Þjóðviljinn - 08.09.1954, Síða 7
Miðvikudagur 8. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
I
Gönguferð
með Hítará
Það var 5. ágúst. Tvo und-
anfarna daga höfðum við gist í
fjaligönguskála Hraunhrepp-
inga í hinu forna túni Björns
Hitdælakappa að Hólmi. Leif-
ur bóndi í I-Iítardal haði flutt
okkur þangað aðfaranótt
þjóðhátíðardagsins 2. ágúst.
Bræðurnir, Jósef og Óskar
Eggertssynir, ættaoir úr Hítar-
dalnum fengú veiði Hítarvatns
á leigu í tvo daga og ég flaut
með til þess að fullnæg'ja hinu
gamla orðtaki „allt er þegar
þrennt er“.
Við höfðum ferðazt alla leið
að hinum fornu býlum innan
Hítarvatns. Við höfðum leitað
að Bjarnarhelli í Foxufelli, en
ekki fundið. Við höfðum heim-
sótt svartbakinn í hólmunum
og við höfðum veitt meira en
við höfðum búizt við.
í dag var von á Leifi bónda
til þess að sækja okkur. Næstu
veiðimenn voru þegar komnir
í veiðiferð út á vatn og okkar
tími var þegar búinn, Leifur
átti að koma með þrjá hnakk-
hesta og einn reiðingshest.
En þegar Jósef var búinn að
salta silunginn í kassana sá-
um við að það myndi verða
nægur flutningur á einn
hnakkhestinn að auki.
Ég tók þá að mér að fara
gangandi niður að Hítardal og
ákvað að leggja þegar af stað
þó að Leifur væri ekki kominn.
Ekki var hægt að segja að
ég væri göngumannlega búinn
er ég lagði af stað upp úr há-
deginu frá Hólmi. Það var sum-
arblíða, en ég bjó mig líkt og
ég væri að fara í útilegu að
vetrarlagi og fór í öll þau föt
er ég hafði haft með mér.
Ég var í tvennum utanyfirbux-
um og fullháum gúmmístíg-
vélum, og að síðustu. fór ég í
hettuúlpu skinnfóðraða utan
yfir jakka, peysu og tvær
skyrtur. En ég ætlaði heldur
ekkert að flýta mér. Ég hélt á
veiðistönginni reiddri um öxl
i annarri hencií, en hafði tösku
í hinni hendi. Ég retiaði ekki
að fara hina venjulegu götu-
troðninga. Ég ætlaði að fara
niður með Ilítará alia leið að
eyðibýlinu Hróbjargarstöðum.
Ég þekkti vel þessa leið fyrir
fullum aldarfiórðungi síðan og
hlakkaði til að fara aftur um
fornar stöðvar. Alla þessa leið
rennur Hítará meðfram Hólms-
hrauni, að vestan verðu við
það. Á hina hönd árinnar eru
fellin, fyrst Klifsandur, en síð-
an Valfell.
Feltin eru víðast hvar þver-
hnýpí við ánn eða þá brattar
skriður og alla þessa leið, um
7 km, rriá segja að áin renni
í gljúfrum nema stuttan spöl
milli Klifsands og Valfells.
Strax við Klifsand byrja gljúfr-
in og ég fór niður í þau að
ánni. Hún er bar allsstaðar
stórgrýtt og ill yfirferðar. Ég
þræddi hina mjóu bakka henn-
ar og fór yíir hana sitt á hvað
því víða voru þverhnýpt björg-
in alveg að ánni og hún of
djúp til, að vaða meðfram þeim.
Sumsstaðar höfðu stórbjörg
hrunið úr fellinu og nærri fyllt
upp gljúfrin svo að aðeins
grillti í ána á milli þeirra. Ég
renndi í ána á stöku stað, þar
sem mér þótti einna veiðileg-
ast, en árangurinn var frekar
litill. Ég vissi frá fomu fari að
silungur var vænni og betri í
ánni en vatninu, og er ég íór
niður í gljúfrin hjá Valfelli
vissi ég að a. m. k. þrír af
silungum þeim sem komnir
voru x tösku mína voru um 3
pund hver. Ég var því hinn á-
nægðasti þó að íerðalagið
hefði verið erfitt og seinlegt.
Niður gljúfrin, meðfram
Valfelli íór ég aðallega með
ánni að sunnanverðu meðfram
hrauninu. Víða voru þar hraun-
urðir alveg út í ána, en óvíða
var hraunveggurinn það nálægt
ánni að ekki væri hægt að
klöngrast fyrir hann. Sumsstað-
ar voru gi’ösugir hvammar inn
í hraunið með fjölbreyttum
gróðri og margvíslegum lita-
skrúða. Á einum stað fann ég
minkaslóð méðíram ánni, á öðr-
um stað sá é.g minkaholur í
hálfgróinni stórgrýtisurð alveg
við ána. Tvisvar sá ég pai'ta
af silungum i ánni, sem ég
taltíi bera þess merki að þar
lxefði minkurinn gengið frá
leifðu. í hrinum grösugu
hvömmum og hraunbökkum
voru víða kindur, ýihist á beit,
eða lágu og jórtruðu, en allar
rulcu þær upp á hraunbrúnina
þegar þo^r sáu mig og sumar
voru svo ósvífnar að hvæsa á
mig, verulega reiðar og
hneykslaðar yfir að vera ónáð-
aðar á þessum yndislegu stöð-
um í þessu indæla veðri. Þeg-
ar ég kom á móts við suður-
enda Valfells fór ég yfir ána,
því þá! dr miklu greiðfærari
leið, vestan rnegin árinnar,
heldur én meðfram hrauninu.
