Þjóðviljinn - 14.11.1954, Side 2

Þjóðviljinn - 14.11.1954, Side 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. nóvember 1954 ,,Eigi svo laustækur í málunum, sem hann er rrr í gongunm Nú fer Óxeigur í braut og skilja beir Egill. Reikar Ófeigur nú milli búðanna og er all-hældreg- inn; er þó eigi svo dapur með sjálfum sér, sem lxann er lirum- ur að fótunum, og eigi svo laus- tækur í málunum, sem hann er lasmeyrr í göngunni. Um síðir kemur hann til búðar Gellis Þor- kelssonar og lætur hann út kalla. Hann kemur út og heilsar fyrr Ófeigi, Jxví að Ii.ann vár. lítil- látur, og spyr, hvert erindi hans er. Ófeigut* svarar: „Hingað varð iiiér nú reikað“. Gellír mælti: ,>ú munt vilja tala um mál Odds“. Ófeigur svarar: „Ekki vil ég þar um tala, og segi ég mér það afhent, og mun ég fá mér aðra skemmtun“. Gellir mælti: „Hvað vilt þú þá tala?“ Ófeigur mælti: „Það er mér sagt, að þú sért vitur maður; en mér er það gaman að tala við vitra menn“. Þá settust þeir niður og taka tal sín í millum. Þá spyr Ófeig- ur: „Hvað er iingra manna vest- ur þar í sveitum, það er þér þykir líklegt til mikilla höfð- ingja?“ Gellir sagði, að góð völ væru þar á því, og nefnir til s.onu Snorra goða og Eyrarmenn. „Svo er mér sagt“, kvað Ófeigur, Úað vera muni; enda er ég nú vel tíl fréttar kominn, er ég tala við þann manninn, er bæði er sann- orður og gegn“. ■ (Bándamanna saga). 1 1 dag er sunnudagurinn 14. . nóv. — Friðrekur bysk- ' up — 31G. dagur ársins — Tungl í hásuðri kl. 3:46 — Árdegishá- l'Iieði kl. 7:39 — Síðdegisháflæði kí. 20:06. X dag verða gefin s&man í hjónaband ungfrú Viiborg Þor- geirsdóttir kennari, og Einar Sverris- son, stud. oecon. Heimili þeirra verður á Langholts- 'végi 27. — Næturvörður er í Ingólfsapóteki — Simi 1330. LYF JABÚÐIR áPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til URBÆJAR kl. 8 alla daga • nema laugar- HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6. Helgidagslæknir er í dag Arinbjörn Kolbeinsson, Miklubraut 1 — Sími 82160. 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morguntón- leikar (pl.) (9:30 : Fréttir). . a) Út- varpskórinn syng- ur; Róbert A, Ottósson stjórnar. b) Romance og Scherzo úr sinfóniu nr. 4 e. Schu- mann (Mozart-hátíðahljómsv. í Paris; Walter stj.) c) Engel Lund syngur þjóðlög frá ýmsum löndum. d) Sinfónísk svíta fyrir píanó eft- ir Carl Nielsen (Wilhelm Lanzky- Ottó leikur) e) Annar þáttur úr sinfóníu nr. 5 eftir Sibe ius (Sin- fóníuhljómsv.' í Boston leikur; Koússevitzky■ stj.) 11:00 -Messa í kapel’.u Háskólans (sr. Jón Thor- arensen. 12:15 Hádegjsútvarp.' — 13:15 Erindi: Rannsókna- og til- raunastofnun fýrir’ sjávarútveg og; fiskiðnað, — verkefni hennar og verksvið (Dr. Þórður, .Þorþjarnar- son fiskifræðingur). 15:30 Miðdeg- istónleikar (pl.): a) Konzertstúck í f-moll fyrir píanó og hljómsveit eftir1 Weber (Casadeus og hljóm- sveit; Bigot' stjórnar). b) Söngv- | ar úr óperunni Töfraskyttah eftir Weber. c) Forleikur og danssýn-| ingarlög úr Rósamundu eftir Schu bert (Ha'lé hljómsv. og Sinfón'u- h'jómsveit Lundúna). 16:30 Veður- freghir. 