Þjóðviljinn - 09.03.1955, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. marz 1955
□ 1 dag er mJðvikudagrurinn 9-
marz. 40 riddarar. — 68. dagur
ársins. — Sólarupprás kl. 7.10.
Sólarlag kl. 18.08. — Tungl í há-
suðri ld. 0.49. — Árdegisháflæði
kl. 5.50. Síðdegisháflæði kL 18.07.
Dagskrá Alþingis
miðvikudaginn 9. marz ki. 1:30 eh.
Sameinað þing
1 Fyrirspurnir. Ein umr. um
hvora: a) Verðtrygging spari-
fjár. b) Sparifjáruppbætur.
2 Bráðabirgðayfirlit fjármá'.aráð-
herra um rekstraraf.komu rík-
issjóðs á árinu 1954. Frh. umr.
3 Samvinnunefnd um kaupgjalds-
grundvöll, þátill. Fyrri umr.
4 Vinnudeilunefnd, þátill. Fyrri
umr.
5 Öryggi í heilbrigðismálum, þá-
till. Fyrri umr.
Esperantistaféiagið Auroro
heldur fund i Edduhúsinu, Lind-
argötu 9A uppi, í kvöld kl. 8:30.
Mikilvægt. mál á dagskrá.
Björn Laxdal, bifreiðarstjóri hjá
Hreyfli er fimmtugur í dag.
Bla.ðinu hefur bor-
izt nýtt hefti af
Úfvali og hefst það
á greinaflokki, er
nefnist Refsimál
og mannréttindi;
greinarnar eru teknar úr blaði
Menningar- og vísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna og heita:
Réttviisin, Saga fangelsanna,
Mannabúrin og Sundurlausir þank-
ar um rétt mannsins til að lifa
og dauðarefsingunia. Aðrar grein-
ar eru: Er áreynsla orsök allra
sjúkdóma? Mótun kristins heims
eftir Martin Niemúller, Nútíð og
fortíð í Marokkó, Sá’fræði og
sölumennska, Örvareitrið kúrare,
Höfundurinn og lesendur hans,
Eru meginlönd jarðarinnar á
flakki? Heilbrigðismál í Sovét-
ríkjunum, og kafiar úr bókinni
strákapör eftir Allen Smith; eru
þar rakin ýmis nafntoguð stráka-
pör, sem framin hafa verið fyrr
og síðar.
Gen^isskráning:
Kaupgengl
1 sterlingspund ..... 45,65 ki
1 Bandaríkjadollar .. 16.28 —
1 Kanadadollar ...... 16,26 —
100 danskar krónur .... 235,50 —
100 norskar krónur .... 227,75 —
100 sænskar krónur .... 814,45 —
100 finnsk mörk ......
1000 franskir franltar .. 48,48 —
100 belgískir frankar .. 32,65 —
100 svissnesklr frankar . 873,30 —
100 gyllini . ......... 429,70 —
100 tékkneskar krónur . 225,72 —
100 vestur-þýzk mörk .. 387,40 —
1000 lírur ............. 26,04 —
ÚTBREIÐIÐ
ÞJÓÐVILJANN
Söfnin eru opin
Bæjarbókasafnið
Útlán virka daga kL 2-10 síðdegis.
Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl
5-7. Lesstofan er opin virka daga
kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar-
daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga
kl. 2-7.
Náttúrugripasaínlð
kL 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Pjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 1315
á þriðjudögum, fimmtudögum og
laugsudögum.
Þjóðskjalasafnið
á virkum dögum kl. 10-12 og
14-19.
úandsbókasafnið
kl. 10-12, 1319 og 20-22 alla virka
daga nema laugardaga kl 10-12
og 1319.
tiTFJABÚÐIB
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
| kl. 8 alla daga
Apótek Austur-1 nema laugar-
bæjar daga til ki. 4.
Eæknavarðstofan
er I Austurbæjarbarnaskótanum,
sími 5030.
Næturvarzla
©r í Ingólfsapóteki, sími 1330.
Spurt um náSar með oddi
þa ...
Rússneski ræðumaðurinn var spurður margra spurninga.
Meira að segja kvaddi tjúkotsk kona sér hljóðs ... hún
spurði: Hvers vegna höfum við ekki á síðastliðnu ári
fengið neinar nálar með oddi, heldur bara oddlausar?
