Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 12
Fjármálaspeki bœjarstjórnarihaldsins: Lætur bæinn greiða 43.800 kr. í húsa- leigu á ári fyrir 5 manna fjölskyldu! Ekkert þvottahús og enginn eldhúsaðgangur fylgir „íbúðinni" og mat inn verður konan að elda í bragga í nágrenninu Reykjavíkurbœr hefur tekið á leigu eitt herbergi vest- ur á Mélum fyrir húsnœðislaus hjón og ungt barn peirra. Herbergið er leigt fyrir milligöngu eins af hótelum bœj- arins og er leiga slíkra herbergja yfirleitt 60 krónur fyrir sólarhringinn. Hjónin hafa búið parna um eins árs skeið fyrir atbeina húsnœöisfulltrúa Reykjavíkurbœjar. Þegar hjónin stóðu uppi hús- næðislaus fyrir rösku ári var hinsvegar 2 öðrum börnum þeirra ráðstafað að Hlíðarenda, þar sem vistgjaldið er 30 krón- ur fyrir barn á sólarhring, eða 60 krónur fyrir bæði börnin. Það eru þannig um 43 þús- und og 800 krónur sem þessi ráðstöfun íhaldsins hefur kostað bæjarsjóð og þar með skatt- borgarana á þessu eina ári. Aðbúnaðurinn að konunni ungu og barni hennar er svo þannig, að hún hefur engan eldhúsaðgang nema til upphit- unar á mat barnsins og það fyrir mestu náð. Matinn verður hún að elda hjá fólki í Kamp Knox eða kaupa hann tilbúinn í matsölu eða verzlunum. Kon- an hefur ekki einu sinni að- stöðu til að hita sér kaffi í þessari „leiguíbúð“ sem bærinn lætur henni í té fyrir 60 krón- ur á sólarhring! Hún hefur heldur engan að- gang að þvottahúsi og neyðist þar af leiðandi til að senda allan þvott í þvottahús með þeim kostnaði sem því er til-' heyrandi. Loforð og svik Þrátt fyrir margítrekaðar eftirgrennslanir hjónanna og þó einkum konunnar um að bær- inn hefði forgöngu um að út- vega þeim einhvern sameigin- legan verustað, þannig að fjöl- skyldan þyrfti ekki að vera sundruð og búa við þessar ó- viðunandi aðstæður, hefur það engan árangur borið. Húsnæð- ismálafulltrúi bæjarstjórnar- íhaldsins hefur lofað öllu góðu en efndirnar látið á sér standa. Og hvers vegna skyldi íhaldið vera að gera sér rellu út af því þótt fátækri fjölskyldu sé sundrað og þannig búið að ungri móður og barni hennar Strandiö Framhald af 1. síðu. Framhald af 1. síðu. inu þegar í fyrrakvöld, en hann liggur flatur fj'rir fjörunni á stórgrýti. Kvað skipstjórinn dælur ekki hafa undan í neta- lestinni, auk þess væri leki aft- ar í skipinu, en minni. Er botn togarans talinn mikið skemmd- ur. NáSlst ekki út Þegar blaðið var að fara í pressuna í nótt símaði frétta- ritari Þjóðviljans á Siglufirði að Hekla og' Ægir hefðu ekki náð togaranum á flot á flóðinu um miðnættið. í athugun var þá að dæla olíunni í sjóinn til að létta hann. að hvorki sé um aðgang að eldhúsi eða þvottahúsi að ræða? Hefur kannski bærinn ekki gert skyldu sína með þessari ráðstöfun, hann greiðir þó húsaleiguna fyrir herbergið og vistgjald barnanna, samtals „aðeins“ 43.800 krónur á ári! Er þá undan nokkru að kvarta, nema e. t. v. aðbúnaðinum að konunni? Stefnan að gera ekki neitt Vissulega er ástæða til að staldra við dæmi eins og þetta. Hér speglast í óvenjulega naktri mynd afleiðing og or- sök. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því að bærinn byggi íbúðir sem nokkru nemur og að húsnæðisskortinum sé mætt með raunhæfum hætti. Stefna hans er að gera helzt ekkert og sé hann neyddur frá þeirri af- stöðu þá er þess vandlega gætt að byggingarstarfsemi bæjar- ins sé sem minnst og henni þannig fyrir komið að hún komi þeim ekki að gagni sem fátækastir eru og hafa brýn- asta þörf fyrir aðstoð. Hitt þykir Sjálfstæðisflokkn- um skynsamlegra að láta bæj- arsjóð greiða milljónir árlega til þess að firra húsnæðislaust fólk algjörum vandræðum, sem íhaldið á sjálft sök á vegna skammsýni sinnar og aftur- haldssemi, Það er því í sam- ræmi við stefnu þess að henda milli fjörutiu og fimmtíu þús- undum á ári í húaleigu fyrir Er húsnæði verzlunarinnar nú mjög rúmgott og einkar smekk- legt, litir allir á veggjum og i lofti ljósir og mildir og gólf afgreiðslusalarins að nokkru klætt teppi úr íslenzkri ull. Innréttinguna teiknaði Skarp- héðin Jóhannsson arkitekt, en skreytingu á einum vegg af- greiðslusalarins gerði Sverrir Haraldsson listmálari. 41 árs gamal fyrirtæki. Verzlunin Andersen & Laut h.f. var stofnuð 30. okt. 1913 af Ludvig Andersen klæðskera- meistara, sem nýlega lézt í Englandi. í júlí 1918 gekk O. J. Lauth inn í fyrirtækið og var þá nafni þess breytt í samræmi við það, en 1935 var það gert að hlutafélagi. Verzlunin hefur einkum haft til sölu allskonar eina fjölskyldu, sem þó er búið að eins og að framan greinir. Þannig er þess fjármálaspeki. En hvað segja Reykvíkingar um slíka ráðsmennsku? Fyrstu undirtektirnar, sem sem hið nýbyrjaða happdrætti Þjóðviljans hefur hlotið, benda ótvírætt tii velviidar og vin- semdar. Maður, sem býr á Selfossi, en kom til Reykjavíkur í gær, greiddi að fullu happdrættis- miðahefti, sem honum hafði verið sent, og óskaði eftir öðru hefti til sölu. I Reykjavík greiddu þegar ýmsir heilt hefti og létu vin- samleg orð falla í garð happ- drættisins. Við viljum vekja athygli kaupenda Þjóðviljans í Reykja- vík á því, að þessa dagana verða þeim bornir happdrættis- miðar, sem þeir eru vinsam- lega beðnir að koma í verð. 1 síðasta happdrætti Þjóðvilj- ans tóku þúsundir kaupenda Þjóðviljans virkan þátt í sölu og dreifingu happdrættismið- anna enda gaf það hina prýði- legustu raun. Við vonum, að Þjóðviljinn megi enn í þessu happdrætti treysta á ötula, hjálp kaup- enda sinna, enda er þá enginn vafi á, að happdrættið mun takast bæði fljótt og vel. karlmannafatnað og haft í því efni samvinnu við Verksmiðj- una Föt h.f., sem hóf fram- leiðslu á tilbúnum karlmanna- fötum seint á árinu 1941, en eigendur og stjórnendur þess- ara tveggja fyrirtækja eru hinir sömu. Auk aðalverzlunar- innar á Vesturgötu 17 opnaði Andersen & Lauth h.f. útbú á Laugavegi 28 í fyrra.. Saumastofa fyrirhuguð. Við opnun nýju verzlunarinn- ar á Vesturgötunni verður bætt við sérstakri deild fyr'r skó- fatnað kar'manna, en eftir ný- árið er fyrirhugað að opna klæðskerastofu í sambandi við verzlunina, þar sem saumað verður eftir máli. Hefur ung- ur og vel menntaður ldæðskeri Björn Guðmundsson, verið ráð- Andersen & Lauth h/f opnar fotaverziun í nýju húsnœði í dag verður fataverzlunin Andersen & Lauth h.f. opn- uö að nýju eftir gagngera lagfæringu og stækkun á húsa- kynnum hennar á Vesturgötu 17. Laugardagur 30. október 1954 — 19. árgangur — 247. tölubiao Stúdentaiáðskosning&mar \ m Kosningaskrifstofa C-iisfans j StúcLentar. — Kosningaskrifstofa C-listans í | stúdentaráðskosningunum er á Þórsgötu 1. — jl Kosning hefst kl. 2 e.h. í dag og stendur til