Þjóðviljinn - 05.01.1955, Qupperneq 11
Miðvikudagur 5. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (II
Framhald af 7. síðu.
hafa Bretar staðið við þetta?
Jú, löndunarbannið í Bretlandi
er aðalframkvæmd brezku yf-
irstéttarinnar, brezku ríkis-
stjórnarinnar, á 2. gr. Atlanz-
hafssamningsins, • aðalfram-
kvæmdin, þannig að öll ís-
lenzka þjóðin sem heild hefur
hvað eftir annað mótmælt
þessu framferði, og lýst því
yfir að þetta væri svívirðing.
Við sáum með löndunarbann-
inu, hvers konar hræsni það
var, sem bjó á bak við allan
Atlanzhafssamninginn, að það
var ekkert annað en kröfur
nokkurra stórvelda til þess að
fá að traðka smáríki eins og
ísland undir fótum, til þess
að fá að hagnýta það sem her-
stöð, til þess að fá að arðræna
það sem hálfgerða nýlendu, og
það var það sem Bretarnir ætl-
uðust til. Þeir ætluðust til þess
að við kæmum skríðandi tíl
þeirra, knékrjúpandi, eins og
þegar þeir settu Framsóknar-
og Alþýðuflokksstjórninni 1934
stólinn fyrir dyrnar með láns-
banninu þá. Þeir ætluðust til
þess að við yrðum að beygja
okkur og biðja þá um hjálp.
Þeir ætluðust til þess að við
yrðum að selja landhelgina til
þess að Bretar afléttu löndun-
arbanninu. Hverjum var það
að þakka að- við þurftum þess
ekki? Okkur datt ekki í hug að
gera það, og það hvarflaði ekki
að okkur. Hverjum er það að
þakka, að við erum ekki upp á
Breta komnir í dag? Það er
að þakka sósíalistísku ríkjun-
um í heiminum, Sovétríkjunum
og þeim ríkjum sem hafa sýnt
það að þau vilja gera viðskipta-
samninga við ísland, að þau
vilja starfa með íslandi, að
þau vilja tryggja möguleika fs-
lands sem annarra ríkja til
fullra frjálsra miiliríkjavið-
skipta á sama tíma sem ríkin,
sem ísland stendur í banda-
lagi við, neita um slík viðskipti.
Og þetta eru ríkin, sem þeir
menn, sem hafa haft forsvar
fyrir Atlanzhafsbandalagið,
eins og forsvarsmaður þess
1949, Stefán Jóhann Stefáns-
son, lýsa yfir að Atlanzhafs-
bandalaginu sé stefnt gegn. Því
var lýst yfir beinlínis þá hér
á Alþingi að gegn kommúnism-
anum í heiminum, gegn sósíal-
ismanum í heiminum, og þeim
ríkjum, þar sem hann hefur
sigrað, gegn þeim væri Atlanz-
hafsbandalaginu stefnt. Það er
þá svona, að ríki sem við höf-
um gengið í Atlanzhafsbanda-
.lagið með, þau brjóta samning-
ana á okkur, þau setja löndun-
arbann á okkur, þau níðast á
okkur. En sósíalistísku ríkin,
sem lýst var yfir að ísland
ætlaði að fara að berjast við,
það eru þau, sem segja: Við
viljum almenn viðskipti í
heiminum, aukningu á sam-
vinnu þjóðanna á milli, til þess
að auka- gagnkvæmt þeirra
velmegun og bæta þeirra hags-
muni. Eg held að það væri
tími til kominn að eitthvað af
þingmönnum stjórnarflokkanna
færu eitthvað að hugsa í þess-
um efnum og létu ekki teyma
sig eins blindandi eins og þeir
hafa gert fram að þessu. Við
höfum getað boðið brezku ræn-
ingjunum byrginn, m. a. vegna
þess að við höfum alveg óbeint
verið í bandalagi við þá aðila,
«em okkur var sagt að við ætt-
om að berjast gegn. Við höfum
R«ð« Einars
tekið upp viðskiptasamstarf við
þá menn og við þær þjóðir,
sem okkur var sagt að við ætt-
um einmitt að fara að stríða á
móti.
Eg býst við að dæmið um
Bretland sem forusturíki lýð-
ræðisins í þessum efnum, mætti
nægja. Ef menn héldu að það
væri einhver undantekning,
líka á þessum síðustu fimm ár-
um, þá skal ég aðeins minna
háttvirta þingmenn á, hvernig
franska yfirstéttin, hvernig
Frakkland hefur þessi síðu^tu
fimm ár, þangað til nú í sum-
ar, staðið í sjö ára styrjöld til
þess að reyna að halda niðri
þjóðinni í Indó-Kína, sem var
að berjast fyrir sínu frelsi, þar
til franska yfirstéttin nú loks
síðasta sumar gafst upp á því.