Fellið lækkar þar og vestan
megin eru grónar hlíðar og
sandeyrar. Ég vissi að nú var
góður og greiðíær vegur það
sem eftir var til Hítardals og
fór því upn í brekku sunnan
nndir Valfelli settist þar niður
og hvíldi mig.
Veðrið og staðurinn var hvoru-
tveggja hið ánægjulegasta.
Skógurinn ilmaði, en þarna
sunnen í Valfelli er eini skógai’-
bletturinn i Hítardalnum vest-
an Hítarár. Krækiberin voru
þarna fullsprottin í hverri þúíu
og í brekkunni voru líka full-
þroskuð bláber. Ég fékk mér
þvi nokkrar „lúkur“ af berj-
urn, lagðist síðan út af og
sofnaði vært.
II
Harmleikur
í hraunhvammi
Ég svaf vist lengur en ég ætl-
aði. Svefnííminn hafði verið
dálítið óreglulegur undanfarn-
ar tvær nætur, og lxvíldarstað-
urinr. þarna í brekkunni vest-
an undir Valfelli var yndisleg-
ur. Klukkan var farin að
ganga sjö þegar ég vaknaði.
Ég fékk mér ennþá tvær eða
þi’jár berja-„lúkur“ og labbaði
svo af stað niður með ánni.
Lítill klettasnagi náði þar al-
veg niðui’ að ánni. Ég fór
því upp á melkastið fyrir of-
an hann og gekk ..eítir því.
Ég' var kominn. niður undir
Beinbrotsá. Hún rennur á sand-
eyrum í Hítará að vestanverðu,
litil og meinleysisleg, . en
nokkru ofar er hún í stórgrýtt-
um gljúfrum og af þeim hluta
hennar muri nafnið dregið. Það
var orðið það framorðið að ég
ætlaði ekki að „renna‘‘ meira,
því ég vissi að félagar mínir
myndu vera komnir niður að
Hítardal og biðu þar eftir
mér. Hinumegin órinnar var
hraunið grátt og úfið og ætlaði
ég að fara niður fyrir það og
þar yfir ána og austur að
Hítardal fyrir norðan Hró-
björgin. Er ég gekk niður mel-
inn sá ég eina hvíta kind hinu-
megin áx’innar. Ég veitti því
fyrst litla eftii’tekt, því það
var ósköp eðlileg og venjuleg
sjón á þessu ferðalági, en allt
í einu stoppaði ég þó og starði
á bennan hraunhvamm sem
kindin var í. Hversvegna va»
ltann svona mórauður? Ég starði
án afláts á kindina og þennan
hraunhvamm sem hún var í.
Gegnum huga minn flaug sem
leiftur af þeim hræðilega
harmleik sem hér hafði farið
fram, mitt í öllum dásamleik
sumarbliðunnar og staðárins.
Hraunbergið myndaði liálfhring
um hvamminn. Það var nær
allsstaðar þverlxnýpt, en þó
stallar á því að sunnanverður.
Við ána voru þverhnýpt hraun
björgin á báða vegu og vestan
við hvamminn rann áin stór-
grýtt og sti’öng með háum
bökkum. Norðan megin var
dálítill skúti undir hraunbergið
og þar lá dauð kind. Hvíta
kindin sem stóð þarna í ráða-
leysi í miðjum hinum mórauða
hvammi var lamb, en móðir
þess var auðvitað hina dauða
kind undir skútanum. Hvamm-
urinn var mórauður vegna þess
að þar var allur gróður upp
étinn, jafnvel mosinn og aðeins
flag eftir.
Ég óð þegar yfir ána. Hún er
þar stórgrýtt og ströng, en
ekki dýpri en í hné. Mér datt
í hug að varla hefði það fé
sem ég þekkti í fyrri daga,
vílað fyrir sér> að fara þar
yfir ána, frekar en drppast úr
hungri, horfandi, á hina
indælu grasbrekku hinu meg-
in árinnar. En Vestfjarðaféð er
víst óvant straumvötnum og
hrætt við að leggja út í þau.
Ég gekk fyrst að dáuðu kind-
inni, það var hvít, kollótt ær,
nýlega rúin að sjá og dauð
fyrir alllöngu. Markið á eyr-
unum var stýft hægra, sneitt
aftan og gagnbitað vinstra.
