Þjóðviljinn - 26.10.1954, Qupperneq 8
B) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. október 1954
Þingmaður laug á sig hetjudáðum
Framhald af 5. síðu.
íiefðu verið píndir til bana.
Hlaut fraegð og frama
Hetjuljóminn sem String-
fellow fékk á sig við þessa
Eögu gerði hann víðkunnan.
Ekrifað var um afrek hans í
folöð og tímarit og hann var
eftirsóttur til að halda ræður
á samkomum og segja þar frá
ráni kjarnorkufræðingsins og
þrengingum sínum í Belsen.
Republikanaflokkurinn fékk
þennan fræga mann til að
bjóða sig fram til þings og
enginn vafi er á að það voru
hinar lognu hetjudáðir sem
urðu drýgstar til að tryggja
Jionum sigur í kosningunum.
Sjónva rpsdagskrá
Og skeyti frá Eisenhower
1 Því lengra sem leið þiví ó-
fevífnari varð Stringfellow í
©sannindunum. Hann tók sjálf-
tir þátt i sjónvarpsleikriti um
afrek sín, sem sýnt var í janú-
ar í ár. Eftir dagskrána sendi
tolaðafulltrúi Eisenhowers hon-
tim skeyti, þar sem hann segir
að forsetinn hefði beðið sig að
koma á framfæri heillaóskum
sínum vegna „frábærrar fram-
setningar á einstæðum afreks-
.verkum yðar“.
Nokkru eftir sjónvarpsdag-
ekrána tilnefndi Samb. ungra
kaupsýslumanna í Bandarikjun-
urn Stringfellow einn af tíu
...rmgum, bandarískum afreks-
Knönnum", sem því fannst sér-
Stök ástæða til að heiðra.
!
Keyndi fyrst að
fcíóra í bakkann
Fypr nokkrum vikum komst
feá orðrómur á kreik bæði í
ÍUtah og Washington að ekkert
íj skjölum Bandaríkjahers stað-
íesti frásögn þingmannsins. —
tHerblaðið The Army Times
.varð fyrst til að slá þessu föstu
a prenti. 1 fyrstu brást String-
fellow reiður. við og krafðist
jþess að Eisenhower forseti
Jeyfði birtingu léyndarskjala,
sem hann staðhæfði að sönn-
uðu sögu sína.
Fyrrverandi trúboði
Annað hljóð var komið í
Eirokkinn nokkrum dögum síð-
ar þegar þingmaðurinn birtist
ífyrirvaralaust á sjónvarpstækj-
fólks í Utah. Hann játaði
sð hetjusögurnar um sig væru
Ekáldskapur, hann hefði aldrei
verið í OSS, sár sín hefði hann
fengið af jarðsprengju í Frakk-
íandi.
Stringfellow, sem var um
tíma trúboði fýrir mormóna,
sagði m.a.: ,,Ég kem fram fyr-
ir útvarps- og sjónvarpshlust-
e'ndur auðmjúkur, sundurkram-
inn og sáriðrandi maður. .. .
Það veit faðir minn á himnum
að ég vildi allt gefa til þess
að bæta fyrir þetta brot og ég
mun verja þeim árum sem ég á
ólifað til þess að reyna að gera
yfirbót og sýna sanna iðrun".
Flokksstjórn republikana í
Utah samþykkti einróma að
þessi vellýgni þingmaður skyldi
hverfa úr framboði fyrir flokk-
inn.
Söfnunarfregnir
Framhald af 7. síðu.
