Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Heimurinn talinn
6000 milljón ára
MiSisistöðiH af þremrnm ramisékimm
ber að sama hranm
Bandai'ískir stjörnufræðingar hafa komizt aff þeirri
niðurstöðu aff heimurinn hafi orffiö til fyrir um sex millj-
örðum ára.
Það er ekkert áhlaupaverk að leggja járnbraut um svona landslag. Myndin er af járn-
brautarbrú yfir gljúfur á nýlögðum brautarkafla milli borganna Tienshui og Lansjá
vestarlega < Kína.
2 járnbrautir lagðar yfir eyði-
nterkur og firnindi Mið-Asiu
Gero Kinverjum fœrt að nýta máim- og
oliuauBugustu héruS lands sins
Stjömufræðingarnir draga
þessa ályktun af athugunum
sínum í stærsta stjörnukíki sem
til er, 200 þumlunga kíkinum
í stjömutuminum á Palomar-
fjalli í Kaliforníu. Skýrt var
frá útreikningum þeirra á árs-
þingi bandaríska vísindafélags-
ins um daginn.
Liðin eru 25 ár síðan sú
kenning kom fram að stjörnu-
þyrpingamar í geimnum, sem
hver um sig er mynduð af
milljörðum stjama og sólkerfa,
séu á hraðri ferð hver frá ann-
arri. Þessi ályktun var dregin af
því, að ljósið frá stjörnuþyrp-
ingunum er því nær rauða
endanum á litrófinu því lengra
sem þær eru frá jörðinni. Verð-
ur þetta fyrirbæri ekki skýrt
með öðru en að stjörnuþyrp-
ingarnar séu á hraðri ferð hver
frá annarri og hraði þeirra sé
því meiri því lengra sem er
til þeirra.
í fyrstu var aðeins hægt að
mæla ljósið frá fáum stjömu-
þyrpingum og var reiknað út
Undanfarin ár hefur veriö unnið af miklu kappi að
járnbrautalagningum í Kína. Skýrt var frá því í Peking
um síðustu áramót, að árið 1954 hefði verið lokið við
lagningu járnbrauta, sem alls eru 800 kílómetrar á lengd.
Sem stendur er unnið að ný-
smíði tólf jámbrautarlína víðs-
vegar um hið víðlenda ríki.
Um Sinkiang
Tvær af þessum línum eru
lengstar og þýðingarmestar.
Önnur er frá Lansjá í vestur-
hluta Kína um héruðin Kansu
og Sinkiang til Alma Ata, höf-
uðborgar sovétlýðveldisins Kas-
akstan. Þessi leið er um 2700
km. löng og mun taka nokkur
ár að ljúka jámbrautinni, enda
liggur hún víða um háfjöll og
gróðursnauðar auðnir.
Þessi jámbraut verður sú
fyrsta sem nær alla leið frá
austurströng Kína að vestur-
landamærum ríkisins. Verður
vart of mikið gert úr þýðingu
hennar fyrir kínverskt atvinnu
líf. Svo er mál með vexti að
Sinkiang er frá náttúrunnar
hendi eitthvert auðugasta hérað
Kína, þar er ógrynni málma í
: •
| Er ekki til set- !
I unnar bcðið 1
: :
• Frú Kitty Bonham í Park- j
: land í Bandaríkjunum er bú- ■
[ in að sitja uppi á flaggstang- •
■ arhún í 75 sólarhringa og j
: hefur þar með sett nýtt met
■ í flaggstangasetum. Hún ætl-
: ar þó ekki að stíga niður af
: hinum háa sessi, sem er 18
E metra yfir jafnsléttu, fyrr en
: 5. febrúar. Hún segist myndi
: sitja lengur ef svo stæði ekki
: á að hún væntir sín í apríl.
jörðu og miklar olíulindir hafa
fundizt þar. Þessi landgæði hafa
hinsvegar ekki verið nýtt nema
að mjög litlu leyti vegna erfiðra
samgangna, úlfaldalestir eru
enn helztu samgöngutækin í
Sinkiang.
Til Mongólíu
Önnur helzt? j ámbrautarlínan,
sem unnið er að, á að liggja
frá Norður-Kína um Mongólíu
á Síberíujámbrautina. Þar er
búið að leggja teinana að landa-
mærum Kína og Mongólíu.
