Þjóðviljinn - 30.10.1954, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 30.10.1954, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. október 1954 - þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Si"urjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H Jún==on. Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu3tíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. --------------------—---------------------------------------------♦ f Kartöfluhagfræði Kartöflur eru sem kunnugt er einn hinn merkasti jarðarávöxtur. Þær eru mjög mikilvægur þáttur í matar- æði almennings, hafa að geyma nytsamlegt magn af ■C-fjörefni, og úr þeim má auk venjulegrar notkunar gera margvíslega og lostæta rétti ,eftir því sem lærðir matreiðslumenn tjá, að ógléymdu brennivíni. Ótalið er þ>á það sem sögulegast má telja, að næringarefni þetta hefur mjög sérstæöa hagfræðilega eiginleika. Á vorin flykkjast Reykvíkingar út í garða sína, sem ýmist eru við heimahús eða víðsvegar um bæjarlandið, og búa sig undir að rækta sem mest magn af ávexti þessum. Mikill meirihluti bæjarbúa tekur þátt í ræktun- ínni, menn plægja garða sína, bera á, setja niður. Á íögrum sumarkvöldum er reyttur arfi og menn horfa rneð velþóknun á það hvernig grösin stækka og blómg- ast. Og á haustin uppskera menn svo árangur erfiðis síns, pokarnir fyllast einn af öðrum, og ríflegum árs- birgðum er komið fyrir í geymslum, í kjöllurum, á háa- loftum, eða tekin eru á leigu hólf í jarðhúsunum. En það er ekki þessi hagfræði heimilanna sem athygl- isverðust má teljast, heldur sú sem á eftir kemur. Þegar allri þessari önn er lokið taka kartöfluhagfræðngar rík- isstjórnarinnar til starfa. Einn góðan veöurdag er þjóð- inni tilkynnt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka kart- öflur, verðfella þessa ágætu eign sem bæjarbúar hafa komið sér upp í svita andlitis síns. Þegar þannig er búið að lækka í verði kartöflur þær sem geymdar eru í kjöll- nrum bæjarbúa, lilýtur afleiðingin að verða sú að það er ódýrara að lifa. Og fyrst það er orðið ódýrara að lifa þarf kaupið auðvitað ekki að hækka, og vísitalan er lækkuð í samræmi við mjög hugvitssamlega útreikninga. Síðast rökstyður fjármálaráðherra á Alþingi tollaálögur sínar á fatnað og aðrar nauösynjar með því að það þurfi að nota svo mikið fé í niðurgreiðslur — m.a. til þess aö lækka karftöflurnar í kjöllurum bæjarbúa. Ef til vill kann einhverjum kartöfluframleiðanda að þykja það hart að ríkisstjórnin skuli nota framleiðslu hans sem röksemd fyrir því að lækka við hann kaupið og leggja tolla á fötin sem hann íklæðist, en sú gremja ætti þó að hjaðna andspænis þeirri snilld og hugvits- semi sem lýsir sér í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það iriun óhætt að fullyrða að aldrei hafi borgaraleg hag- fræði komizt á hærra stig en í þessum kartöfluútreikn- ingum, og eftir því sem bezt er vitaö er hér um að ræða frumlegt framlag íslenzkra hagfræðinga í efnahagsmál- um. Hvernig væri aö Ólafur prófessor Björnsson skrifaöi doktorsritgerð um kartöfluhagfræöi? Ráðherrann þarf að læra betur Það fer vel á því að utanríkisráðherrar þekki meginatiriði í sögu síns tíma, en því virðist ekki þannig farið um Kristin Guðmundsson. í ræðu sem hann hélt á degi sameinuðu þjóðanna fcomst hann þannig að orði: ,,Ef Rússland hefði t.d. gert banda- lag á móti nazistum með Vesturveldunum, mundi stríðið ekki hafa brotizt út.“ Sé ekki gert ráð fyrir að utanríkisráðherrann mæli þvert um hug, hlýtur fáfræði hans að vera mikil. Það er ornætmælanleg staðreynd að það voru fyrst og fremst Sovét- ríkin sem beittu sér fyrir samtökum gegn þýzka nazismanum og vöruðu allan heim við hættunni á styrjaldarstefnu hans. Aft- urhaldssinnar þeir sem stjórauðu Englandi og Frakklandi áttu hins vegar þá hugsjón æðsta að beina þýzku nazistunum gegn Sovétríkjunum, og var Munchen-samningurinn einn ömurlegasti áfangi þeirrar stefnu. Sovétríkin voru ævinlega reiðubúin til samninga en allar slíkar tilraunir strönduðu á Vesturveldunum, þótt málalokin yrðu önnur en þau reiknuðu með! Og nú eftir alla reynslu síðustu styrjaldar hafa afturhaldssinnar hafið sömu stefnuna, endurreisn þýzku hernaðarsinnana til árása í austur- veg. Allt eru þetta ofur einfaldar staðreyndir sem einn utanrík- isráðherra ætti ekki að heimska sig á að mistúlka. Maðurinn er sá sami, pað er bara fatasniðið sem breytist. — (Bidstrup í Land og Folk) Uppreisnin