Þjóðviljinn - 03.07.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 03.07.1954, Side 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. júlí 1954 þJÓOVIUINN Sfígeíandl: Sameinlngarfloklrur alþýSu — Sósíalistáflokkurim*. Fréttastjóri: Jón BJarnason. Rttstjórar: Magnús Kjartansson (ó.b.), Sigurður Guðmundsson. Slaöamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. Sjarni Benediktsson, GutJ- mundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson. AUglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Iftitstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentemlðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á múnuðl í Reykjavik og n&grennl: kr. lt annara staðar & landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. í Slvar er „verndin“? Morgunblaðið birtir í gær grein eftir frægan austur- rískan eðlisfræðing, Hans Thirring prófessor, og hefur oft verið vitnað til ummæla hans um kjarnorkuvopn hér í blaðinu. í þessari grein bendir hann á að það eru ekki aðeins kjarnorkusprengjur, vetnissprengjur og kóbolt- sprengjur sem ógna tilveru alls mannkyns, heldur ekki síður helryk það sem m.a. má fá úr úrgangsefnum kjarnorkuveranna og hægt er aö dreifa með eldflaugum þeim sem nú er verið að fuilkomna. Prófessorinn segir að það sé mikið glapræði að halda sér við ,,úreltar hernaðar- hugmyndir frá tímum fyrir kjarnaöldina“ og kemst m.a. svo að orði í ályktunum sínum: „Nutíma tœkniþróun hefur kollvarpað þeirri sígildu kenningu hernaðarvísindanna, sem menn trúðu fyrir kjarnaöldina, að öruggt vœri að varnarvopn fyndust gegn hverju nýju árásarvopni. Engin vörn er hugsanleg gegn flaug, sem þýtur áfram i meira en 160 km hœð og steyp- ist niður með nieiri hraða en hljóðið, áður en hún spring- ur og dreifir lífshœttulegu ryki sínu um loftfn. Jafnvel að öilum kjarnorku og vetnissprengjum útrýmdum mundu iðnaðarþjóðir, búnar kjarnorkuverum og flaugar- stöövum, veröa þess umkomnar, einhvern tíma um 1960 til 1970, að beina hernaöaraögerðum gegn hvaða árásar- ótini sem er, með því að eitra borgir hans. Gamalkunna aðferðin, að verða fyrri til að slá, og láta kné fylgja kviði, mun ekki varna hélsærðum árásarþolanum að hleypa af flaugum, hlöðnum nægilegu magni geislavirks ryks, til að þurrka út borgir óvinarins.“ Og prófessorinn heldur áfram: ..Það er happ að sívaxandi ótti við kjarnorkuhernað rýrir að sa,ma skapi líkur fyrir því að hann brjótist út. Slagorö kommúnista um ,,árásar- og heimsvaldastefnu auövaldsríkjanna“ er fjarstœða. Jafnfráleit er sú almenna skoðun að drottnararnir í Kreml muni hefja styrjöld, þeg- ar þeir álíta sig hafa betur í hervœðingarkapphlaupinu. Því þegar báðir aðilar hafa í fórum sínum flaugar og „frumeindaösku“ myndu jafnvel ekki yfirburðir í hlutfall- inu 10 á móti 1 geta forðað eigin landi og þjóð frá tor- timingu.“ Ummæli prófessorsins um stefnu auðvaldsríkjanna eru ekki rökstudd, enda skiljanlegt. Það er staöreynd aö þau ríki hafa háð árásarstríð látlaust síðan heimsstyrjöldinni. lauk. Bandarískir, brezkir og franskir herir hafa sífellt barizt í fjarlægustu löndum í Asíu og Afríku og beitt allri tækni nútímahernaðar — nema kjarnorkuvopnum. Oft heíur verið að því komið að kjarnorkuvopnum væri beitt og kröfur bandarískra valdamanna um kjarnorkustríö hafa verið margar og háværar, en vaxandi barátta alþýöu manna fyrir friði hefur komið í veg