17:30 Barhatími (Helga og Hulda Vej’.týsdætur): Leikrit: Vala vekjaraklukka. — Þjóðsaga ofl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Tón- leike.r (pl.): a) Tvær píanósónöt- ur eftir Haydn (Solomon og Kath- leen Long leika). b) Ser.enade í D-dúr .fyrir fiðlu, víólu og eel’ó op. 8 œftir Beethoven (Goldberg, Hindemith og Feuerman leika). (c Góði hirðirinn, svíta eftir Hándel (Philharmoníska hljómsveitin í London leikur; Sir Thomas Bee- chám sjtörhar). 19:45 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:20 Einsöngur: María Ma.rkan Östlund óperusöng- kona syngur; Weisshappel aðstoð- ar. 20:45 Leikrit: Jóhann síðasti eftir Christian Bock. Leikstjóri: Þorsteinn Ö,. Stephensen. Leikend- ur: Lárus Pálsson,. Einar Pálsson, Inga Þórðardójtir, Sigríður Haga- Emilia Jónasdóttir, Þorsteinn Ö. Steph.ensen og-Guðrún. Þ.. Step- hensen. (Leikritið var áður flutt 5. júní ,§U 22:00 Fréttir og veður- fregnir, 22:05 Dansiög af plötum til kl. 23:30. Útvarpið á ínorgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13:15 Búnaðarþáttur: Frá vett- vangi st'arfsins; I. (Kristófer Grímsson ráðun.) 18:00 Dönsku- kennsla; I. fl. 18:30 Enskukennsla. II. fí. 18:55 'Skákþáttur (Guðm. Arnlaugsson). 20:30 Útva.rpsh’jóm- sveitin: a) Peter Schmoll, forSeik- ur . eftir Webér. b) Romanze eftir Tschaikowsky í hljómsveitarbún- ingi Herberts Hriberscheks. 20:50 Urii daginn og veginn (Frú Gerð- ur Magnúsdóttir). 21:10 Einsöng- ur: Guðmunda Elíásdóttir syng- ur; Páll Isólfsson leikur undir á orgel. 21:30 Islenzk málþróun: MáVýzkur (Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag.) 21:45 Náttúrleg- ir h’utir (Óskar Ingimarsson grasa fræðingur). 22:10 Útvarpssagan: Bréf úr myrkri eftir Þóri Bergs- son; II. (Andrés Björnsson). 22:35 Létt lög: Ken Griffen ieikur írsk lög á orgel og kvartettinn De fire syngur (pl.) Málfundahópur Æskulýðsfylking- arinnar tekur til starfa n.k. föstu- dag. Hópurinn er fyrst og fremst ætlaður fyrir byrjendur og verður til húsa í Baðstofu iðnaðarmanna. — Leiðbeinandi verður Guðmu'nd- ur Vigfússon. Félagarnir eru ein- dregið hvattir til :að tillkynna þátt- töku sína nú þegar á skrifstofu Æ.F.R. Þórsgötu 1. Millilandáflug Edda, millilanda- fiugvél LofÚ'tiiða. er [i.uivæntanleg, Atil : Rf. , vikur síðdegjsj í dag. frá,, N.. Y. ■— Flugvéíin fer aftur áléwis til Os’.ó- ár, Gautáborgar • og Hamborgai- eftir háilfa aðra klukkustund., —' Hekla, millilandaflugvél Loftléiða er væntanleg til Rvíkur kl. 19:00 á morgun frá Hamborg, Ga/uta- borg og Osló — Flugvélin fer aftur á’eiðis till N.Y. kl. 21:00. ........ . .. Gullfaxi er vænt- ........... anlegur till Rvíkur ........... kl. 16:45 í dag frá ........... Kaupmannahöfn; ....... fer til Prestvíkur og Lundúna kl. 8:30 í fyrramálið. — PAA-flugvél er væntanleg frá Helsinki, Stokkhcí.mi, Os’ó og Presvtík í kvöld kl. 21:15 og heldur áfram eftir sk’amma við- dvöfl til New York. Innanlandsflug: 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja; á morgun til Akureyr- ar, Bíldudals, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. Kvenréttindafélag íslands Vegna aða’fundar Bandal. kvenna er félagsfundinum frestað til mánudagskvöldsins 22. þm. Krossgáta nr. 514 Bókmenntagetraun Vísurnar sem við birtum í gær voru úr kvæðinu Ferðaföggur eft- ir Stephan G. Stephansson. 