli litli. Hvenær verðurðu sjö ára? Á afmæiisdaginn minn. —o— Það er þorskur á borðum, og Lil a lit’.a er ekki bcini.nis hrif- in af þvi. Hún kraf'ar óhmdar- lega í matnum, juriz mamma hennar spyr mjúkiega: Af hverju borðarðu .. kki, væna min? Það eru bein, svarar J.itla. Það er nú mjög litið nf beinum í þorski og ég þóttist taka burt það lítið það var, svarar mamma. Lilia segir ekkert en tekur að narta í matinn. P.étt. á eftir tekur hún bein út úr sér og segir: Það er þá í kartöf unum. Á vélaöíd Tveir hestar voru á beit í góð- viðrinu og höfðu það náðugt. A lt í einu kom þriðji hesturinn á harðastökki og var mikið niðri fyrir. Hvað gengur á? spurðu hest- arnir. Hefur eittlivað komið fyr- ir? Flýtið ykkur burt, flýtið ykkur burt, sagði hinn lafmóður: traktorinn er bi’aður. • !T/ frfyfnr .ihnoíb;:; h ú r, Kjólar handa ungum stúlkum ' O 1 Á myndinnl eru tveir snotrir kjólar ætlaðir ungum stúlkum, báðir teknir úr nýju Beyers biaði. Heili kjólliun er úr tweed og er mjög heppiiegur hversdagskjóll. Elnnig má sauma hann úr öðnun efnum. Pilsíð og bólerójakkinn er líka hentugur bún- ingur, pilsið feUt og við það má nota jafut btússur sem peysur undlr litla bólerójakkanum. Þegar maður er kominn npp á lag- ið með Beyers-sniðmynstrin er ótrúlega auðvelt að snlða sér flik og saiwia. : '/■. Þcgar fætunpr^ eni of heitir Fótkuldi þykir leiður galli, en þó getur hið gagnstæða gengið ol’ langt. Fjöldi fólks þjáist af þvi í kyrrþey að því er of heitt á fótum. Og þetta sama fólk verður oft þreytandi, því að ó- þæginai í fótunum hafa að jafn- aði áhrif á skapið. Og. það er aldrei of mikið gert fyrir góða skapið. Því miður getum við ekki lagt fram örugga lausn á vandamál- inu. Margar orsakir geta legið til of mikils fóthita. En við vilj- um benda fólki á að það skiptir miklu máli að velja skó af réttri stærð. Of litlir skór láta alltaf illt af sér leiða, en ef fólk er sérlega fótheitt, skiptir afarmiklu máli að skórnir séu rúmir. Auðvitað eiga þeir ekki að gelta við fót- inn, en þeir eiga að gefa tán- um svigrúm, svo að þær séu ekki eins og í skrúfstykki. Marg- ir vita af reynslunni að þeim er heitara á fótunum í sumupi skóm en öðrum, og þá er það fyrst og fremst skóstærðin sem veldur. Sama er að segja um sokkana. Þeir mega ekki vera of litlir, því að þá er ekki hægt að hreyfa fæturna og það torveldar nauð- synlega útgufun. Ef maður hef- ur rekið sig á að manni er heit- ara á fótunum í skóm með gúmmísólum en öðrum skóm, er siálfsaert að forðast slíka skó. S-..ÖE

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.