Þjóðviljinn - 06.11.1954, Síða 12
lóielflugsil tekin upp við skóla
Nýlokið námskeiði er 18 kennarar og
6 aðrir sóttu
Nýlokiö er námskeiöi í modelflugusmíði og sóttu þaö 18
kennarar og 6 ungir piltar úr flugmódelklúbbnum.
Pað var töluvert um að vera
í forsal Melaskólans í gærkvöld.
Þar stóðu hlið við hlið fullorðn-
ir menn og ungir piltar og var
þeim flestum það sameiginlegt
að vera með modelflugur í hönd-
um.
Þeir Gunnar Sigurðsson full-
trúi flugvallastjóra og Helgi
Elíasson fræðslumálastj. skýrðu
fréttamönnum frá námskeiði því
sérfi, nú er nýlokið. Flugvalla-
stjóri hefur lengi haft áhuga fyr-
ir því 'að koma modelflugsmíði
inn í skólana til að glæða áhuga
ungra manna fyrir fluglistinni.
Fenginn var danskur maður,
Knud Flensted Jensen, kennari
við kennaraskólann á Friðriks-
bergi til að kenna hér modelflug-
smíði, en hann er talinn einn
færasti maður í þeirri grein á
Norðurlöndum og hefur m. a.
skrifað 3 bækur um modelfiug.
Áhugi mikill
Mánaðarnámskeiði er nú ný-
lokið og kvað fræðslumálastjóri
það hafa verið haldið til að gefa
kennurum kost ó að kynnast nýj-
ungum. Með því að taka upp
kennslu í modelflugusmíði í
skólunum væri bætt við nýju á-
huga- og viðfangsefni fyrir
drengi. Æílunin væri vitanlega
ekk: að gera alla drengi að flug-
mönnum, frekar en t. d. að með
almennri smíðakennslu er ekki
tilgangurinn að gera alla að
smiðum. Kennararnir 18, er
Misiingar, kvef og
rauðir hundar
vaxandi
Samkvæmt upplýsingum borg-
arlæknis færist bæði kvef og
mislingar enn töluvert í vöxt.
í vikunni 17.—23. okt. voru
hér 243 mislingatiifelli, en ekki
nema 185 vikuna áður. Kvefsótt-
artilfelli voru 172 í stað 144 vik-
una á undan. Rauðir hundar
hafa tvöfaldazt, úr 31 tilfelli í
64 ,og kverkabólga og iðrakvef
einnig aukizt nokkuð, en aðrar
farsóttir svipaðar og áður.
Vom Nenrath
náSaður
Hernámsstjórar Vesturveldanna
í Þýzkalandi fé'lust i gær á þau
ti'mæli fulltrúa sovétstjórnarinnar
í Austur-Þýzkalandi, Púsjkins, að
Konstantin von Neurath yrði lát-
inn laus úr Spande.ufangelsi í Ber-
lín, þar sem hann
hefur setið síðan
hann var dæmd-
ur fyrir stríðs-
glæpi haustið ’46.
Von Neurath var
þá dæmdur í 15
ára fange.’si, og
byggðist dómur-
inn fyrst og
ft-emst á land- !
von Neurath stjórn hans í Bæ-
heimi og Mæri
eftir hernám Tékkóslóvakíu. Neur-
■ath er nú orðinn 81 árs og farinn
að heilsu. 1 september sl. fékk
hann slag og hefur síðan verið
rúmfastur. Hann er einnig orðinn
nxjög sjóndapur.
namskeiðið sottu myndu svo aft-
ur kenna smíði þetta á kennara-
námskeiði. Hefði áhugi fyrir
þessu verið töluverður, t. d. einn
komið austan úr Hveragerði og
annar sunnan úr Hafnarfirði á
námskeið þetta.
Frá krýlum til fjarstýrðra
svifflugna
K. F. Jensen ræddi nokkuð
um modelflugur og modelflug.
Módelflugur eru af mörgum
mjög mismunandi gerðum, allt
frá krýlum er vega 2 gr. upp
í margra rnetra svifflugur og
fjarstýrðar svifflugur er búnar
eru benzinmótor.
Modelflugur eru gerðar úr
balsamviði og því mjög léttar.
Hann kvað oft erfitt að koma
þeim á loft, nema uppstreymi
væri, en þá gætu þær haldizt
mjög lengi á lofti. Vegalengdar-
met módelflugu í Danrpörku
Framhald á %. SÍð'd.
íhaldið óttast
óvinsœldir
herstöSvanna
Sambykkir íyrst að rad-
arstöðvarnar skuli verða
bandarískar herstöðvar
en ílytur svo þingsálykt-
unartillögu um að þær
skuli mannaðar íslend-
ingum!
Óttinn við óvinsæklir banda-
rísku herstöðvanna er farinn
að grípa um sig alla Ieið inn
í íháldsflokkinn og er þess
skemmst að minnast að Bjarna
Ben. var ekki sleppt út í um-
ræðurnar um hernámsmálin á
dögunmn.