Og ég vil minna á að meira
að segja smáríki eins og Hol-
land, sem var voldugt nýlendu-
ríki, var þegar við gengum í
Atlanzhafsbandalagið stimplað
af . Sameinuðu þjóðjJnum sem
árásaraðili, sem ríki sem hafði
ráðizt á' þ.ijnur ríki. Svona ,yar
samsetningiiT_. á þessu banda-
lági, sem r'eýnt' vár að telja
þjóðinni trú um að væri svo
óttalega mikið varnarbandalag.
Hins vegar er það vitanlegt að
voldugasta ríki Atlanzhafs-
bandalagsins,- og það ríki sem
ræður mestu um, að nú er svo
komið að lagt er fyrir Alþingi
fslendinga tillaga um að taka
Vestur-Þýzkaland inn í .Atlanz-
hafsbandalagið, það ríki sem
fyrst og fremst ræður því eru
Bandaríkin. .
Það er ef til vill ekki óþarfi
fyrir okkur á því stigi sem”við
stöndum nú, með vaxandi and-
úð íslenzku þjóðarinnar á
Bandaríkjunum og hernámi
þeirra á okkar eigin landi, að
gera okkur ljóst, hve mikil, ör
og ill þróun hefur orðið í
Bandaríkjum Norður-Ameriku
á þessum siðustu árum. Við
skulum muna það úr síðustu
styrjöld, að Bandaríkin stóðu
þá vinstra megin við Bretland,
að Bandaríkin og þeirra ágæti
forseti, Roosevelt, stóðu á móti
nýlendukúguninni, stóðu á móti
því að haldið væri áfram þeirri
nýlendukúgun, sem Bretland
þá gerði sig sekt um. Og
Roosevelt stóð með því, en á
móti Churchill í því, að reynt
yrði að hafa eftir styrjöldina
samstarf við sósíölsku ríkin í
heiminum. Mönnum hættir við
í dag, þegar McCarthyisminn
og annað slíkt setur brenni-
mark sitt á Bandaríki Norður-
Ameriku, að gieyma því, að
einu sinni voru þessi riki í
broddi fylkingar í sókn mann-
kynsins fram á við, að einu
sinni voru þessi riki sjálf und-
irokuð nýlenda, sem átti ágæta
foringja í sinni frelsisbaráttu;
einu sinni háðu þessi ríki rót-
tæka styrjöld á móti yfirstétt
þrælaeigenda, til þess að brjóta
þrælahaldið á bak aftur. Mönn-
um hættir við að gleyma þessu
stundum, þegar svartnætti fas-
ismans í dag er að byrja að
grúfa yfir Bandaríkjum NorðL
ur-Ameríku. Þess vegna er okkh
ur nauðsynlegt að horfast í
augu við það að hér á íslandi
þurfum við, sem. þar að auki
erum í návígi við auðvaldið og
hervaldið, þá þurfum við sér-
staklega að gera okkur Ijóst,
hvað þarna er að gerast. Sú
þróun sem á bér stað í Bánda-
ríkjunum, sérstakiega hratt
þessi síðustu fimrri ár, er þró-
un til fasisma, eða þróun til
einræðis auðváldsins. Þar vex
ofstækið með hverju ári. Þar
er hafinn trylltur vigbúnaður,
sem er að áliti auðhringanna
amerísku það eina, sem getur
firrt þá hættunni af kreppu.
Gróði amerísku auðhringanna
er í dag, eins og það væri
styrjöld. Samsvarandi allri
þessari þróun byrja svo hinar
pólitísku kúgunarráðstafanir.
Bann á Kommúnistaflokki
Bandaríkjanna er þegar að
miklu leyti fram komið. Ofsókn
allra frjálslyndra afla í Bantja-
ríkjunum er nú þegar farið að
setja brennimark fasismans á
þessi ríki í augum allra frjáls-
lyndra manna í veröldinni.
Þekktustu listamenn heimsins,
eins og Paul Robeson, fá ekki
að koma út fyrir Bandaríkin;
þau eru orðin fangabúðir,
fangabúðir fyrir þeirra fremstu
menn — og beztu. Við skulum
gera okkur ljóst, að þessi þró-
un í Bandaríkjunum á að áliti
ráðamannanna þar að færast
yfir á ríki eins og Vestur-
Þýzkaland, enda byrjað þar,
og á ríki eins og ísland og
önnur slik. Meðan þetta gerist
inn á við, að fasisminn þann-
ig grípur meira og meira um
sig í Bandaríkjunum, hvað er
þá að gerast út á við hjá þeim?
