Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 5
Miðvikuðagur 5. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Mikil framleiðsluaukning í Sovétríkjunum á liðnu óri 17 millj. ha lands teknir í nýrækt Skömmu fyrir áramót birti Pravda yfirlit yfir efna- hagsþróunina í Sovétríkjunum á liðnu ári. Framleiöslan hefur vaxiö enn meir en ráö var fyrir gert í áætlun þess árs. Enn eru aðeins fyrir hendi bráðabirgðaskýrslur um fram- leiðsluafköstin, er þær sýna þó að farið var fram úr áætlun árs- ins. Árið 1954 voru 17.000.430 hekt- arar iands teknir í nýræk-t, og var það 4 milljónum hektara meira en ráð var fyrir gert. Til samanburðar má geta þess, að allt ræktað land í Danmörku er aðeins rúmlega 3 millj. ha. Pravda segir, að hin stórfellda þróun þungaiðnaðarins á liðnum árum hafi gert kleift að auka Danskir kratar ókyrrast Birt hefur verið í Kaupmanna- höfn ávarp, sem 30 kunnir menn í Sósíaldemókrataflokki Danmerkur hafa sent þing- flokki hans. Láta þeir þar í Ijós ugg yfir þeirri ákvörðun flokksforystunnar, að fylgja á- kvörðun ríkisstjórna Vestur- veldanna um endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands. Dönsku sósíaldemókratarnir minna þingmenn sína á að hræðraflokkur þeirra í Vestur- Þýzkalandi er hervæðingunni algerlega andvígur og stjóm hans hefur heitið á bræðra- flokkana í öðrum löndum Vest- ur-Evrópu að styðja baráttuna gegn hervæðingunni en fyrir fjórveldafundi um sameiningu Þýzkalands. verulega framleiðslu neyzluvarn- ings. Framleiðsla baðmullardúka óx þannig um 6% á árinu, úllár um 16% og silkis um 30%. Þrátt fyrir slæma veðráttu í Suður-Úkraínu og Volga-héruð- unum á árinu, var kornuppskeran í þeim héruðum meiri en árið áður. Miðað við árið 1940, síðasta ár- ið fyrir heimsstyrjöldina, hefur iðnaðarframleiðslan nú aukizt 2,8 sinnum, framleiðsla þungaiðnað- arins 3,4 sinnum og framleiðsla raforku þrefaldazt. Smásöluverð í ríkisverzlupum var árið 1954 2,3 sinnum lægra en árið 1947. Árið 1955 er síðasta ár fimmtu fimm ára áætlunarinnar og Pravda spáir því að, mörkum áætlunarinnar verða náð áður en það er liðið. Aldur jarðarinnar 1500 millj. árum meiri en áður var talið Rannsóknir á Magellansþokum leiSa til nýrrar þekkingar á myndun sf}örnúkerfa Nýjar athuganir sem gerðar hafa veriö á aldri jarö- arinnar hafa leitt í ljós, aö hún er allmiklu eldri en áöur var talið, eöa um 4.500 milljón ára í stað 3.000 inilljón ára. Bandaríski jarðfræðingurinn dr. J. Laurence Kulp skýrði frá þessu nýlega á ársfundi vís- indaakademíu Bandaríkjanna. Dr. Kulp er forstjóri jarð- fræðiathuganastöðvar Colum- biaháskóla. Athuganir á jarðskorpunni Dr. Kulp sagði, að mælingar á aldri jarðskorpunnar með nýjum aðferðum hefðu sýnt, að jarðsögutímabilið áður en lífið kom til sögunnar fyrir 1000 milljón árum hefði stað- ið í 3.500 milljón ár í stað 2,000 milljón ára sem áður var talið. Með tilkomu þessara nýju Híjéðlaus vél í reiðhjól Hollenzkur verkfræðingur hef- ur fundið upp vél, sem getur knú- ið reiðhjól svo að það komist upp í 25 km hraða án þess að eyða dropa af eldsneyti. Vélin er auk þess hljóðlaus! Vélin er einföld í byggingu, ekki annað en fjöður sem herð- ist á, þegar hjólreiðamaðurinn stígur hjólið á sama hátt og vanalega. Þegar hann hefur stig- að hjólið einn kílómetra getur fjöðurin knúið hjólið fjóra. noddas og Adenby komnir í hár saman Haderiansöngvarínn er stórskuldugur þrátt fyrir uppgripatekjur Fullur fjandskapur er kominn upp milli sænska vísna- töngvarans Snoddas og Adenbys, mannsins sem „upp- götvaði“ hann og gerði úr honum númer. Samræmdar hálofta- rannsóknir i Vísindamenn 36 þjóða munu íaka þátt í rannsóknum á ýmsum fyrirbærum í háloftun- um, sem gerðar verða eftir þrjú ár, þegar sólblettir ná hámarki, sagði forseti Konunglega brezka vísindafélagsins, dr. E. D. Adrian, nýlega. Rannsóknir munu verða gerðar frá 70 at- hugunastöðvum víða um heim, 21 þeirra á suðurheimskauts- svæðinu. Eitt höfuðverkefnið verður að fá nánari vitneskju um segulstormana, og vonir standa til að rannsóknirnar muni leiða til betri þekkingar á veðurfari. Adenby segir í viðtali við Morgon-Tidningen í Stokk- hólmi, að hann verði nú að gera ráðstafanir gegn Snoddas eða „réttara sagt gegn þeim sem nú hafa hann að féþúfu“. Adenby gefur í skyn, að Snoddas hafi verið sér van- þakklátur og ekki kunnað að meta allt það