Þjóðviljinn - 12.10.1954, Blaðsíða 8
g) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. októbcr 1954 -
Hin fagra lifkvihmýnd:
„Eg sá dýrð hans4
mun verða sýnd í Stjörnubíó sunnudaginn 17. október
klukkan 14.30.
DAGSKKÁ:
1. Almennur söngur:— Ró-
bert Abraham Ottósson
aðstoðar
2. Einsöngur —• Guðmund-
ur Jónsson óperusöngv-
ari, Fritz Weisshappel
leikur undir.
3. Erindi — Séra L Mur-
d.och frá Skotlandi —
Túlkað verður á íslenzku
4. Sýning litkvikmyndar-
innar.
Aðgöngumiðar afhentir ókeypis í Stjörnubíó og Rit-
< fangaverzlun ísafoldar, Bankastræti 8.
Enginn aðgangur fyrir börn nema í fylgd með fullorðnum
Flugfélags Islarids -h.f.
veröur haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík,
föstudaginn 12. nóv. 1954 kl. 2 e.h.
DáGSKSUl: •
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aögöngu- og atkvæSámiðar fyrir fundinn verða
afhentit; 1 skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dag-
ana 10. og 11. nóvember.
Stjórnln
í Reykjavík - Laugaveg
166
Kennsla hefst í barna-
deildum föstudaginn 15.
þ.m. Kennari frk. Val-.
gerður Árnadóttir.
Börn mæti í skólanum
til skrásetningar sem
hér segir:
6-8 ára miðvikudag
13. þ.m kl. 6-8 e.h.
9-12 ára fimmtudag
14. þ.m. kl. 6-8 e.h.
Hafið með stundatöflu frá barnaskóla og skóla-
gjaldið kr. 100,00.
til blaðburðar við .
Kársnesbraut
Talið við afgrelðsluna, sími 7500
.1
% ÍÞRÓTT!
RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON
Hausimótið:
KR o% Fram skildu jöfn 2-2
Haustmót Reykjavíkurfélag-
anna í knattspyrnu hélt áfram á
sunnudaginn var. Þrátt fyrir
slæmt .veður undanfarið og úr-
komur var völlurinn sæmilega
þurr, og veður sömuleiðis svo að
skilyrði voru því ágæt. Það virt-
ist sem ekki ætlaði að standa á
mörkunum því á fyrstu mínútu
leiksins skoraði Hörður Felixson
fyrir KR. Lá yfirleitt heldur á
Fram án þess þó að KR hefði
leikinn í hendi sér. Átti Fram
nokkur tækifæri sem misnotuð-
ust. Á 25. mín. skoraði Hörður
Felixson aftur fyrir KR, skaut
af löngu færi út við stöng. Hefði
Magnús getað varið ef hann
hefði verið nógu fljótur niður.
Eftir fyrri hálfleik, sem var 30
mín. stóðu leikar 2:0 fyrir KR.
Guðm. Guðmundsáon í Fram
varð að yfirgefa völlinn í lok
hálfleiksins en i hans stað kom
Hermann Guðmundsson.
Það var auðséð á Framörum
er þeir byrjuðu í síðari hálfleik
að þeir ætluðu ekki að gefast
upp heldur herða sóknina. Eftir
7 mín. eru það Framarar sem
skora. Gerði Haukur Bjarnason
markið úr föstu skoti út við
stöng, og nú var það Guðmundur
í marki KR sem var of seinn
niður. Fram heldur sókninni og
leikurinn fer lengst af fram á
vallarhelmingi KR. Það er hend-
ing ef þeir ná áhlaupi sem
kemst inn á vítateig Fram. Þó
tekst Fram ekki að skora hjá
KR en markið virtist „liggja í
loftinu". Það dróst þó þar til 3
fnín. voru eftir af leik, þá skor-
aði Dagbjartur með góðu skoti
frá hægri. 2:2 urðu því úrslit
þessa leiks. Með tilliti til sókn-
ar Fram í síðari hálfleik má
segja að þeir hafi verið nær sigr-
inum. Knattspyrnulega var leik-
ur þessi ekki areitt sérstakt,
snotrum samleik brá rétt fyrir
og þá fremur hjá Fram.
í bæði liðin vantaði menn sem
fastir eru. Þannig voru þeir Ólaf-
ur Hannesson og Gunnar Guð-
mannsson ekki með KR og Ósk-
ar Sigurbergsson og Karl Berg-
mann voru ekki með Fram. Bæði
liðin báru með sér að þjálfun-
in er að fjara út og sérstaklega
vantaði „gnistin“ í KR.
Haukur Bjarnason lék nú með
aftur eftir langa hvíld (brákað-
ist á hendi í júní og var lengi
í gipsi). Var hann nú miðfram-
herji og gerði því góð skil.
Guðmundur Jónsson átti sinn
bezta leik á sumrinu, en var ó-
heppinn með skotin. Dagbjartur
gerði sumt vel en annað illa.
Furðúlegt að sjá hann hvað eftir
annað stöðva áhlaup vegna ein-
leikshneigðar í ótíma. Aftur á
móti spannst hraður samleikur
kringum hann ef hann vildi það
við hafa. Halldór Lúðvíks er
drjúgur sém sést bezt á því hve
vel hann hélt ’frTftum fríska og
ötula Þorbirni niðri.
