Þjóðviljinn - 22.08.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. ágúst 1954 IMÓOVIUINN - luÐtgeíanai: Samelningarflokkur aiþýfiu — Sósíaliataíiokkurina. . Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðir ucdsaon. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Áamundur Sigurjónsaor.. Bjarni Benedlktsson, G«8- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, aígreiðela, auglýsingar, prentamlSja: SkólavörCusti* 19. — Simi T800 (3 línur). Áakriítarverð kr. 20 á mánuði S Reykjavík og nágrenni, kr. lí annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. ?JTentsmlðja Þjóðviljans h.f. »................................................— ■» Bandarískf máfgagn Morgunblaösmenn hafa átt dálítið bágt undanfariö. Þeim hefur veriö falið þaö hlutverk aö vera aðalmálgagn bandarískra stjórnarvalda á íslandi, túlka og verja sjón- armið þeirra og athafnir. Starfsmenn blaðsins hafa geng- ið að þessu vefkefni af kappi og þrælsótta og hollusta þeirra hefur ekki brugöizt. En vanlliðan þeirra hefur ekki dulizt eftir því sem fasiminn í Bandaríkjunum hefur tek- iö á sig ófrýnilegri svip og andúö allra heilbrigöra manna hérlendis hefur vaxiö. Lengi vel var það aöferö MorgunblaÖsins að reyna að sýkna bandarísk stjórnarvöld sem mest af fasismanum og kenna hann einstökum leiðtogum, fyrst og fremst Mc- Carthy. Fór Morgunblaöiö í fyrstu mjög varlega en eftir að heiðursmaður sá komst í stælur við ýmsa félaga sína herti það loks upp hugann, og taldi hann ekki beint æski- lega fyrirmynd í forustulandi hins vestræna lýðræðis. Eyddi þaö síöan miklu rúmi í að sanna aö McCarthy hefði sett mjög ofan í erjum sínum og væri það góðs viti. Ekki er þó enn ljóst í hverju hrakfarir þessa leiðtoga stjórn- arflokksins ættu að vera fólgnar, en það skiptir raunar ekki máli. Jafnvel þótt hann vei'öi ekki !í' fyrirrúmi vestan- hafs er ljóst að aöferöir þær sem hann var fulltrúi fyrir og kenningar hans eru meginreglur bandarískra stjórn- arvalda. Fyrir nokkru geröust þau tíðindi t.d. næsta fyrirvara- iaust að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti að banna kommúnistaflokk landsins og ofsækja fylgismenn hans og þau verkalýðsfélög sem talin voru hafa „komm- únistíska forustu11. Þetta var raunar harla lítil breyting 1 reynd, því forustumenn kommúnistaflokksins hafa árum saman setið í fangelsi og starfsemi hans hefur raunveru- lega verið bönnuð. Þaö sem öldungadeildin geröi var að- eins aö kasta brott öllu yfirskini, hún sýndi öllum heimi ásjónu hins bandaríska fasisma, óhjúpaða. En jafnframt var svo að sjá af fréttum sem Eisenhower forseti og rík- isstjórn hans væri lítiö um þessa hreinskilni öldungadeild- arinnar gefið, og taldar voru líkur á að samþykkt deild- arinnar næði ekki fram að ganga. Þá taldi Morgunblaðið óhætt aö herða upp hugann og skrifaði: ,,Þaö verður að fordœma pað, pegar sjálf löggjafar- samkundan ætlar að pverðrjóta allar reglur lýðrœðis- skipidagsins og koma á illræmdri skoðanakúgun ,enda pótt kommúnistar eigi í hlut. Slíkar aðgerðir hafa pver- öfug áhrif við pað sem ætlað er. Þœr munu ekki styrkja lýðrœðispjóðirnar í haráttu peirra við ofbeldi kommún- ismans, heldur pvert á móti veikja pær. Sigur lýðræðis- stefnunnar yfir öfgastefnu kommúnismans hlýtur að liggja í pví að hún hjóði öllum peim pjóðum, er kommún- isminn hefur kúgað, frelsi og lýðrœði. Verði hvarflað frá verndun mannréttinda hlýtur lýðræðisstefnan að setja ofan í augum hinna mörgu, sem vœnta sér frelsunar hennar .... Það er Ijóst að ríkisstjórn Bandaríkjanna er algerlega móifallin pessu hanni við kommúnistaflokkn- um. Og pegar frumvarpið kemur nú til fidltrúadeildarinn- ar má vona að petta fái skynsamlega afgreiðslu. Er rétt að leggja áherzlu á pað að sampykki öld,ungadeildarinnar er engin lokaafgreiðsla.