Þjóðviljinn - 26.10.1954, Side 12

Þjóðviljinn - 26.10.1954, Side 12
Framvörp Sósíalistaflokksins um aukiiingu togaraflotans og opinberan stuðninff við atvinnuframkvæmdir HiðoviumN Þriðjudagur 26. október 1954 — 19. árgangur — 243. tölublað Fyrstu flutningsmenn frum- varpanna, Karl Guðjónsson og Gunnar Jóhannsson, fluttu ýt- arlegar framsöguræður, skýrðu frumvörpin og nauðsyn laga- setningar um þessi mál. Bæði íiumvörpin og ýtarlegar grein- argerðir hafa verið birtar hér í blaðinu. Ræddi Karl togaraeign lands- manna síðustu áratugina og þróun togaraútgerðarinnar. Sýndi hann fram á með skýr- Um dæmum hver hyrningar- steinn togaraútgerð væri at- vinnulífi íslendinga, og hve gífurlegum verðmætum hún skilar þjóðinni á skömmum tíma. Efling togaraflotans væri því eitt brýnasta atvinnu- og fjárhagsmál íslenzku þjóðar- innar. Gunnar Jóhannsson skýrði í ýtarlegri ræðu frá frumvarp- inu um opinbera aðstoð við at- vinnuframkvæmdir bæjar- og sveitarfélaga, en það frumvarp flytja sósíalistar nú í þriðja sinn. Frumvarpið kveður á um bæjar- og sveitarfélaga Komin til 2. umræðu og íjárhagsneíndar neðri deildar Tvö af frumvörpum Sósíalistaflokksins, um smíði tveggja togara innanlands og kaup átta togara erlendis frá, og frumvarpið um opinberan stuðning við atvinnu- iramkvæmdir bæjar- og sveitarfélaga, voru til 1. um- ræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. 50 milljón króna lánsheimild, og verði sú upphæð endurlánuð bæjar- og sveitarfélögum til verklegra framkvæmda. Benti Gunnar á að frumvarpið hefði vakið mikla athygli, m.a. hefðu mörg verkalýðsfélög skorað á Alþingi að samþykkja það. Nú hefðu stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar staðið upp á þingi dag eftir dag og lýst ömurlegu atvinnuástandi í kjördæmum sínum vestanlands, norðanlands og austanlands og krafizt aðgerða svipaðra og frumvarp sósíalista kveður á um. Mætti marka af afstöð- unni til þess hvort þetta væru alvöruorð stjórnarflokkanna eða hvort þau ættu aðeins að vera til að flagga með. Báðum frumvörpunum var vísað til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. Trúnaðar- manna- og fnll- frúaráðsfundnr n.k. miðvikndag Fundur verður haldinn í Fulltrúa- og trúnaðarmanna- ráði Sósíalistafélags Reykja- víkur n. k. miðvikudag, kl. 8.30 e. h. í Baðstofu iðnaðar- manna. Þar sem mörg áríðandi mál- efni liggja fyrir fundinum er þess vænzt að meðlimir beggja ráðanna fjölmenni. 4> Tögarasjó- maður íerst Á föstudagsmorguninn var vildi þaft slys til á togaranum Geir á miðum úti að *inn skip- verja, Björn Friðriksson, féll út- byrðis og drukknaði. Björn var 24 ára, ókvæntur en átti föður á lífi. Hann átti heima hér í bænum, á Bergstaðastræti 10 C. r • ningar bróðuleikhússins Brúðuleikhúsið hefur haft sýningar hér i Reykjavík og ná- grenninu um vikutíma og ævin- lega við góða aðsókn. í dag verður skólasýning í Iðnó, kl. 5 og 8 og er hún aðal- lega ætluð börnum á skólasvæði Vesturbæjarins og miðbæjarins. Sýnd verður Hans og Gréta og skemmtiþættir. Minningarguðs- þjónusta um Einar Jónsson Að tilhlutun ríkisstjórnarinnar hefur verið ákveðið að minning- arguðsþjónusta um prófessor Einar Jónsson myndhöggvara fari fram í Dómkirkjunni í R- vík, laugardaginn, 30. október, klukkan 14:00. Biskup íslands, herra