í liði KR var Hörður Felixson
starfsamasti maðuxinn. Hreiðar
Ársælsson stendur líka alltaf
fyrir sínu og svolítið meira.
Annars voru KR-ingar ekki eins
frískir og maður liefur átt að
venjast þeim í sumar.
Dómari var Magnús Pétursson.
Yalur vann Víking 2:0
Síðári leikurinn á sunnudag-
inn var milli Víkings og Vals og
sigraði sá síðarnefndi með 2:0
og segir það enganveginn til unx
gang leiksins og tækifæri. Vals-
menn höfðu mikla yfirburði og
var það að fara illa með tæki-
færi að skora aðeins tvisvar í
leiknum. Virtist manni að héx
munaði meiru hvað Víkingsliðið
var veikt, en yfirburðir Vals í
listum knattspyrnunnar. Þó átti
Valur af og til góðar tilraunir
sem flestar runnu út í sandinn
upp við markið. Bæði mörkin í
leiknum gerði Gunnar Gunnars-
son í byrjun hvors hálfleiks.
Hann var líka bezti maður Vals
og vallarins, minnst einum
„klassa“ fyrir ofan aðra þá sem
þarna kepptu. Hann var líka sá
eini sem virtist vera í þjálfun
og hafa þá hreyfingu sem knatt-
spyrnumaður þarf að hafa.
Hörður Felixson var ágætur
þegar hann hafði knöttinn en
hann skorti baráttu og vilja
þegar til þess átti að koma —
það var eins og hann gæfist upp.
Hvorki Sveinn Helgason né
Halldór Halldórsson voru með
í liði Vals. Sigurður Ólafsson
var miðframvörður og stóð
hvergi upp á hann. Bjarni
Guðnason lék nú með Víking
eftir nokkra fjarveru. Er hann
ekkí í sinni beztu þjálfun. Sama
er að segja um Reyni, hann
hefur aldrei í sumar náð því
bezta sem hann átti í fyrra t. d.
Víkingsliðið var ósamstætt og
gat eiginlega aldrei sameinazt
um skipulegt áhlaup á mark
Vals. Auk Bjai-na og Reynis var
Helgi Eysteins bezti maður Vík-
ing's, og Ólafur Eiríks í mark-
inu varði það sem varið varð.
Dómari var Jörundur Þor-
steinsson. Áhorfendur voru mjög
fáir þrátt fyrir það að tveir leik-
ir voru í boði.
í stuttu máli
Danir og Svíar háðu þrjá
landsleiki í knattspyrnu s. 1.
sunnudag. Unnu Svíar alla leik-
ina: A-lið 5-2, B-lið 2-1, unglinga-
lið 3-1.
9
Á sunnudaginn sigruðu Ung-
vei-jar Svisslendinga í landsleik
í knattspyrnu með 3 mörkum
gegn engu. Leikurinn fór fram
í Búdapest.
9
1 landskeppni V-Þýzkalands
og Japans, sem háð var í Tokíó
um síðustu helgi, setti Þjóðverj-
inn Fleinrich nýtt þýzkt met í
spjótkasti, kastaði 77.12 metra
Úrsiit landskeppninnar urðu
þau að Þjóðverjar sigruðu me5
miklum yfirburðum.
Framhald af 7. síðu.
kaldrifjaður peningamaður.
Inga Þórðardóttir leikur Isu
snoturlega, en notar ekki til
fulls þau tækifæri sem í hlut-
verkinu eru falin; Isa á að
vera andstæða Lóu vinkonu
sinnar, hún hefur selt sig með
liagnaði og unir því sem orð-
ið er, hún á að vera „ameri-
can“ út í fingurgómana og
snöggtum öruggari og á-
kveðnari heimskona en Inga
sýnir hana. Aflraunamann-
inn Samson hinn sauð-
heimska leikur Valdimar
Helgason skýrt og trúlega;
Emilía Jónasdóttir er svið-
gæzla og Jón Aðils prýðis-
góður náttvörður í flugvallar-
hóteli. Þá eru blaðamenn og
dansmeyjar, en alls eru auka-
hlutverkin seytján talsins.
Leiktjöldin hefur Lárus
Ingólfsson gert og teiknað á-
gæta búninga daiisrheyjanná
Tjöldin í fjölleikahúsinu og
flugvallarhótelínu eru að vísu
ekki máluð af sérstakri natni
en falla mjög vel að efni
leiksins, litirnir sterkir og
íburðarmiklir sem vera ber
og æpa hver & annan. Ibúð
Lóu í fyrsta þætti get ég
ekki fellt mig við í öllu, hún
er of opin, ekki nógu intím
ef svo mætti að orði komast,
og því líkast sem blandað sé
saman tveimur óskyldum stil-
tegundum.
Mikinn og góðan þátt á
Jón Nordal tónskáld í sýn-
ingunni, en liann hefur samið
tónlistina er gengur sem
rauður þráður um allan leik-
inn. Um verk háns í heild
dirfist ég ekki að dæma, en
vöggulagið hans er hugljúft
og fallegt og fellur' að anda
og efni ljóðsins sem bezt má
veroa.
Frá góðurn viðtökum frum-
sýningargesta hefur Þjóðvilj-
inn áður skýrt. Sýningin er
eftirminnilegur og merkur
viðburður og ,,Silfurtúnglið“
mikill og góður fengur leik-
rænum bókmenntum á landi
hér. Ég vil að lokum óska
því góðrar ferðar út um
heiminn.
Á. Hj.