Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. febrúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (11
Ingólfur Runóifsson
Framhald af 6. síðu.
sem einhverra hluta vegna
fengu þann dóm hjá öðrum
kennurum að eigi væri hægt
að kenna þeim tóku þeim fram-
förum hjá honum að þau stóðu
eigi að baki skólasystkynum
sínum.
Ingólfur var einlægur dýra-.
vinur. Og það man ég að ó-
mjúkar voru þær kveðjur er
tveir fullorðnir menn fengu hjá
honum, er hann stóð þá að
ómannúðlegu fugladrápi. Það
voru aðrar og Ijúfari viðtökur
sem tveir drengir úr barna-
skólanum fengu þegar þeir
komu með særðan fugl til hans
og báðu hann að líkna honum.
Og sárt tók það hann þá eins
og oftar hvað góður vilji er oft
lítils megnugur. Ingólfur stofn-
aði Dýraverndunarfélagið
„Litla höndin“ í sínum deild-
um í Barnaskólanum. Hann
starfaði einnig mikið í íþrótta-
hreyfingunni hér á staðnum.
Var um skeið formaður knatt-
spyrnufélagsins Kári. Einn af
stofnendum Íþróttabandalags
Akraness og í stjórn þess um
skeið.
Ingólfur var alltaf reiðubúinn
að leggja góðu máli lið hver
sem bar það fram, trú sína bar
hann ekki á vörunum en sýndi
í verki að samræma má krist-
indóm og sósíalisma. Hann naut
því virðingar allra sem kynnt-
ust honum.
Skaphöfn Ingólfs, drenglyndi
hans, samúð með öllum sem
undir eru í lífsbaráttunni og
andúð á hroka og yfirgangi
samfara frábærum gáfum og
skarpri hugsun- vísaði honum
veginn í þjóðmálum. Hann var
sósíalisti; var einn af stofn-
endum Sósíalistafélags Akra-
ness og einn í forystuliði þess.
M. a. var bæjarmálastefnuskrá
sósíalista á Akranesi 1946 að
miklu leyti hans verk. Þar sem
Ingólfur vildi ætíð ganga heill
og óskiptur til allra verka var
honum mjög óljúft að taka að
sér þau störf er á nokkurn
hátt gætu hindrað hann frá sínu
aðalstarfi. Það var því ekki að
hans óskum að hann var bæjar-
fulltrúi 1946—1950 en þar sat
hann fyrir hönd sósíalista. Það
var ekki auðvelt verk fyrir
sósíalista að taka þátt í bæjar-
stjórn þegar Ingólfur kom
þangað eftir tvennar kosningar
á sama vetri. Sósíalistar áttu
þar tvo menn af níu. Þeir höfðu
aldrei áður átt menn í bæjar-
stjóm. Þó komu þeir ýmsu til
vegar af hugðarmálum sínum,
og mun þar ekki sízt hafa ráð-
ið góður málflutningur Ingólfs,
því hann var góður ræðumað-
ur.
Ég mun ekki rekja frekar
s'törf hans í bæjarstjórn en þó
get ég ekki stillt mig um að
nefna eitt það mál sem sýnir
betur en margt annað hvað ein-
kenndi störf hans bæði þar og
annarsstaðar. Kona ein hér á
Akranesi hafði af mikilli rausn
en mjög takmarkaðri fjárhags-
getu komið upp sumardvalar-
heimili fyrir börn. Kona þessi
var mjög fjarri flestum ef ekki
öllum sósialistum í trúarskoð-
unum. Eigi munu heldur trú-
arskoðanir Ingólfs hafa fallið
saman við skoðun hennar eða
þeirra sem henni unnu. Ekki
var heldur úm pólitíska sam-
herja að ræða því allflestir
þeir er með henni unnu munu
algerir pólitiskir andstæðingar
hans. Samt var það að strax að
kosningum loknum, þá sagði
Ingólfur okkur að það myndi
verða eitt af sínum fyrstu
verkum í bæjarstjóm að fá inn
í fjárhagsáætlun bæjarins styrk
til þessarar starfsemi. Og þetta
gerði hann.