Ásmund- ur Guðmundsson flytur minn- ingarræðuna. Að ósk Ríkisút- varpsins verður athöfninni út- varpað. Kosningar í Stúdentaróð Næstkomandi laugardag fara fram hinar árlegu kosn- ingar til Stúdentaráðs Háskólans. Sameiginlegt framboö íhaldsandstæðinga strandaði á andstöðu Framsóknar, sem virðist leggja kapp á aö halda opnum möguleikum fyrír fasistana í Vöku til meirihluta í ráðinu, þrátt fyrir vonlausan minnihluta þeirra meöal stúdenta. í samræmi við þá samvinnu allra íhaldsandstæðinga í Stúd- entaráði, er verið hefur undan- farið ár á grundvelli andstöðu og baráttu gegn hinu bandaríska hernámi buðu róttækir stúdent- ar öllum samstarfsfélögunum í meirihluta stúdentaráðs upp á sameiginlegt framboð íhaldsand- stæðinga og áframhaldandi sam- starf á sama grundvelli að kosn- ingum loknum. Þjóðvamar- og Alþýðuflokksstúdentar voru mjög til Viðræðu um slíkt sam- eiginlegt framboð, en framsókn- armenn höfnuðu eindregið, þrátt fyrir það, að öllum stúdentum sé Ijóst að eini vonarneisti íhalds- Maliundur Félags ís- leuzkza prjónlesiram- leiðenda Félag íslenzkra prjónlesfram- leiðenda hélt aðalfund miðviku- dag 20. okt. Stjórn félagsins var endurkos- in, en formaður' hennar er frú Viktoría Bjarnadóttir. Leitin að bátnnm árangarslaas Fullvíst er nú talið að trillubáturinn Áfram RE 265, sem á voru tveir menn, hafi farizt. Eins og áður hefur verið frá sagt fór bátiirinn í róður s.l. fimmtudag. Sást síðast til hans úti á flóa um fjögurleitið þann dag. Þegar báturinn kom ekki að landi á eðlilegum tíma var farið að athuga um hann en öll leit hefur orðið árangurslaus. Á bátnum voru Jón Péturs- son Kleppsveg 106. Hann lætur eftir sig konu og 4 uppkomin börn. Hinn maðurinn var Gest- ur Sölvason Suðurpól 4 er læt- ur eftir sig son uppkominn. ins um nýtt valdatímabil er bólg- inn í sundrungu andstæðinga þess. Félagi róttækra stúdenta hefur aldrei dulizt þessi augljósa stað- reynd og það hefur hagað baráttu sinni samkvæmt því. Aukið fylgi Félags róttækra stúdenta í þessum kosningum merkir því vilja stúdenta fyrir skeleggari baráttu gegn innrásar- hernum og fyrir frekari einingu allra íhaldsandstæðinga innan Háskólans. Þann vilja geta stúd- entar ekki tjáð á neinn annan hátt. Lista Félags róttækra stúdenta skipa eftirtaldir menn: 1. Jón Böðvarsson stud. mag. 2. Árni Björnsson stud. mag. 3. Jón Haraldsson stud. odont. 4. Bríet Héðinsdóttir stud. phil. 5. Loftur Magnússon stud. med. 6. Einar Jóhannesson stud. med. 7. Haukur Jóhannss. stud. polyt. 8. Geir Gunnarsson stud. oecon. 9. Baldur Vilhelmss. stud. theol. 10. Örbrún Halld.d. stud. philol. 11. Bjarni Guðnason stud. mag. 12. Guðm. Pétursson stud. med. 13. Jökull Jakopsson stud . theol. 14. Kristín Thorlacius stud.philol. 15. Jón Thor Haraldss. stud.phil. 16. Þórir Ólafsson stud. med. 17. Sig. V. Friðþjófss. stud. mag. 18. Einar K. Laxness stud. mag. Fulltrúi listans í kjörstjórn er Eberg Ellefsen stud. jur. Fram munu komnir þrír aðrir listar þ. e. íhaldslisti, listi Þjóðvarnar og einn sameiginlegur listi fram- sóknar og krata. Lénsmaðurinn í myndinni Friðrik fiðlungur. Mikil aðsókn að sýningum Brnnborg Myndirnar eru sýndar aftur í kvöld Óhemjuaðsókn var á sunnudaginn að barnasýningum Guörúnar Brunborg á norsku myndunum þrem og verða barnasýningar á þeim aftur