“ En aðstandendur Morgunblaösins voru of fljótir á sér. Máliö hefur raunar fengiö lokaafgreiðslu; Kommúnista- flokkurinn hefur veriö bannaður undanbragðalaust. „Sjálf löggjafarsamkundan" hefur „þverbrotið allar reglur lýð- ræðisskipulagsins og komið á illræmdri skoöanakúgun“ eins og MorgunblaÖið komst sjálft að orði. Það er ekki lengur talin ástæða til að grímubúa fasismann í Banda- ríkjunum. Ef til vill hafa einhverjir ímyndað sér að Morgunblað- ið kæmist nú 1 vanda. Átti það að halda fast við leiðara sinn eða lúta þrælsóttanum? En auðvitað var þetta ekkert vandamál, Morgunblaðið er bandarískt málgagn. Það hef- ur birt fréttirnar um afgreiðslu málsins athugasemda- laust, þótt að vísu hafi ekki farið mikið fyrir þeim! Og hinn fljótfærni höfundur forustugreinarinnar hefur ef- laust fengið maklegar ákúrur !í' bandaríska sendiráðinu og lofað bót og betrun. %. vit Lagt upp í ferð Geysir hefur verið mjög til umræðu að undanförnu. „Dag- ur og vegur“ útvarpsins hefur verið helgaður honum og blaða- skrif mikil hafa upphafizt um hann, enda fór það svo að lok- um að ég greip fegins hendi tækifæri sem mér gafst til að komast enn einu sinni á vit þessa heimsfræga hverapabba, og sjá með eigin augum hneykslin miklu sem hafa svo mjög verið til umræðu. Tæki- færið birtist í mynd sunnu- dagsferðar frá Ferðaskrifstofu ríkisins, þar sem íslenzkt fólk allskonar, að viðbættum út- lenzkum úr ýmsum áttum er samankomið. Og leiðsögumað- urinn reyndist vera hinn frægi ferðalangur Björn Þorsteins- son, kunnur jafnt af leiðsögn sinni á öldum ijósvakans sem í eígin persónu. Við ókum af stað í tveim bílum á syfjuleg- um sunnudagsmorgni, gráum og þungbúnum en þó hlýjum. Bílferðin gekk vel og viðburða- laust, það var stanzað á Kambabrún og við Kerið í Grímsnesi og viðhafðar tilheyr- andi athugasemdir á öllum helztu þjóðtungum, t. d. að Kerið væri að sögn fróðra manna annaðhvort alvöru gíg- ur eða platgígur, sem útleggst swindle crater á enskri tungu. Þegar ekið var yfir Brúará þurfti að segja frá afdrifum Jóns Gerrekssonar á viðlíka mörgum tungum: De kunde ikke lide ham sá de druknede ham og They did not like him so they drowned him, rétt eins og ekkert væri eðlilegra en ís- lendingar drekktu öllum þeim sem þeim líkaði miður við. Geysir opr duttiungar hans Við ókum i hlað um hádeg- isbilið. Enn var þykkt loft og dálítið hjúfur og fólk lét í ljós sólskinsþrá, en svo kom það á daginn að logn og dumbungur er það veður sem Geysir kýs helzt. Geysir er nefnilega mik- il kenjaskepna og.vill hafa sína hentisemi og kemur þá sápa að engu haldi. Allt Um það fékk hann sápuskammtinn sinn. Yfirborðsvatninu var hleypt af honum og sápu mok- að í hann. Og þegar þeir mok- arar voru inntir eftir. hvenær von gæti verið á gosi, gáfu þeir þau svör að biðin gæti verið frá nokkrum mínútum og upp í marga