sem hann eigi honum að þakka. Sjálfur segist hann aðeins bera hag Snoddas fyrir brjósti, enda þótt hann hafi sagt upp samningnum við hann þegar í september sl. Snoddas hafi hins vegar ekki svarað samningsUppsögninni og því sé liann enn bundinn við samninginn. Brotið samninginn 1 samningnum er m.a. það ákvæði, að Snoddas megi ekki gera nein kaup án samþykkis Adenbys, en nú hefur komið í ljós að hann hefur keypt sér sumarbústað að Adenby for- spurðum og borgað fyrir hann óþekkta upphæð í reiðufé. Þetta telur Adenby samnings- brot sem sé því alvarlegra að Snoddas skuldar stórfé í skatta, eða 25,000 s. kr. frá árinu 1952, og hafi ekki tekið boði sínu um að lána honum peninga gegn tryggingu. Miklar tekjur Adenby segir það óskiljan- legt að Snoddas skuli vera í fjárkröggum, eins og skatt- skuldin bendir til. Hann hafi haft 50,000 s. kr. (160,000 ísl. kr.) í hreinar árstekjur siðan Adenby „uppgötvaði" hann. Adenby segir að kona Snoddas hafi ekki fengið peninga hjá honum til að kaupa mat til hátíðanna, en segist hafa látið þau hjónin fá 9,000 kr. síðan í október og eitthvað hljóti að hafa verið eftir af þessum pen- ingum. En Adenby segir, að hann geti fljótlega losað Snoddas úr fjárkröggunum, ef hann bara vildi vinna. „En Snoddas vill ekki lieyra það nefnt. Hann vinnur ekki neitt nema milli 1. maí og 15. september. Það sem eftir er ársins vill hann fá að fiska í friði“. „Annars kemur mér þetta ekki meira við“, segir Adenby að lokum. „Hann getur nú átt sig sjálfur, ég hef engan tíma til að fást við slíkt lengur. Ég hef nú snúið mér að öðru verk- efni — hraðfrystingu". aðferða væru allar tíma- ákvarðanir einnig rniklu ná- kvæmari en áður og nýjar rannsóknir sem vísindamenn athuganastöðvarinnar hefðu gert, hefðu skýrt hvernig stendur á því misræmi sem oft hefur viljað verða á milli fyrri tímaákvarðana. „Nýfædd risasól“ Á ársfundinum skýrði dr. Harlow Shapley, hinn víðkunni stjörnufræðingur Harvardhá- skóla, frá risasól, sem nýlega hefur fundizt og liefur milljón sinnum meira ljósmagn en sól okkar. Stjarna þessi er í Magellans- stjörnuþoku hinni stærri sem er næsta stjörnuþyrping við Vetrarbrautina, sem sólkerfi okkar er í. Magellansstjörnu- þokumar — sú stóra og sú litla — eru í 170,000 ljósára fjarlægð frá okkur, en eitt ljós- ár er um 10,000,000,000,000 km. Þær sjást aðeins frá suðurhveli jarðar. Risasólin sem um ræðir hef- ur verið nefnd S Doradus og hún er merkileg fyrir tvennt: Hún er bjartasta stjarna sem enn hefur fundizt á himin- hvolfinu og ljósmagn hennar sem áður segir um milljón sinnum meira en sólar okkar, og jafnframt eru allar líkur á, að hún sé langyngsta stjama í ,nágrenni“ okkar, eða aðeins milljón ára, sem á máli stjömufræðinnar þýðir að hún sé „fædd í gær“. Ný vitneskja um injndun stjörnukerfa Rannsóknir á Magellans- stjömuþokunum hafa fært okkur nýja vitneskju um mynd- un stjörnukerfanna og þróun þeirra, sagði dr. Shapley. Áð- ur hefur verið talið, að hinar svonefndu þyrilþokur væru æðra þróunarstig en hinar hnattlaga stjörnuþokur. Nú er komið í ljós að þessu er þver- öfugt farið: Hnattþokurnar eru eldri en þyrilþokurnar. Magell- ansþokurnar eru liins vegar þyrilþokur á yngsta skeiði og því skámmt komnar í þróun- inni. Iialska olympíunefndin hefur nú tilkynnt opinberlega að sótt verði um að Róm fái að sjá um olympíuleiki árið 1960. Mein Kampf leyfð í V-Þýzkalandi Á dögum Hitlers var bók foringjans Mein Kampf gefin út í mörgum stórum upplögum í Þýzkalandi og mikil eftirspurn var eftir fyrstu útgáfunni. Þess vom dæmi að menn greiddu 60.000 mörk fyrir eitt eintak af henni. Eftir stríðið hvarf bókin af markaðinum og fæstir bóksal- ar vildu hafa hana á boðstól- um. Nú hefur vesturþýzka dómsmálaráðuneytið lýst yfir að gefnu tilefni, að ekkert sé því til fyrirstöðu að bókin sé seld I bókabúðum. Bonnstjórnin hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn. Kommúnistaflokki Þýzkalands í því skyni að fá flokk- inn bannaðan. Málið er rekið fyrir stjórnlagadómstóln- um í Karlsruhe. í þessari samsettu mynd, sem tekin er úr vesturþýzka blaðinu VOLK IM BILD, sést dómshúsið, en að báki þvi fangélsið. Efst eru myndir af fjórum leið- togum flokksins, formaöur hans Max Reimann lengst til vinstri. Þessir menn eru ýmist fangelsaðir eða fara huldu. höfði. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.