Eru hinar kannski dauðar? — Spurningin var skringi-
leg á þessari hátíð, en í raun og veru var hún mjög mik-
ilvæg fyrir tjúkotsku konurnar. Það var næstum ógern-
ingur að sauma rostungshúð með oddlausri nál. — Þá
stóð upp óvenjulega hávaxinn Tjúkotki, skyrta hans hékk
utan á honum eins og drusla á fuglahræðu. Hann mælti:
— Konurnar tala heimsku, nálar getiun við smíðað sjálf-
ir. En hvers konar hátíðisdagur er þessi fyrsti maí?
Hvernig getur liátiðisdagur skapað nýtt líf, reist skóla,
útvegað vélbáta? Liklega er hátíðisdagurinn ekki kaup-
maður. — Og Rússinn fór aftur að skýra fyrir honum
hvernig þessi dagur hefði hjálpað fólkinu til að breyta
lífinu til hins betra. Hátíðahöld fyrsta maí hefðu undir-
búið byltinguna og flýtt fyrir henni, og byltingin breytt
lífi manna, skapað þeim nýtt líf. — Þessi hátíðisdagur
er félagi byltingarinnar og samherji, sagði Rotjína
gamli. — „Hið mikla tal“ var nú á enda, og börnin fóru
að skemmta sér með söng og upplestri. Foreldrar barn-
anna urðu bæði feimnir og glaði'r, þegar þeir lilustuðu á
þau. Sérstaklega var fólkið hrifið af þremur drengjum,
sem dönsuðu rússneskan dans. Tjúkotkarnir stukku upp
úr sætum sínum og stóðu á bekkjunum til að sjá betur.
Itakomei! alveg eins og kvikmynd, sögðu þeir.
(Semúsjkin: Ljós yfir norðurslóð).
í h rá Kvöldskóla alþýðu
I 1 kvöld kl. 8:30 talar Einar Oj-
í geirsson um stjórnmá'aflokka
| verka'ýðsins á Islandi, og Sverrir
Kristjánsson (kl. 9:20) um sögu
! a’þjóðlegu verk’.ýðshreyfingiarinn-
; ar.
Síðastliðinn laug-
ardag opinberuðu
tdúlofun s na ung-
frú Kiaren Mar-
teinsdóttir, Lauga-
vegi 31, og Aða’-
1 steinn Kristinsson, Mávahláð 9.
Leiðrétting
1 tilefni af forustugrein blaðsins
í gær skal það leiðrétt að fast-
eignasali sá sem þar er minnzt á
er ekki löggiltur endurskoðandi,
enda þótt hann hafi unnið mjög
að endursk-oðun. Hins vegar er
hann löggiltur fasteignasali.
Vinningar í happdrætti á liluta-
veltu Borgfirðingafélagsins
1 happdrætti á hlutaveltu er Borg-
firðingafélagið efndi til i Lista-
mannaSkálanum sl. sunnudag
komu vinningar á þessi númer:
8890: 1000 kr. 19636: 500 kr. 20709:
eitt tonn af kolum. 14999: Ljóð-
mæli Bólu-Hjálmars. 2607: einn
sekkur hveitis. 186: einn sekkur
haframjöís. — Vinninganna má
vitja til Þórarins Magnússonar,
Grettisgötu 28.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Næsta saumanámskeið byrjar
mánudaginn 14. þm kl. 8 síðdegis
í Borgartúni 7. Þær konur, se-m
ætla að sauma, gefi sig fram í
sínum 1810 og 5236.
Einar Benediktsson þýddi
leikinn íyrir aldamót
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
gamanleikinn Frænku Charleys
75. sinni £ kvöld. Sýnlngar hóf-
ust á leiknum í apríl í fyrra
og voru teknar aftur upp í haust.
Hefur ekkert leikrit Leikfélags-
ins fyrr né síðar verið sýnt
jafnoft á sama ári.
Frænka Charleys var fyrst sýnd
árið 1894, og þá í þýðingu Ein-
ars Benediktssonar skálds, er
gerð var eftir frumútgáfunnl á
ensku. I»essi þýðing glataðist, og
er Leikfélag Reykjavíkur hóf
sýnlngar leiksins á fyrsta starfs-
ári sínu, 1897, var notuð þýðing
eftir Brynjólf Kúld, er gerð var
eftir danskri útgáfu.
