Þjóðviljinn - 11.09.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 11.09.1954, Page 10
„a 10 - ÞJÓÐVIIJINN — Laugardagur 11. september --- r INNÁN VIÐ MURVEGGINN EFTIR A, J. CRONIN •“*! I i xnnii ' 98. í ■ „Ræðan öll var þrungin ísmeygilegum aðdróttun- • ' 1 um í þeim tilgangi einum að hafa áhrif á kviödóm- ! endur og fá uppkveðinn sektarclóm.. „Herrar mínir, þegar mannslíf er í veði, er þá ekki tluni til kominn að segja skilið við mælsku af þessu 1 tagi, sem hefur ekki áhrif á heila kviðdómenda, heldur tiiíinningai' þeirra, sýnir staðreyndirnar ekki 1 skæru, rólegu ljósi rökvísinnar, heldur leikur á strengi hryll- ings, reiði, viðbjóðs og hefndarlöngunar. Mælska sem fæ'r ’auk þesS stuðning af leikaraskap, fær sækjanda í hendiii' hræðilegt vopn, sem hann getur beitt á hinn óhugnanlegasta hátt, og gerir dómsal réttlætisins að sviði fyrir ómerkilega leiksýningu. Það er álit mitt að ræðan sem haldin var gegn Rees Mathry og flutningur ' hennar, sýni ljóslega hve illa er komið fyrir glæpamála- kerfi okkar, og ég treysti því að rétturinn sé á sama máli“. Þegar Grahame þagnaði andartak leit Páll sem snöggvast á Sprott. Blómlegt andlit hans var orðið ná- fölt og hann beit vörunum fast saman. Um hvaö var hann að hugsa? Um þessa skelfilegu auðmýkingu? Um frægð og frama sem fór út um þúfur . . . um pólitíska valdadrauma sem orðnir voru að engu? „Ennfremur er það álit mitt“, hélt Grahame áfram, „að dómarinn við réttarhöldin hafi misbeitt valdi sínu og sniðgengið lögin þegar hann hvatti kviðdómendur — yfirlit hans var ónákvæml;, rangsniuð og villandi. Hann fór að dæmi sækjandans, talaði á niðrandi hátt 1 um skapgerð fangans og lét, hjá líða að benda kvið-s- dómendum á þær imsfellur sem á handtöku og máls- meðferð vöru. Hvað lögregluna snertir, sem sjálfsagt ! breytti !í góðri trú, þá er það engu að síður staðreynd aö hún lét laga til lýsinguna á flóttamanninum. Og það er augljóst að órækar sannanir, sem voru fangan- um í hag, voru af ásettu ráði bældar niður meö hin- um uggvænlegustú afleiðingum fyrir hann“. Grahame rétti allt í einu fram hægri hendina 1 átt- ina að dómurunum. „Herrar mínir, Mathry framdi ekki morðið. Af rann- sóknum okkar og athugunum á réttarhöldunum er þaö augljóst, að hann er saklaus, fórnardýr hræðilegr- ar, skelfilegrar mistúlkunar laganna. Vitnið Burt hefur dæmt sig sjálf sem meinsærismaður, og gegnum lyga- j þvætting hennar má lesa skýrt og greinilega hver erj hinn raunverulegi glæpamaður. Herrar mínir ég er ekki fulltrúi lögreglunnar og það er ekki hlutverk mitt að draga hinn seka fyrir þennan dómstól, en ég hef aflað mér nægra fullgildra sannana til þess að nefna þann mann. Látið rétta aðila hafa upp á þeim manni og þáúnún allur vafi úr sögunni. Herrar mínir, við allar hinar helgu hugsjónir réttlætisins, sár- bæni ég ykkur að bæta fyrir þetta" hræðilega ranglæti, viðurkenna yfirsjón krúnunnar og kunngera fyrir al- heimi sakleysi Rees Mathry.