Þjóðviljinn - 14.11.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. nóvember 1954
ÞlÍeMlUlNN
Útgefandi: SameiningarflokKur alp.vöu — Sósiaiistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartunsson, diguröur Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarnl Benediktsson, Gutt-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jönsson. Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Askrlftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 17.
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
i Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Upphaf hetjusögu alþýðu-
samtakanna á Islandi
60 ár eru liðin síðan nokkrir fátækir sjómenn, nokkrir
sterklegir „skútukarlar“ þrömmuðu niður Skólavöröu-
stíginn, syngjandi við raust „En þeir fólar, sem frelsi vort
svíkja“. Þeir komu frá að stofna Sjómannafélagiö Bár-
una í kjallara „Geysis“, hússins, sem stóð þá á Skóla-
vöi'ðustíg 12 og nú stendur inni í Kleppsholti.
Þeir voru að stofna verkalýðssamtökin á íslandi. Það
var fótatak framtíðarinnar, sem kvað við á Skólavörðu-
stígnum kvöldið 14. nóvember 1894.
Þeir voru að gefa íslenzkri alþýðu það, sem hana hafði
skort 1 þúsund ár, samtök hins vinnandi fólks gegn yfir-
stéttinni.
Þeir voi'u aö hefja þá göngu, Bárufélagarnir, sem ekki
lýkur fyrr en verkalýðurinn í broddi fylkingai'innar fyrir
alþýðustéttum íslands ræður landi voru og allir vinn-
andi menn og konur fá sjálfir að njóta ávaxta erfiðisins,
frjálsir af oki fátæktar og yfirstétta.
★
Það var reisn yfir þessum brauti’yðjendum, sem gáfu
íslandi verkalýðssamtökin. Þaö var stói’hugur í þessum
sjómönnum. Þeir voi’u eigi aðeins hetjur á hafinu, í hinni
blóðugu baráttu við Ægi. Það drukknuðu 2096 menn á
íslandi frá 1881 til 1910. Þeir voru líka hetjur í barátt-
unni viö hið rísandi auðvald á íslandi. í fimmtán ár börð-
ust Bárufélagarnir bai’áttu, sem aldrei gleymist, baráttu
við kúgun yfirstéttar, við deyfð alþýðu, við aldalangt
skilningsleysi og vantraust vinnandi fólks á eigin mætti.
Bárufélögin féllu — en sigruðu. Eftir fimmtán ára
hetjustríð leystust þau upp, en jarðveginn höfðy þau
plægt og fræjunum höfðu þau sáð. Hin voldugu verka-
lýðssamtök lands vors tóku við þeim fána alþýðufrelsis,
sem Bárufélögin reistu fyrst allra og báru með heiðri alla
sevi sína. Og þau munu bera hann fi’am til sigurs.
*
Það var „máttur og ægikyngi af nýjum toga“ í í’aust
sjómannanna á Skólavöi’öustígnum fyrir 60 árum síðan.
Og sú raust hefur aldrei þagnað síðan og mun aldrei
þagna, hvað sem á gengur.
Enginn stöðvar þá göngu, sem þá var hafin, þótt leiðin
sé löng.
Sterk verkalýðsstétt minnist í dag meö þakklátum
huga og stolti brautryðjendanna frá 1894. En hún þarf
að gera meir en þakka þeim. Verkalýður íslands hefur
enn í dag margt af þeim að læra, ekki síst þrautseigjuna
í félagsstarfi við vei’stu skilyrði — og svo hitt að láta
ekkert mál sér óviðkomandi og herða í sífellu sóknina.
★
Það er eðlilegt að hugur alþýðu beinist í dag fyrst og
fremst að einum þeiri’a manna persónulega, sem eftir
lifir af Bárufélögunum: að Ottó N. Þoi’lákssyni, sem sjálf-
ur stóð í stríði þeirra frá upphafi, ætíð fi’emstur meöal
jafningja, og hefur tengt saman alla sókn íslenzks verka-
lýðs frá upphafi vega, verið sem persónugerfing samheng-
isins 1 sögu íslenzkrar alþýðubaráttu: Hann stofnaöi
Báruna 1894, hann var fyrsti forseti Alþýðusambands-
ins og Alþýöuflokksins 1916, hann setti stofnþing
Kommúnistaflokks íslands 1930 og hann flutti stofn-
þingi Sósíalistaflokksins fyrstu árnaðaróskirnar, er sósí-
alistar íslands sameinuðust í einum flokki 1938. — Og
«nn gneistar hjá honum 83 ái’a sami eldurinn sem tendi’-
.aði verkalýðshreyfingu íslands þegar hann var 23 ára að
;aldri.