Nú flytja þrír ihaldsþing-
menn, Sigurður Bjarnason,
Magnús Jónsson og Jón Kjart-
ansson þingsályktunartillögu
um að skora á ríkisstjórnina
að beita sér fyrir því að starfs-
menn radarstöðva þeirra sem
byggðar verða í hinum ýmsu
landshlutum „verði íslenzk-
ir menn eftir því sem mögu-
legt reynist og Islending-
ar geta aflað sér sérþekking-
ar þeirrar sem ,nauðsynleg er
til þess að leysa af hendi þau
störf sem þar verða unnin“.
Ekki taka þingmennirnir
fram hvort tillaga þessi skuli
skoðast sem vantraust á ríkis-
stjórnina, sem nýbúin er að
lýsa yfir að hún hafi samþykkt
kröfu Bandaríkjastjórnar að
radarstöðvarnar yrðu her-
stöðvar.
Það kann að hafa haft ein-
hver áhrif á flutning tillög-
unnar að samband ungmenna-
félaganna í kjördæmi Jóns
Kjartanssonar samþykkti í
liaust kröfu um að radarstöðv-
arnar yrðu mannaðar Islend-
ingum og mótmæltí því að her-
stöðvum yrði dreift út um allt
land.
' Albert
Schweitzer
Schweitzer
hylliur
Franski læknirinn og trúboð-
inn Albert Schweitzer, sem nú er
staddur í
Osló, þar sem
hann fékk
friðarverð-
laun Nobels
fyrir árið
1952, var á-
kaft hylltur
af stúdentum
~a ~ráðhústorgi
börgarinnar í
gær.
Oslóarblöðin gengust fyrir sam-
skotum til að byggja holds-
veikraspítala á stað þeim í
Afríku, þar sem Schweitzer býr,
og söfnuðust 240.000 n. kr. á
2—3 dögum.
M-France biður
enn um traust
Umræður um fjárlagafrum-
varp Mendés-France eru nú
hafnar á franska þinginu. Meiri-
hluti fjárveitinganefndar lagði í
gær til að frumvarp um fjárlög
frönsku póstþjónustunnar, sem
fyrst var lagt fyrir þingið, yrði
ekki samþykkt óbreytt. Mendés-
France brá skjótt við og lýsti
yfir á þinginu, að hann myndi
gera atkvæðagreiðsluna um
þennan hluta fjárlagafrum-
varpsins að fráfararatriði. í
gærmorgun hafði stjórnin heim-
ilað honum að gera allar at-
kvæðagreiðslur um fjárlögin að
fráfararatriði, svo og tillögur
stjórnarinnar um hvenær um-
ræður skuli verða um Alsír og
Didesnjósnamálið, en þingið á
að taka ákvörðun um það 12.
þ. m.
Jules Moch, sem utanríkis-
málanefnd þingsins kaus til að
hafa framsögu um álit hennar á
Parísarsamningunum, neitaði að
taka það að sér, og kom einn af
nefndarmönnum gaullista í
hans stað.
Laugardagur 6. nóvember 1954 — 19. árgangur — 253. tölublað
Dúnhreinsuiiarvandaiiiálið leyst
ísl@ndingur fhelur smíðaö dúnhreinsunarvél
sem afkasfar á 1 klst. dagsverki 1 manns
Vandamálið við erfitt og óvinsælt verk: — dúnhreins-
un, viröist nú leyst. Snjöllum manni hér í bæ hefur nú
tekizt að smíða vél til að vinna þetta verk og hefur hafið
framleiðslu þeirra og sölu — m.a. fengið pöntun frá
Kanada.
Uppfinningamaður þessi, Bald-
vin Jónsson (sem hefur viðgerða-
verkstæðið Sylgju), skýrði frétta-
mönnum frá vél þessari í gær
og sýndi hvernig hún vinnur.
Hann byrjaði í ágúst í fyrra að
smíða slíka vél og fékk þá upp-
lýsingar frá erlendum firmum,
en hefur nú smíðað vélina eftir
eigin höfði. Þannig er svonefnd-
ur viðnámskassi hans uppfinn-
ing, svo og að teinarnir í vé!
hans eru sveigjanlegir og rúll-
andi.
Hvernig vélin vinnur
Fyrst er dúnninn hitaður á vír-
grind (allt upp í 100—120 stig)
þar til öll óhreinindi eru orðin
það þurr að þau geta molnað.
Þá er dúnninn settur í vélina er
skilar honum óhreinindalausum,
en þá er þó eftir í honum nokkuð
Samvinna um
Ungur bílstjóri
á Akureyri vanit
Sl. miðv.d. var dregið í bílahapp-
drætti Dvalarheimiiis aldraðre. sjó-
manna og kom bíllinn á miða nr.
21455.
Eigandi miðans er ungur bíl-
stjóri á Akureyri, Sveinn Árnason,
bilstjóri hjá brauðgerð Kristjáns-
sonar á Akureyri.
