Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 4
4) j— ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. febrúar 1955 Enn einu sinni hafa mat- reiðslumenn og framreiðslu- menn neyðst til að stofna til verkfalls við útgerðarfélög kaupskipa, til þess að knýja fram lífvænleg kjör. Það hafði ekki verið hug- mynd mín að skrifa um verk- fall það, sem nú stendur yfir, en vegna skrifa í tveimur dag- blöðum Reykjavíkur 29. jan. s. 1. tel ég rétt að ræða þetta mál nokkuð, þar sem ég hef verið viðriðinn fyrri vinnudeil- ur þessara manna, sem og einnig þá, er yfir stendur. Fyrrgreind dagblöð flytja svo að segja sömu greinina, og sér maður nokkurn veginn frá hverjum hún er runnin. — Nóg um það. Það sem einkennir þessar greinar nú, serh og ætíð þær blaðagreinar, er frá útgerðun- um koma, þegar um deilu er að ræða, er, að kaupkröfur stéttafélagsins eru miðaðar við hundraðshluta, en aldrei rætt . um hina raunverulegu krónu- tölu. Þetta er að vísu ósköp skiljanlegt af hálfu útgerðarfé- laganna. Eg vil áður erí lengra er far- ið, skýra hvernig var ástatt um launataxta matreiðslu- manna og búrmanna í byrjun síðustu heimsstyrjaldar. Þá voru þessir kauptaxtar hjá bessum mönnum 7. Taxti nr. 1 kr. 387.50, taxti nr. 2 kr. 300,00, taxti nr. 3 kr. 275,00, taxti nr. 4 kr. 272,00, taxti nr. 5 kr. 200,00, taxti nr. 6 kr. 150,00 og loks taxti nr. 7 kr. 125,50. Eftir heimsstyrjöldina sið- ustu voru kauptaxtar allra sjó- manna á kaupskipaflotanum hækkaðir um 100%, frá því sem þeir voru í ófriðarbyrjun, og var það hið sama gert hjá mat- og framreiðslumönnum sem og búrmönnum, þannig varð t. d. taxti nr 1 kr. 775,00 o. s. frv. Við samningsgerðir haustið 1946, svo og vinnudeil- ur okkar við þessa sömu aðila -árin 1948 og 1950, var unnið að því að fækka þessum mismun- andi töxtum og samræma þá þannig að við samningana 3950 voru þessir 7 taxtar orðn- ir 3. Vegna þessárar samræm- < ingar hefur taxti nr. 1 aldrei hækkað, vegna þess að meiri áherzla var lögð á samræm- ingu og hækkun hinna taxt- anna. Taxti nr. 4 var færður yfir í taxta nr. 1, en hinir allir samræmdir í tvo taxta, sem urðu kr. 625.00 og kr. 650,00, miðað við þáverandi grunn. Með lögum um gengisfellingu, sem sett voru árið 1950, var í þeim lögum ákveðið, að grunnlaun skyldu þrefaldast, og urðu þessir 3 taxtar, sem um var samið fyrir búrmenn og matreiðslumenn 5. ágúst 3950 þannig: Taxti nr. 1 kr. 2325,00 (775,00), taxti nr. 2 kr. 1950,00 (650,00) og taxti nr. 3 1875,00 (625,00). Er hér um grunnlaun að ræða fyrir Böðvar Steinþórsson: Um hvað er deilt í deilu matreiðslu- og framreiðslumanna við kaupskipaflotann? unnar 9 klst. á dag. Getur hver maður séð, að þessi laun eru hvergi nærri lífvænleg, og virkilega þörf að lagfæra þau, og sannast það bezt, að margir iðnaðarmenn í matreiðslu- og framreiðsluiðnum velja sér fremur vinnu sem verkamenn eða bílstjórar en starfa við iðn sína, og þurfa þá útgerðirnar að notast við gerfimenn, Er þetta ástand mjög bagalegt, eins og hver stéttvís maður hlýtur að sjá! Síðustu tilboð matreiðslu- manna til útgerðanna er að hinir þrír taxtar hækki um 10% og vinnudagur styttist úr 9 klst. í 8 klst., og matreiðslu- og búrmönnum verði tryggðar 30 ef tirvinnuklukkustundir á mánuði auk nokkurra annarra smávægilegra hlunninda. Hin- ar íupprunalegu kröfur sem Samband matreiðslu- og fram- reiðslumanna, S. M. F., hefur gert nú fyrir matreiðslumenn og búrmenn á kaupskipaflot- anum, eru miðaðar við kaup og kjör matreiðslumanna í samningi S. M. F. við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda, er gerður var í maí s. 1. Þegar menn hafa séð krónu- tölu þá, er farið var fram á í upphafi deilu þessarar, sem og síðasta gagntilboð S. M. F., þá hljóta