innan skamms innheimtir allir
útfylltir listar og síðan farið í
skipulagða söfnun eftir hverf-
um og götum, svo sem í kosn-
ingum. í fyrstu lotu hafa kom-
ið á blöðin allir ákveðnustu og
áhugamestu hernámsandstæð-
ingar. Þegar hægt verður að
tilkynna tölur sem sýna mikinn
þunga sóknarinnar og vaxandi
styrkleika okkar, koma hinir
vafasömu inn í raðirnar fleiri
og fleiri. Slik undirskriftasöfn-
un er ekkert áhlaupaverk, og
miklu meiru varðar að vinna
með þrautseigju og þolinmæði
þótt alllangan tíma taki, held-
ur en gera snögg áhlaup og
láta svo sókninni lokið. Við
höfum ekkert tímatakmark, þó
að æskilegt sé að árangur ná-
ist sem fyrst. En ekki má hætta
fyrr en allir Islendingar 18 ára
og eldri, sem nokkur líkindi
eru til að snúist á sveif með
okkur, fái tækifæri til að skrifa
undir. ■ Þessi undirskriftasöfnun
á ekki einungis að vera mikið
átak í þjóðfrelsisbaráttunni,
heldur mesta átakið, sem fram-
kvæmt hefur verið á þessum
vettvangi til þessa.
G. M. M.
Ti S
--------------------------------r:----------«)
Vinnan og verkalýðurinn
er eina verkalýðsmálatímaritið, sem út kem-
ur að staðaldri liér á landi.
Virnian og verkalýðorinn
flytur greinar um verkalýðsmál, erlend sem
innlend jöfnum höndum, ennfremur ál-
mennan fróðleik, Esperantópátt, kvœði,
vísnabálka o. fl.
Afgreiðsla Skólavörðuslíg 19 — Sími 7500
einkasímar: Björn Bjarnason formaður Út-
gáfufélags alþýðu 6297 — Jón Rafnsson
ritstjóri 81077.
r
% ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI FRÍMANN HELGASON
V- — - -- - - - - - - .-
Valur vann Hausfmotið
Gerði jafnteíli við KR 1:1 í úrslitaleik
á sunnudaginn
Á sunnudaginn var fóru
fram síðustu knattspymuleikir
keppnistímabilsins 1954. Skil-
yrði til knattspyrnuleiks voru
mjög slæm vegna leðju sem á
vellinum var eftir þýðviðrið og
regnskúrirnar á frosna jörð-
ina. Það sem gerðist var því
flest mjög tilviljanakennt, sem
að þessu sinni er auðvelt að
skrifa á reikning færðarinnar.
Knötturinn sat fastur í for-
inni eða þeyttist óútreiknan-
lega eftir því hvernig hann
snerti völlinn.
Úrslitaleikurinn milli KR og
Vals var þó betri en hinn leik-
urinn. Meiri knattspyrnulegir
tilburðir ef svo mætti orða.
Meiri hreyfing og ákveðnari
spyrnur en öðruvísi þýddi ekki
að hreyfa við knettinum.
Valur lék undan vindinum í
fyrri hálfleik og var ekkert
mark sett í þeim hálfleik. Val-
ur átti þó nokkur tækifæri en
eins og fyrr segir var allt til-
viljun hvernig til tækist með
spyrnur og knött. Það var
snemma í fyrri hálfleik sem
Gunnari Gunnars tókst að
skora með skoti innan á stöng.
Guðmundur í marki KR áttar
sig ekki á því að knötturinn
veltur ekki eins og á ,,normal“
velli, bíður í stað þess að þjóta
af stað, en Gunnar varð fljót-
ur að notfæra sér möguleik-
ann sem undir venjulegum
kringumstæðum hefði verið ó-
mögulegt. KR jafnar rétt eftir
miðjan hálfleikinn. Var það
Ólafur Hannesson sem skall-
aði mjög vel í mark Vals eftir
vel tekna hornspyrnu sem
Gunnar Guðmannsson tók.
Þrátt fyrir góðan vilja og ó-
venjulega baráttíi beggja að j
gera sigurmarkið tókst hvor- ;
ugum að skora enda þótt tæki- 1
færi virtust fyrir hendi (raun-
ar vissi maður aldrei hvað var
tækifæri og hvað ekki).
Eftir gangi leiksins, og
hreyfingu var Valur miklu
nær að vinna þennan leik. Vals-
menn voru fljótari til og kvik-
ari.
Dómari var Haukur Óskars-1
son.
Fyrri leikurinn var milli
Þróttar og Fram. Til að byrja
með lá mjög á Þrótti og á
fyrstu mínútu leiksins fá
Þróttarar á sig vítaspyrnu
sem Haukur skorar úr, mark-
maður hefði þó átt að verja
vegna þess hve spyrnan var
nærri honum. Þegar líða tók á
hálfleikinn fór leikurinn að
verða jafnari og gerðu Þrótt-
arar alltaf við og við áhlaup.
