Þjóðviljinn - 09.03.1955, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. marz 1955
|)JÓ01flLJINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Quðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guö-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðustSg
18. — Síml 7500 (8 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landlnu. — Xjausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Kópavogsbúi skriíar
Hvers vegna beita þeir blekkingunni?
Brottrekstur og lögbrot
Hægri mennirnir í Alþýðuflokknum náðu því takmarki
s.l. sunnudag að fá Alfreð Gíslason, annan bæjarfulltrúa
flokksins í Reykjavík, rekinn úr flokknum. Aö þessum
verknaði var sem kunnugt er alllangur og sögulegur aö-
dragandi: reynt var að fá bæjarfulltrúann til að afsala
sér sæti sínu í bæjarstjórn þegjandi ^g hljóðalaust, og
þegar það ekki tókst var málið lagt fyrir fulltrúaráð
flokkáins í Reykjavík og það látið samþykkja áskorun á
Alfreð um að segja af sér störfum að viðlagðri hótun um
brottrekstur úr flokknum. Síðan kemur Alþýðuflokksfé-
lagsfundurinn frægi, þegar minnstu munaði aö hægri
klíkan yi'ði undir en tókst þó með hamslausri bílasmölun
að tryggja sér örlítinn meirihluta fyrir samþykkt hinna
fáránlegu skilyrða, sem bæjarfulltrúinn átti að ganga að
fyrir 2. marz en vera brottrækur úr flokknum að öðrum
kosti.
Að lokum kemur svo miðstjórnarfundurinn s.l. sunnu-
dag, þar sem brottrekstur Alfreðs Gíslasonar er endan-
lega samþykktur af einlitum hópi ofstækisfullra hægri
manna eftir að ritari flokksins og þrír aðrir miðstjórnar-
menn eru gengnir af fundi í mótmælaskyni við ofbeldi og
lögleysur Haralds Guðmundssonar og Stefáns Jóhanns.
Neituðu hægri menn með öllu að hlíta ótvíræðum ákvæð-
um flokkslaganna um að kalla alla flokksstjórnina saman
til fundar um málið, þótt fram kæmi skrifleg krafa fleiri
manna úr miðstjórn og flokksstjóm en tilskilið er í lögum
flokksins. Og engin áhrif hafði það á afstöðu og ákvörðun
hægri klíkunnar þótt fyrir lægi úrskurður lagaprófessors
við Háskóla íslands um að minnihlutinn styddi kröfu
sína við ótvíræð ákvæði flokkslaga. Svo mjög lá Stefáni
Jóhanni og Haraldi Guðmundssjmi á að losa Alþýðuflokk-
inn við eina manninn, sem eitthvert persónulegt fylgi
hafði og tiltrú hjá almenningi, af þeim er skipuðu fram-
boðslista flokksins í Reykjavík við síðustu bæjarstjórnar-
kosningar.
Þessi aðferð hægri manna Alþýðuflokksins -talar skýru
máli um hve virðing þeirra fyrir lögum og réttum leik-
reglum er takmörkuð og ristir grunnt. í ofstæki sínu og
hefndarhug gegn Alfreð lækni og öðrum vinstri mönn-
um hika þeir ekki við að beita minnihluta miðstjórnar
fullkomnu ranglæti og fótum troða þau lög og þær regl-
ur sem þeim ber að starfa eftir. Þeir ættu að tala innfjálg-
ar um ást sína á lögum og lýðræði og rétti hægri brodd-
arnir, sem þannig koma fram gagnvart sínum eigin
flokksbræðrum í minnihluta miðstjómar! Haraldur Guð-
mundsson, Stefán Jóhann og samherjar þeirra í hægri
klíkunni hafa sjálfir sannað svo Ijóslega sem verða má
hve annt þeim er um rétt minnihlutans og hve mikið
þeim verður um að þverbrjóta lög og starfsreglur síns eig-
in flokks þegar slíkt hentar íhaldsþjónustu þeirra og
klíkuhagsmunum.
, Og mikið mega hægri broddar Alþýðuflokksins vera
orðnir fjarlægir fólkinu og ókunnugir hugsunarhætti al-
þýðu haldi þeir að ofsóknirnar gegn Alfreð lækni og of-
beldið við Gylfa Þ. Gíslason og félaga hans hindri þá
þróun sem nú er að gerast meðal íslenzkrar alþýðu. Vafa-
laust er ætlunin sú að sanna flokksmönnum og fylgjend-
um að ekkert frávik verði þolaö frá íhaldsþjónustu og
sundrungarstarfsemi Haralds og Stefáns Jóhanns, hver
maður verði ofsóttur og rekinn sem óhlýðnist fyrirskip-
unum þeirra. Með slíkum aðferðum á að kveða niður
einingarsókn alþýðunnar gegn hægri öflunum og spill-
ingimni í þjóðfélaginu, og firra íhaldið allri hættu á sam-
einingu alþýðu og vinstri afla. Reynslan mun sanna hægri
foringjunum að þeir eru ekki slyngir reikningsmeistarar
<og sjá skammt í pólitískum efnum. Heilbrigð vinstri hreyf-
ing margfaldast og eflist við ofbeldi og ofsóknir en gefst
ekki upp fyrir erfiðleikum. Uppskera hægri broddanna
verður því aðeins aukin einangrun og fyrirlitning almenn-
ings. Það verður þeirra hlutskipti á sama tíma og íslenzk
alþýða sameinar krafta sína til nýrrar sóknar á hendur
afturhaldi og spillingaröflum en fyrir batnandi hag og
betra þjóðfélagi. Og það hlutskipti þeirra er sannarlega
ekki öfundsvert. < : v
Minnihlutaflokkarnir hér í
hreppnum virðast hafa uppgötv-
að eitt mikið hagsmunamál fyrir
íbúana hér, mál sem enginn hef-
ur munað eftir eða minnzt á í
alvöru, en nú er orðið svo að-
kallandi að enga bið þolir að
þeirra dómi.