Ingólfs naut ekki við nema
skamma hríð við stjórn bæjar-
mála því að rúmlega hálfnuðu
kjörtímabili varð hann að leggj-
ast á sjúkrahús og þó sú dvöl
yrði eigi mjög löng í það sinn
þá gekk hann aldrei heill til
skógar upp frá því. Hann gaf
sig því eingöngu að starfi fyr-
ir börnin uppfrá þessu. Og að
kennslu starfaði hann á meðan
að hann gát komizt í skólann.
Hann lá langar legur ög gekk
undir stórar aðgerðir, þess á
milli kenndi hann í barnaskól-
anum. Og eftir -það að kraftar
hans leyfðu ekki burfför af
heimili, þá lagði hann þó ekki
alveg árar í ,bát.
En að lokum varð hann að
láta undan bg að síðustu var
hann bundinn við rúmið í hart-
nær ár. Hann andaðist á
sjúkrahúsi Akraness hinn 26.
jan. þ. á. á 43 aldursári.
Ingólfur Runólfsson var
fæddur að Böðvarsdal í Vopna-
firði 2. febr. 1912.
Foreldrar voru Kristbjörg
Pétursdóttir og Runólfur Hann-
esson. Hann var yngstur af 10
systkinum, 8 þeirra eru á lífi.
Ingólfur fór 17 ára gamall í
búnaðarskólann á Hólum og
var þar einn vetur. í kennara-
skólann fór hann 18 ára að
aldri. Lauk prófi þaðan 21 ár's.
Fluttist til Akraness það sama
ár ráðinn kennari að barna-
skólanum: M. a. söng og í-
þróttakennari hefur starfað hér
æ síðan.
Ingólfur giftist 20. okt. 1934
Jónínu Bjarnadóttur úr Grund-
arfirði sem lifir mann sinn á-
samt þrem dætrum: Bjarney
Ágústu, sem er við nám í
Menntaskólanum í Reykjavík,
Erlu starfsstúlku við símstöð-
ina á Akranesi og Þóru nema í
Gagnfræðaskóla Akraness.
Einn dreng misstu þau fáum
klukkustundum eftir að hann
fæddist.
í dag verður líkami hans bor-
inn til grafar í Görðum.
Ég þakka þér Ingólfur fyrir
gleði og fræðslustundir frá hin-
um stutta kynningartíma okk-
ar. Sömuleiðis þakka ég þér
fyrir hönd barna minna, og sér-
stakar þakkir færi ég þér fyrir
hönd konu minnar fyrir marg-
víslega aðstoð á erfiðum stund-
um lífs hennar.
Ef til vill hittumst við aft-
ur. Vonandi.
Vertu sæll á meðan, vinur.
Þorvaldur Steinason.
Karlmamiaföt
Frakkar
Stakar buxur
Skyrtur ofl.
- Sfórkosfleg
Kápudeildin
er ílutt á 1. hæð, þar
sem karlmannafata-
deildin var
Kvenkápiu*
Dragtir
Telpukápur
oíl.
verðiœkkun -
Karlmannafatadeildin
1 er flutt á 2. hæð, þar
sem kápudeildin var áður.
KlœSaverzlun
Andrésar An dréssonar h.f.
Laugavegi 3
■■••••■■■••■■"■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■>■■■■•■■■■■■■■*•■■*■■»■
Byggingíivörur úr
asbestsementi
Utanhúss-plötur, sléttar
Báruplötur á þök
Þakhellur — Innanhúss-
plötur.
Þrýstivatnspípur og
allskonar tengis'tykki.
Frárennslispípur og
tengistykki.
. Einkaiímboð:
Mars Trading Co.
Klapparstíg 26, sími 7373
Gzechoslovah Ceramics Ltd.
Pragué, Czechoslavkia