klukkutíma. Það stend- ur því rétt á sama hversu mjög háttalag Geysis er rannsakað, — hann fer ekki eftir neinum reglum, er og verður duttlunga- skepna; véðurfar er það sem einna helzt' getur haft áhrif á hann. Þeir vísustu sögðu að hefði ekkert gerzt næstu tvo tímana eftir að hann hefði verið fóðraður, gæti biðin eins orðið tólf tíma, og því er það venja í þessum skipulögðu ferðum að doka við í þessa tvo tíma sem úrslitum ráða. Og biðin er notuð til að matast. Veitingasalurinn sem á vetr- um er leikfimisalur íþrótta- skólans er bjartur og rúmgóð- ur, matur og framreiðsla var þarna í bezta lagi og við vor- um að hella í seinni kaffiboll- ann okkar að loknum snæðingi þegar hróp kvað við: Geysir er byrjaður. Og eftir svo sem hálfa mínútu var ekkert eftir í salnum nema matarílát og fullir kaffibollar, því að hverju máli skiptir kaffi, þrátt fyrir allar vefðhækkanir. þegar Geysir er annars vegar? Jónas Hallgrímsson lýsir Geysi svo: ,.Opið á Geysi er vítt og barmarnir huldir þykkri skán úr kísiljörð. Þessi skán skiptir sér i töflur, rétt eins og brynjan á Skjaldhökunum. Þetta op er 16 metrar á breidd og 22 metrar á dýpt“. Og bessi kísilhraukur kringum opið er svo búralegur. hann á sýnilega með sig sjálfur, og þótt Geysir hafi að þessu sinni skvett rösklega úr sér fyrir okkur, þá var það aðeins vegna þess að honum hentaði það sjálfum, ekki annað en tilviljun að hags- munir hans og ferðafólksins fóru saman. Og duttlungar hversins koma líka fram í gos-' inu sjálfu; hann endasendir.i tærum vatnsstróknum metra-1 tugi upþ í loftið, lækkar sig smám saman, unz hann hættir og forvitnir áhorfendur þyrp- ast upp á barma skálarinnar til að sjá hvernig hann líti út, þegar hann er hættur, én þá er hann alls ekki hættur, aðeins að sækja í sig veðrið, og mað- ur er ekki fyrr kominn upp á barminn en maður á fótum fjör að launa niður aftur, því að hann er byrjaður á nýjan leik. Svona gengur þetta til í á að gizka hálfa klukkustund eða þangað til hann er þurrausinn og gufan upp úr skálinni og rjúkandi vætan umhverfis eru einu menjarnar um umbrotin miklu. Strokkur sálugi og hinir hverirnir En það eru fleiri hverir þarna en Geysir og er þá fyrst að nefna Strokk sem á sínum tíma var goshver á borð við Geysi, en nú er lítið eftir af fornri frægð, því að eiginlega er hann kominn í Hkhús; hann héfur verið umgirtur lágri girðingu sem minnir einna helzt á meðferð á leiðum í reykvískum kirkjugörðum. Þó mun girðing þessi ekki fyrst og fremst vera vottur þess að Strokkur sé dauður úr öllum æðum, heldur kom það fyrir hér á árunum að kýr álpaðist í heimsku sinni ofaní hverinn og kom dauð upp aftur, hafi hún nokkru sinni komið upp, En þótt hampalítið sé að sjóða nautgripi á þennan máta, þá fæst meira fyrir nautakjötið á annan hátt, enda var það ráð tekið að umgirða Strokk, öðr- um kúm til varnaðar. En það er af gosum Strokks að segja, að síðast. mun hann hafa gosið við konungskomuna 1907, en hafði þá legið niðri um nokk- urt skeið. Þegar höfðingjarnir flengriðu yfir völlinn hafði Strokkur tekið fjörkipp og hið síðasta sem Friðrik 8. sá af hverasvæðinu þegar hann hélt þaðan brott var síðasta and- varp Strokks. Fleiri goshverir eru þarna Framhald á 9. siðu. • :v. Geysir peytir vatnstrókmnn í loft upp. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.