kl. 8. | Félag róttækra stúdenta væntir pess að stúd- j entar kjósi snemma og óskar eftir að félagsmenn s komi í skrifstofuna og leggi fram starfskrafta j sína. Minningarguðsþjónusta um Einar Jónsson myndhöggvara Eins og skýrt hefur verið frá, fer minningarguðsþjón- usta um prófessor Einar Jónsson, myndhöggvara, fram í Dómkirkjunni kl. 2 e.h. í dag (laugardag) og mun biskupinn, herra Ásmundur Guðmundsson, flytja minn- ingarræðuna. Nánustu aðstandendum hins látna, ríkisstjórn, fulltrúum er- lendra ríkja, svo og nokkrum embættismönnum og vinum Ein- ars Jónsson hafa verið látinr í té aðgöngumiðar, sem tryggja þeim sæti í kirkjunni. Að öðru lejHi er aðgangur að kirkjunni frjáls. Eru menn vinsamlega beðnir að vera komnir í sæti fyrir klukkan tvö. Forsetahjónin verða viðstödd minningarguðstþjónustuna. Laedskjálfta- kippir á Seífossi í gær Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í gærkvöldi fundu menn hér- á Selfossi svo allsnarpa land- skjálftakippi. Fannst annar kipp- urinn milli kl. 19 og 20 en hinn kl. 20,25 og stóð hann yfir i 4—5> sekúndur. f fyrradag undirritaði framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, Örn O. Johnsson samhing um kaup á nýrri skymasterflugvél, af gerðinni DC4. — Á Flugfélagið þá 2 skymasterflugvélar og 9 af minni geröum. Nýja skymasterflugvélin er keypt af norska útgerðarmannin- um Fred Olsen sem einnig hefur starfrækt leiguflug. Nýja flug- vélin tekur 60 manns í sæti. Hún er nú í Höfn, þar sem fram- kvæmd verður skoðun á vélinni. Er hún væntanleg hingað fyrri- hluta næsta mánaðar. Um miðjan jan. fer Gullfaxi í stóra skoðun er mun taka 1V2 til 2 mánuði og mun þá nýja flugvélin verða í áætlunarferðunum í hans stað. Þegar báðar vélarnar verða komnar í notkun samtímis eru ráðgerðar fleiri leiguferðir, en sennilega verða einnig teknar upp nýjar áætiunarferðir með vorinu. Áætlunarflug til 19 staða innanlands Flugfélag íslands á nú samtals 11 flugvélar. Tvær skymaster- vélar, 4 Douglasvélar, 2 kata- Knuflugbáta og 1 Grummanbát, eða 9 flugvélar í notkun, en auk þess 2 minni flugvélar sem tekn- ar hafa verið í notkun. ■ inn forstöðumaður saumastof- unnar. I stjórn Andersen & Lauth h.f. og Verksmiðjunnar Föt h.f. eru nú Þorleifur Helgi Eyjólfs- son byggingameistari formað- ur, Ásgeir Bjarnason, Böðvar Jónsson og Jón Jónsson. Fram- kvæmdastjóri er Theódór Jóns- son. y í vetur starfrækir félagið á- ætlunarflug til 19 staða innan- lands, og er það aðeins tveim stöðum færra en flogið var ti s.l. surnar. í ráði er að taka upp áætlun- arferðir til Grímseyjar, en er þó ekki ákveðið endanlega. Líklegt má telja að teknar verði upp ferðir til Langaness (Þórshafnar) hvort sem það verður í vetur eða síðar. Kvenfélag sósíalista F 11 m d m r Kvenfélag sósíalista heldur félagsfund n. k. þriðjudag 2. nóvember kl. 8.30 síð- degis í Iðnó uppi. Dagskrá: I. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa á aðalfund Bandalags kvenna í Reykja- vík. 3. Rætt um endurskoðun al- mannatryggingarlaganna, framsaga Ragnheiður Möll- er. 4. Rætt um barna- og ungi- ingavernd. 5. Önnur mál. •— Kaffi: Félagskonur, fjölmenníð og mætið stundvíslega þar sem mikið liggur fyrir fundinum. Stjórnin. Undirskrifið kröfuna um uppsögn hervemdðrsamnmpiiis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.