Þjóðviljinn - 26.10.1954, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1954, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. október 1954 Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaði Þjóðviljans hefur blaðinu borizt svar frá forstjóra ríkisspítalanna við grein Margrétar Auð- unsdóttur „Samningsbrotin og Sóknarstjórnin“ sem birt- ist hér í blaðinu s. 1. fimmtu- dag. Fer svar forstjórans hér á eftir ásamt andsvari frá » Margréti, sem Þjóðviljinn taldi sjálfsagt að gefa kost á að gera sínar athugasemdir við skrif forstjórans: 22. október, 1954. Hr. ritstjóri. í Þjóðviljanum, fimmtudag- inn 21. október, er grein með fyrirsögninni „Samningsbrotin og Sóknarstjórnin“ eftir Mar- gréti Auðunsdóttur, matreiðslu- konu i Landspítalanum. í grein þessari er birt bréf, sem starfs- stúlka, er var í Kleppsspítal- anum, hefur sent stjórn starfs- stúlknafélagsins 20. júlí s. 1. I toréfi þessu er látið í veðri vaka, að við afgreiðslu launa til starfsstúlkna í Kleppsspítalan- um, hafi margar stúlkur verið iótnar greiða meira fyrir fæði en heimilt hafi verið að inn- heimta samkvæmt samningi, sem gerður var við félag starfsstúlkna í desember 1953. Vegna þessara ummæla leyfi ég mér að mælast til, að þér jbr. ritstjóri, birtið eftirfarandi athugasemdir í blaði yðar. í desembersamningnum er gert ráð fyrir tvennskonar fyr- irkomulagi á sölu fæðis til starfsstúlkna í Kleppsspítalan- um. í fyrsta lagi, að starfs- stúlkur geti fengið fullt fæði alla daga mánaðarins, með möguleika á frádrætti vegna fjarveru á frídögum, ef hlutað- eigandi neytir ekki meira en einnar máltíðar í spítalanum frídaginn. Fullt fæði er selt á kr. 525.00 á mánuði, frádráttur vegna fjarveru á frídegi nem- ur kr. 17.50 fyrir hvern fjar- verudag. Gert var ráð fyrir, að þetta fæðisfyrirkomulag væri heppilegt fyrir þær stúlk- ur, sem heima ættu í húsnæði spítalans. f öðru lagi, að starfs- stúlkur gætu fengið, fyrir fast verð, það fæði, sem félli á vinnutíma hvers vinnudags yf- ir mánuðinn. Hér er gert ráð fyrir morgunverði, miðdegis- verði og eftirmiðdagskaffi, og tilsvarandi máltíðafjölda fyrir þær, sem vinna á öðrum tímum sólarhringsins. Fæði samkvæmt jþessu fyrirkomulagi hefur verið selt á kr. 289.00 á mánuði, eða sem svarar til 55% verðs af fullu fæði. Fæðissala með þessu sniði átti að henta þeim stúlk- um vel, sem íbúð hefðu fjarri spítalanum. í janúarmánuði s. 1. hringdi til mín fulltrúi hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna, hr. Þor- steinn Pétursson, og kvartaði yfir því, að nokkrar starfsstúlk- ur á Kleppi, sém óskuðu að kaupa það fæði, sem félli á vinnutímann, væru látnar borga eins og þær stúlkur, sem fullt fæði tækju. Til þess að tryggja það betur, að allar þær stúlkur á Kleppi, sem hér ættu hlut að máli, fengju leiðréttingu, ósk- aði ég eftir því við Þorstein, að hann athugaði, hvað stúlk- ■urnar væru margar, og að hann sendi síðan skrifstofu ríkis- spítalanna lista með nöfnum þeirra, því að beiðni þeirra skyldi strax hljóta afgreiðslu. Jafnframt gat ég þess við Þor- Sóknarsamningamir og framkv. þeirra Svar fovstjóra EÍkisspítalaima og aadsva? Margrétar luðimsáéttur stein, að ef skýrslur frá spítal- anum sýndu, að hlutaðeigandi