1 dag birtum við eldri kvéðskap. Þar sitr Sigurðr sveita stokkinn, Fáfnis hjarta við funa steikir, spakr þætti mér spillir bauga, ef fjörsega fránan æti. Þar liggr iReginn, kvað önnur, ræðr um við sik, vili tseJá mög',’ “ 1 : þann es trúir hámun,- berr af reiði _ -. . röng orð samiin, vill bölvasmiðr' bróðr hefná. Bridgekeppni Þróttar. Eftir fjórar umferðir í tvímenn- ingskeppni Knattspyrnufél. Þrótt- ar er staðan þessi: 1. Grímar —• Gunnar 251. 2. Jón -— Tómas 244. 8. Sigurður — Geiri 238’/2. 4. Gunnar — Óla.fur 233 - 5. Gunn- laugur —Júlíus 230%. 6. Einar — Ingólfur 228%. 7. Pétur P. — Guðmundur 225%. 8. Jón G. — Gísli 225%. 9 Ari — Jón 221. 10. HaraT.dur — Helgi 220. 11. Daníel — Kristinn 217. 12. Thorberg — Bjarni 212%, 13. Guðbjartur — Bryndís 208. 14. Sveinn — Sigur- þór 204. 15. Björn — Gunnar 203%. 16. Sigurður — Einar 201%. 17. Oddur — Jóhann 201%. 18. Sigur- jón — Óli 193. Í9. Guðmundur — Snorri 184. 20. Guðmundur —- Axel 178 stig. hóíninní Lárétt: 1 skrokkar 7 tónn 8 óska 9 eldhóJf 11 skst 12 fangamark 14 leikur 15 bandarískur leikari 17 forskeyti 18 happ 20 hárlausir hvirf'ar Lóðrétt:--4- skref 2 efni 3 viður- nefni„4r.þókhaldsmál 5 kvennafn 6 litur 10 á í Egyptalandi 13 hróp 15 fyrir utan 16 næl’a 17 dúr 19 ending Lausn á„nr. 513 Lárétt: 1 skíði 4 KÁ 5 lá 7 aaa 9 lof 10 Nóa 11 inn 13 in 15 EA 16 ýtuna Lóðrétt: 1 sá 2 Isa 3.H.4 kuldi 6 átaka 7 afi 8 ann 12 níu 14 rtý 15 ea M E S S U R Dómkirkjan Messa, kl. 11 f.h. Séra Jón Auð- uns. Síðdegisguðsþjónusta kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnaguðsþjónusta kl. 2 e. h. Séra Óskar .J. Þorláksson. Laugarneskirkja Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Svavr arsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10:15 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall Messa í Kópavogsskóla, kl. 3 e h. Séra Gunnar Árnason. Barnaguðs- þjónusta s’ama stað kl. 10:30. Séra Gunnar Árnason. Hallgi-ímskirkja Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jóns- son (Ræðuefni: Marteinn Lúther). Barnaguðsþjónusta kl. 1:30. Séra Jakob Jónsson. Síðdegismessa kl. 5 e.h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Háteigsprestakall Messa kl. 2 e. h. Barnasamkoma kl. 10:30 árdegis. Séra Jón Þor- varðsson. I’ríki rk.jail Messa kl. 5 e.h. Barnaguðsþjón- usta kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn Björnsson. Eimskip: Brúarfoss fór frá Boulogne í gær- kvö'.d til Hamborgar. Dettifoss fer frá Rvík annað kvöld til N. Y. Fjailfoss fór frá Hull 12. þm. til Rvíkur. Goðafoss fór frá Kotka 12. þm. til Rotterdam og Rvíkur. GuMfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. . Lagarfoss fer frá ,Rvík á morgun, y.eatur og norður um land. R.eykja^íps kom til Rvíkur um iiádégi i° gær frá Akranesi. Selfoss’ fér frá Gauta- borg á morgun til . Antve.rpen, og Rvikur. Tröllafpss ,fór frá, Cork 12. þm. til Rotterdam, Bremen, Hamborgar og Gdynia. Tungu- foss fór frá Hafnarfirði í gærkv. til