Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 4
:) ___ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. nóvember 1954 | '^sár~§' tmuðiGCÚ0 j5iauRmoímm0Oii Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bdl”averzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. Q(Í>C3Q0!?tíl0) ■ Gljóir vel - Drjúgt • ftr«irvl«gt ■ fcceqil agt Ódýrt! Ódýrt! ■ ■ ■ Haustvörurnar komn- j ar, mikið vömúrval. 1 * ■ ■ ■ ■ Gjaíverð Vörumaikaðunnn, Hverfisgötu 74: Milljónir manna létu lífið í hinni fyrri „krossferð gegn kommún- ismanum“. Gunnar Gunnarsson harmar nú sáran að ekki skyldi meira að gert. Gunnar Gunnarsson harm- arósigur þýzku nazistanna Morgunblaðið birtir í gær ræðu Gunnars Gunnarssonar, þá er hann flutti á Heim- dallarfundinum, og kemur í Ijós að skáldið hefur látið hjá líða að rifja upp fyrri afrek sín í „baráttunni gegn kommúnismanum“, vináttu sína við Hitler, SS-foringja og dæmda stríðsglæpamenn og það hlutverk sem honum var sjálfum ætlað. En ræðan sjálf talar engu að síður sínu máli, hún er gegnsýrð af fúkyrða- austri og hugsanaferli naz- ista; meira að segja setninga- skipunin er svo þýzk að torvelt er fyrir íslendinga að brjótast gegnum hrönglið. Þetta framtak Gunnars Gunnarssonar verður nánar rætt hér í blaðinu síðar, en hér skal bent á eitt einasta atriði af fjölmörgum. „Heiðursdokt- orinn“ ræðst á einum stað harðlega á Bandaríkin fyrir „meinfrægt vitfirringsofboð“; hann segir að þeir séu „þjóð sem þrátt fyrir undirferli Rússastjórnar, er hún vitandi vits opnaði flóðgáttir styrjaldarinnar og síðan blóðgróða á skipt- um við fjandmennina, meðan til vannst, hafði mokað í hopandi herdeild- ir þeirra árum saman vopnum og varningi, og á þá lund afstýrt algeru hruni kúgunarkerfisins.“ Þarna lýsir Gunnar Gunn- arsson berum orðum harmi sínum yfir því að nazistar skyldu ekki vinna sigur í styrjöldirtni, að þeim tókst ekki að brjóta undir sig Sov- étríkin og tryggja sér þannig heimsyfirráð ásamt Japönum. Það hryggir skáldið að vinir hans skyldu ekki geta haldið áfram að myrða menn milljón- um saman í fangabúðum sín- um og tortímingarstöðvum. Hann grætur það að hersveit- ir Hitlers skyldu ekki fá að halda yfirráðum sínum yfir Vesturevrópu og Norðurlönd- um. Og það nístir hjarta hans að sjálfsögðu sárast að nazist- ar skyldu ekki koma hingað til íslands og tryggja honum sjálfum þá „forustu“ sem honum var ætluð og hann hafði þráð. Þessi ummæli Gunnars Gunnarssonar lýsa manninum og hugarfari hans vel og þau sýna hvaða öfl það eru sem nú er verið að magna um alla Vesturevrópu, hver til- gangurinn er með endurher- væðingu Þýzkalands. Ódýru góSfleppin komin aftur. Síðasta sending fyrir jól. STÆRÐIR: 190 X 285 kr. 820.00 200 X 300 — 1090.00 235X335 — 1195.00 250X350 — 1590.00 TOLEDO Fischersundi. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"■■ ■■■■■■■■■■■■< ••■■■■■■■■■■•«•■■■■■■■■■■■»•''■■■■“■■ ■ ■■■■■■'■■"■■^ ■ ■ I Pöntunarverðið I er lágt : Hveiti.......kr. 2.35 kg. | Hrísgrjón .... — 5.25 — ! Kókó, 1 lbs. ds. — 13.90 — : Molasykur .... — 3.55 — : Flórsykur .... — 3.30 — | Strásykur frá — 2.62 — ii Sagogrjón .... — 4.50 — : Kókósmjöl .... — 14.90 — : Súkkat pk. frá — 2.40 : Kerti ....... — 6.95 pk. 1: Tómatsósa fls. — 8.50 — ■ Syróp, dós. .. — 5.45 — ■ Súkkulaði :/4 kg.