Frænka Charleys er nú sýnd í
þýðingu Lárusar Sigurbjörnsson-
ar, og hefur hann einmitt gert
hana eftir sömu útgáfu og Einar
Benedlktsson notaði. Hitt væri
nógu skeimntiiegt ef við ættum
enn þýðingu Einars, og mimdi
hún stinga allmjög í stúf við
flest annað sem við þekkjum
úr penna hins alyöruþrungna
skájds.
Ámi Tryggvason leikur „frænk-
una“, sem kunnugt er; og hefur
verið komlzt svo að orði að
haiut hafi sannað í þessu hlut-
veriri að hann sé snjall gaman-
ieikari.
VARSJÁRMÓTIÐ
Tilkynningar um þátttöku skulu
berast Eiði Bergmann, afgreiðslu-
manni Þjóðviljans, Skólavörðustig
19. Einnig er. tekið við þeim á
skrifstofu Aiþjóðasamvinnunefnd-
ar íslenzkrar æsku, Þingho’.tsstræti
27 IX. hæð, en hún er opin mánu-
daga, þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga kl. 6-7; á fimmtu-
dögum einnig kl. 8:30-9:30 og á
laugardögum kl. 2-3:30. 1 skrifstof-
unni eru gefnar allar upplýsingar
varðandi mótið og þátttöku ís-
lenzkrar æsku í því.
Laugameskirkja.
Föstumessa í kvöld
kl. 8:30. Sr. Garð-
ar Svavarsson.
Fíikirkjan Föstu-
messa kl. 8:30. Sr.
Þorsteinn Björnsson.
Hallgrímskirkja Föstumessa i
kvö’d kl. 8:30. Lítanía sungin. Sr.
Jakob Jónsson.
Fyrirlestur um La Fontaine
og dæmisögur lians
Franski sendikennarinn Margu-
erite De’ahaye flytur fyrirlestur i
I. kennslustofu Háskólians á morg-
un, fimmtudaginn 10. marz, er
nefnist „La Fontaine et ses fabl-
es't — Fyrirlesturinn veyður
fluttur á frönsku, og hefst hann
kl. 18:15. Öllum er heimill að-
gangur.
Gátan
Eg er lipur, léttur
litum mörgum settur;
eg er allur heimur
utan himingeimur,
eg er lönd og lendur,
langar sjóarstrendur.
Oft ég !igg á hlið eða hrygg,
það hendir sig og ég standi.
Hnöttóttur, flatur,
he’.dur er ég latur,
óglöggur, skýr,
oft er ég dýr.
Aldrei tygg og ekkert þigg,
oft er mig að grannskoða vandi.
Ráðning síðustu gátu: —
S P Ó N N.
15.30 Miðdegisút-
varp — 16.30 Veð-
urfr. 18.00 ls-
Jcnzkukenns’a; II.
fl. 18.25 Veðurfr.
1830 Þýzkukennsla
I. fl. 18.55 Iþróttir (Atii Steinars-
son blaðaimaður). 19.15 Þingfrétt-
ir — Tónleikar. 20.30 Erindi:
Þing- og héraðsmá’afundirnir í V-
Isafjarðarsýslu (Jóhannes Daviðs-
son bóndi i Hjarðirdal). 21.00 Já
eða nei, — Sveinn Áseirsson
hagfræðingur stjórnar þættinum.:
22 20 Upplestur: Einar M. Jóns-
son les frumort kvæði. 22 35 Har-
monikan hijómar. — Karl Jórni-
tansson kynnir harmonikulög.
23.10 Dagskrárlok.
Orðaskýringar
Nú skuiu til gamans nefnd fá-
ein nýyrði, sem óhætt er aS
segja að ekki séu á hvers
manns vörum enn sem komið
er. Þar er til dæmis orðið
melmi, sem búlð hefur verið
til um sambræðing málma.