Akureyrar og þaðan til Napoli. Ríkissklp Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skja’dbreið fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er i Rvík. Skaftfeliingur fer frá Rvík á þriðjudaginn til Vestmannaeyja. Togararnir: Akurey fór á isfiskveiðár 4. þm. Askur fór á ísfiskveiðar 12. þm. Egill Skállagrímsson fór á isfisk- veiðar 9. þm. Fylikir fór á ísfisk- veiðar 10. þm. Geir fór á ísfisk- veiðar 4. þm. Hafliði er í slipp í Reykjavík. Hallveig Fróðadóttir fór á ísfiskveiðar 9. þm. Hva’fell fór á saltfiskveiðar 5. þm. Ingólf- ur Arnarson fór á ísfiskveiðar 8. þm. Jón Baldvinsson er á isfisk- veiðum. Jón Forseti er á isfisk- veiðurn. Jón Þor’.áksson var á Önundarfirði í fyrradag. Karisefni fór á ísfiskveiðar 4. þm. Marz er á ísfiskveiðum. Neptúnus er , í slipp í Reykjavik. Pétur HaKdórs- son landaði á Þingeyri 9. þm. Skúli Magnússon fór á ísfiskveið- ar 8. þm. Úra.nus fór á ísfiskveið- ar 11. þm. Þorkell Máni fór á saltfiskveiðar 4. þm.. Þorsteinn Ingólfsson kom' af' isfiskveiðum í gærkvö’d. Dagskrá Alþingis Efri deild (á morgun kl. 1:30) HHutatryggingasjóður bátaútvegs- ins, frv. 2. umr. Manntal í Reykjavík, frv. 2. umr. (Ef leyft verður). Prentfrelsi, frv. 2. umr. (Ef leyft verður). Veitingaskattur, frv. 1. umr. Búseta og atvinnuréttindi, frv. — 1. umr. (Ef leyft verður). Neðri deild (á morgun kl. 1:30) Dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnu- yega-nna, frv. 3. umr. Yfirstjórn mála á varnarsvæðun- um, frv. 3. umr. Stimpilgjald, frv. 1. umr. Skógrækt, frv. 1. umr. En að lokum varð frostið svo mikið að ís- Þannig liðu sjö dagar í miklu taugastríði. En eldhúsmeistarinn, Lambi, sagði: Ekkert breiða iagðist yfir hafið. Og nú skelfdfst sjélfur aðmírál’inn, því að hann bjóst við að óvinirnir mundu koma yfir ísinn og brenna skipin. Hann skipaði því mönnum sínum að hafa skautana tfibúna. En óvin- urinn lét e-kki sjá sig. Þá skipaði Ugluspegill svo fyrir að nú skyldi halda dýrðlega veizlu fyrir háseta og hermenn, svo að þeir gleymdu um stund hinu gífur’ega frosti. er eftir af birgðunum annað en létt vín og annað ruafl. — Sæfc.rarnir Hfi, hrópaði lýð- urinn. Veizlu skal halda meðan við bíðum orustunnar. En Lambi sagði: Þeir sem mig elska, fylgi mér. — Hvað hyggst þú fyrir, sagði Ugluspegill Enginn má yfil-gefa. skipið. — Sonur mini sagði Lambi, nú hefur þú reyndar vöidi en líttu á það að i fyrradag snæddum v síðustu pylsuna. Sérðu ljósin á þessu ríkmannlegan bónds-bæ. Farþegatala jókst iim 24% Framhald af 12. síðu. -vík—London 739 og Reykjavík— Osló 546. Vöruflutningar námu 122 smálestum og höfðu aukizt um 27%. Póstur nam tæpum 16 smálestum og höfðu þeir flutn- angar minnkað um 20%. Brúttótekjur af millilandaflugi siámu kr. 10.431.597,54 og nam aukningin rúmlega 14% á árinu. Samanlagður farþegafjöldi F. í. á árinu 1953 var 42.076 farþegar (11% aukning), vöruflutningar námu samtals 916 smál. (20% aukning) og póstflutningar námu læplega 71 smálest (1% rýrnun). Á árinu starfrækti F. f. sex flug- vélar, þ. e. þrjár Dakotaflugvél- ar, tvo Katalinaflugbáta og Gull- faxa. Flugvélar félagsins voru alls 