Heiður og þökk sé Ottó N. Þorlákssyni og öllum félög-
um Bárunnar, lifandi og dánum. Þeir ruddu þeim björg-
um úr vegi, sem verst voru og erfiöust Þeir opnuðu sig-
ui’braut fólksins. Viö hvern áfanga á þeirri braut mun ís-
lenzk alþýða minnast þeirra og strengja þess heit að bera
fram til lokasigurs mei’kið mikla, er þeir hófu: frelsi
'Vinnandi stétta á íslandi.
Þennan dag fyrir réttum
sextíu ánxm komu skútusjó-
menn í Reykjavík á fund að
Skólavörðustig 12 og stofn-
uðu Sjómannafélagið Báruna.
Samtökin sem spruttu upp af
þeim fundi munu um alla
tíma á Islandi höfð í heiðri
og þeim vottuð aðdáun af
Ottó N. Þorláksson
formaður Stórdeildarinnar
hverri nýrri kynslóð íslenzks
alþýðufólks. Þar, í Bárufélög-
unum, streymir fram þróttug-
ust uppsprettulind íslenzkrar
verklýðshreyfingar, þar takast
beztu menn sjómannastéttar-
innar í hátfan annan áratug
á við máttarvöld aitðs og
valda á Islandi. Þar skólast
menn í baráttu, sem haft hafa
djúptæk áhrif á þróun verka-
lýðshreyfingarinnar á íslandi
allt til þessa dags.
★
Mönnum hættir til að hugsa
sér baráttu verkalýðssamtak-
anna, einkum er frá lSður, sem
stöðuga sókn af hálfu alþýð-
unnar, þar sem það séu fyrst
og fremst samtök hennar sem
beijjadt. En sjálft hugtak
baráttunnar gerir ráð fyrir
andstæðingi, og það sést skýr-
ast á bernskuskeiði alþýðu-
samtakanna hversu hatram-
lega menn og samtök auðs og
afturhalds og valda berjast
gegn verkalýðsfélögunum, hve
langt þau ganga til að níða
niður og berja niður þann visi
að nýjum heimi, þá nýju reisn
og þrótt alþýðunnar, sem býr
í samtökum hennar. Þeir
kunna að afneita stéttabarátt-
unni í orði, en í lífinu sjálfu
virðist engin bardagaaðferð of
lúaleg, ódrengileg og miskunn-
arlaus ef með henni mætti
takast að kæfa veikan frum-
gróður verkalýðsfélags, rífa
upp með rótum ’ kvist hins
nýja lífs sem þau boða lang-
þjakaðri alþýðu.
★
Hálf öld er liðin frá þvi
Plausor orti kvæði sitt til
„Bárunnar", með spádómnum:
Og það mun verða skrifuð
hennar saga. Sú spá hefur ekki
rætzt, enn er fátt annað á
prenti um sögu Bárufélaganna
en ágrip Péturs G. Guðmunds-
sonar í tíu ára afmælisriti
Sjómannafélags Reykjavíkur
og Skúla Þórðarsonar í 25
ára riti sama félags, stutt frá-
sögn í Sjómannasögu Vilhj.
Þ. Gíslasonar og tvær grein-
ar í Vinnunni 1943. í þess-
ari blaðagrein skal ekki
reynt að rekja sögu Bárufé-
laganna, einungis drepa á
nokkur atriði. En ekki ættu
að þurfa að líða mörg ár þar
til reynt verður að láta spá
Plausors rætast og skrá sögu
Bárufélaganna eftir því sem
til heimilda næst. Vil ég heita
á hvern þann, sem veit um
heimildir til þeirrar sögu,
fundargerðarbækur, gjaldkera-
bækur, reikninga eða annað
slíkt, jafnt um deildirnar 1
Reykjavík og á öðrum stöð-
um, að gera mér viðvart og
leyfa .mér að hafa þeirra not.
