Þjóðviljinn - 26.10.1954, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1954, Síða 5
Þriðjudagur 26. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Farið með stríðsglæpamenn sem þjóðhetjur í ríki Adenauers Mkisstjörn og emhœttiskerfi Westur-frýskaiands eru gegnsmogin af imsistum* segir sœnskur prófessor Allt stjórnarkeríi Vestur-Þýzkalands er gegn- smogið aí háttsettum meðlimum úr nazistaílokknum. Þetta er niðurstaða sænska sagníræðingsins Hugo Walentins, prófessors við háskólann í Uppsölum, sem hefur kynnt sér ástandið sjálfur. í erindi í Uppsölum í fyrri viku gerði hann grein fyrir kynnum sínum af því, hvernig nazisminn veður uppi undir stjórn Konrads Adenauers í Vestur-Þýzkalandi. 1 utanríkisráðuneyti Vest- ur-Þýzkalands eru þegar 85 af hundraði af starfsliðinu fyrrverandi meðlimir naz- istaflokksins og hratt miðar í sömu átt í Iögreglustjórn- inni, dómsmálunum og öðr- um greinum embættiskerfis- ins, sagði prófessorinn. Hættan er ótvíræð Það er ekki lengur tímabært að ræða um það, hvort nazism- inn í Vestur-Þýzkalandi sé hættulegur, sagði prófessor Walentin. Hættan er orðin svo áþreifanleg að menn hljóta nú að spyrja sjálfa sig fullir kvíða, hvaða ráð séu tiltæk í barátt- unni gegn henni. í sjálfu ráðuneytt Aden- auers kanslara sitja hvorki meira né minna en átta inenn, • sem á . sínum tíma voru athafnasamir flokks- menn í nazistaflokknum. Innanríkisráðherrann var of- ursti í SS-hermdarverkasveit- unum. Ritari Adenauers sjálfs samdi á velmektardögum þriðja ríkisins skj'ringar um lög naz- ista um ofsóknir gegn gyðing- um. Kins og sigrandi hetjur Nazistahreinsunin hefur al- gerlega farið út um þúfur í Vestur-Þýzkalandi. Hinn naz- istiski andi ríkir enn ómengað- ur meðal stóreignamanna og annarra mektarbokka. Stríðsglæpamönnum sem lialda heim úr fangavist er- lendis er tekið líkt og þeir væru sigri hrósandi hetjur. Bandamenn náða menn með hin hryllilegustu illvirki á samvizkunni hvern af öðrum og þeir koma akandi í nýjum bílum, sem þeir liafa fengið að gjöf, heim að skrauthýs- um, sem aðdáendur og skoð- anabræður liafa einnig gefið þeim. Öllum áróðurstækjum er beitt tíl þess að koma því inn hjá almenningi að glæpa- mennirnir séu hinir frábær- ustu föðurlandsvinir og liafi því orðið fyrir barðinu á of- sóknaræði sigurvegaranna. Að loknu erindi Walentins prófessors voru frjálsar um- ræður og tóku margir til máls. í áheyrendaskaranum bar mikið á þýzkum háskólaborgurum sem dvelja í Svíþjóð. Allir ræðumennirnir úr þeirra íiópi lögðust á sömu sveif og frum- mælandi og kváðu liann sízt hafa gert of lítið úr uppgangi nýnazismans í Vestur-Þýzka- Iandi undir verndarvæng Kon- rads Adenauers. Pólverjar láta Bandaríkjamann . lausan Útvarpið í Varsjá skýrði frá því í gær, að Bandaríkjamaður- inn Herman Field hefði verið látinn laus úr fangelsi, en hann var handtekinn í Varsjá 1949. Hafði hann farið að grennslast um örlög bróður síns Noel og ■ konu hans Herthu, sem horfið höfðu í Austur-Evrópu þá um sumarið. í yfirlýsingu frá pólskum yf- irvöldum segir, að komið hafi í ljós að Field hafi verið borinn röngum