Þjóðviljinn - 30.10.1954, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1954, Síða 7
Laugardagur 30. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 um listþroska fyrir þrifum, jafnvel ævilangt. Þetta álit hafði sá djúpvitri gáfumaður á manndýrkun í listinni og eftiröpun sérstakra manna. Hin' síunga frumkelda lífsins með allri sinni óaflátan- legu tilbreytni er um leið upp- spretta allrar listar, sem hver sannur listamaður túlkar á sinn eigin hátt og ekki annarra. Um listaverk Einars Jónsson- ar hefur mikið verið rætt og ritað og ekki staður né stund til að fjölyrða um þau hér, vil ég benda á hina skilnings- ríku grein próf. Guðm. Finn- bogasonar í Myndabók Einars útg. 1925. Þá er ekki síður fróðlegt að lesa Sjálfsævisögu Einars, tvær bækur, „Minning- ar“ og „Skoðanir", Bókfellsút- gáfan 1.944. Og nú í haust er von á stórútgáfu af verkum hans sem Bókaútgáfan Norðri gefur út. Síðast en ekki sízt vil ég ráða öllum þeim er unna sannri list að heimsækja sjálfa gim- steinahöllina „Hnitbjörg" og tel ég þann mann kaldrifjaðan er þaðan myndi ósnortinn út ganga. Marga hef ég heyrt undrast það, hversu Einar virtist ein- rænn og frábitinn félagslífi og margmenni yfirleitt, var það af sumum kölluð sérvizka og fyrirtekt. En sannleikurinn var sá, að eðli Einars, sem var hinn sífelldi hugsuður, var svona. Strax ungur að árum hafði hann þrásinnis orð á því, að sér liði bezt við einn að mæla og þó tveir væru, en hvað þar við bættist, færi sér að líða illa og vildi komast burt. Frú Anna kona Einars Jóns- sonar hefur sannarlega reynzt honum hinn ákjósanlegasti lífsí- förunautur jafnt í þeirra sárú fátækt áður fyrr eins og síðair í betri kringumstæðum. Nú er henni sárasti harmujr kveðinn, en æ þvi meiri er huggunin sem í því felst að hafa átt eitt hið mesta göfug- menni að ástvin og eiginmanni allt blómaskeið lífsins. Endur fyrir löngu sendi und- irritaður Einari Jónssyni eftir- farandi vísu á jólum: Dómi þeim ég þrýsti í mót svo þoki’ ei tröll né álfur: Verk þín eru gullvægt grjót en gimsteinn ertu sjálfur. Að síðustu flyt ég Einari Jónssyni hinnztu þakkarkveðju fyrir ævilanga ástúð, vináttu og tryggð. Svo kveðjum vér Meistarann mikla, brautryðjandann hugs- uðinn, myndaskéidið, snilling- inn og göfugmennið Einar Jóns- son myndhöggvara, með þeirri ósk til íslenzku þjóðarinnar, að „jafnan eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir“. Ríkliarður Jónsson. Vor að haustnóttum Fiú Aðalbjöig Jakobsdóttii 75 áia SinnrJónsson mgndhöggvnri Meistarinn mikli, brautryðj- andinn tigni, Einar Jónsson myndhöggvari, er fallinn. Ald- inn að árum, en ungur í sál. Gott átt þú ísland og gott eigið þið Gullhreppar að hafa borið gæfu og getu til þess að fóstra annan eins mann og hann var. Haustið 1908 kynntist ég fyrst Einari Jónssyni, þá ný- kominn til Kaupmannahafnar. Mikið var ég búinn að heyra og lesa um þennati merkilega mann áður, og einnig að sjá nokkrar myndir af verkum hans. Skjótlega fór ég á fund Ein- ars í Hellerúp, fyrst og fremst til þess að sjá hann og verk hans, sem þá þegar var mikið af látið, og svo til þess að fá ráðleggingar um menntaskil- ;yrði í myndlist þar neðra. í Hellerup kom til dyranna íturvaxinn meðalmaður, óvenju- lega fríður sýnum, bjartleitur og dökkur á hár, og nærri að segja á samri stund fannst mér eins og jafnan síðan, að ég standa augliti til auglitis við mikilmenni, og var þó síður en svo að maðurinn væri að neinu leyti stórfenglegur né ægilegur, heldur var það hin andlega útgeislan gáfna og göfugmennsku er umsvifalaust hafði þessi undraverðu áhrif. Trauðlega fæ ég skilið að auðið sé að fyrirhitta elskulegri viðtökur en Einar Jónsson veitti mér og öðrum ungum sem gömlum er leituðu hans funda og fyrirgreiðslu, sem jafnan var í té látin af lítt við- jafnanlegri ljúfmennsku, og þó oft engri getu nema örlæti hjartans. En langminnugur var hann þess, og sár að vonum, er hin föðurlega hjálpsemi hans var að vettugi virf og verr en svo. Þó að Einar væri þá ekki nema tæplega hálffertugur maður, voru þegar tilorðin eigi allfá af beztu og kunnustu verk- um