Ekkl hafa menn verið fyllilega
ánægðir með orðið logsuða, og
því búið til logsoðun. Er það
rökréttara nafn: í því liggur
verknaður, en hinsvegar hæpið
að það komi fyrir hina rót-
grónu logsuðu. Sá sem hugsar
mikið um sjálfan sig nefnist á
eriendum tungum egocentrislc,
en á íslenzku hefur það verið
þýtt með sjálflægur eða sjálf-
hverfur. Hér á árunum var
rnikið talað um exhibitionisma
hér £ Reykjavik, enda gáfust
til þess sérstök tækifærL Þetta
útlenda orð hefur verið þýtt
með stripihneigð á íslenzku, og
væri kannskl sterkara að segja
strípihvöt.
hófninní
Skipaútgerð ríkisins
Hek’a fer frá Reykjavík kl. 22 í
kvöld austur um land í hringferð.
Esja kom til Reykjavíkur í gær-
kvöld að austan úr hringferð.
Herðubreið fer frá Reykjavák kl.
21 í kvöld til Austfjarða. Skjald-
breið er á Breiðafirði. Þyrill fer
væntanlega -frá Manchester í dag
til Reykjavíkur. Baldur fer frá
Reykjavík í dag til Gilsfjarðar-'
hafna.
|
Eimskip
Brúarfoss er í Grimsby. Dettifoss
; er í New York. FjaUf-oss fór frá
! Cork 7. þm til Southampton Rott-
erdam og Hamborgar. Goðafoss
fór frá Keflavik 2. þm til New
Yorlk. GuUfoss er í Kaupmanna-
höfn. Lagarfoss er í Reykjavík.
Reykjafoss fór frá Wismar'í gær
til Rotterdam. Selfoss fór frá
Rotterdám 5. þm til Isiands. —
Tröllafoss fór frá New York 7. þm
til Reykjavíkur. Tungufoss fer
frá Ábo 11. þm til Rotterdam og
Reykjavíkur. Katla er í Kaup-
mannahöfn.
Skipadeiid SIS
Hvassafell fór frá Abo 7. þm til
Stettin. Arnarfell kom við í St.
Vineent 7. þm á leið tii Is-
lands. Jökulfell fer frá Reykja-
vík í dag til Vestfjarða. Dásarfell
átti að fara frá Rotterdam í gær
til Bremen og Hamborgar Litla-
feíl er í olíuflutningum í Faxa-
flóa. Helgafeil fór frá New York
3. þm til Reykjavíkur. Ostsee er
á Skagaströnd. Lise er á Akur-
eyri. Smeralda fór fi'á Odessa 22.
fm til Reykjavíkur. Elfrida átti
að fara frá Torrevieja 4. þm til
Akureyrar og Isafjarðar. Troja fór
fiá Gdynia 4. þm tii Borgarness.
Bæjartogaríxrni r
Þorkell máni kom af veiðum í
í gærmorgun og fer að öllum lík-
indum aftur á veiðar í dag. Hall-
veig Fróðadóttir fór á veiðar í
■ gærkvöld og mun veiða í salt að
þessu sinni. Jón X>ox'láksson kemur
i af veiðum í dag.
i
Krossgáta nr. 599.
MARKAÐURINN
Haínaistræti 11
Lárétt: 1 forsetning 5 kalls 6
hnoðri 8 boðháttur 9 maður 10
athuga 12 skst 13 lafkvæmi 14
ónefndur 15 forskeyti 16 þx-ir
eins 17 und
Lóðrétt: 1 skordýrið 2 kyrrð 4
erlent nafn 5 hugleysingjar 7 bor
11 kindanna 15 fyrstir í statfrófinu
Lausn á nr. 598
Lárétt: lskúti 6 svallar 8 KO 9
EA 10 bar 11 SS 13 pp 14 Snodd-
as 17 úfinn
Lóðrétt: 1 svo 2 KA 3 útfaldi 4
t.l. 5 iae 6 skass 7 raups 12 snú
13 PAN 15 of 16 DN
Sólfaxi kom til
Reyikjavúkur 5 gær
frá Lundúnum og
Prestvík.
Edda var væntan-
leg kl. 7 í morgun frá New York.
Flugvélin fer til Stafangurs, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar kl.
8:30,
I dag er ráðgert að fljúga til Ak-
ureyrar, Isafjarðar, Sands, Siglu-
fjarðar og Vestmannaeyjia; á
morgun til Akuréyrar, Egílsstaða,
Kópaskers og Vestmannæyja.