í vesturþýzku st jórnar- flokkunum gegn samningnum um Saar getur tafiS stórum og jafnvel hindraS framkvœmd hervœSingarinnar að á ekki úr að aka fyrir stjórnmálamönnunum, sem eru að bisa við að hervæða Vestur-Þýzkaland. Samningur- inn um stofnun Evrópuhers með þýzkri þátttöku var eins og kunnugt er í hálft þriðja ár að bögglast fyrir brjóstinu á franska þinginu og lauk svo að það seldi plagginu upp fyrir fullt og allt í ágústlok. Síðan hafa helztu stjórnmálaskör- ungar Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna varla unnt sér svefns eða matar af ákafa við að semja um nýtt fyrirkomulag á vestur- þýzkri hervæðingu. Eden, ut- anríkisráðherra Bretlands, reið á vaðið með því að húsvitja höfuðborgir allra þeirra ríkja, sem til stóð að mynduðu Ev- rópuherinn. Dulles kom þá eins og eldibrandur vestan yf- ir haf, fylgdi í slóð Edens til Bonn og mætti honum síðan í London. Árangur þessara ferðalaga var mu velda ráð- stefna í London, þar sem lögð voru drög' að vesturþýzkri her- væðingu innan bandalags meg- inlandsríkja Vestur-Evrópu og Bretlands. Frá þessum samn- ingum var svo að fullu gengið á ráðstefnum í París í síðustu viku. TfTinir ferðlúnu utanríkisráð- herrar struku sveitta skall- ana og vörpuðu öndinni léttara eftir Parísarfundinn. Samkomu- lag var orðið um stofnun Vest- ur-Evrópubandalags með þátt- töku Vestur-Þýzkalands, sem á að leggja bandalaginu til tólf herdeildir. Samningur var und- irritaður um að lýst skyldi yf- ir fullveldi Vestur-Þýzkalands en Vesturveldin þó hafa áfram óskertan rétt til. hersetu í landinu. Ráð A-bandalagsins samþykkti að mæla með upp- töku Vestur-Þýzkalands í bandalagið. Síðast en ekki sízt rituðu forsætisráðherrarnir Adenauer og Mendés-France nöfn sin undir samkomulag milli Vestur-Þýzkalands og Frakklands um framtíð kola- *--------------------- Erlend tíðin di V__________________ " og stálhéraðsins Saar. Það var ekki furða þótt ráðherramir óskuðu sjálfum sér til ham- ingju með árangursríkan fund. Adenauer skrapp sem snöggv- ast heim til Bonn að skipta um föt og sentist svo af stað á vit Eisenhowers og Dullesar í Washington til þess að sýna svart á hvítu að Vestur-Þýzka- land er orðið eftirlæti Banda- ríkjanna í Vestur-Evrópu. Mendés-France þykist vera búinn að tryggja sér það að franska þingið fullgildi hina nýju samninga um vestur- þýzka hervæðingu. Til þess að taka af allan vafa hefur hann boðið sósíaldemókrötum sex ráðherrasæti i stjórn sinni svo að atkvæði þingflokks þeirra séu örugg. En þegar útlit er fyrir að franski pörupilturinn í hinu vestræna samfélagi hafi loks tekið sinnaskiptum og ætli að vera hlýðinn við doll- aramömmu í Washington, þá er eins og hlaupi illur andi í fyr- irmyndardrenginn þýzka. Um leið og Adenauer lagði af stað að heimsækja Ólaf Thórs og Eisenhower kom miðstjórn helzta samstarfsflokks hans í ríkisstjórninni, Frjálsa lýðræð- isflokksins, saman á fund í Bonn. Eftir þriggja daga um- ræður var þar samþykkt að þingmenn flokksins, 48 talsins, skyldu greiða atkvæði gegn staðfestingu samningsins um framtíð Saar. Verði þeim samn- ingi hafnað í Vestur-Þýzka- landi eru Frakkar lausir allra mála og samkomulagið um her- væðingu Vestur-Þýzkalands að engu orðið. Jafnvel enn meiri tíðindum en afstaða Frjálsa lýðræðis- flokksins sætir það, að 10 af þingmönnum Kristilega lýð- ræðisflokksins, flokks Adenau- ers sjálfs, hafa lýst yfir að þeir geti ekki greitt samningnum um Saar atkvæði nema honum fylgi viðauki um að skilnaður Saar frá Þýzkalandi sé ein- ungis bráðabirgðafyrirkomu- lag, sem taki enda um leið og endanlegur friðarsamningur er gerður milli Þýzkalands og sig- urvegaranna í heimsstyrjöld- inni. Þessi klofningur í flokki Adenauers er eins dæmi, hing- að til hefur gamli maðurinn haldið flokknum í járngreip- um og ekki liðið neinum þar að bjóða sér byrginn. En í raun og veru er flokkurinn mjög ó- samstæður og getur því hversu smávægilegt los á flokksbönd- unum sem vera skal haft víð- tækar afleiðingar. Þótt sósíal- demókratar, Frjálsi lýðræðis- flokkurinn og uppreisnarmenn- irnir tíu greiði atkvæði gegn Saarsamningnum nægir það ekki til að fella hann með hreinum meirihluta. Um það er hinsvegar deilt í Vestur-Þýzka- landi, hvort stjórnarskráin mæli svo fyrir að tvo þriðju atkvæða á þingi þurfi til sam- þykktar samningunum, sem gerðir voru í París. Búizt er við að fylkisstjórn sósíaldemó- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.