fyrir þá cgn — enn. En þetta skiptir ekki meginmáli; hitt er athyglisvert að Morgunblaöið birtir grein sem varpar skýru ljósi á þá staðreynd að allar röksemdirnar fyrir hernámi íslands eru þvaðriö einbert. Hvert það orð sem fram hefur veriö borið um „vernd“ og „öryggi“ ber eingöngu vott um „úr- eltar hernaðarhugmyndir frá tímum fyrir kjarnaöldina" eins og prófessor Thirring kemst að orði. Það er ekki til nein vörn í nútímastyrjöld og erindi bandarísku her- mannanna hingað er allt annað. ísland er hugsað sem bækistöð fyrir bandarískar árásir, m.a. eldflaugar þær sem prófessorinn talar um, og þarf þá ekki að ræða frekar þau örlög sem þjóðarinnar bíða ef til átaka kemur. Og þótt fallist sé á þá skoðun prófessorsins að styrjald- arhættan verði nú sífellt fjarlægari er hún ekki síður i öksemd fyrir því að hernáminu verði tafarlaust aflétt — þá er meira að segja failin burt forsendan fyrir þeim „úreltu hernaðarhugmyndum“ sem hernámið hefur verið rökstutt með. Forsprakkar Sjálfstæöisflokksins munu áxeiðanlega ekki þakka Morgunblaðinu fyrir að birta þessa grein. Stefna þeirra þolir ekki að nokkurstaðar sé vikið að stað- jeyndum, hver aukin vitneskja er nýtt áfall fyrir her- námsstefnuna. Hvenærerárás ekki árás? Þegar Bandarikjast}órn skipar hlýSir ÖryggisráSiS, hverjir sem málavexfir eru A llen Dulles, yfirmaður Cen- tral Intelligence Agency (leyniþjónustu Bandaríkja- stjórnar) .... hefur lengi haft nánar gætur á Guateniaia .... Hér í borg geta menn sér til að uppreisnin gegn kommúnistunum muni heppn- ast ef her Guatemala er eins klofinn og C.I.A. álítur að hann sé“. Þannig fórust Jam- es Reston, aðalfréttaritara New York Tiines í Washing- ton, orð í blaði sínu sunnudag- inn eftir að innrásin í Guate- mala hófst. Starfsoræður ! Restons í höfuðborg Banda- ríkjanna segja í gamni að er.gu sé líkara en að hann a!i aldur sinn undir gólftep -un- um í skrifstofum forsetans, ráðherranná og annarra æðstu manna og enn eirru sinni hefur hann sahnáð vit- neskju sína um leyndustu fyrirætlanir Bandaríkjastjófn- ar. að var einmitt herstjórnin sem brást Arbenz forseta í Guatemaia þegar á reyndi. Sú herforingjaklíka sem hrakti hann frá völdum varð þó brátt að víkja fyrir ann- arri, sem meira var að skapi John Peurifoy, sendiherra Bandaríkjanna í Guatemala- borg. Oddviti þeirrar klíku, Monzon ofursti, hefur nú fyrir atbeina Peurifoy tekið innrás- arforingjann Armas og einn aðstoðarforingja hans í stjórn sína. En svo treglega gengu i samningarnir að Peurifoy nægði eicki lengur að stjórna leikbrúðum sínum en vera sjálfur að tjaldabaki. Hann varð að koma fram í dagsljcs- ið og fljúga gagngert til San Saiyador, höfuðborgarinnar í nágrannaríkinu El Salvador, til þess _aA lægja rostann í Armas, sem vildi fá að skálma inn í Guatemalaborg í broddi fylkingar hersveita sinna eins og rómverskur sigurvegari. En bandaríska utanríkisráðu- nevtið sá enga þörf á að full- nægja hégómagirnd verkfæris síns, löglega kjörin stjórn hafði verið hrakin frá völdum, þingið leyst upp og Verkalýðs- flokkus Guatemala bannaður. Þai' með var marki Banda- ríkjastjórnar og auðfélagsins United Fruit náð og Armas verður að sætta sig við það að vera undirmaður Monzon, fyrsta hálfa mánuðinn að minnsta kosti. Allir aðilar að innrásinni í Guatemala hafa haft verð- uga skömm af tiltæki sinu. Hatur í garð bandarísks yfir- gangs og arðráns