Þjóðviljinn - 30.10.1954, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1954, Síða 2
 2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. október 1954 ,,En um barnaútburð I skyldu standa hin fornu lög“ ... Sögðust hvorir úr lögum við aðra, hinir kristnu menn og liin- ir heiðnu ... Þorgeir ... sagði, að honum þætti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir lög ein á íandi hér, og taldi fyrir mönnum á inarga vegu, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að það myndi að því ósætti verða, er vísavon var, að þær barsmíðar gerðust á milli manna, er land- ið eyddist af. Hann sagði frá því, að konungar úr Noregi og Danmörku höfðu liaft ófrið og orustur á milli sín langa tíð, til þess unz landsmenn gerðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi, en það ráð gerðist svo, að af stundu sendust þeir gersem- ar á milli, enda hélt friður sá, ineðan þeir lifðu. „En nú þykir mér það ráð“, kvað hann, ,,að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í i gegn gangast, og miðlum svo málum á milli þeirra, að hvorir tveggja liafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér ittunum slíta og friðinn“... Þá var það mælt í lögum, að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru ó- skírðir á landi hér, en um barna- útburð skyldu standa hin fornu íög og um lirossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun ef vildu, en varða fjörbaugsgarður, ef vott- um of kæmi við. En síðan fám vetrum var sú heiðni af numin sem önnur. (Úr íslendingabók. Frásögn af kristnitökunni árið 1000). 30. október — Absalon — 303. clagur ársins — Tungl í hásuðri kl. 15:07 — Árdegisháflæði kl.‘ 7:04 — Síðdegisháflæði kl. 19:20. LYFJABOÐIR 6.PÓTEK AUST-ECvöldvarzla til URBÆJAR kl. 8 alla daga • nema laugar- HOLTSAPÓTEKdaga til kl. 6. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Aust- urbæjarskólanum frá kl. 14-8 í fyrramáliá. — Sími 5030. Miðnæturskemmtun Islenzkra tóna. Miðnæturskemmtun íslenzkra tóna verður endurtekin annað kvöld kl. 11.15 í Austurbæjar- bíói. Aðgöngumiðar að skemmt- uninni í gærkvöldi seldust upp á 2 timum. Aðgöngumiðarnir að skemmtuninni annað kvöld eru seldir í Drangey, Laugav. BV, Bezt og vin- sælast, 4. tölu- blað er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Svona gengur það til, ástarsaga; Létt- ir tónar, viðtal við Jónas Jón- asson; I heljargreipum, frá- sögn; I húmi nætur, gaman- saga; Itölsku filmstjörnurnar; svo og smásaga, framhaldssaga, getraun, krossgáta, skrýtlur og fleira. Á manna veiðum heitir nýút- kominn reyfari. Bókin er 156 blaðsíður í vasabókabroti, höf- undur er Wade Miller en út- gefandi Regnbogaútgáfan. Þetta er fimmta Regnbogabókin á þessu ári, hinar fyrri eru: Næt- urverðirnir, Ég dómarinn, Sex grunaðir og Vanþakklátt hjarta. Bridgedeiíd Breiðfirðinga. II. umferð tvímenningskeppn- innar. 1. Ragnar — Magnús 181 sti'g. Guðrún — Óskar 171, Thorberg —- Bjarni 171, Lilja — Baldvin 168, Þórarinn — Þorsteinn 167, Andrés — Hall- dór 167, Magnús •— Þórarinn 165, Olgeir — Benni 164, Berg- sveinn — Magnús 164, Kristín — Daníel 163, Dagbjört — Kristján 162, Elín — Ásmund- ur 160 stig. •— 3. umferð verð- ur spiluð á mánudagskvöld. 12.50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs). 13.45 Heimilis- þáttur (Frú Elsa Guðjónsson). 18.00 Útvarps- saga barnanna: Fossinn, eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; I. (Höfundur les). 18.30 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.50 Tónleikar pl.: Hetjúlíf, hljómsveitarverk eftir Richard Strauss (Konung- lega philharmoníuhljómsv. í London; Sir Beecham stjórn- ar). 20.35 Fjölnismaðurinn Konráð Gíslason. — Samfelld dagskrá tekin saman af Gils Guðmundssyni alþingismanni. 22.10 Danslög pl. 24.00 Dag- skrárlok. Næturvarzla • ÚTBREIÐIÐ er í Reykjavíkurapóteki. Sími ® ÞJÓÐVILJANN 1760. ------------------— Frá Sparifjársöfnun skólabarna Foreldrum barnaskólabama í Reykjavík, sem hafa fengið á- vísanir á gjafasparisjóðsbækur, er bent á að sparisjóðsdeildir allra innlánsstofnana í Reykja- vík verða opnar í dag milli kl. 3 og 5 síðdegis, aðeins til þess að taka við afgreiðslu á þessum bókum. Er þeim til- mælum beint til foreldranna, að þeir komi sjálfir eða sendi börn sín með ávísanirnar á þeim tíma. 70 ára er í dag, 30. október, Helgi Sæ- mundsson, verkamaður, Grett- isgötu 17A. Danskvæðakeppni SKT SKT hefur beðið blaðið að minna á, að frestur til þess að senda ljóð í danskvæðakeppnina rennur út á morgun. — Póst- hólfið er 501 Reykjavík. Millilandaf lug: Edda, millilanda- flugvél Loftleiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 7:00 árdegis á morg- un frá N.Y. Flugvélin fer kl. 8:30 til Oslóar, Gautaborgar og Hamborgar. Hekla, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 19:00 á morgun frá Ham- borg, Gautaborg og Osló. Flug- vélin fer kl. 21:00 til N.Y. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h. — Ferming. Barnaguðsþjónusta fellur nið- ur. — Séra Garðar Svavars- son. Bústaðaprestakal I Messa í Kópavogsskóla kl. 3. Barnasamkoma kl. 10:30 árd. sama stað. Séra Gunnar Árna- son. .inw/w us-* Sáuð þið í Vísi í fyrradag, þar sem segir svo: „Það vakti mikla undrun manna HÉR, er opnaður var stór vörukassi frá Ung- verjalandi, að í honum var maður nokkur, og hafði liann dvalizt í kassanum í hálfan mánuð“. — Vér spyrjum: Var kassinn með þessu furðulega innilialdi opnaður á ritstjórnar- skrifstofu Vísis, eða hafa hafn- arverkamenn við Reykjavíkur- höfn orðið varir við þessa dul- arfullu sendingu? Bókmenntagetraun f gær birtum við þrjár vísur úr kvæðinu Vísur Kvæða-Önnu eftir Fornólf (Jón Þorkelsson 1859-1924). — Lítið á þetta brot: Tunglkola brann í bláum skýa- glugga, byggðin var kvödd og leitað skamma daga að týndum sauðum, sofið milli steina, sótt fram í efstu grös um blásna heiði; svipvindur kaldur lék á lang- spil fljótsins, líknstafir skinu gegnum svartar hurðir. Svo brast á él sem byrgði múr og hurðir, byltist í fang þeim, slökkti ljós í glugga og kæfði í blindri bræði söngva fljótsins, blóðflaumsins kall til ríkis nýrra daga; það vorar enn, nú vermir sól í heiði veðurföl bein á dreif um gróna steina. Nemendasamband Kennaraskólans heldur aðalfund sinn í Kenn- araskólanum á morgun kl. 3. Lárétt: 1 lind 4 lít 5 tólf mán- uðir 7 kvennafn 9 vel 10 í hálsi 11 fæða 13 kyrrð 15 tenging 16 leysast. Lóðrétt: 1 b 2 sár 3 lík 4 ákæru 6 hvassviðrin 7 klaka 8 keyra 12 loka 14 fæddi 15 um- dæmismerki. Lausn á nr. 500. Lárétt: 1 skuldar 7 úa 8 árla 9 pro 11 ólu 13 ró 14 að 15 efla 17 ei 18 Ask 20 skóginn. Lóðrétt: 1 súpa 2 kar 3 lá 4 dró 5 alla 6 rauði 10 orf 13 ó- lag 15 eik 16 asi 17 es 19 KN. rsr o > •Trj hóíninni* Ríkisskip Hekla er á Vestfjörðum á suð- urleið. Esja var á Akureyri síðdegis í gær á austurleið. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið fer frá Rvík klukk- an 20.00 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Þyrill fór frá Rvík síðdegis í gær til Akra ness og Vestmannaeyja, en það- an fer hann til Bergen. Skaft- fellingur fór frá Rvík í gærkv. til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Stöðvarfirði í gær til Hólmavíkur, ísafjarð- ar, Patreksfjarðar og Rvíkur. Dettifoss fór frá N.Y. 26. þm. til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Rotterdam í dag til Hamborg- ar. Goðafoss fór frá Rotterdam í gær til Leníngrad, Kotka og Helsingfors. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á hádegi í dag til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór væntanlega frá Gautaborg í gærkvöld til Sarpsborgar og Rvíkur. Reykjafoss fer frá R- vík 1. n.m. til Patreksfjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Húsa- víkur, Akureyrar, Skagastrand- ar og Rvíkur. Selfoss fer frá Siglufirði í dag til Raufarhafn- ar, Aberdeen og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Akureyri í gær til Norðfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar og Belfast. Tungufoss fer frá N.Y. í dag til Rvíkur. Sambandsskip Hvassafell lestar á Húnaflóa- höfnum. Arnarfell er í Cagliari. Jökulfell og Dísarfell eru í Rostock. Litlafell fór frá Rvík í gær til Vestfjarða. Helgafell er í New York. Sine Boye er á Borðeyri. Káthe Wiards er í Stettin. Togararnir. Askur kom af veiðum í gær. Ingólfur Arnarson sigldi 27. þm til Þýzkalands. Hallveig Fróðadóttir fór á veiðar á Jóns- mið við Grænland 22. þm. Jón Baldvinsson fór á karfaveiðar 27. þm. Jón Þorláksson fór á veiðar í gær. Pétur Halldórsson fór á veiðar í gær. Skúli Magn- ússon sigldi til Þýzkalands 26 þm. Þorkell máni fór á salt- fiskveiðar hér við land 13. þm- Þorsteinn Ingólfsson seldi í Þýzkalandi 26. þm. Þaðan senda þeir svo mannfjölda, sem á að brjótast yfir síkin í Sælandi og að- stoða við að byggja fleiri skip.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.