— 12.60 : Sveskjur .... — 14.70 kg. : Sítrónur....— 8.90 — Pöntunardeild ■ Hverfisgötu 52. — Sími 1727 : Skósalan, j Hverfisgötu 74. i Höfum fengið nýjar birgðir ; j ar ódýrum dömuskóm, inni- ■ : skóm og karlmannaskóm. i ! í SKÖSAUN. Hverfisgötu 74: Flausturslegar írásagnir íallsmenn í Lundúnahöín BÆJARPÓSTINUM hefur borizt bréf frá Austurlandi. H. í. skrif- ar: „Kæri Bæjarpóstur. Ég hef lengi ætlað að senda þér línur og læt nú loks verða af því. Það er eins og hjá svo mörgum öðrum að útvarpið verður aðalumræðuefnið. Mér fellur það alltaf illa þegar ég heyri menn tala einhverja vit- leysu, ekki sízt þegar um þaul- vana útvarpsmælendur er að ræða, sem ættu að vera öðr- um til fyrirmyndar í máli og meðferð efnis. Og vil ég nú skrifa þér um nokkur atriði sem mér þykja athugunarverð. Það er æði langt síðan að maður einn talaði um Daginn og veg- inn í útvarpinu. Var frásagan frá þorpi á Norðausturlandi. Loks dó N.N. — Verk- — Aldrei íór það svo Von var á skipi og biðu nokkrir karlar komu þess. Nótt var og sáu þeir fyrst til ljósa skipsinsj fyrst græna Ijósið bakborðs-1 megin, litlu síðar rauða ljós- ið stjórnborðsmegin. Þettaj sagði mE^urinn alveg hiklaust,- hefur líklega ekki einu sinni roðnað. Ég hef nú verið tals- vert til sjós, sem kallað er, en aldrei séð þessa ljósaskipun á nokkru skipi. Svo í sumar var verið að lesa upp í útvarpinu fréttabréf frá Winnipeg. Síðast í bréfinu voru talin upp nokkur mannalát og endað með því að loks hafi þessi maður dáið. Mikið hafa þeir fyrir vestan orðið fegn- ir að losna við hann. SVO VAR ÞAÐ í sumar um síld- artímann að síldarfréttir voru lesnar í útvarpinu og var þar sagt að fryst hafi verið í svo og svo margar tunnur af síld á einum stað á Norðurlandi. Ég hef nú aldrei vitað síld frysta í tunnur; það er þá alveg ný að- ferð. í haust þegar hafnarverkfall- ið var nýbyrjað í London, þá kom útvarpið með þá frétt eitt kvöldið að um tíu þúsund manns væru í verkfalli í höfn- inni í London. Skyldi þeim ekki hafa verið farið að kólna þegar verkfallinu lauk. Bkki fréttist að neinn hafi drukknað. Það hefði látið betur í eyrum, ef sagt hefði verið við höfnina en ekki í höfninni. Svo að lokum þetta. Mér lík- ar ágætlega við Daða Hjörvar sem þul í útvarpinu. Hann hef- ur mjög skýran framburð og að mínu viti talar hann alveg óaðfinnanlega íslenzku. Með vinsemd. H. í.“ ★ Og svo nokkur orð til H. í. persónulega. Þetta er dálítill misskilningur hjá þér með merkin. Munurinn i þeim ligg- 1. Lítið einbýlishús í Kópavogi. : 2. Tveggja herberja kjall- araíbúð í Hlíðunum. Semja ber við ■ ■ ■ j Ragnar Úlafsson. hrl., : Vonarstræti 12. HnoÓaðar mör o Skólavörðustíg 12, sími 1245 og 2108 ur í lengdinni á álmunum, auk þess sem miðkrossinn í öðru er beinn en á ská í hinu, sbr. + og X. Ég vona að þú skiljir þessa ófullkomnu lýsingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.