Þjóðviljinn - 08.02.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Þjóðletkhúsið
eftir
Garson Kanin
Leikstjóri:
Indriði Waage
aða og hnittilega íslenzku, um
nákvæmni þýðingarinnar kann
ég ekki að dæma.
Sýningin er skemmtileg og
vönduð og leikstjórn Indriða
Waage nákvæm og smekkvís í
hvívetna. Komungum og lítt
reyndum leikendum er skipað
í sum hinna mestu hlutverka
og ber sýningin þess að vonum
nokkur merki, lýsing hins ger-
spillta umhverfis er öllu mild-
ari og- góðlátlegri en efni
standa til, andrúmsloftið er
ekki nógu amerískt, ef svo
mætti að orði kveða. En auðug
kímni leiksins fær að njóta
sín, gamansemina skortir
hvergi, enda hlógu leikgestir
hátt og hjartanlega og klöpp-
uðu óspart fyrir snjöllum til-
svörum leikenda. Allur fer
leikurinn fram í sama gisti-
húsinu og kostar íbúð Harry
Brocks hvorki meira né' minna
en tvöhundruð þrjátíu og fimm
dali á dag; Lárus Ingólfsson
hefur tekið það ráð að lýsa
smekklausum íburði og hóf-
lausu skrauti salarkynna þess-
ara með fáum lauslegum
Þóra Friðriksdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Gestúr Páls-
son og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum.
Því er ósjaldan á lofti haldið
á landi hér að lýðræðið ame-
ríska sé hið fullkomnasta í
heimi. Leikskáldið ameríska
Garson Kanin er á öðru máli.
Að áliti hans er stjórnarfar og
félagsskipun Bandaríkjanna
ærið gallað og á miklu gelgjp-
skeiði, það er ekki þjóðin
sjálf sem ræður, heldur fáein-
ir auðmenn og auðhringar sem
hvorki skejda um lög né rétt
•og hika ekki við að beita hin-
um svívirðilegustu ráðum til að
auka auð sinn og völd. Höf-
undurinn dáir sýnilega Rose-
velt forseta og umbótastarf
hans, hann trúir því og treystir
að sigur verði unninn á
myrkravöldum þessum áður en
lýkur.
Við erum stödd í dýru gisti-
húsi í Washington árið 1945.
Þangað er kominn voldugur og
virðulegur fulltrúi hins marg-
rómaða frjálsa framtaks, Harry
Brock að nafni, ruslasali að at-
vinnu eins og Dawson hinn
brezki og veit ekki aura sinna
tal; auðæfa sinna hefur hann
aflað með svikum og prettum,
ofbeldi, mútum og manndráp-
um, og aldrei svifizt neins.
Hann er algerlega menntunar-
snauður og siðlaus og á aðeins
eina hugsjón: að troða aðra
niður í svaðið miskunnarlaust
— „það er eins og hundur éti
annan hund“. Hann veit ekki
betur en hægt sé að kaupa
allt fyrir peninga og leggur
Billie Dawn (Þóra Friðriksdóttir) og Harry Brock
(Valur Gíslason).
Rúrik Haraldsson í hlut-
verki Ed Devery.
leið sína til höfuðborgarinnar
til að kaupa þing og stjórn,
„breyta þinghöllinni í spilavíti"
og efna um leið til ósvífnara
gróðabralls og stórfeldari fjár-
svika en nokkru sinni fyrr.
Starfsemi þessari lýsir leik-
skáldið á gamansaman og glett-
inn hátt, háðið er víða nap-
urt, ádeilan holl, heilbrigð og
fyndin. En Kanin er ósvikinn
Kani engu síður og ætlar sér
sízt af öllu að styggja landa
sína, markmið hans er það
eitt að skemmta þeim, koma
þeim til að hlæja, vinna hylli
áhorfenda. Það verður harla
lítið úr ádeilunni í lokin, bóf-
arnir ganga ósárir af hólmi
og hljóta jafnvel einskonar
kvittun synda sinna; Harry
Bröck glatar lagskonu sinni í
hendur andstæðings síns, blaða-
mannsins unga, það er í raun
og veru allt og sumt.
„Fædd í gær“ er fjörugur og
mjög skemmtilegur gamanleik-
ur, en fremur léttur á metum
og stendur „Topazi“ Pagnols
rnikið að baki svo dæmi. sé
nefnt; Garson Kanin er hvorki
hugsuður né mikill listamaður.
Og frumlegt getur leikritið
tæplega kallazt, að minnsta
kosti stælir höfundurinn „Pyg-
malion" Bemards Shaw bæði
leynt og Ijóst. Persónumar eru
skýrar manngerðir, en mjög
einfaldar í sniðum, orðsvörin
víða hlægileg, markviss og
hugkvæm og mest prýði leiks-
ins, en samtölum þessum hef-
ur Karl ísfeld snúið á mergj-
dráttum og láta áhorfendur um
að geta í eyðurnar, og tekst
vél eftir atvikum.
Valur Gíslason leikur Harry
Brock, hinn ósviína, stóryrta
þorpara. Leikur hans er mjög
fjörmikill og lifandi og örygg-
ur í hverju atriði, tilsvörin
hnitmiðuð og mergjuð. Valur
þekkir náunga þennan út
æsar, ýkir aldrei galla hans
og hlífir honum þó hvergi,
okkur verður bráðlega ljóst
að Harry Brock verðskuldar
til fulls heiti það sem hjákona
hans gefur honum: „fasista-
hundur!“ Það hefur reyndar
aldrei verið sérstök köllun
Vals Gíslasonar að lýsa ill-
mennum og bófum, og hann er
þá skemmtilegastur er hann
sýnir ruslasalann frá sinni
skárstu hlið, ekki sízt er hann
hittir öldungadeildarmanninn
og frú hans í fyrsta sinn; at-
hugasemdir hans um rusla-
hauginn í Baltimore eru hinar
kostulegustu og til sannrar
fyrirmyndar.