“ Það var dauöaþögn þegar Grahame settist niður, en svo kváöu viö dynjandi fagnaðarlæti. Þau tóku ekki enda fyrr en hótað var að ryðja salinn. Það voru tár 1 augum Páls, lokaorð Grahames komu honum í ákafa geðshi'æringu. Hann leit af unga, prúða lögfræðingnum og á föður sinn, sem sat þarna ringlaður, eins og hann gæti ekki skilið að sama fólkið og hafði úthrópað hann fyrir fimmtán árum, hyllti hann nú og samfagnaði hon- um. Þegar regla var loks komin á hafði saksóknarinn lokið löngum samræðum við starfsbræður sína og reis nú á fætur fyrir hönd krúnunnar. Þótt svipur hans væri virðulegur og rólegur var þp augljóst, aö hann var ekki hrifinn af hlutverki sínu, en hann var þó staðráð- inn að gegna þvf eins vel og kostur var á. Hann talaði i tæpa klukkustund meö hófsemi og yfirlætisleysi. Gagnstætt löngu og áhrifamiklu ávarpi Gi’ahames, var ávarp hans áhugalaust, ef til vill af ásettu ráði. Þegar hann settist, frestáði Frame dómari réttinum til næsta dags. Klukkan var hálfþrjú daginn eftir, þegar réttur var settur að nýju. Þá kvaddi Frame dómari sér hljóðs, virðulegur og óaðgengilegur, og kom með eftirfarandi yfii’lýsingu. Meðan hann talaði barðist hjartað ofsa- lega í brjósti Páls. Hann horfði á fööur sinn sem hlust- aði í kveljandi ofvæni. „Innanríkisráðherrann“, mælti dómai’inn, „hefur fengið þær upplýsingar að fyrir rétt þennan hafi veriö lagöar sannanir, sem fullvissa réttinn um að sektar- dómurinn fái ekki staðizt.* ''l Þáð vár löng iþögn og Páih' háði varla ándanum- á meöán. . ^ ’ ;,Oss hefur því .verið fáiið áð tílkýhriá, að Innanríkis-; ráðherrann muni samstundis leggja fyrir hans hátign beiðni um uppgjöf saka.“ Fagnaðarlæti .... höfuðföt þeyttust í loft upp .... hi’óp og gleðisköll. Dunn og McEvoy brosandi, tóku í hendurnar hvor á öðrum, á Nigel Gi’ahame, Páli. Fólk ruddist að Páli til að klappa á herðar honum. Og þarna var Prusty gamli kominn og faðmaði hann að sér and- stuttur og sogandi, Ella Fleming og móðir hans stóðu hvor hjá annarri ,ringlaðar og ennþá skömm- ustulegar. Presturinn stóð með lokuð augu eins og hann væri að biðja. Andlitið á Dale var steim’unnara en nokkru sinni fyrr, Sprott reyndi að troðast í áttina til dyra, lamaður af áfallinu. Úti í salniun brá fyrir veif- andi mannveru .... gat það verið Mark Boulia? Svo sneri hann sér við og fór þangað sem hann sat í allri ringulreiðinni, niðurlútur eins og hann skildi ekki það sem fram fór, — faðir hans, þessi niðui’brotni maður, sem yrði ekki framar kallaður morðingi. Nítjándi kafli Páll var kominn á Windsorgistihúsið aftur klukkan fjögur. Þeir höfðu sigraö .... lagabókstafirnir, form- festa dómaranna, kuldaleg nákvæmni réttarhaldanna gátu ekki dregið úr gleðinni yfir lokasigrinum. En taugar hans voru enn í uppnámi, allt virtist enn kyn- lega óraunverulegt, framtíðin var óljós og óráðin. Þegar hann kom eftir ganginum fyrir framan íbúð þeiri’a, sá hann hvar farangur Ellu stóð tilúinn og merktur og gegnum hálfopnar dyr sá hann móður sína önnum kafna við að láta niður dót sitt. Þetta bjó NofiS hárautf naglaíakk en ekki á neglurnar Hefur vkkur nokkurn tíma dottið í hug, hvað liægt er að nota