5350 klst. í lofti, þar af var Gullfaxi einn 1584 klst. Eins og við mátti búast, var nokkur aukning á starfsliði fé- lagsins á árinu, og var fjöldi starfsmanna milli 120—140. Fé- lagið átti því láni að fagna, að ckkert slys kom fyrir farþega þ>ess eða áhafnir á starfsárinu. Eins og undanfarin ár rak F. í. skrifstofu í London í samvinnu við flimskipaifélag fslands og Ferðaskrifstofu ríkisins, en Jó- hann Sigurðsson veitir nú þeirri skrifstofu forstöðu. Skrifstofa fé- lagsins í Kaupmannahöfn flutti í nýtt og betra húsnæði í Vester- hrogade 6 C, en Birgir Þórhalls- son veitir skrifstofunni forstöðu. Vegna mikilla þarfa fyrir aukið fjármagn var ákveðið að leita til hluthafa félagsins um aukn- íngu á hlutafénu, en lög þess heimila, að það sé aukið í kr. 6 milljónir. Merki Blindrafé- lagsins seld í dag í dag verða merki Blindrafé- lagsins seld á götum bæjarins og úti um land, til ágóða fyrir starf- semi þess. Þetta vinsæla félag hefur þegar sýnt óvenjulegan dugnað í starfsemi sinni. Á síð- astliðnum vetri var saga þess ítarlega rakin hér í blaðinu í sambandi við sjötugsafmæli for- manns félagsins. Skal þvi ekki farið nánar út í að lýsa starf- semi þess á liðnum árum, það nægir að benda á að vinsældir þessa félags fara sífellt vaxandi, það sýnir meðal annars hinn sí- aukni árangur merkjasölu þess, sem haldin hefur verið árlega frá því að félagið var stofnað. Blaðið vill mæla fast með því að böm og jafnvel eldra fólk líka gefi síg fram til að selja merkin. Ef ekki stendur á sölufólki, þá þarf ekki að efa að nógir verða til að kaupa. Það hefur reynsla undanfarinna ára sýnt. Framkvæmdastjórinn las því næst upp endurskoðaða reikn- inga félagsins og skýrði einstaka liði þeirra. Tekjur af flugi árið 1953 námu kr. 18.946.378,83, og Tekjur af millilandaflugi námu um 55% af heildartekjum, en af innanlandsflugi um 45%. Hreinn hagnaður reyndist vera kr. 214.437,41 eftir fyrningar, sem námu tæpum kr. 900.000,00 (níu hundruð þúsundum). Þá var skýrt frá því, að stjórn félags- ins hefði ákveðið að leita sam- þykkis fundarins um að hlut- höfum skyldi greiddur4% arður fyrir árið 1953, og þar það sam- þykkt. Þá greindi framkvæmdastjór- inn, Örn Ó. Johnson, nokkuð frá rekstri yfirstandandi árs. Fyrstu tíu mánuði ársins höfðu flugvélar félagsins flutt 48.353 farþega eða um 24% fleiri en s.l. ár á sama tímabili. Ennfremur var um | mikla aukningu að ræða hvað I snertir vöru- og póstflutninga. Fest höfðu verið kaup á tveimur ! flugvélum á þessu ári, Douglas Dakota flugvél, sem kept var í Bandaríkjunum fyrir $80.000 og kom til landsins 3. júní s.l. og svo Skymasterflugvél, sem keypt var frá Noregi fyrir $435.000, en Bíræfir þjófar Óvenju bíræfir þjófar voru að verki í Kaupmannahöfn í fyrra- dag og höfðu 48.000 danskar krónur upp úr krafsinu. I fyrradag komu tveir menn inn í skartgripaverzlun í Breið- götu, og sagðist annar þeirra vera yfirmaður í bandariska hernum, en hinn sænskur starfs maður SAS. Bandaríkjamaður- inn fékk að líta á ýmsa skart- gripi og ákvað að kaupa nokkra þeirra, sem voru að verðmæti 15.000 d. kr. En þar sem hann hafði ekkert fé á