sökum og verði þeim refsað sem beri ábyrgð á því at- hæfi. Sekastur sé Josef Swiatlo, áður starfpmaður í pólska örygg- ismálaráðuneytinu, sem hlaupizt hefur í brott frá Pöllandi og dvelur nú í Bandaríkjunum. Swiatlo skýrði frá því nýlega í Washington, að hann hefði hand- tekið Herman Field. Tillaga um slöðv- un hervæðingar Krishna Menon, fulltrúi Ind- lands hjá SÞ, bar í gær fram tillögu um að vígbúnaðarkapp- hlaupið í heiminum verði stöðv- að meðan verið er að semja um afvopnun. Kvað hann myndi erfitt að semja um af- vópnun nema hervæðingin væri stöðvuð fyrst. Stórveldin öll, bæði Sovétríkin og Vesturveld- in, hafa nú í fyrsta skipti sið- an 1946 sameinazt um tillögu um að afvopnunarnefnd SÞ skuli falið að hefja störf á ný. Albert Kessel- ring, einn af ■ marsJcálkum Hitlers og dæmdur stríðs- glœpamaður, er einn af þeim t nazistum, sem nú láta mikið til sín táka í Vestur-Þýzka- landi. Hann var dœmdur til dauða fyrir fjöldamorð á öbreyttum borgurum á Ítalíu en Bret- ar náðuðu P** hann og létu síðan lausan. Kesselring er forseti Stahl- helm, samtaka uppgjafaJier- manna, og einn af ráðu- < nautum ríkisstjórnar Adenauers um Jiervœðingu Vestur- Þýzkalands. Á minni myndinni sést Kesselring heilsa Hitler í Póllandi, en þar eins og siðar í Hollandi stjórn- aði hann gerey&ingarárásum flugJiers nazista á varnar- lausar borgir svo sem Varsjá og Rotterdam. Stærri mynd- in sýnir hann, annan frá vinstri, í forsœti á þingi Stahl- Jhelm í Braunschweig í Vestur-Þýzkalandi í fyrra. Grátandí þingmaður játaði i sjónvarpi að hafa logið um sig hetjudáðum HafSi veriS tiflaður ,,ungur, bandariskur afreksmaSur" og hlofiS lof Eisenhowers Hvernig sem þingkosningarnar í Bandaríkjunum að’ viku liðinni fara að öðru leyti, þykir nokkurnveginn víst að republikanar, stjórnarflokkurinn, tapi öðru fulltrúa- deildarkjördæminu í Klettafjallafylkinu Utah. Þingmaður þessa kjördæmis, Douglas R. Stringfellow, hvarf úr framboði fyrir nokkrum dögum í miðri kosn- ingabaráttunni eftir að uppvíst var oröið að hann hafði gert sjálfan sig að þjóðhetju á fölskum forsendum. Stringfellow játaði grátandi í sjónvarpi og útvarpi frá Salt Lake City, mormónaborginni sem er höfuðstaður Utah, að hann hefði logið frá rótum sögu um hetjudáðir sínar í heimsstyrjöldinni. Þingmaðurinn vann Annað kjördæmið í Utah í kosning- unum 1952 af demókratanum Walter K. Granger, sem hafði setið á þingi fyrir það í tólf ár samfleytt. Granger er enn í framboði í ár. Þóttist liafa rænt þýzkum kjarnorkufræðingi Stringfellow, sem bæklaðist í styrjöldinni, lét það orð breið- ast út að hann hefði gegnt þýðingarmiklu hlutverki I bandarísku víkingasveitunura OSS. I Hvíta húsinu í Was- hington hefði sér verið falið að stjórna 38 manna flokki, sera varpað hefði verið niður í fall- hlífum í Þýzkalandi. Þar hefðu þeir liandsamað þýzka kjarn- orkufræðinginn Otto Hahn og komið honum á vald Banda- manna en víkingarnir hefðu verið handteknir og varpað I fangabúðirnar Belsen. Þaðau kvaðsþ Stringfellow einn liafa. sloppið en aðrir félagar sínic Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.