Verið er að byggja stórbrýr
yfir Jangtsefljótið í Mið-Kína
og er hinni fyrstu þeirra, yfir
þverána Han, lokið. Þegar
brýmar verða fullgerðar kemst
í fyrsta skipti á beint. járnþraut-
arsamband milli Norður- og Suð-
ur-Kína.
eftir þer/n upplýsingum að
heimurinn hefði orðið til fyrir
um tveim milljörðum ára. Nú
liggja fyrir mælingar á fjar-
lægð og hraða 800 stjörnu-
þyrpinga. Af þeim er dregin sú
ályktun, að hraði útþenslunn-
ar sé ekki nema þriðjungur
þess sem áður hafði verið talið
og heimurinn þrisvar sinnum
eldri eða sex milljarða ára
gamall.
Þessi tala kemur heim við
niðurstöðúr jarðfræðinga um
aldur skorpu jarðarinnar og
útreikninga á aldri stjamaiína
í næstu stjörnuþyrpingu við
Vetrarbrautina, sem okkar sól-
kerfi tilheyrir.
Apaaugif
monni
• r
sgonma
Tveir skurðlæknar í Kína
hafa gefið blindum manni
sjónina með áður óþekktri að-
gerð, segir fréttastofan Nýja
Kína. Þeir tóku augasteina
úr apa og græddu þá í mann-
inn.
Taivan
Framhald af 12. síðu.
gagn brezka Verkamanna-
flokksins, birti í gær viðtal við
flokksforingjann, Clement Att
lee. Segir hann að þar serr
bæði Bandaríkin og Kína telj
sér Taivan ómissandi af örygg
isástæðum sé rétta lausnin a?
SÞ feli hlutlausum ríkjun
æðsta vald á eynni þangað ti
eyjarskeggjar geti látið í ljóf
sinn vilja. Til þess verði Sjanr
og hans fylgifiskar að verðr
þaðan á brott.
Attlee segist reyndar eklr
fá séð, að heii brú sé í full
yrðingum Bandaríkjastjórnar
um að hún verði að hafa tang-
arhald á Taivan vegna öryggií
Bandaríkjanna.
Merierð gegn
foos&ailensi
Lögreglan í Torino á ítalíu
hefur efnt til herferðar gegn
kossaflensi á almannafæri. Eitt
kvöld í síðustu. viku voru 100
„siðgæðisverðir“ sendir út af
örkinni og þeir komu aftur á
lögreglustöðina . með 35 ■ pör,
sem þeir höfðu staðið að yerki
í kvikmjndahúsum borgarinnar.
Eldspýtur sem
þola bleytu
Eldspýtnaverksmiðja í Noregi
sendi nýlega á markaðinn eld-
spýtur, sem hafa þann áður ó-
þekkta kost að þótt þær blotni
heldur áfram að kvikna á þeim.
Þær eru ætlaðar sjómönnum og
öðrum, sem oft þurfa að kveikja
eld votir um hendurnar. Ekkl
vill verksmiðjan þó ábyrgjást
að á eldspýtunum kvikni ef
þeim er dýft niður í vatn eða
þær gegnbleyttar á annan hátt.
Óveriandi að
hundsa Rússa
segir brezka íiialdsklaðið
Observer
Brezka íhaldsblaðið Observer
lagði til í ritstjórnargrein á
fyrstu síðu um fyrri helgi, að
Vesturveldin hefji þegar í stað
viðræður við Sovétríkin um
sameiningu Þýzkalands. Blaðið
segir, að ef Vesturveldin látá
hjá líða að sannfæra Þjóðverja
um að þau séu fáanleg til a$
semja ' um samemingu
lands
Frá járnbrautarlagningu miUi T.ienshui og Sjengtu. í
Kína. Verkamenn bora fyrir sprengiefni í þverhníptan
klett, þar sem sprengja verður brautinni leið.
þeirra, geti aldrei orðið um
að ræða traust hernaðarbánda-
lag Vestur-Þýzkalands Við
Vesturveldin. Hinsvegar þýði
Vesturveldunum ekki að koma
á samningafund nema þau vilji
fallast á friðargerð sem hafi
það í 'för með sér að Þýzka-
land verði sameinað, sjálfstætt
og hernaðarlega hlutlaust. „Við
verðum að þora að bregðast
við nýjum aðstæðum og kanna
alla möguleika“, segir Observ-
er. „Skoðun okkar er að stund’-
in s,é komin til þess að gera
nýja og djarfa tilraun til að
semja“.
Ójöfii viðskipti
Bandarískar verzlunarskýrsluaf
bera með sér, að fyrstu níu mán-
uði síðasta árs fluttu Banda-
■ríkjamenn inn vörur frá Sovét-
ríkjunum og fylgiríkjum þeirra
í Evrópu fyrir átján sinmira
hærri fjárhæð en þeir seldta
þangað.