Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 1
VILJINN Miðvikudagur 5. janúar 1955 — 20. árgangur — 2. tölublað llm 350 bátar eru stöðvaðir G’ialdeyristjóniS áœtlaS 12 milljónir siÓustu þrjá daga Grœnlands- jökull flug- | völlur Bandaríkjamenn hafa að und anförnu gert tilraunir með &■$ lenda stórum herflugvélum of- arlega á Grænlandsjökli. Þar sem jökullinn er hæstur er hann um 3500 m yfir sjávar mál, en hingað til hafa menra ekki lent flugvélum ofar á hon- um en í 2735 m hæð. Vélar af tegundinni C-47 voru notaðar við tilraunirnar, og voru þæi? útbúnar með skíði. Enn hefur ríkisstjómin ekki komið því í verk að semja við útvegsmenn um fiskverðið, og mun láta nœrri að stöðvunin taki til 350 báta alls. Ef allt hefði verið með felldu hefðu þeir róið þrjá undanfama daga, og er það tjón sem þegar hefur hlotizt af stöðvuninni varlega á- ætlað um 12 milljónir króna í gjaldeyrisverðmætum. , Þessi endemislegu vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hafa vakið mikla reiði um land allt hjá sjómönnum og útvegsmönnum. Þannig hefur Verkalýðs- og sjó- mannafélag Akraness þegar mót- Sjú fagtiar fundarboði Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, sagði í gær að stjórn sín fagnaði ákvörðun forsætisráð- herra Indlands, Indónesíu, Pak- istan, Burma og Ceylon að boða til ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja í vor. Sjú sagði, að Kinastjórn væri. fús til að taka höndum saman við þessi ríki í baráttu fyrir friði og gegn nýlendukúg- un. Utanríkisráðherra Filippseyja hefur tilkynnt, að stjórn hans muni ekki þiggja boð um að senda fulltrúa á Asíu- og Af- ríkuráðstefnuna. Ef hann settist við sama borð og fulltrúi Kína kynni að verða litið á það sem viðurkenningu Filippseyja á nú- verandi stjórn í Peking. irstjórnin endnrkosin í Sandgerði Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps hélt aðalí'und sinn 30. fyrra mánaðar og var einingarstjórn félagsins endur- kosin. Formaður er Maron Björns- son, ritari Margeir Sigurðsson, gjaldkeri Bjarni Sigurðsson, varaformaður Gestur Hall- björnsson og meðstjórnandi Sumarliði Lárusson. — Fund- urinn samþykkti að hækka ár- gjald félagsmanna úr kr. 80 í kr. 100. Alveg nýlega var rúmum tug manna er starfað hafa á Kefla- víkurflugveUi sagt upp vinn- unni. Stafar það þó ekki af því að verið sé að fækka starfsliði þar, en félögin á Suð- urnesjum hafa enga allsherjar- samninga við alla verktaka á flugvellinum, þótt vinnan fari öll fram á félagssvæði þeirra, en þau munu hafa hug á að slíkir samningar verði gerðir. mælt stöðvuninni við útvegs- menn og telur hana brot á samningum við sjómenn. Hefur félagið farið þess á leit við Al- þýðusambandið að málið verði lagt fyrir félagsdóm. Hliðstæða sögu er að segja úr öðrum ver- stöðvum. Hvarvetna höfðu út- vegsmenn og sjómenn búið sig undir að hefja róðra eftir ára- mótin. Þykir mönnum það að vonum aumleg ríkisstjórn sem stöðvar bátaflotann í upphafi vertíðar — í stað þess að það ætti að vera hlutverk hennar að ýta undir að útgerð gæti orðið sem mest. Eins og áður segir mun látá nærri að stöðvunin taki til um 350 báta. Sé gert ráð fyrir að þeir hefðu aflað að meðaltali 5 tonna á hverjum degi undanfarið hafa þegar tapazt um 5.200 tonn. Sé það umreiknað í gjaldeyris- verðmæti nemur tapið um 12 milljónum króna þessa þrjá daga sem þegar eru liðnir. Það tap • hittir þjóðina alla, en fyrst og fremst útvegsmenn og sjó- menn og þá sem vinna við bátana í landi, en sá hópur skiptir þúsundum beint og óbeint. Ekki verður séð að rikisstjórn- arflokkarnir taki sér þessi vinnubrögð mjög nærri. Frétta- blaðið Tíminn hefur ekki hug- mynd um það í gær að bátaflot- inn sé stöðvaður og Morgun- blaðið segir að „endanleg ákvörð- un í máli þessu verði sennilega ekki tekin fyrr en undir lok þessarar viku“! , Jacobo Arbenz Arbenz kom- Inn Éil Evrópu Jacobo Arbenz, sem steypt var af forsetastóli Mið-Ame- ríkuríkisins Guatemala síðast- liðið sumar með innrás liðs sem Bandaríkjamenn höfðu vopnað, kom í gær til Parísar ásamt fjölskyldu sinni. Hefur hann hingað til dvalið í Mexikó. Arbenz sagði blaðamönnum, að hann hefði í hyggju að búa konu sinni og börnum heimili í Evrópu. Franskur togari tekinn í landhelgi í gærmorgun tók eitt varð- skipanna franskan togara að veiðum í landhelgi út af Ing- ólfshöfða. Togarinn er frá Bordeaux og heitir Cabillaud. I nótt var varðskipið væntanlegt með togarann til Reykjavikur, og munu réttarliöld að öllum líkindum hefjast þegar í dag. Frost og famifergi lama samgöngur í V.