Þjóðviljinn - 22.08.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.08.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. ágúst 1&54 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Sumt huldufólk er heiðið, annað vel kristið, og stundum hafa menn heyrt til þess guðs- þjónustugjörðir eins og dæm- ið um Svein og Tungustapa sýnir. Stundum hafa menn getað numið það sem sungið hefur verið þar, svo sem þetta «rindi úr huldufólkssálmi: Sá sem skapaði sól og tungl < í sínum hring á þann kóng vér allir trúum • í undirhing. (Hér mun „í undirbing" merkja neðanjarðar og eiga : við neðanjarðarbúa.) Og faðir Ólafs í Purkey sem fyrr var getið fann einu sinni úti á túni lítið sálma- kver sem þótti auðsæilega vera frá álfum komið, því að það var þurrt á þúfu í tún- inu, en hríð var nýafstaðin og komin leysing. Orðið hef- ur þess vart að huldufólk leit- aðist til að hlusta á hús- lestra manna því að Hannes nokkur á Fornastöðum í Fnjóskadal sá einu sinni þrjár' rauðklæddar konur hlusta á jólalestur. Ekki var það þó kristinn huldumaður - sem mennsk stúlka felldi ást- arhug til og vann það til að kenna honum kristin fræðd til að geta fremur notið hans. Hann var þá uppkominn og sýslumaður huldufólks. Flestum sögnum ber saman um það að yfir huldufólk geti komið lítt mótstæðileg löng- un að vera samvistum við mennskar manneskjur. Til þeirrar tilhneigingar þeirra má rekja ásókn þeirra í mennsk börn, en stundum sækja álfkonur eftir hjúskap við mennska menn og huldu- menn eftir mennskum kon- •um*. Sögn er um það að á ~bæ einum austur í Múlasýslu, á Hvannstóði í Borgarfirði eystra, reyndi huldumaður að komast yfir húsfreyjuna með því að fyrirkoma bónda henn- ar, en tókst það ekki fyrir snarræði bónda. Gömul sögn er um það af Vestfjörðum að Ragnheiður Pálsdóttir móðir Brynjólfs biskups Sveinssonar hafi verið í nán- um kynnum við huldufplk og jafnvel a!ið barn í álfhól, og margar fleiri slíkar sagnir eru til. I þessu sambandi skulum við minnast umskiptinganna, en það voru eftir þjóðtrúnni aflóga karlar og kerlingar úr álflieimum sem vandamenn 'þeirra vildu verða af með og létu í skiptum fyrir efnileg mannsbörn. En þar sem álf- ar voru tvenns konar aðal- lega munu það hafa ver- ið hinir illu er slíkt aðhöfðust, og hér getum við minnzt sög- unnar um átján barna föður í álfheimum sem kom upp um sig þegar hann sá nýlundu nokkra og hélt enginn sæi til sín. Áður en þessir umskipt- * Og ýmsar sagnir eru til •um hjúskap mennskra rnanna og huldufólks, en honum fylgdu ýmis óþægindi, svo sem óþægilega mikill hiti huldufólksins, því að það fóik er annars kyns en við menn- irnir. Óþægindin löguðust þó venjulega eftir fyrstu þrjár uæturnar. Ásgrímur Jónsson: Átján barna faðir í álfheimum þér að borða af diskinum og lítið ætla ég að það mundi þér að meini verða þótt þú hefðir tit tekið, og so máttir þú með fara að barni þinu og þér hefði orðið til hamingju“. Eftir það fór hún brott, en það er gáta manna að kona þessi hafi búið í Álfaborginni sem þar er nærri. En aldrei varð Bakkagerðiskortan vör við hana upp frá því“. Þessa sögu af álfkonunni í Bakkagerði skrásetti Sæbjörn Egilsson á Klippstað. Stundum þurfa huldumenn að flytja sig búferlum eins og að líkum lætur þar sem lifnaðarhættir þeirra eru að miklu leyti eins og