þeir að skilja, hvers vegna útgerðarfélögin vilja ræða málin í hundraðshlutum. Þegar litið er á árstekjur 4 manna, er hin tvö dagblöð geta um, þá sjá menn, hve mikla eftirvinnutíma þessir um- ræddu menn hafa unnið, og eru til dæmi þess að sumir þess- ara manna hafa ekki fengið nema % frídag yiír allt sum- arið. Er því ekki rétt að míða mánaðar- og árskaup á þann hátt. Þessir menn eru ekki öf- undsverðir launa sinna eftir langan og erfiðan starfsdag. Eins og séð verður á grein- um hinna tveggja dagblaða, þá er ekki getið um árstekjur matreiðslu- og búrmanna al- mennt, og er ekki von að út- gerðarfélögin vilji verða til þess að geta þeirra. Um framleiðslumenn er það að segja, að meiri hluta árs- ins eru tekjur þeirra, sem að n^estu leyti byggist á þjónustu- gjaldi, þannig, að þeim er nauðsynlegt að hafa einhverja tryggingu, og eru kröfur þeirra afar eðlilegar, sem bezt sést á því, að útgerðarfélögin ræða þær lítið sem ekkert í hinum tveimur dagblöðum. Grunnlaun framreiðslu- manna eru nú kr. 900,00 og á þremur tilteknum skipum kr. 1200,00 á mánuði. Upprunaleg krafa framreiðslumanna var kauptrygging á mánuði hverj- um kr. 2800,00 og með gagntil- boði hafa þeir nú lækkað trygginguna niður í kr. 2700,00. Eins og fram hefur komið hjá mér hér að framan, er deila sú, sem yfir stendur milli S. M. F. annarsvegar og út- gerðarfélaga kaupskipa hins- vegar afar eðlileg og réttmæt, en öll viðleitni S. M. F. til að ! ná endunum saman hefur strandað á útgerðarfélögunum. Eg tel rétt að geta þess hér, að h. f. Eimskipafélag íslands og Skipaútgerð ríkisins hafa sýnt mikið tómlæti í því að ráða til sín nemendur í mat- reiðslu- og framreiðslu þrátt fyrir skilyrði þau sem fyrir hendi eru hjá þeim. Hinsvegar gera þessi útgerðarfélög kröfu um að fá til sín góða fagmenn í þessum greinum. Þetta skiln- ingsleysi og tómlæti útgerðar- félaganna veldur að vonum miklu stéttarlegu tjóni. —o— Hér að framan hef ég með nokktum orðum skýrt deilu þessa, sem nú stendur yfir milli S. M. F. og útgerðarfé- laga kaupskipa á sögulegum grundvelli, og um leið rakið málið lauslega eins og það nú liggur fyrir Tel ég málið liggja þannig fyrir almenningi nú, að hver maður hlýtur að skilja þá afstöðu er S. M. F. hefur tekið með verkfalli sínu. Með beztu kveðjum. Reykjavík, 30. janúar 1955. Böðvar Steinþórsson. stjórnarmeðlimur S. M. F. LJÖSMYNDIR óskast í árbók Ferðafélags íslands frá Aústfjörðum (svæðið frá Lónsheiði til Gerpis). Greiðsla samkvæmt taxta. Bérist fyrir 35. febrúar næstkomandi. Ferðafélág Islands Túngötu 5. NIÐURSUÐU VÖRUR Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát HARALDAR BJARNASONAR, Borgargerði 12. Vandamenn Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR MAGNEU NJÁLSÐÓTTUR, Meðalholti 13. Vandamenn um Höfum fyrirliggjandi: Karlmannanærfatnað, margar gerðir. Karlmannasokka, nælon, ull og baðmulj Kvenbuxur, Unglinganærföt, Barnanærföt, n Barnanáttföt, Bleyjur, Bleyjubuxur, Telpnakápur, Sjóstakka, gula. Sjópoka, Gúmmísvuntur, hvítar. Vinnuvettlinga, gula, Karlmannaskó, margar gerðir, kvenskó, margar gerðír, Unglingaskó, Barnaskó. Leitið til okkar Sameinapþj^rMnwjuaj^nidskn BR/EÐRAfiORGARSTÍG 7 - REYKJAVÍK Símar: 5667 — 81099 — 81105 — 81106. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■••■■■••■■■■■■■■■■■•■■■■■■»■••■■••••■■•■ • ■••••■»■•■•■ ■■■■■■■•■•■•••■•■••»• ■■■■■■■■■■••■■■■■■■•■■■■■■■■■< ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■MHaa**1 Kvöldvökur I. O. C. T. í Góðtemplarahúsinu dagana 31. janúar til 3. febmar 1955 kl. 8.30 e.h. stundvíslega öll kvöldin — Öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. .Munsð ('völdvelíHBa i kvöld Þingstúka Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.