hans. Svo sem Útilegumað- urinn, Nátttröllið, Alda ald- anna, Móðir jörð, o. s. frv. Og höfðu öll þessi stórbrotnu og sérkennilegu listaverk djúp á- hrif á mann í árdaga lífsins. Síðan hef ég enga stund gengið þess dulinn, að Einar Jónsson er og verður „þó aldir renni“ eitt af fremstu mikil- mennum þjóðar vorrar, og þó víðar sé leitað og lengra til jafnað. Tiginn brautryðjandi íslenzkrar myndlistar og feg- urðarinnar kölluður. Að vísu geta tizkustefnur sem knúðar eru fram með harðsýldum áróðri og útilokun frjálsrar viðleitni, dregið stund og stund athyglina frá frumsnillingun- um, en það verður aldrei nema eins og þegar skýhnoðra dreg- ur fyrir sól, hún skeytir því engu, brennir hnoðrana af sér og skín jafnvel heitar en áður. Sumarið eftir áðurnefnda samfundi okkar Einars, byrjaði ég að læra leirmótun undir hans tilsögn í Vinnustofunni í Hellerup. Það voru sannkall- aðar yndisstundir, bæði námið sjálft og hin andlega gjafmildi og manngöfgi sem alltaf hefur einkennt návist Einars Jóns- sonar bæði fyrr og síðar. Vitanlega var Einar hinn ágætasti kennari, því að hann var trúr og nákvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, — en það margtók hann fram að hann áliti sig ekki hinn æskilega kennara til lengdar, sökum þess að áhrif frá einum manni, ekki sízt all sérstæðum, gætu orðið slík að nemendun- um yrði illkleift að losa sig við þau, og stæðu þannig sjálfstæð- Sízt datt mér í hug, að ver- ið væri að leiða að miklum tímamótum, þegar vinur minn Bergsteinn Sveinsson á Eyr- arbakka stakk upp á því, er við sátum að borði hans einn haustdag fyrir 23 árum, að við skyldum sigla á miðdegis- kaffið hjá læknishjónunum í þorpinu, þeim Gísla Péturs- syni og Aðalbjörgu Jakobs- dóttur. — Ég man ekki hvort ég hreyfði mótmælum, en hið innra með mér mun ég hafa fjargviðrast út af þessum mönnum, sem lá það mest á hjarta að draga mann heim til höfðingjanna. Og ég drakk kaffi í Læknishúsinu, og það varð mér ekki neitt svo minn- isstæð stund, að nú væri hún ekki fyrir löngu gleymsku hulin, eins og fjöldinn allur af manns ágætu kaffidrykkj- um, ef ekki hefði fleira á eftir komið. En svo bar við, að ári síðar átti ég aftur leið um sömu slóðir. Ég kem sárkaldur úr áætlunarbílnum úr Reykjavík og ætla að fara að spyrja einhvern hvar hann búi maðurinn sem ég ætlaði að hitta. En áður en svo langt var komið, sé ég það, að hús- ið, sem ég stend við, kemur mér eitthvað kunnuglega fyrir sjónir, það vekur einhverjar hugljúfar endurminningar um gott kaffi og hlýjar móttökur. Það var Læknishúsið, og ég spurði engan til vegar, en gekk upp steintröppurnar og kvaddi dyra. — Auðvitað var kaffið komið innan lítillar stundar, eins eftirminnilegt kaffi og gott kaffi getur verið köldum kaffimanni. En þá var búið að spyrjast um, hvert ferð væri heitið, og í stað þess að svara, þegar spurt var, hvar hann byggi maður- inn, sem ég ætlaði að hitta, þá var bara tilkynnt, að það yrði sent eftir honum og hér gætum við talað saman. Svo var auðvitað spurt, hvar ég ætlaði að halda til, meðan ég dveldi í þorpinu, og það sagð- ist ég ekki vita, fyrr en ég hitti oftnefndan mann. Þá lá málið mjög einfaldlega fyrir í augum læknisfrúarinnar, auðvitað héldi ég til í þessu húsi þann tíma. — Svona voru móttökur við bráðókunn- ugan landshornamann. Ég er ekki einn um það að hafa notið meiri, ástúðlegri og innilegri gistivináttu á heimili þeirra Gísla Pétursson- ar og Aðalbjargar Jakobs- dóttur, læknishjónanna á Húsavík og síðar Eyrarbakka, en á nokkru heimili öðru. Slíks unaðar við að vera gest- ur verður aðeins notið hjá gagnmenntuðum húsráðendum og þar sem lijartamenningin er enginn eftirbátur annarra þátta heimilismenningar- gest- gjafanna. Svo mikil húsfreyja er Aðalbjörg Jakobsdóttir og alúðlegur og menntaður gest- gjafi, að það eitt mætti end- ast til mikillar afmælisgrein- ar, þegar gengnir hafa verið þrír fjórðu hlutar aldar. — En svo ágæt og glæsileg hús- freyja, sem Aðalbjörg hefur verið, hvort sem litið er aug- um heimilismannsins eða gestsins, þá væri ekkert þar Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.