manna. Fardagar þeirra eru ekki á vorin, heldur um áramótin, og er þá stundum mikið um dýrðir hjá þeim og þeir gerðu sig heimakomna í híbýlum manna. Þar slógu þeir upp s rT > ». Á -• 'f£ * • Vt IIUIDU- FÓLK eftir Árnu esnié. mag, 'urssim ingar voru settir í staðinn fyr- ir réttu börnin, tóku álfkon- ur þá og hnoðuðu saman unz þeir voru orðnir nægilega litlir til að geta komið í stað- inn fyrir barnið. En það var þvingandi fyrir þá að vera sífellt svona samanhnoðaðir, og þvi gat komið, að þeim að færast í sitt gamla lag aft- ur þegar þeir héldu að eng- inn sæi til sín. Ef áifkonur vildu taka ó- málga barn, t.d. ef vagga stóð úti við, gátu þær það ekki ef krossað hafði verið undir og vfir barnið í vöggunni. Því var það að tvær álfkonur komu að barnsvöggu og hin yngri og ógætnari segir: „Tökum á, tökum á“, en hin eldri og reyndari svar- ar: „Ekki má, mein er á, kross er undir og ofan á og tvævetlingur situr hjá og segir frá“. Með það sneru þær burtu og létu barnið ósnert. Ef álfkonur girntust stálp- uð mannsbörn léku þær stund- um það að breyta sér i líki einhvers þess er barnið þekkti og láta það svo eita sig inn í hól eða klett. Oft varð þá barnið hrætt og undi ekki með álfkonunni og þá skilaði hún því venjulega aftur, en átti til að gefa því löðrung svo að það var með aðra kinnina Síáari hluti V ________ bláa alia ævi upp frá því. Þeg- ar Bjarni Thorarensen skáld var lítill drengur austur á Iliíðarenda livarf hann einu sinni í nokkra daga og fannst langt uppi í heiði við Merkjá, hafði álfkona ginnt hann þangað, en hann sagði að móðir sín hefði farið með sig. Ekki tókst alltaf svona til þegar álfkonur reyndu að heilla börn til sin, og sagt er frá stúlku sem ólst upp hjá álfkonu til 13 ára aldurs. Þar lærði hún margt merkilegt til munns og handa og hélt svo til fólks síns úr fóstrinu, en álfkonan fóstra hennar lévsti hana út með góðum gjöfum að skilnaði. Á hinn bóginn er oft sagt frá því að huldufólk sýni mönnum greiðasemi og vin- áttu að fyrrabragði. Ein sögn- in hjá Jóni Árnasyni um það er á þessa lund: ,,í Klöppum (Kleppum í útgáfunni er prentvilla) hjá Víðivöllum sá maður nokkur á jólanóttina stórt hús allt ljósum prýtt. Hann gekk þar inn og fékk góðar viðtökur og ágætan beina; morguninn eftir er hann vaknaði lá hann á ber- um klettunum og sá hvorki veður né reyk eftir af stóra húsinu". Og hér er saga af Áust- fjörðum um góðvilja huidu- fólks í garð mennskra manna: ,,Á Bakkagerði í Borgarfirði bjuggu hjón nokkur, þar var ekki fleira manna. Eitt sinn fór bóndi heiman og kom ekki heim um kvöldið. Þessa nótt kenndi konan jóðsóttar og kveikti því ljós. Litlu síðar kom inn ókennd kona og bauðst til að hjálpa nenni. Konan þá það og þjónaði hin henni, laugaði barnið, reifaði og lagði i rúm hjá móðurinni, fór svo í burt og lcom aftur með kjötdisk. Það kjöt var heitt og lét hún diskinn við hlið konunnar, talaði ekki. en gekk á brott. Ekki þorði kon- an að eta kjötið og snerti hún það ekki. Að litlum tíma liðn- um kom ókennda konan, tók diskinn og sagði: „Óhætt var veizlú, oft með miklum fyrir- gangi, og urðu þá oft hættu- legir þeim sem heima var til að gæta bæjarins er hitt fólk- ið fór til kirkju, —- ærðu þennan heimamann eða jafn- vel drápu. í þessu nálgast frásagnir álfasagnanna oft sögur af