-Evrópu Samgöngur voru í mesta ólestri í gær víðast hvar I Vestur- og Miö-Evrópu af völdum frosts og snjóþyngsla. I Englandi snjóaði í gær meira en gert hefur á einum degi i mörg ár. Víða á vegum voru skaflar á fjórða metra á dýpt. 1 Wales slitnuðu raf- leiðslur svo að heil byggðar- lög eru rafmagnslaus. Um allt Austur-Frakkland Panamastjóro biður FBI mn aðstoð Ríkisstjórn Panama i Mið- Ameríku hefur beðið banda- rísku leynilögregluna FBI að veita aðstoð við leit að morð- ingjum Remons Panamaforseta, sem skotinn var til bana á sunnudaginn á skeiðvelli rétt fyr- ir utan höfuðborgina. Um fimm tugir manna hafa verið hand- teknir vegna morðsins. Eru það ýmsir stjórnmálaandstæðingar hins látna forseta en ekkert hef ur komið á daginn sem bendir til að þeir hafi vitað af tilræðinu við hann. Landamærum Panama hefur verið lokað og flugvélum bannað að hefja sig til flugs til þess að hindra að morðingjarnir sleppi úr landi. Hlmeim reiði á Akraixesi vegxia sföðvunar bátaflofans Aíijáii bátar blóa Éllb@iiBir9 en all§ veróa geróir þaóan út 22 báíar I vetur Akranesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Nítján bátar bíöa þess nú albúnir hér aö geta hafiö veiöar. Er mikil og almenn gremja hér meöal sjómanna og útgerðarmanna yfir því aö ríkisstjórnin skyldi van- rækja að semja um fiskverðiö í tæka tíð’, svo veiðar þyrftu ekki að stöðvast. Héðan verðá nú gerðir út 22 bátar og er það 4 fleira en í fyrravetur. Þrir þessara báta eru Svíþjóðarbátar um 100 lestir hver, en einn er innan við 20 tonn. Einn stærsti bátanna nýju er keyptur frá Reykjavík, hét áður Vilborg, en nú Skipaskagi, annar er leigubátur frá Reykja- ,úk,, Guðmundur Þorlákur sigandi þriðja bátsins eiga heima í Reykjavík. 19 bátanna eru tilbúnir á veiðar og bíða þess eins að ríkisstjórnin seniji uni fisk- verðið. Höfðu flestir þeirra þegar beitt lóðir sinar. Tveir bátar eiga enp ólokið lagfæringu á vél og loks er einn sem fer ekki á veiðar fyrr en síðar og þá með net. voru vegir ófærir bílum vegna hálku. Fórust þar tólf menn í bílslysum áður en umferð stöðvaðist með öllu. Svipaða sögu er að segja frá- Þýzkalandi, Austurríki og' Belgiu. Snjókoman og frostið náðut suður á Langbarðaland á> Italíu. Járnbrautarlestir þar hafa tafizt um marga klukku- tíma. Rúizt við fundi Mendés-France og; Adenauers Vesturþýzka f réttastof a v. DPA skýrði frá því í gær, að> forsætisráðherrar Frakklands- og Vestur-Þýzkalands, þeir- Mendés-Franee og Adenauer,, myndu hittast um miðjan þenn- an mánuð. Telur fréttastofan,, að Mendés-France muni heim- sækja starfsbróður sinn í fjálla- skála hans í Schwarzwald. Umræðuefni forsætisráðherr- anna verður framkvæmd samn- ings þeirra frá því í haust umi framtíð Saarhéraðs. Ljóst er af : umræðum á þingunum í Bonti'. og París að sinn leggur hvor.T. skilning í samninginn. Algert. samkomulag um Saar er ein af: forsendunum fyrir framkvæmd: samninganna um hervæðinga: V estur-Þýzkalands. Aðalálierzla lögð á frystingu Yfirleitt gera allir ráð fyrir ep I að leggja aðaláherzlu á frystingu mun aflans og ekki söltun né herzlu | fyrr en þá síðar. Tveir bátar, Ólafur Magnússon og Sigrún, munu þó Salta aflann sjálfir. Þeir sem með hann voru í fyrra unnu sjálfir að verkun aflans í fj'rra ( og telja sig hafa náð góðri útkomu þannig. 2 millj. dollara bætur fyrir v-sprcngjutjón Stjórnir Bandaríkjanna og: Japans hafa orðið ásáttar um. að. hin fyrrnefnda greiði tveggja milljóna dollara skaða- bætur vegna tjóns sem hlauzt. af vetnissprengjutilraun Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi í marz: síðastliðnum. Varð þá japanskt fiskiskip í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð frá spreng- ingarstaðnum fyrir helryki, sem sýkti alla skipshöfnina svo af geislunarveiki að einn sjó- maður er látinn en hinir liggja allir þungt haldnir. Fiskur á miðum Japana varð geislavirk- ur við sprenginguna og varð að fle.vgja afla margra fiski- báta og þeir síðan að leita á önnur miði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.