sér, fékk hann að leggja gripina í öskju, sem hann hafði meðferðis, og innsigla hana síðan, sagðist mundu koma morguninn eftir með greiðsluna.Skartgripasalinn varð órólegur, þegar Banda- ríkjamaðurinn kom ekki á til- settum tíma, og opnaði öskj- una. Var þá ekkert í henni annað en nokkrir smáskilding- ar. Lögreglunni var tilkynnt um þjófnaðinn, og hafði hún haft spurnir af sams konar þjófn- uðum í öðrum löndum. Skömmu síðar kom til lögreglunnar ann- ar skartgripasali sem hafði verið svikinn á sama hátt um 33.000 d. kr. Svikahrappamir eru taldir hafa haft tvær öskj- ur meðferðis og tekizt að skipta á þeim án þess að kaup- mennimir yrðu varir við. hún mun vera væntanleg hingað til lands í næsta mánuði. Jafn- framt tók framkvæmdastjórinn það fram, að forráðamenn félags- ins myndu stefna áfram að því marki að athuga möguleika fyrir kaupum á millilandaflugvél af nýjustu gerð, enda þótt að því ráði hefði verið horfið nú að festa kaup á annarri Skymast- erflugvél. Almennur áhugi var ríkjandi á fundinum fyrir áframhaldandi viðgangi Flugfélags íslands, og tóku eftirtaldir fundarmenn til máls: Magnús Brynjólfsson, Ár- sæll Jónasson, Egill Vilhjálms- son, Sigríður Þorláksdóttir, Berg- ur G. Gíslason og Guðmundur Vilhjálmsson. Svohljóðandi tillaga frá Magn- úsi Brynjólfssyni var borin upp og samþykkt samhljóða: „Aðak fundur Flugfélags íslands, hald- inn 12. nóvember 1954, beinir þeirri áskorun til Flugmála- stjórnar ríkisins, að hún vindi bráðan bug að byggingu á nýju flugskýli á Reykjavíkurflugvelli, sem svo yrði leigt F. í. með sann- gjörnu verði“. Stjórn Flugfélags íslands var öll endurkjörin, en hana skipa: Guðmundur Vilhjálmsson form., Bergur G. Gíslason, varaform., Jakob Frímannsson, ritari, Frið- þjófur Ó. Johnson og Richard Thors. Varamenn í stjórn voru einnig endurkosnir, en þeir eru Jón Árnason og Svanbjörn Frí- mannsson. Endurskoðendur ýé- lagsins, Eggert P. Briem og Magnús Andrésson, hlutu sömu- leiðis einróma endurkosningu. Olviðri í Dan- mörku Fárviðri geisaði í Danmörku í gær. Viða slitnuðu símalínur og háspennuleiðslur, tré tók upp með rótum, og þök fuku af húsum. Efnatjón varð þó minna en á horfðist og ekki var kunnugt um manntjón. Joshida í kröggum ÍEin af nefndum japanska þingsins hefur stefnt Joshida forsætisráðherra fjrrir sig og er ástæðan sú, að hann hefur verið bendlaður við fjársvika- hneyksli, sem hún rannsakar. Joshida hefur einu sinni áður verið stefnt fyrir nefndina, en neitaði að hlýða. Samkvæmt lögum má dæma hann í tólf mánaða fangelsi, ef hann þrjóskazt við að mæta fyrir nefndinni. Ókeypis ferð fil Varsjó é heimsmót œskunnar heitir Æskulýðsíylkingin að verðlaunum íyrir ílesta selda miða í Þjóðviljahappdrættinu Æskulýðsfylkingin hefur ákveðið að efna tíl sam- keppni meðal félaga sinna um sölu miða í HAPP- DRÆTTI ÞJÓÐVILJANS. Aðalverðlaunin eru ókeypis ferð á heimsmót æskunnar í Varsjá á sumri komanda. Tvenn eða þrenn verðlaun önnur verða veitt og verða þau auglýst síðar. ,,Já eðo Neí" annaS kvöld Spurningaþáttur Sveins Ás- geirssonar verður tekinn upp á segulband í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld, mánudaginn 15. nóv., og hefst upptakan að venju kl. 9., en húsið verður opnað kl. 8,30. Aðgöngumiða er hægt að panta í síma 2339 í aðgöngumiða- sölu Sjálfstæðishússins á morgun milli kl. 2 og 3, en kl. 3 hefst miðasalan þar. í athugun er nú að taka þáttinn upp utan Reykja- víkur á næstunni. Sunnudagur 14. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Eining vinstri aflanna Framhald af 1. síðu. felur fulltrúum sínum á 24. þingi Alþýðusambands íslands að styðja eftir mætti með at- kvæðum sínum þá stefnu, að fulltrúar einingar og vinstra sam- starfs verði kjörnir í æðstu trún- aðarstöður Alþýðusambandsins næsta kjörtímabil". • Verkafólk Stokks- eyrar Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri komst þann- ig að orði er fulltrúar voru kjörn- ir á þingið: „Fundur haldinn í Verkalýðs- og sjómannafélaginu Bjarma ... fagnar þeirri einingu og sam- vinnu sem tekizt hefur á Akur- eyri milli Alþýðuflokksmanna og sósíalista um kjör fulltrúa á 24. þing Alþýðusambands íslands. Væntir fundurinn þess að fylgj- endur .verkalýðsflokkanna í landinu láti fordæmið frá Akur- eyri verða leiðarvísi í þeim kosn- ingum sem nú fara fram til þings Alþýðusambandsins og kjósi þá fulltrúa eina á þingið, sem í anda samstarfs og stéttarlegrar einingar vilja að því vinna að má burtu áhrif atvinnurekenda úr yfirstjórn heildarsamtaka verkalýðsins í landinu“. • A.S.B. í Reykjavík Félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkursölubúðum í Reykjavík túlkaði afstöðu sína á þennan hátt: „Fundur haldinn í A.S.B.... fagnar því samkomulagi sem náðst hefur innan verklýðshreyf- ingarinnar á Akureyri, Siglufirði og Stokkseyri og lýsir sig ein- dregið fylgjandi því. Hvetur fé- lagið önnur verklýðsfélög til að fara að dæmi þeirra. Um leið felur það fulltrúum sínum á 24. þingi A.S.Í. að vinna að því öll- um árum, að í stjórn heildar- samtakanna verði valdir menn sem starfa vilja í anda fyrr- greinds samkomulags". • Verklýðssamtök Vestfjarða Á þingi Alþýðusambands Vest- fjarða — sem sótt var af full- trúum allra verklýðsfélaga í landsfjórðungnum — voru þessi mál rædd og eftirfarandi ályktun gerð: „Þrettánda þing A.S.V. beinir þeirri eindregnu áskorun til verkalýðsfélaga á sambandssvæð- inu að þau kjósi ekki þá menn á þing Alþýðusambands íslands sem eiga samstöðu með atvinnu- rekendum. Telur þingið að innri deilur hafi þegar valdið verka- lýðssamtökunum miklu tjóni og dregið úr baráttuþreki þeirra og leggur mikla áherzlu á að allir meðlimir verklýðsfélaganna vinni að því að auka í hvívetna stéttar- legan og pólitískan viðnámsþrótt samtakanna“. • Verkamenn Reykjavíkur Á fundi í Dagsbrún, stærsta verklýðsfélagi landsins, voru fuiltrúar á Alþýðusambandsþing sjálfkjörnir og fengu þeir ein- róma svofellda ályktun í vega- nesti: „Á annan áratug hefur bar- áttueining verkalýðsins, fagleg og pólitísk, verið meginstefna Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. Sameinaður um þessa stefnu hefur verkalýðurinn unnið sína stærstu sigra. Duglaus forusta og sundrung í röðum verkalýðs- ins leiðir hins vegar til ósigra í átökunum við