Hættan var þó alltaf meiri við
Þróttarmarkið. Nokkru fyrir
hálfleik skorar Skúli fyrir
Fram eftir að knötturinn hafði
orðið hálffastur í leðju og
hefði að öllu eðlilegu átt að
lenda hjá markmanni.
í seinni hálfleik kom svo
fyrir alveg sama atvik en nú
skorar Þorsteinn úr Þrótti eft-
ir að knötturinn hafði
stöðvazt í leðju og með
að spyrna yfir Magnús sem
hlaupið hafði út úr markinu til
að hindra.
Nokkru fyrir leikslok fær
Þróttur á sig aukaspyrnu rétt
fyrir utan vítateig, Haukur
Bjarnason tekur hana en
markmaður Þróttar virðist
ætla að grípa knöttinn
í stað þess að slá hann burt. En
knötturinn er blautur og
þungur og hann snýst úr
höndum hans og utaní stöng og
þaðan í markið.
Árangur Þróttar er sá bezti
sem flokkurinn hefur náð í
meistaraflokki hingað til í þeim
mótum, sem þeir hafa tekið
þátt í.
Dómari var Haraldur Gísla-
son.
Lars Krogh selnr
siýil norskt met í
Kunningi okkar frá í vor
Norðmaðurinn Lars Krogh setti
á ’ Oslómeistaramótinu nýtt
Lars Krogli
norskt met í 400 metra
skriðsundi, var tími hans
4.52,3, sem er 3,1 sek betra en
fyrra metið sem hann átti
sjálfur.
Á sama móti setti kvenna-
sveit frá félaginu Speed norskt
met á 4X100 m fjórsundi,
tíminn var 5.48.4 eða 2 sek
betra en gamla. Tíminn í
einstökum greinum var: Bak-
sund 1.28.4; bringusund 1.34.0;
flugsund T.30.2; frjáls aðferð
1.15.8.
Övind Gunnerud synti 100 m.
skriðsund á 59.7 sek.
Kúts bætir
heimsmet
Chataways
Sovézki hlauparinn Kúts setti
nýtt heimsmet í 5000 metra
lilaupi á íþróttamóti I Prag s.l.
laugardag, hljóp vegalengdina
á 13.51.2 og bætti þar með
metið, sem Bretinn Cliris Chata
way setti í keppni í London
og Moskva fyrir fáeinum dög-
um, um 4/10 úr sek. Kúts
bætti einnig heimsmet sitt á
3 e. mílum, tíini lians á þeirri
vegalengd var 13.26.4.
Emil Zatopelc hljóp 5000
metrana á 14.19.0.
KH ratm
haustmót 2„ #1.
Á laugardag fór fram úrslita
leikur II. fl. haustmótsins.
Hann átti raunar að fara fram
fyrir um það bil mánuði síðan
en enginn veit af hverji^ hann
fór ekki fram þá. Úrslit urðu
þau að KR vann Val 2:1.
Að gefnu tilefni má geta
þess að 6 menn í liði Vals, sem
léku í Þýzkalandi, kepptu ekki
í þessum leik vegna forfalla.
Austiirbær vaim
Vesterbær 2:0
. Á sunnudagsmorgun fór
fram hin árlegi leikur í III,
fl. milli Austurbæjar og Vest-
urbæjar. Fóru leikar svo að
Austurbær vann 2:0, er það 'í
þriðja eða fjórða skiptið í röð
sem Austurbær sigrar í keppni
þessari.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
| Notaður i
barnavagn
! |
• og notuð barnakerra til
j sölu á Háteigsveg 26, ;
kjallara. :
tunmecús
si&URmaímrasoii
Minningarkortin eru til sölu
í skrifstofu Sósíalistaflokks-
ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu
Þjóðviljans; Bókabúð Kron;
Bókabúð Máls og menning-
ar, Skólavörðustíg 21; og í
BéÞaverzlun Þorvaldar
Bjarnasonar í Hafnarfirði.
________