nátttröllum og öðr- um óvættum —. Því var sið- ur margra húsráðenda að ganga þrjá hringi kringum bæinn á gamlárskvöld og bjóða huldufólkið velkomið með þessum orðum: „Komi þeir sem koma vilja, mér og mínum að meinalausu". Og um Katrínu nokkra á Staðar- felli vestra er sagt að hún léti jafnan standa veizluborð fullbúið eftir í bænum þegar fólkið fór til kirkju á gamla- árskvöld, en borðið var hroðið þegar fólkið kom aftur. Á slíkum gleðinóttum var álf- unum öll nauðsyn að komast í burtu af bænum áður en dagaði. Þó er svo að sjá sem ýmsar aðrar vættir séu á ferð á hátíðanóttum, og þá gerðust margar sögur um nátttröll sem dagaði upp og urðu að steini. Það hefur löngum verið talið rétt að hafa hljótt og banna börnum ærsl í námunda við híbýli huldufólks, en ef út af var brugðið liefndu álf- ar þéss grimmilega, sérstak- lega ef ekki var af látið þeg- ar þeir kvörtuðu við hús- bændur barnanna t. ,d. í draumi. Þetta á raunar einn- ig við um fullorðið fólk. Sú saga er sögð um steina tvo á Álftanesi að í þeim búi huldufólk, og bannað er að vera með ærsl eða ólæti milii steinanna. Maður nokkur að nafni Steindór Stefánsson gerði það af skömmunr síkum að hlaupa um á milli stein- anna (það hefur líklega verið um eða fyrir 1840), þrátt fyrir aðvaranir manna.. Hana drukkna&i skömmu siðar og það var vitanlega sett í sam- band við huldufólkið í stein- unum. En Magnús prestur Grímsson samstarfsmaður Jóns Árnasonar við þjóð- sagnasöfnunina og annar maður til gerðu þetta sama þegar þeir voru í Bessastaða- skóla, og bar ekki á að hrini á þeim. Magnús skráði þessa sögu sjálfur. Ekki eru allar sagnir um álfa eða ljúflinga mjög ljúf- ar eða hugþekkar, t. d. sagan um Þorgils smalamann á ein- hverjum bæ í Þingeyjarsýslu sem sá rjúka úr álfhól og gægðist þar inn. Þar voru tvær ófrýnilegar álfkonur að baka brauð og dýfðu brauð- inu í blóðpott. Og Stóra-Gróa á Hrófa sá inn í annan álf- hól og sér þar karl og kerl- ingu illileg mjög. Karl verði- ur hennar var og yglir sig æ meir, unz hann tekur skálm eina biturlega ofan af pall- skör og ætlar út, en þá flýði Gróa af hólnum og þeysir heim í ofboði, „hrædd og um- turnuð af sjón þessari'. Stundum voru álfkonur undir álögum öfundarmanna sinna í álfheimum og ýmsar þjóðsagnanna segja frá því að álfkonur gerðust ráðskon- ur manna af því að það var lagt á þær, en undan álögun- um varð ekki komizt nema einhver mennskur maður hefði hug og dirfsku til að fylgja henni í álfheima og gæti sannað sögu sína, þegar heim kæmi. Þessar sögur líkj- ast um margt ævintýrum «g álögum þeim sem sagt er frá í ævintýrum. Við höfum nokkuð kynnzt lifnaðarháttum huldufólks, en við eigum þó eftir að, kynn- ast klæfaburði þess. Til þess eru beztar nokkrar stök- ur: Skónála-Biarni í selinu svaf, segja vil ég þér nokkuð þar af; kom til hans álfkona fögur og fríð, sá hann enga vænni um sína lífstíð. Á bláu var pilsi, en beltið var vænt, bundið um enni silkibandy grænt, skautafald háan, hvítan sem. ull, á hendinni bar hún þríbrotið gull. Fæturnir voru rauðir sem róa, rétt voru lærin fögur sem ljós; hofmanna staðurinn hærður svo vel sem hnakki á sólþoirrura kópsel, Þessar þrjár vísur vom vestan af Skarðsströnd.1 Og hér eru loks tvær vísur austan úr Vopnafirðj: •. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.