stéttarandstæð- inginn. — Verkamannafélagið Dagsbrún fagnar því þeirri öldu vaxandi einingar og samstarfs- vilja, sem nú er risin í verklýðs- hreyfingunni og leggur áherzlu á að verkefnin sem bíða eru ný sókn í hagsmunabaráttunni, efl- ing íslenzka atvinnulífsins, upp- sögn herverndarsamningsins og brottflutningur hersins. — En hið nauðsynlegasta til nýrra sig- urvinninga er að verkalýðurinn heimti aftur yfirráðin í heildar- samtökum sínum, Alþýðusam- bandinu, í eigin hendur... Full- trúum sínum á Alþýðusambands- þingi leggur félagið þær skyldur á herðar, að vinna ötullega að því að eingöngu þeir me'nn velj- ist í sambandsstjórn sem hafa vilja og getu til að sameina alla krafta verkalýðsins í faglegri og pólitískri baráttu hans og gera forustu heildarsamtakanna að raunverulegri yfirstjórn verka- lýðsbaráttunnar, sem sé alger- lega óháð atvinnurekendum og ríkisvaldi þeirra". • Verkamenn Hafn- arfjarðar Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði komst svo að orði: „Um árabil hafa hinir andstæðu hagsmunir verkalýðsins og gróða- stéttarinnar mætzt í baráttu milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisvaldsins. Árangur alþýð- unnar hefur ekki orðið sem skyldi vegna sundrungar verka- lýðsins, og stjórn heildarsamtak- anna hefur ekki gætt hagsmuna verkalýðsins sem átt hefði að vera. — Ólíkar skoðanir á stjórnmálum mega ekki verða til þess að sundra verklýðshreyfing- unni. Meðlimir verklýðshreyfing- arinnar eiga allir að hafa sama rétt til trúnaðarstarfa og í vali í slík störf eiga ekki flokkssjón- armið að ráða heldur hagsmunir verklýðshreyfingarinnar einnar. — Það er því höfuðnauðsyn að verklýðsfélögin leggi niður inn- byrðis deilur og hefji einhuga baráttu fyrir því að gera heild- arsamtökin, Alþýðusamband ís- lands, aftur að sannri brjóstfylk- ingu verkalýðsins". I I; • Verkalýður Isa- f jarðar og Akraness Verkamannafélagið Baldur á ísafirði og Verkalýðsfélag Akra- ness gerðu samhljóða ályktun á þessa leið: „Fundurinn skorar á fulltrúa félagsins á 24. þingi Alþýðusam- bands íslands að þeir beiti sér af alefli ’ gegn því að fulltrúar atvinnurekendavaldsins fái aðild að stjórn heildarsamtakanna, enda telur fundurinn að hlutdeild þeirra í stjórn verkalýðshreyf- ingarinnar sé alþýðu landsins til tjóns“. • Áskorun íslenzkraif alþýðu til fulltrú- anna á A.S.I. Enn fleiri ályktanir mætti rekja, en hvarvetna er sami hug- urinn: Vinstri öflin mega ekki torvelda störf verklýðsfélaganna með innbyrðis baráttu, það má ekki lengur standa að auðmanna- stéttin og atvinnurekendur hafi nokkur áhrif, hvorki bein né óbein á störf Alþýðusambands- ins og stjórn þess. Fylgismenn Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins verða að taka höndum saman um öll þau stóru mál sem sameiginleg eru og tryggja sem sigursælasta baráttu. Þetta er áskorun íslenzkrar al- þýðu til fulltrúanna á 24. þingi A.S.Í., sem hefst nú eftir nokkra daga. Þeirri áskorun fylgja árn- aðaróskir um giftudrjúg störf, þar sem hugsað sé um hagsmuni verklýðshreyfingarinnar en ekki um annarleg pólitísk sjónarmið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.