Þjóðviljinn - 11.09.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 11.09.1954, Side 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 11. september 1954 Útfíefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- jnundur Vigfússon, lvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ó’.afsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla. aug'ýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskrifíarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasö’.uverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Samtök sjómannafélaganna sem standa aö uppsögn kjarasamninga á togurunum hafa nú séð sig til þess knúin að boöa togaraeigendum vinnustöðvun á flotan- um frá og með 21. þ. m. hafi nýir samningar um kaup og kjör ekki tekizt fyrir þann tíma milli þeirra og: forsvarsmanna Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna er tekin eftir langvarandi tilraunir af þeirra hálfu til þess að leysa deiluna um togarakjörin án vinnustöðvunar. Samning- ar togarasjómanna gengu úr gildi 1. júní í sumar, en þá tóku sjómannafélögin þá ákvörðun að leyfa með-' limum sínum að skrá sig áfram á skipin upp á gömlu; kjörin. Var þetta ekki sízt gert með tilliti til þess að þingkjörin nefnd vann þá að rannsókn á hag og rekst- ursmöguleikum togaranna og von var á tillögum frá hennar hendi um ráðstafanir til þess aö tryggja fjár-l hagsgrundvöll útgerðarinnar. Sjómenn væntu þess áreiðanlega í sumar, að rann-1 sókn og ábendingar togaranefndarinnar yrðu teknar alvarlega af ríkisstjórninni, og meö þeim myndi skap- ast grundvöllur til þeirra breytinga á kaupi og kjörum togarasjómanna sem allir viðurkenna að séu óumflýj- anlegar, og rekstri togaraflotans um leiö komið á heil- brigðan og öruggari grundvöll. Reynslan hefur hins vegar orðið nokkuö önnur. Ríkisstjórnin hefur látið við það eitt sitja að leggja á sinn nafntogaöa bílaskatt og gefa fyrirheit um 2000 kr. dagstyrk á hvern togara fram að næstu áramótum.. Aftur á móti hefur ríkis- stjórnin hunzað með öllu tillögur nefndarinnar um skerðingu hins óhóflega milliliðagróða, sem hvílir eins og farg á togaraútgerðinni og gera aðrar þær ráðstaf- anir sem nefndin taldi óhjákvæmilegar til viðreisnar togurunum. Kom þá einu sinni enn í ljós hverjum ríkis- stjórnin þjónar ,að þaö eru ekki framleiðendurnir í landinu heldur milliliðirnir og gróðaklíkurnar. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar gat vitanlega ekki orðið til þess að togarasjómenn og samtök þeirra gleymdu þeirri skyldu sinni að berjast fyrir hærra kaupi og bættum kjörum á togaraflotanum. Stórfelld- ar kjarabætur togarasjómönnum til handa er nú höf- uðforsenda þess að togarafloti landsmanna vefði rek- inn með viðunandi árangri. Þetta er nú viðurkennt af öllum, jafnvel togaraeigendum sjálfum og nefndin fór ekki dult með þá skoöun í greinargerð sinni til ríkisstjórn arinnar. Það hlýtur því að vekja nokkra furðu hve hægt togaraeigendur hafa látið sér um að ganga af röskleik og festu eftir þeim aðgerðum af hálfu ríkis- valdsins til stuðnings togaraútgerðinni sem togara- nefndin benti á og togaraeigendur ættu gerzt að vita að nauðsynlegt er að gera til þess aö tryggja rekstur skipanna. En segja má aö þetta sé fyrst og fremst mál togara- eigenda og ríkisstjórnarinnar. Verða eigendur skipanna vitanlega að gera þaö upp við sjálfa sig hvort þeir láta ríkisstjórninni haldast uppi að svíkjast um allar raun- hæfar ráðstafanir. Hitt er