Út á við hefur ameriska auð-
valdið ' auðsjáanlega sett sér
það mark að brjóta undir sig
ýmist nýlendur gömlu stór-
veldanna í Evrópu, eins og
Englands, Frakklands eða
slíkra, eða gera ríki, sem áður
voru sjálfstæð, að sínum ný-
lendum. Bandaríkin setja sér
auðsjáanlega nú að verða vold-
ugasta nýlenduríki veraldar-
innar, en að skipuleggja sína
nýlendukúgun með nokkruni
öðrum hætti, ef hægt væri,
heldur en Bretland, Frakkland
og gömlu riýlériduríkin í Evr-
ópu hafa gert.
Við höfum einmitt á þessu
ári séð áþreifanlegasta dæmið
um hverja afstöðu Bandaríki
Norður-Ameríku taka gagnvart
lýðræði og þjóðfrelsi. Við höf-
um séð það um eitt smáríki
í Ameríku, Guatemala, ríki,
þar sem var frjálslynd stjórn,
riki þar sem fátækir bændur
studdu ríkisstjórnina, sem var
að úthluta til þeirra jörðum.
Hvað var gert? Hvað var gert
viðvíkjandi Guate’mala á þessu
ári? Það var af hálfu Banda-
rikja Norður-Arneríku skipu-
lögð innrás í þetta land' til
þess að steypa stjórn þess af
stóli. Og því var lýst yfir um
leið að Bandariki Norður-Ame-
ríku mundu ekki þola það að
það sem þau kalla kommún-
istískt ríki myndi rísa upp í
Ameríku, Kommúnistiskt var
það kallað á sama hátt eins og
Ólafur Thors eða Hermann
Jónasson mundu vera kallaðir
kommúnistar, það var kallað
kommúnismi, svo framarlega
sem einn bóndi, eins og ein-
hver bóndi í Sjálfstæðisflokkn-
um eða Framsóknarflokknum
færi fram á það að mega eign-
ast jörð, og það væri skipt upp
stóru jarðnæði, sem einn auð-
hringur ætti, á milli svo og
svo margra bænda. Því var
lýst yfir að ef ríkisstjórn í
sjálfstæðu landi, sem setti lög
um slíkt, ef hún dirfðist að
gera það, þá væri rétt að ráð-
ast á hana með vopnavaldi og
steypa henni. Hvað þýddi þessi
yfirlýsing og hvað þýddi þessi
staðreynd viðvíkjandi Guate-
mala? Það þýddi það að Banda-
ríki Norður-Ameríku lýstu því
yfir að þau þola ekki lýðræðið.
Þau þola ekki það að þjóðirn-
ar fái sjálfar að nota sinn
kosningarétt til þess að kjósa
sér rikisstjórn að sínu skapi og
að sú ríkisstjórn fái að. fram-
kvæma þá hluti, sem hennar
kjóséndum hefur komið saman
um að fela henni. Það væri
svipað, eins og ef t. d. alþýðu-
framsóknarríkisstjórn hér á fs-
landi, eftir að Árnessýslan
hefði verið orðin eign eins ein-
asta amerísks landsdrottins,
hefði tekið upp á því að skipta
jörðunum í Árnessýslu upp á
milli bændanna sem orkt hafa
jörðina eða slík alþýðufram-
sóknarstjórn hefði tekið upp á
því að þjóðnýta eitt fyrirtæki,
sem amerískur aluminium-
hringur hefði átt hér á íslandi,
auðvitað hvort tveggja gegn
því að borga skaðabætur til*
þessara amerísku hringa.