liárautt naglalakk til margs ? Það er ágætt ef maður vill skrifa nöfn á glerkrukkur og glerskúffur í eldhusi. Ef mað- ur skrifar með naglalakki ut- aná krukkurnar: hveiti, sykur og salt getur það litið ljóm- andi skemmtilega út og um leið er það hentugt. Þeir sem handlagnir eru geta gert skreytingar á hvítar eld- hús- og baðherbergisflísar með rauíu naglalakki og ef það mistekst er auðvelt að fjar- lægja það með acetone. — Ef rnaður fer með lyf í ferða- lagið og setur töflur og pillur í önnur g^ös en þær eru keypt,- ar í getur einnig verið ágætt að skrifa á glösin hvað í þeim er. Þá er engin hætta á mis- tökum. Og til hátíðabrigða er einn- ig hægt að nota rauða lakkið. Það er hægt að leggja skemmti- lega á borí, skrifa nöfn- á öll glösin í stað þess að nota borð- kort. Seinna um kvöjdið • þeg- ar drykkir eru bornir fram getur það verið mjög þægilegt að gestirnir hafi hver sitt glas. Það er leiðinlegt fyrir hús- móður að þurfa að standa í uppþvotti þegar gestir eru hjá henni og ef glösin eru merkt ætti hún að geta komizt hjá því. Peysur meB hogahálsmáli I sumar leið var mikið not- að af litlum, léttum peysum með flegnu bogahálsmáli. En flestar eru þær nothæfar allt árið um kring. Svarta peys- OC GAMN^ Lítill vesaldarlegur maður var færður fyrir dómarann ákærður fyrir að hafa bitið konuna sína. Kona hins á- kærða var viðstödd réttar- höldin, , og þegar dómarinn leit á hana virtist honum hún mundi geta rifið í sund- ur símaskrá með höndunum án þess að reyna verulega á kraftana. Dómarinn sneri sér nú að hinum ákærða og spurði: „Sekur eða ekki sekur?“ „Sekur,“ svaraði ákærði. „Fimmtíu punda sekt“, sagðl dómarinn. Þegar sektin hafði verið greidd hafði skrifarinn orð á því við dómarann að sér fyndizt dómurinn nokkuð strangur. „Eg dæmdi hann fvrir grobb- ið,“ svaraði dómarinn. e=±®?=a I Belfast er þessi saga ennþæ sögð af knattspyrnukappleik, sem fram fór eitt sinn þar í borg, en þá kepptu kaþólskir menn gegn mótmælendum. Breti nokkur horfði á leikinn, og þegar, kaþólskir léku vel gaf hann frá sér fagnaðaróp, og þegar mótmælendur skor- uðu fagnaði hann engu minna. íri einn tok eftir þessu, hnippti í þann brezka og sagði: „Hvernig er það kunningi, ert þú alveg trúlaus eða hvað?“ an á myndinni er með stroffi að ofan og það myndar bæði híra og bryddingu í hálsinn. Þetta er tilvalin sumarpeysa, en hún getur líka gengið á veturna þegar mikið stendur til. Ljósa peysan með hvítu bryddiiígunni er ekki eins flegin og er því tilvalin til hversdagsnota þegar heitt er í veðri eða undir golftreyju á veturna. Báðar peysurnar eru úr Jardin des Modes. Saml©r6a gegnam lífið William Edward Long og William Henry Long eru tví- burar. Þeir fæddust sama dag- inn, fermdust sama daginn, kvæntust sama daginn og nú hafa þeir skilið við konurnar sama daginri. Þeir eru nú 33 ára. Naglalakk fer illa með negl- urnar ef maður ber ekki á þær fitu öðru hverju. En nú er far- ið að framleiða naglalakk sem inniheldur olíu. En það er íeng- ur að þorna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.