verkefni togarasjómanna og samtaka þeirra að knýja fram þær breytingar á kaup- og kjarasamningum á togurunum, sem færa sjómönn- um hærri tekjur og öruggari lífsafkomu. En þaö er um leið forsenda fyrir rekstri togaraflotans, því reynslan hefur sannað að með núverandi kjörum er útgerðin vonlaus, þar eö sjómenn neyöast til að yfirgefa skip- rúm sín og leita sér annarrar og betur borgaörar at- vinnu. Sjómenn hafa nú gefið togaraeigendum ríflegri frest til.að leysa deiluna án verkfalls en venjulegt er og áskilið í lögum. Væntanlga kunna togaraeigendur að meta þessa tilhliðrunarsemi sjómanna og nota tímann til þess að semja við samtök þeirra og afstýra þannig þeirri stöðvun sem yfir vofir að öðrum kosti .Það er áreiðanlega hollast fyrir togaraeigendur að gera sér það ljóst strax, að nú eiga sjómenn leikinn og að mál- staður þeirra nýtur ekki aðeins öflugs stuðnings allrar verkalýðshreyfingarinnar heldur og alls almennings. s< Síðan franska þingið felldi Evrópuherinn hafa for- ystumenn Vesturveldanna ver- ið ósparir á hvatningarorð um að nú ríði á að vinda bráðan Pierre Mendes-France bug að því að finna nýja leið til þess að hervæða Vestur- Þýzkaland. Orðin eru mörg en verkin færri. Þegar á átti að herða gátu ríkisstjórnir land- anna í Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku ekki einu sinni komið sér saman um, hvernig taka ætti upp viðræður um málið. Bretar voru búnir að boða til ráðstefnu í London á þriðjudaginn með þátttöku sjálfra sín, Bandaríkjanna og meginlandsríkjanna sex en þeirri ráðstefnu hefur nú verið aflýst. Uppástunga Bandaríkja- stjórnar um að ráð A-banda- lagsins komi saman í snatri til þess að ráða fram úr vandan- um hefur fengið daufar und- irtektir. Það hefur orðið úr að Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, fari eins og þeytispjald milli höfuðborga Vestur-Evrópu til þess að rekja garnirnar úr stjórnarherrum þar og kynna þeim sjónarmið Breta. Meðan þessu fer fram í Evrópu hefur Eisenhower forseti kallað Þjóð- aröryggisráðið, æðstu menn hermála og utanríkismála, til sumardvalarstaðar síns vestur undir Klettafjöllum til þess að hefja endurskoðun á utanrík- isstefnu Bandaríkjanna. Hikið áem er á stjórnum Vesturveldanna ber því vott, í hvílíkum vanda þær eru staddar. Ekki verður betur séð en yfirlýst sjónarmið þeirra á vesturþýzkri hervæðingu séu ósamrýmanleg. Þegar Chur- chill fór til Washington í sum- ar fékk Eisenhower hann til þess að fallast á að ef Frakk- ar höfnuðu Evrópuhernum skyldu gerðir samningar um fullveldi Vestur-Þýzkalands látnir gapga í gildi og því leyfð hervæðing innan A-bandalags- ins. Þessi fyrirætlun er ekki raunhæf lengur. Vesturþýzka ríkisstjórnin segist ekki sætta sig við ákvæði gildandi full- veldissamninga um sérréttindi Vesturveldanna í Vestur-Þýzka landi. Einnig krefst Adenauer fulls jafnréttis fyrir Vestur- Þýzkaland á við önnur A- bandalagsríki. Franska stjórn- in tekur hinsvegar ekki í mál að leyfa Vestur-Þýzkalandi inngöngu í A-bandalagið. Mendes-France forsætisráð- herra segir sem er, að það yrði fellt í franska þinginu með enn meiri atkvæðamun en Evrópuherinn. Tillaga Mendés er sú að myndað verði lauslegt bandalag Evrópuhersríkjanna, sem áttu að verða, að viðbættu Bretlandi. Innan þess verði hervæðing [Vestur-Þýzkalands háð svipuðum takmörkunum og settar voru í Evrópuhers- samningnum. Þessa lausn sætt- ir Adenauer sig alls ekki við og brezka stjórnin neitar enn sem fyrr að