Það sem var að gerast í
þessu landi var, að það var
verið að brjóta lýðræðið á bak
aftur, án þess að lýðræðis-
flokkarnir hér á íslandi
hreyfðu mótmælum, án þess að
stjórnin hér á íslandi, sem
kallar sig lýðræðisstjórn, segði
eitt einasta orð, án þe.ss að
hún léti sinn fulltrúa hjá Sam-
einuðu þjóðunum knýja það
fram að þetta svívirðingarat-
hæfi Bandaríkjastjórnar og
auðhringa hennar væri stöðv-
að. Og ég vil minna þá hátt-
virta þingmenn, sem muna það
langt, að muna 1936. Eg vil
minn þá á hvað þá var að ger-
ast. Þá var eitt ríki í Evrópu,
þar sem sósíaidemókratísk
og svona framsóknarsinnuð
bændástjórn hafði seát að
völdum á lýðræðislegan hátt
og tók að taka nokkuð af jörð-
um aðalsins á Spáni til þess
að skipta upp á milli land-
lausra bænda, og við munum
hvað var gert þá, og þá var
þó Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn ennþá þann-
ig, að þeir stóðu á móti því
sem þar var að gerast, þó að
íhaldið fyndi auðvitað blóðið
renna til skyldunnar og stæði
með Franco. Það var sama,
alveg sama, sem var að gerast
i Guatemala í ár, eins og það
sem gerðist á Spáni fyrir 18
árum síðan. Það var sami
þarmleikurinn, sem var að end-
urtaka sig. Það var það, að
eins og lýðræðið hafði sigrað
á Spáni 1936, og var barið niffc
ur af herjum einræðisins, ein#
var verið að fara að í Guate*
mala.
Bandaríki Norður-AmeríkU
höfðu sama hlutverk með
höndum í Guatemala í ár, eins
og Hitler og Mússólíni 1936—*
1938 gagnvart Spáni. Það var
verið að myrða lýðræðið, lýð-
ræði hjá einni smáþjóð, sem
hafði vonazt eftir því að hún
mætti sjálf fá að njóta ávaxt-
anna af auðnum í sínu landi.
Guatemala er nýtt dæmi og
táknrænt. Og ég sé á öllu, að
það hefur komið við Framsókn-
arflokkinn, þó að hann e. t. v.
kjnoki sér við opinberlega að
viðurkenna það.
Guatemala og aðfarirnar þar
eru lærdómsrík dæmi fyrir ís-
land í dag. Við höfum amerísk-
an her hér á íslandi. Við höf-
urn yfirlýsingu frá Framsókn-
arflokknum, frá flokki hæst-
virts utanríkisráðherra, um að
Sjálfstæðisflokkurinn, íhaldið,
stefni að því að ná eitt völd-
unum hér á íslandi, skapa sér
einræði hér á íslandi, og munr
ekki kinoka séf við að nota út-
lendan her til þess. Við höfum
yfiriýsingu frá Framsóknar-
flokknum, birta í málgagni
hans, Timanum, þar sem þvj er
lýst yfir, að slíkur flokkur sé
Sjálfstæðisflokkurinn, eins og
hann kallar sig, og við höfum
dæmin fyrir okkur frá þessu
ári um hvernig farið er að við
að .steypa iýðræðisstjórnum.
Það er ennþá handhægara hér
á íslandi heldur en það var í
Guatemala. Þar var herinn að
mestu leyti utan við landstein-
ana. Hérna er hann innart
landsteinanna, Og Sjálfstæðis-
flokkurinn, eftir að hann væri
kominn í hreinan meirihluta á
íslandi eins og hann er að
dreyma um, hann væri máski
ekki í neinum vandræðum með
að vitna í 4. gr. Atlanzhafs-
bandalagsins, — ég veit ekkí
hvort háttvirtir þingmenn
stjórnarflokkanna hafa nokk-
urn tíma haft fyrir því að lesa
þá grein, — með leyfi hæstvirts
forseta vil ég leyfa mér að lesa
hana upp. Hún er stutt;
„Aðilar munu hafa samráð
sín á milli, hvenær sem ein-
hver þeirra telur friðhelgl
landhelgis einhvers aðila, póli-
tísku sjálfstæði eða öryggl
ógnað“.
Það liggur fyrir yfirlýsing
frá Bandaríkjunum um, að þeir
telji pólitísku sjálfstáéði og
öryggi ógnað, þegar einhvers
konar framsóknar-alþýðu-
flokksstjórnir taki völdin i
löndum. Þá er handhægt eins
og í Guatemala að beita her til
þess að steypa þeim. 4. greinin
í Atlanzhafssamningnum er
þægileg til slikrar notkunar.
Praksísinn, reynslan, sem búið
er að skapa í brezka Guyana
og sérstaklega í Guatemala,
hún gefur fyrirmyndirnar urn
þetta.
Þetta vildi ég aðeins minna
á, ef einhver maður hér í þing-
inu ætlaði að fara að reyna
1 að telja okkur trú um, að lýð-
ræðinu í veröldinni væri að
einhverju leyti hjálpað með
því að Bandaríkin og Bretlanct
tækju okkur með í Atlanzhafs-
bandalagið og héldu áfrairt
þeirri pólitík, sem þau hafa
rekið þar á undanförnum ár-
urn, og bættu svo Þýzkalandi
við.