Krummi haíði auðsjáanlega
heimsótt hana eftir dauðann
og smakkað á innvolsi henn-
ar og augum. Hún lá undir litl-
um skúta við norðurenda þessa
litla hraunhvamms. Þar hefur
hún að síðustu lagzt til hvíldar
og ekki getað staðið upp aftur
vegna hors og hungurs.
Ég sneri mér svo að lambinu.
Það var hvít gimbur, með sama
marki. og ærin og litlum kyrk-
ingslegum hornum. Ég gekk í
átt til lambsins. Það ætl'aði að
hlaupa undan mér, en fæturn-
ir voru lélegir og óvanir slík-
um hreyfingum, það datt um
sjálft sig’. Ég stóð þögull og
kyrr og horfði á það brölta
aftur á fætur. Það rölti svo af
stað og staðnæmdist hjá ær-
hræinu. Enn virtist það þó
hafa þá hugsun að þar værl
helzt verndar að leita fyrir
þessum ókunna gesti. Ég gekk
til þess og tók það, án þess
að það gerði nokkra verulega
tilraun til undankomu. Ég bar
það yfir ána. Það var létt,
holdlaust og strengt. Ég setti
það niður á eyrinni vestan við
óna, og reyndi til að láta það
drekka úr ánni. Það vildi ekki
drekka. Ég tók það því upp
aftur og bar það upp í gras-
brekkuna og setti það þar nið-
ur. Það fór strax að bíta hið
græna gras. Ég settist niður
við hlið þess og hoi’fði á það.
Nú vissi það sýnilega ekkert af
mér. Nú virtist það ekki vita
af öðru en grasinu sem það
beit með mikilli áfergju alveg
við hliðina á mér. Því var al-
veg sama hvort það var víðir,
bláberjalyng eða venjulegt
gras, það bara stóð kyrrt og
beit og beit. — —
Ég leit yfir ána á hinn mó-
rauða hvamm, luktan hraun-
bjargi á alla vegu, nema þar
sem áin rann. Einhverntíma í
vor hefur hann verið grösugur
og girnilegur, svo að æriri
sem nú lá dauð undir hamra-
veggnum hefur hoppað niður í
hann, stall af stalli til að gæða
sér á gróðri hans. Og litla
gimba, dóttir hennar hefur
komið á eftir henni. Fyrstu
dægrin hafa verið dásamleg
fyrir þær í þessum litla grös-
uga og skjólgóða hvamrni, en
smátt og smátt hefur gróður-
inn minnkað. Hægt og hægt
hefur sigið á ógæfuhlið. Hægt
og hægt hefur krafturinn dvín-
að til að ráðast til uppgöngu
og kjarkurinn minnkað til að
leggja út í ána. Litla gimba
hefur haft það betra, þó að
gróðurinn í hvamminum eydd-
ist. Hún hafði þær ódáinsveigar
’njá móður sinni sem öllu öðru
voru betri, og þó að þær
minnkuðu með clegi hverjum
var bara fastar og faslar af
þeim teigað. Hægt og hægt
hefur lambið þannig sogið lí-fi
móður sinnar bar til hún lagð-
ist til hinztu hvildar undir
skútanum. Þá fyrst hefur hinn
verulegi þrautatími lambsins
byrjað. Harmsögu þessa mó-
rauða hraunhvamms getur víst
enginn skráð nú. Þorgils Gjall-
andi og Þorsteinn Erlingsson
eru ekki lengur til. —
Ég gekk greitt, það sem eft-
ir var leiðarinnar niður að
Hítardal. Mér varð hugsað til
níræða öldungsins sem ég heim-
sótti í fyi’rasumar, Jóns Eyj-
ólíssonar á Kletti í Reykholts-
dal. Hann var fjallkóngur á
Arnarvatnsheiði í fulla hálfa
öld og hafði frá mörgu að
segja. En nú fyrst skildi ég á-
huga óg tilfinningar þessa
dýralæknis og dýravinar er
hann var að segja mér frá
gjám og sprungum í Hallmund-
arhrauni bar sem sauðfé hefði
soltið til bana, og þungann í
áherzlu lians á því að þetta
yrði lagfært eftir því sem
kostur væi’i á. Ég hafði aldrei
áður komizt í snertingu við
slíka atburði. Samtalið við öld-
unginn veldur því m. a. að mér
finnst rík ástæða til að segja
fi’á þessu opinberlega, því víða
mun pottur brotinn í þessu
efni í hraunum landsins.
Mér er nokkur forvitni á að
vita hvort litla gimba, sem ég
bar yfir ána, í afi’éttarland
Kolhreppinga lifir til rétta, eða
hvort hún heíur þolað þessa
bi’eytingu á lífsviðurværi. Hitt
er þó aðalatriðið, að slíkir
hraunhvammar sem þessi séu
gerðir hættulausir.
Frk Hítarvatni, Tröllakirkja t.h. og
Foxufell t.v. í baksýn.