stúlkur hefðu ekki neytt fæðis í spítalanum á frídögum sínum skyldi breytingin gilda frá jan- úarbyrjun (samningarnir voru undirritaðir 4. des.). í lok febrúarmánaðar kom listinn frá skrifstofu Fulltrúaráðsins, með nöfnum fimm stúlkna, sem óskuðu eftir að Iá aðeins þann hluta fæðis, sem félli á vinnu- tímann. Ein af þessum stúlk- um er bréfritarinn í Þjóviljan- um og nefni ég hana hér með stöfunum J. S. Samkvæmt skýrslu frá yfir- hjúkrunarkonu Kleppsspítalans um fæðisfrádrátt sf^arfsstúlkna á frídögum, liefur J. S. sleppt fæði einn frídag í janúar og tvo frídaga í febrúar. Frídagana 12., 13., 19., 27., 31. jan. neytti J. S. þriggja af fjórum máltíð- um hvers frídags, frídagana 1. og 8. febr. neytti J. S. allra mál- tíða. Fæðisuppgjör við J. S. varð því þannig, að við afhend- ingu launa fyrir marzmánuð voru henni reiknaðar kr. 289.00 í fæði fyrir þann mánuð, en samhliða endurgreiddar kr. 52.50 vegna fjarveru í fæði þrjá frídaga í janúar og febrúar. Frádráttur hjá J. S. í marz- mánuði fyrir hlunnindi var alls kr. 346.50. Fæði 289.00, hús- næði 45.00, þvottur 45.00 og vinnuföt 20.00, samtals kr. 399.00 4- fæðisfrádrátturinn vegna frídaganna þriggja kr. 52.50 og því mismunur kr. 346.50. Því til staðfestu, að hér sé farið með rétt mál fylgir við- urkenning þeirrar skrifstofu- stúlku, sem annast allan út- reikning launa starfsfólks í spítölunum, með áskrift vit- undarvotta. r-n~r- Það vottast hér með, að J. S., sem var starfsstúlka í Klepps- spítalanum, greiddi fyrir hlunn- indi í marzmánuði, sem hér'r’ segir: Fyrir fæði kr. 289.00, húsnæði kr. 45.00, þvott kr. 45.00 og vinnufatnað kr. 20.00, samtals kr. 399.00. Samtímis fékk J. S. endurgreiddar kr. 52.50 vegna fjarveru þrjá frí- daga mánuðina janúar og febrúar. Fæðiskostnaður J. S. í Kleppsspítalanum var síðan þar til hún fór í júlílok kr. 289.00 á mánuði. Reykjavík, 22. okt. 1954. Hulda Long. Vitundarvottar: Elísabet Hermannsdóttir. Þórdís Aðalbjörnsdóttir. Margrét Auðunsdóttir mat- reiðslukona í Landspítalanum, ekki starfsstúlka, hefur skrifað nokkrar greinar í Þjóðviljann og sífellt endurtekið tilraunir sínar við að sannfæra lesend- ur blaðsins og starfsstúlkur í ríkisspítölunum um það annars vegar, að spítalarnir væru allt- af að brjóta samningana, sem þeir hefðu gert við starfsstúlk- ur, og hins vegar, að stjórn félags þeirra væri ódugleg og sæti á svikráðum við þær. Stjórnendur ríkisspítalanna hafa litið svo á, að til átaka þessara væri stofnað með það eitt fyrir augum að fá yfirráð yfir félagi stúlknanna og því reynt að leiða deiluna hjá sér í lengstu lög, þó að hún með því sæti undir ómaklegri og ó- sannri ádeilu. En þegar ádeilan er rökstudd með vottorði eins og bréfi J. S. er óhjákvæmilegt að birta hið sanna í málinu. Stjórnendur spítalanna telja það eina af sínum höfuðskyld- um að reyna í hvívetna að hafa góða samvinnu við starfsfólk spítalanna, og að því er varð- ar samninga við það, að gæta þess, að í engu »é hallað á samningslegan rétt þess. Sömu- leiðis hafa stjórnendur spítal- anna ekkert við það að athuga, þó að Margrét Auðunsdóttir matreiðslukona í Landspítal- anum vilji gefa sig að málefn- um. starfsstúlkna, ef hún gerir það af sönnum áhuga fyrir um- bótum á