Aða’fulltrúi USA hjá SÞ, Ce.bot
Lodge, skýrði stjárnmálanefnd alls-
herjarþingsins frá því í gær, að
Bandaríkin hefðu i hyggju að
gangast fyrir
alþjóðasam-
vinnu um hag-
nýtingu kjarn-
orkunnar til
friðsamlegra
þarfe, á næsta
ári. Væru þau
reiðubúin að
hefja viðræð-
ur við þau
ríki, sem ósk-
uðu eftir
tæjcnilegri að-
stoð við upp-
setningu lcjarn
kljúfa í rannsóknarskyni. Boðaði
hann einnig, að Bandarikin myndu
á næsta ári bjóða erlendum vís-
indamönnum til Bandaríkjanna tii
■að kynnast nýjungum í kjarn-
orkuvísindum.
Lodge
Nýtt hefti komið út:
af stórum fjöðrum sem hreinsa
þarf úr. Aðalóhreindin falla nið-
ur í skúffu, en rykinu er blásið
út gegnum rör.
Vélin hreinsar 850 gr. af dún
á 5 mínútum og fást úr því
magni um 190 gr. af hreinsuðum
dún, en dúnninn sem hann sýndi
þessi afköst á í gær var svo-
nefndur hroðadúnn, eða hálfgert
rusl úr hreiðrunum.
Á klst. hreinsar vélin um 2
kg., en til samanburðar má geta
þess að duglegur maður er tal-
inn skila 2V2 kg. á dag. Er
þarna því um geysilegan vinnu-
sparnað að ræða, auk þess sem
dúnhreinsun með gamla laginu
er erfitt og óvinsælt verk.
Dúntekjubændum
kærkomin
Vél þessa smíðar Baldvin al-
gerlega sjálfur að öðru leyti en
þvi að stærstu hlutana fær hann
rennda í vélsmiðju. Umgerð vél-
arinnar er úr stáli og ryðfrítt
stál í hrælunum (völsunum).
Viðnámskassinn er úr krossviði,
fóðraður innan með kopar.
Verð vélarinnar er 12 þús. kr,
(stærðin sem myndin á 1. siðu
er af) án mótors, en hálfs ha.
mótor nægir henni og kosta þeir
um 1000 kr. (framleiddir í
Jötni).
Vél þessi mun verða dúntekju-
bændum mjög kærkomin, en
undanfarið munu þeir hafa greitt
100 kr. á kg. í hreinsun. Eram-
leiðsla vélanna er nýhafin, en
Baldin hefur þegar selt vél
(stærri) til SÍS á Akureyri, eina
vestur á land og Kanadastjórn
hefur einnig pantað hjá honum
vél.
Nehru kom-
inn heim
Vinnan og verkalýðurinn
Hvert ágætisheftið af Vinnunni og verkalýðnum rek-
ur nú annað og er 5. heftið nýkomið út.
í þetta hefti skrifar ritstjór-
inn, Jón Rafnsson, greinina:
Áhrifum atviniiurekenda sé út-
rýmt í stjórn A. S. I., þar sem
hann ræðir Alþýðusambands-
kosningarnar og kröfur þær sem
verkalýðsfélögin víðsvegar Um
land hafa samþykkt um að hrifa
samtökin undan áhrifum at-
vinnurekendaflokksins. Tryggvi
Emilsson skrifar: Frá bæjardyr-
um verkamanns, þar sem hann
ræðir kjör og aðstöðu verka-
manna. Björn Bjarnason, for-
maður Iðju skrifar aðra grein
sína um Þýzkalandsförina í sum-
ar og fjallar þessi um launamál.
Birt er ávarp til íslendinga um
undirskriftasöfnunina um brott-
för erlends hers af íslandi. Jón
Rafnsson skrifar um Kópavog
og fylgir ágæt myndaopna frá
þessum hraðvaxandi bæ. Þá er
greinin: Stefna einingarinnar í
sókn, þýdd grein um verkalýðs-
einingu í Líbanon o. fl. þýddar
greinar. Vísnabálkur eftir
Tryggva Emilsson, þýddur verka-
lýðssöngur, þátturinn Af alþjóða-
vettvangi. Úr austri og vestri
o. fl. o. fl.
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands kom heim til Nýju Delhi i
gær úr för sinni til Kína. Hann
fór einnig til Burma og Norður-
Vietnam.
Nehru var fagnað af miklum
mannfjölda, þegar hann steig út
úr flugvél sinni. Hann sagði að
viðræður hans við leiðtoga
Kina hefðu verið árangursríkar
og hefðu sannað að þjóðir Kína
og Indlands ættu samleið um
margt, þrátt fyrir ólík viðhorf á
sumum sviðum.
Það var tilkynnt i gær í Nýju
Delhi, að Nehru myndi fara á
fund Mendés-France, forsætis-
ráðhei'ra Frakklands, þegar ráð-
stefnu forsætisráðherra brezku
samveldislandanna, sem verður
um mánaðamótin janúar-febrú-
ar, er lokið.
Undirskrifið kröfuna um uppsögn heryerndarsamningsins