Billie Dawn heitir hin
gáfnasljóa, fáfróða og fallega
lagskona auðkýfingsins, þakk-
látt hlutverk snjöllum leikkon-
um sem búa yfir mikilli tækni
og reynslu. Þegar þess er gætt
að Billie er um þrítugt og hef-
ur ýmsu misjöfnu kynnzt um
sína daga, verður ekki annað
sagt en Þóra Friðriksdóttir
fari vel af stað, en þetta er
1 raun og veru fyrsta viðfangs-
efni hinnar kornungu leik-
konu; hún er lagleg og gervi-
leg stúlka, skýr í máli og býð-
ur af sér mjög góðan þokka.
Henni tekst að visu ekki að
gera þessa sérstæðu stúlku
nógu undursamlega heimska,
hún ber ekki næg merki upp-
runa síns og lífernis, og á
stöku stað er framsögnin dá-
lítið þulukennd eða hikandi,
sem að vonum .lætur; en til-
svör hennar eru víðast furðu
markviss og lifandi og henni
lánast vonum framar að
breyta Billie í hugsandi veru,
skýra umskipti hennar og nýtt
viðhorf til lífsins. Hlutverkið
er einhæft og skal því ekkert
fullyrt um framtíð Þóru Frið-
riksdóttur að sinni, en ekki
get ég öðru trúað en þar fari
efnileg leikkona.
Benedikt Árnason er blaða-
maðurinn, kennari Billie og
elskhugi, laglegur piltur, geð-
þekkur og hvatlegur eins og
hann á að vera. En Benedikt
er of ungur fyrir hlutverkið á
svipaðan hátt og Þóra, það
sópar ekki nóg að honum, hann
er stundum líkari skólapilti
en fullveðja baráttúmanni.
Hann skilur blaðamanninn
réttum skilningi og túlkar
hlutverk sitt af mikilli kost-
gæfni og einlægni, en tilsvör
hans eru ekki alltaf nógu
þróttmikil og snjöll til þess að
ádeilan sem í þeim felst njóti
sin til fulls.
Ruslasalinn hefur hjálpár-
menn og þjóna á hverjum
fingri og sker ekki laun þeirra
við nögl sér. Mikilverðastur
þeirra allra er lögfræðingurinn
og drykkjumaðurinn Ed Dev-
ery og hvort tveggja í senn,
sönn ímynd hinnár botnlausu
spiilingar og fulltrúi heil-
brigðrar skynsemi. Rúrik Har-
aldsson lýsir ágæta vel skap-
gerð þessa ólánsmanns, tal
hans er látlaust og eðlilegt og
gerfið forkunnargott, hann ber
öll merki siðferðilegrar upp-
lausnar, sjálfsfyrirlitningin
skín af ásýnd hans, birtist
ljóslega í orðum hans. Eddie
heitir frændi milljónamærings-
ins og einkalífvörður, skýrt og.
skemmtilega leikinn af Klem-
enz .Tónssyni. Hann er sífellt
á hjólum, sauðheimskur á svip
og í svörum, fylgispakur eins
og hundur og jafnan reiðubú-
inn að fremja hvert það ódæði
sem húsbóndinn býður honum.
Gestur Pálsson dregur upp
raunsanna mynd öldungadeild-
armannsins o<r mútrbfxrnns,
virðulegur maður á ytra borð^
en lítilmenni og gunga þegár
á reynir. Anna Guðmundsdótt-
ir leikur konu hans í forföll-
um Regínu Þórðardóttur og
ferst vel úr hendi; loks er
Helgi Skúlason framkvæmd-
arstjóri og Rósa Sigurðardótt-
ir þerna í hinu dýrselda gisti-
húsi. . Á. Hj.
Sólfaxi fér með tsáitiumm, |éf;
ðg raatra'i tii iræitlðnis
Frakki feeíir dvalið þair aSeinit
á vdðam í alSan veSur
Sólfaxi Flugfélags íslands fór til Meistaravíkur á
Grænlandi s.l. sunnudag með 45 Dani sem ætla að vinna
þar í blýnámunum.
í Meistaravík var 36 stiga frost og mikill snjór, hafði
tekið 3 vikur að ryðja flugvöllinn og voru skaflamir um-
hverfis hann fjögurra metra háir.
Það munu vera 12—15 menn höfðu ekki heyrt frá honum í 5
sem haft hafa vetrarsetu í Meist-
aravik, en nú mun eiga að fara
aJS\ hef jast handa með undirbún-
ing blývinnsunnar í vor.
Alelnn í vetrarríki
Grænlands
Danirnir í Meistaravík báðu
flugmennina á Sólfaxa að skyggn-
ast um eftir frönskum veiði-
manni »em hafst hefur við i
Kóngs Óskars-firði. F'ugu þeir
þar yfir og sáu manninn þar með
hundas’eða. Frakki þessi hefur
stundað þarna veiðar — aleinn
-4- í vetur og voru Danir orðnir
smeykir um hann þar sem þeir
mánuði.
Jólapóstur til
Tobinliöfða
Á heimleiðinni f’aug Gullfaxl
yfir Tobinhöfða og varpaði niður
pósti Mun það m. a hafa verið
jólapósturinn! þv’ engar ferðir
hafa verið þangað frá því í okt.
sh. — Á Tobinsöfða hafa Danir
veðurathugunarstöð og dveija þar
nokkrir menn.
Auk mannanna 4 er Só'faxi
flutti til Meistaravíkur f’utti hann
vörur svo hann var ful’hlaðinn.
Munu fleiri slikar ferðir standa tll
áður en langt líður.