Ekki er kunnugt hvar fundar-
gerðabók Bárunnar no. 1 frá
1894-1902 er niður komin, en
það mun vera ein bók. Ómet-
anlegt gagn gerði sá sögu al-
þýðusamtakanna á íslandi sem
haft gæti upp á þeirri bók og
komið henni í örugga geymslu.
Bánifélaga sem á lífi eru bið
ég einnig liðsinnis að segja
mér sem mest frá þeim árum.
★
Engin reynsla af starfi
verkamannafélaga né vitn-
eskja um verkalýðshreyfingu
erlendis var til hjá Ottó N.
Þorlákssyni og Geir Sigurðs-
syni, tveim fátækum nemend-
um Stýrimannaskólans í Rvík,
er þeir gengust fyrir stofn-
un Sjómannafélagsins Bár-
unnar haustið 1894, og þó
er félagið frá byrjun hrein
hagsmunasamtök. Með þeim
hefst verkalýðshreyfing í sí-
gildu formi, það er varnar-
ráðstöfun verkafólks við þeim
kjörum sem auðmögnuð fram-
leiðsla skapar. Með þilskipa-
útgerðinni síðustu áratugi
nítjándu aldar hafði skapazt
á Islandi auðmagnaður at-
vinnurekstur, er töfraði fram
fjölmenna launþegastétt og
ríflegan gróða til eigenda
framleiðslutækjanna, útgerð-
armanna. Þeir byggðu flestir
á kaupmannsgróðanum og
létu hina byrjandi innlendu
bankastarfsemi gefa sér byr í
segl. — Árið 1854 gekkst
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri fyrir því að keypt voru
frá Englandi átta þilskip stór
og vönduð, og hefst með þeim
Jón Jónsson
fyrsti formaður Bárunnar no. 1
blómatimi skútuútgerðarinnar
í Reykjavík. Um aldamót eru
140 þilskip á landinu, með um
2000 háseta. Af þeim voru
61 við Faxaflóa (48 í Reykja-
vík). Þilskipatalan nær há-
marki 1905, og er þá 161 skip,
en fer fækkandi úr því, vél-
bátar og togarar taka við.
★
Sama ár og Tryggvi stuðl-
ar að stóraukningu flotans,
stofnar hann einnig til sam-
taka útgerðarmanna, og var
ekki farið dult með þann til-
gang að samtökin voru gegn
,heimtufrekju sjómanna.' Enda
þótt útgerðarmenn hefðu mörg
árin ofsagróða af skútuútgerð-
inni, reyndu þeir þegar að
beita samtökunum til að rýra
kjör skútusjómanna og gerðu
þeir einhliða samþykkt um
ráðningarkjör. Það var ekki
sízt til varnar þeirri árás á
sjómannakjörin, að Sjómanna-
félagið Báran var stofnað síð-
ar á sama ári og Útgerðar-
mannafélagið, 1894.
Þeir voru ekki félagsvanir
í verkalýðsfélögum stofnend-
ur fyrstu sjómannasamtak-
anna á Islandi, en þeir höfðu
nokkrir félagsreynslu úr öðr-
um félagsskap, sem orðið
hafði útbreiddari og alþýð-
legri á íslandi en í nokkru
öðru landi, Góðtemplararegl-
Helgi Bjömsson
gjaldkeri Stórdeildarinnar
unni, en reynslan þaðan og
bein hjálp templara við gróð-
ursetningu verkalýðshreyfing-
ar á Islandi mun seint full-
þökkuð né ofmetin. Lög Báru-
félaganna og fleiri verka-
lýðsfélaga bera þess merki.
Fyrstu lög Sjómannafélags-
ins Bárunnar eru prentuð í
ágripi Péturs G. Guðmunds-
sonar. Einnig undirgengust
félagsmenn skuldbindingu, er
þeir gengu í félagið, líkt
og gert er í Góðtemplararegl-
unni.
Báran snerist þegar eftir.
stofnun sína til varnar gegn
kauplækkunarherferð útgerð-
armanna og tókst að talsverðu
leyti að hindra hana, með
milligöngu Skipstjórafélags-
ins Öldunnar. Voru hagsmuna-
málin aðalmál félagsins ár
hvert og stóð í stöðugu þófi
við útgerðarmenn, sem börð-