kjörum þeirra og að- búnaði, og beitir í þeirri bar- áttu sæmilega drengilegum vopnum. En að vera ráðin hjá Landspítalanum sem( mat- reiðslukona (aðstoðarráðskona) með um 2.500 króna mánaðar- launum, en gefa sig út fyrir að vera starfsstúlka með um 1.900 króna launum á mánuði, það eru óheilindi, sem varða stjórn- endur Ríkisspítalanna og lík- lega starfsstúlkur í Sókn einnig. Georg Lúðvíksson. ★ Þ. 22. okt. s. 1. sendir Georg Lúðvíksson, forstjóri Ríkis- spítalanna, frá sér bréf til birt- ingar í Þjóðviljanum, sem svar við svargrein er ég skrifaði vegna greinar, er formaður Sóknar birti í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu nýlega. Rit- stjóri Þjóðviljans hefur góð- fúslega sýnt mér bréf þetta og boðið mér ■ að birta svar við því. Mér þykir mikið liggja við hjá þrenningunni. En samt bjóst ég aldrei við að formað- ur Sóknar og Þorsteinn Péturs- son gripu til þess ráðs að fá viðsemjanda sinn Georg Lúð- víksson, forstjóra Ríkisspítal- anna til þess að bera blak af sér í deilumáli því sem staðið hefur yfir að undanförnu á Kleppi og virðist þá fokið í flest skjól. En hver kýs sér vin að vild og er ekki að sakast um það. En ekki finnst mér fyrirtækið heppnast sem bezt, því einmitt þessi kjörni vernd- ari staðfestir einmitt það sem ég hef verið að segja urn að samningar séu rangt túlkaðir gagnvart starfsstúlkum á Kleppi með því að viðurkenna að kær- ur hafi borizt til þrenning- arinnar og fullyrðir að hafa leiðrétt þær. Mér þykir leitt að forstjórinn skuli ekki treysta sér til að skýra málin í bréfi sínu eins og þau liggja fyrir og mun ég því reyna að taka af honum órnakið í þeim efnum. 3. gr. kjarasamnings Starfs- stúlknafélagsins Sókn frá 4. des. 1953, 2. oe 3. mgr. er þann- ig: „Starfsstúikur, sem kaupa fæðishlunnindi, geta kosið um að vera í fullu fæði eða taka þær máltíðir, sem falia á vinnutíma þeirra, og reiknast þá gjald fyrir þann hluta fæðis hlutfallslega miðað við gjald fyrir fullt fæði. Ákvæði þessar- ar málsgreinar breyta þó í engu reglum þeim, sem gilt hafa í Landspítalanum um fæðissölu. Starfsstúlkur, sem kjósa að vera í fullu fæði skulu eiga rétt á frádrætti fyrir þær mál- tíðir, er niður falla á frídögum þeirra, enda sé við það miðað, að minnst þrjár máltíðir af fjórum hvern fæðisdag falli niður“. Þetta val viðurkennir for- Mikið stendur til — Vansmíði á Almannagiá Guði sé lof að hún var ekki gráeygð! NÚ LIGGUR mikið við. Aden- auer er að koma. — Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma? Það dugir ekki til þótt kanslarinn hafi með- ferðis öflugan lífvörð, það verður líka að bjóða út fimmföldum lögreglustyrk meðan kanslarinn stingur hér niður fæti og til frekara ör- yggis að fá til aðstoðar hið víðfræga og margrómaða lið sem slóst við háhymingana hér á dögunum. Þetta ætti nú að vera gott og blessað, svo langt sem það nær. En það em mörg vandamálin og vandamálin eru mörg. Þessi tigni gestur þarf endilega að sjá Þingvelli, hinn sögufræga stað. En á Þingvöllum eru mikil missmíði, einkum og sér í lagi á Almannagjá. Hún er alltof þröng til þess að hættu- laust sé fyrir stórmenni að aka niður hana, alltaf getur komið steinflug úr hinum þverhníptu klettaveggjum, að maður tali nú ekki um