takast á hendur á meginlandi Vestur-Evrópu skuldbindingar, sem yrðu meira bindandi en þær sem hún á að gegna gagnvart sam- veldislöndunum. Bandarikja- stjórn hefur engar ákveðnar tillögur borið fram enn, enda á hún ekki gott með það eftir að hafa hamrað á því í tvö ár að einskis annars kosts sé völ en að stofna Evrópuherinn. Erleiid tíðindi ____________________________y Eindreginn stuðningur við af- stöðu Adenauers hefur þó skinið út úr öllum yfirlýsing- um bandarískra ráðamanna. C’ r þessari flækju verður ekki greitt nema með því móti að einhver ríkisstjórn- anna fjögurra skipti um stefnu, eða ný stjórn með nýja stefnu taki við völdum í einhverju ríkjanna. Ýmislegt bendir til að Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Adenauer, forsætis- og utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, séu farnir að vinna markvisst að því að koma á stefnubreytingu í Frakklandi á þann hátt að bola Mendés-France frá völdum í von um að við taki ríkisstjórn, þar sem fylgismenn Evrópu- hersins sáluga hafi sterk ítök. Þegar Alexandcr Wiley, for- maður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, var á ferðalagi í Bonn fyrir viku, lofsöng hann „raun- sæi“ Þjóðverja í hervæðing- armálunum og hrósaði Aden- auer fyrir „stálvilja" hans. Hins vegar fordæmdi hann frönsku stjórnina fyrir að hafa bruggað Evrópuhernum bana- ráð gegn vilja frönsku þjóðar- innar. Næsta dag kvað við sama tón í viðtali, sem Aden- auer átti við brezka blaðið Times. „Því má ekki gleyma, að Mehdés-France styðst ekki við neinn meirihluta“, sagði vesturþýzki forsætisráðherr- ann. Þá endurtók einnig Wiley að Evrópuberinn væri alls ekki úr sögunni, franska þingið hefði fótumtroðið þjóðarvilj- ann með því að hafna honum. 17''réttaritari bandaríska stór- blaðsins New York Times - í Bonn, M. S. Handler, segir um þessar samræmdu aðgerðir Wileys og Adenauers gegn frönsku ríkisstjórninni: „Árás Wileys á núverandi stjórn Frakklands styrkti þá skoðun ýmissa vestrænna aðila, að stjórnirnar í Washington og. Bonn séu með ráðabrugg um að einangra ríkisstjórn Mendés- France og kollvarpa henni ef mögul?gt er með því að vekja upp vofu þýzks-bandarísks- bandalags sem myndi einangra Frakkland. Sumir vestrænir embættismenn ganga svo langt að þeir staðhæfa að um sé að ræða skipulagða viðleitni til þess að knýja Mendés-France- til að láta undan í hermálum Vestur-Evrópu eða hrinda hon-- um frá völdum ella.“ (N.Y.T. 3. sept.). „Ýmislegt bendir til að; markmiðið sé að koma núver- andi ríkisstjórn í Frakklandi í þá aðstöðu að hún neyðist til að segja af sér eða verði felld nema fyrirætlunin um Evrópuher verði tekin upp á ný..“ (N.Y.T. 4. sept.). „Hér virðist mönnum að Adenauer forsætisráðherra sé að leitast við að leggja sinn skerf til að einangra stjórn Mendés- France og fella hana ef þörf gerist ...... Menn gizka á að í Bonn og öðrum höfuðborg- um sé stefnt að því að snið- ganga franska forsætisráðherr- ann og vinna að því að steypa honum af stóli“. (N.Y.T. 5.. sept.). < % Konrad Adenauer fflortryggni stjórna Vestur- Þýzkalands og Bandaríkj- anna í garð Mendés-France sprettur af því, að þær gruna hann um að vera í hjarta sínu andvígur þýzkri hervæðingu og stefna eftir krókaleiðum að samkomulagi við sovétstjórn- ina um sameinað, afvopnað Þýzkaland. Strax þegar Bruss- elráðstefnan um tillögur Men- dés-France um breytingar á Framhald á 8. síðu. /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.