í dag kl. 5 og 7. Myndir þessar eru Úr djúpum Oslófjarðar, litmynd er Per Höst hefur tekið og hefur Haraldur Einarsson talað á segulband skýr- ingar sem fluttar eru með mynd- inni. Önnur myndin er um ævin- týri lítillar stúlku er þarf að fara í sjúkrahús og sú þriðja er hið kunna norska ævintýri: Friðrik fiðlungur. Óskar Halldórsson flytur skýringar á ævintýrinu. Ný barnabók til ágóða fyrir barna- heimilissjóðinn Thorvaldsensfélagið sér nú loks fram á að koma í framkvæmd hugsjón sinni um byggingu barnaheimilisins og einn þáttur- inn til að styðja þá framkvæmd er ný barnabók er út kemur í dag. Barnabók þessi er eftir Norð- manninn Thorbjörn Egner og heitir Karíus og Baktus og seg- ir hún börnum með skemmti- legum hætti frá ýmsu sem þeim er mjög nauðsynlegt að vita. Er bókin prýdd mörgum myndum. Jólamerkin komin út Jólamerki Thorvaldsensfélags- ins, — sem komið hafa út frá því 1914 — eru nú komin út, og er það óvenjulega snemma og auðveldar það fólki að kaupa þau og fást þau í flestum bókaverzl- unum, svo og pósthúsinu og hjá frímerkjasölum. Merki þetta er eitt hið smekklegasta sem Thor- valdsensfélagið hefur gefið út. Stefán Jónsson hefur teiknað það. Verið að teikna bygginguna Þá gaf félagið á s.l. vori einn- ig út póstkort af forsetahjónun- um, en ágóðinn af því, barnabók- inni og jólamerkjunum rennur allur í byggingars.ióð barnaheim- ilis félagsins. Það hefur nú fengið lóð undir heimilið og Skarphéð- inn Jóhannsson er nú að teikna bygginguna, svo vonandi fer nú senn að líða að því að konur Thorvaldsensfélagsins fái að sjá þetta baráttumál sitt rætast. Frumskógur og íshaf Fullt hús var einnig á sunnu- daginh á sýningu myndarinnar Frumskógur og íshaf, en hún er auglýst í dag í siðasta sinni, hvort sem svo verður, því senni- lega komast færri að en vilja. SOdveiðom Iiætt Sandgerðis- og Akranesbátar,. sem verið hafa á síldveiðum und- anfarið, eru nú hættir. Er ástæð- an einkum sú hve háhyrningur- inn veldur miklu tjóni í netunum,, og hafa herfarir og skothríð gegn háhyrningum ekki borið ár- angur. Sandgerðisbáturinn Muninn II hefur farið á þær slóðir sem Ægir fann síldina á um dag- inn, en telur þar vera smásíld sem ekki festist í netunum. Fulltrúakjör á úng A.S.I. þi Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri kaus í fyrradag full- trúa sinn á 24. þing A.S.Í. Að- alfulltrúi var kosinn ritari fé- lagsins, Ingi S. Jónsson og til vara Steinþór Benjamínsson. Samþykkt var á fundinum að mótmæla liernámssamningnuiri og krefjast uppsagnar hans svo fljótt sem uppsagnará- kvæði leyfa. Ennfremur ,er kunnugt um fulltrúakjör þessara félaga til viðbótar því sem áður hefur, verið greint frá: Frá Bílstjóra- félagi Húsavíkur: Aðalsteinn Sigurgeirsson. Frá Verka- mannafélaginu Fram, Seyðis- firði: Þorsteinn Guðjónsson og Jón Sigfinnsson og til vara Vilbergur Sveinbjörnsson og Ari Bogaon. Frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðaf jarð- ar: Gunnar Jónasson og Gunn- ar Þórðarson. Fr i Verkalýðs- félagi Stöðvarfjarðar: Kri.stjön' Jónsson. Frn EÍ'atióraíéÍaginu Valur, Akureyri: Jón Péturs- son. Fr? Verkamannafélagi Geithellnahrepps, Suðurmúla- sýslu: Egill Guðmundsson. Usidirskrifið kröfuna um uppsögn herverndarsamniiigsins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.