alla hina blóðþyrstu kommúnista sem geta leynzt þar með skuggaleg áform í huga. Nei, það er ekki óhætt að aka með kanslarann niður Almanna- gjá. Eina örugga leiðin til að koma honum á Þingvöll er að fljúga honum þangað í helí- kopter. Það er ekki tekið út með sældinni að vera stór- menni. SVO VENDUM við okkar kvæði í kross og birtum bréf um danslagatexta. -— S. J. skrifar: „BRÚNALJÓS ÞÍN brúnu“ segir í þekktum danslaga- stjórinn í bréfi sínu, enda ann- að ekki fært. En hann bætir við: „Gert var ráð fyrir, að þetta fæðisfyrirkomulag (um fullt fæði) væri heppilegt fyrir þær stúlkur, sem heima ættu í hús- næði spítalans“. Mér er spurn, hvar er eitt orð um þetta í samningum og hvar var gert ráð fyrir þessu? Ennfremur segir hann: „Fæð- issala með þessu sniði (máltíð- ir, er falla á vinnutíma) átti að henta þeim stúlkum vel, sem íbúð hefðu fjarri spítalanum". Mér er enn spurn: hvar eru slík ákvæði í samningnum, svo að hann telji sig geta túlkað þá á þennan hátt? Eg sé ekki bet- ur en að samkvæmt fyrrnefnd- um málsgreinum í 3. gr. kjara- samnings Sóknar sé skýrt orð- að að „starfsstúlkur geti kosið“ án nokkurra skilyrða um það hvort þær búa eða búa ekki á spítölunum milli þessara tveggja fyrirkomulagsatríða á sölu fæðis. Þetta er réttur sem stúlkurnar eiga ótvíræðan, og það er brot á samningum, ef það er framkvæmt á annan hátt með skilyrðum eða flokk- un eftir búsetu á spítölunum eða ekki. Það er svo athugun- arefni hvort forstjórinn hefur gefið undirmönnum sínum á Kleppi fyrirmæli um að túlka þessa málsgrein eins og hann túlkar hana í fyrrnefndu bréfi. Sé svo, fer margt að skýrast um „misrétti“ „samningsbrot11 og kærur. Enda hefur eitt slíkt kærubréf verið birt í grein sem ég skrifaði hér í blaðið 21. okt. s. 1. sem forstjórinn kýs að kalla að sé frá J. S. og fer hér á eftir til glöggvunar: „Starfsstúlknafélagið Sókn, Reykjavík. Eg undirrituð, sem hef unnið á Kleppsspítala síðan í sept- ember 1953, leyfi mér hér með að tilkynna stjórn Starfs- stúlknafélagsins Sókn bréflega að ég tel mig eiga inni van- goldinn fæðisliluta hjá Klepps- spítalanum síðan í desember 1953, samkvæmt.3. gr. núgild- Framh. á 11. síðu. texta. Svo er nú það. Að vísu geta menn látið ljós sýnast brún og rauð, gul og græn, en ljósið verður þó alltaf eitt og hið sama. Jafnvel þó að ljósið hafi alla þessa liti og miklu fleiri, þá eru mislit ljós ekki heppileg til að líkja aug- um elskunnar sinnar við og eru þó brún ljós einna ámátt- legust í því efni. En hvað á að gera þegar stúlkan, sem við er átt, hefur brún augu? Kannski á ekkert að gera nema þakka guði fyrir, að hún skyldi ekki vera grá- eygð. Þó að smekkurinn hefði kannski leyft að tala um grá ljós, þá er hætt við að stuðl- arnir í hendingunni hefðu raskazt um of. Guði sé lof fyrir, að stúlkan skyldi ekki vera gráeygð. — Sá, sem skapaði þetta ágæta og skáld- lega orð „brúnaljós" hefur á- reiðanlega ekki ætlazt til, að augnalitur kæmi þar sérstak- lega við sögu. Setningin „Brúnaljós þín brúnu“ er rasbaga sett saman í hugs- unarleysi, enda þótt höfundur hennar hafi margt vel gert. Það er hörmulegt að heyra fólk vera að syngja þetta at- hugasemdalausf. — S. J.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.