hefur bloss- að upp um alla rómönsku Am- eríku ákafar en nokkru sinni fyrr. Einræðisherrar Hondur- as og Nicaragua, sem léðu innrásarhernum lönd sín til afnota, eru enn fyrirlitnari en áður af þjóðunum sem þeir stjórna. Sást þetta bezt þeg- ar almenningur í Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, fór hóp- um saman um göturnar og lýsti j'fir andúð á stuðningn- um. við innrásina. Slíkt og þvílíkt hefur ekki gerzt áður þar í borg. En mest er þó skömm Öryggisráðs SÞ. Hafi ekki verið fullsannað áður að sú stofnun er eins og nú er háttað málum í heiminum verkfæri utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og ekkert ann- að, þarf nú ekki frekar vitn- anna við. ■ffnnrásin í Guatemala er svo rækilega vottfest, að fá- dæma ósvifni þarf til að neita því að hún hafi átt s.:r stað, /■—\---- > Erlend tíðindi V------------------' en hinn bandaríski meirihluti í Öryggigráðinu lætur sig ekki muna uia siíkt. Bandarfekír fréttaritarar i Honduras sendu blöðum sínum langar lýsing- ar á innrásarundirbúhingnum, liðsflútningunum nieð flugvél- um frá Tegucigalpa tii ianda- mæranna, vopnaflutninguhum og flugherssamdrættinum á einkaflugvöllum United Fruit Company. Foringjarnir voru stóreignamenn frá Guaternala, sem svöniðu skiptingu nokk- urs hluta lendna sinna milli landbúnaðarverkafólks með því að fara úr iandi og safna liði til að steypa frá vöMum ríkisstjórn, sem ógnaði drottnunaraðstöðu þeirra í landinu. Öbre\"ttir liðsmenn voru hinsvegar af ýmsu sauðahúsi. Margir voru send- ir Armas frá einræðisherrum Nicuaragua og San Domingo. Aðrir voru ævintýramenn, sem sóttust eftir málanum sem Armas hét að grelða. Vopnabúnaður innrásarhers- ins og hernaðaraðferð tala einnig sínu skýra máli. Skömmu áður en innrásin hófst tóku bandarískar her- flugvélar að flytja vopn til Honduras og Nicuaragua. í Reutersskeyti, sem Morgun- blaðið birti á fyrstu síðu 1. júlí, er skýrt frá því að inn- rásarherinn sé búinn dönsk- um Madsen-vélbyssum, sem fluttar voru íit til Bandaríkj- anna í vor. Ónnur vopn inn- rásarmanna voru án verk- smiðjumerkja, ea siík vopn, sem ekki er hægt að rekja hvaðan u p em runnin, láta engir framleiða nema leyni- þjónustur stórveldanna. Ann- as innrásarforingi hafði yfir ao ráða töluverðum fiugher. í eitt skxpti sondi hann tólf flugvélar í eiiiu til árásar á Guatema’ aborg. Þær var ékki hægt að dulbúa, þar voru komnár bandarískar heraað- arflugvélar af gerðinni F-47, svonefndir Þrumufieygar, eir.- hverjar fullkomnústu, ber.zín- knúðu orustufxugvélar, sem bandaríski fugherinn hefur látið smiða. Slík drápstæki vaxa ekki á trjánum í frum- skógum Honduras, aðeins sá sem hefur góð sambönd við æðstu staði í Washington kemst yfir heila f.ugsveit af Þrumufleygsvélum. Erxginn liefur látið sér detta í hug að halda því fram að þessar f'ugvélar hafi athafnað sig á flugvöllum innan enaimurka Guatemala, þær gerðu árásir sínar frá bældstöðvum í öðr- um löndum. rátt fyrir þetta ne:taði Ör- yggisráðið að taka kæru Guatemala um innrás til greina. Þegar borgarastyrjöld hófst í Kóreu úrskurðaði ráð- ið að kröfu bandaríska full- truans að um innrás væri að Framhald á 8. síðu. Bandariski fáninn brenndur á útifundi í Santiago, höfuð- borg Chiie. Verkamenn og stúdentar efndu þar til hóp- göngu og fuadar til að mótmæla innrásinni í Guatemala.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.