Þetta mál málanna er að
breyta Kópavogshreppi í kaup-
stað.
Þeir segja að ekki nái nokk-
urri átt að sætta sig lengur við
að hafa einn hreppstjóra sem
yfirvald, þó röggsamur sé og eigi
góða húfu. Hér verði að skipa
skattstjóra til að leggja á skatta,
bæjarfógeta til að innheimta
skatta, og dæma sökudólga, og
röggsama lögreglu til að stjórna
umferð á Hafnarfjarðarvegi og
fylgjast með skemmtunum á ill-
ræmdri sjoppu, sem hér er rekin.
Margt fleira teija formælend-
ur þessa kaupstaðamáls því til
ágætis, en illa gengur þeim að
benda á nokkuð sem íbúum
hreppsins er til verulegra hags-
bóta, svo sem lægri gjöld, aukna
atvinnumöguleika, eða meiri
möguleika fyrir sveitarfélagið á
öflun lánsfjár til verklegra fram-
kvæmda. Þegar minnzt er á
auknar skyldur sveitarfélagsins,
og stóraukin útgjöld sem af um-
ræddri breytingu mundi leiða,
þá bregður svo einkennilega við
að þessir pólitísku upphafsmenn
þessa máls bregða fyrir sig
blekkingum eða algjörum ósann-
indum, svo sem gert er i Morg-
unblaðinu 4. marz, þar sem talið
er að engar skyldur hvíli á bæj-
arfélögum um löggæzlu.
Haft er eftir forystumönnum
Framsóknarflokksins hér að
nauðsynlegt verði að ráða tvo
lögregluþjóna, en ríkið borgi
öðrum Iaun. Hvernig ætla þeir
svo lögreglu að starfa án þess
að hafa einhverja bækistöð, og
lögreglubíl? Það væri ekki til of
mikils mælzt að þeir menn sem
flytja slíkt mál, kynntu sér
hvaða afleiðingar það hefur í
framkvæmd. Þeir ættu að vita
að í lögum eru skýr ákvæði um
að í kaupstöðum skuli vera
minnst einn lögregluþjónn á
hverja 7 hundruð íbúa, og að
ríkið greiðir einn sjötta af kostn-
aðinum.
Það er því ástæða til að ætla
að samþykktir þær sem þeir
hafa sent félagsmálaráðuneytinu
og þeir fengu samþykktar á fá-
mennum flokksfundum séu fengn-
ar með því að gefa þeim alrang-
ar eða mjög villandi upplýsing-
ar.
Ef kaupstaðaréttindi til handa
Páll Halldórsson
fyrrverandi skóla-
st jóri látinn
Páll Halldórsson, fyrrum
skólastjóri Stýrimannaskólans
lézt í fyrradag.
Hann var fæddur 14. nóv.
1870 að Ösi í Bolungavík. Hann
stundaði nám á stýrimannaskól-
um hér og erlendis og gerðist
kennari við Stýrimannaskólann
1897 og gegndi því starfi til
1947 og af þeim tíma var hann
skólastjóri Stýrimannaskólans í
37'ár. ■ ói, ■
Kópavogi er slíkt hagsmunamál
sem flutningsmenn þess vilja
vera láta, hversvegna þarf þá að
fylgja því úr hlaði með blekking-
um eins og gert hefur verið?
Vinnubrögðin og það ofurkapp
sem á þetta er lagt nú allt í
einu, gefa tílefni til grunsemda
um að allt annað en hagsmunir
íbúanna hér vaki fyrir þeim sem
slíkum málflutningi beita. Eru
það kannski kosningar og aukin
pólitísk áhrif, sem þá dreymir
um eða virðuleg embætti svo
sem fógeta-, skattstjóra- og bæj-
arstjóraembætti?
Þegar litlir karlar láta sig
dreyma um stór embætti vill
oft gleymast að gá að smærri
atriðum, eins og því hvort sveit-
arfélag með mjög fá atvinnutæki
þoli slíka yfirbyggingu, eða þvi
hvort allir þeir sem nú hafa sína
atvinnu í Reykjavik halda þeirri
aðstöðu óbreyttri. Þetta kaup-
staðarmál hefur enn ekki verið
rætt hér í hreppnum, og fáir íbú-
ar hafa enn gert sér ljósa grein
fyrir því hvaða þýðingu eða af-
leiðingar það hefði fyrir þá sem
hér búa. Hitt hefur aftur á móti
verið nokkuð rætt, að þessi
byggð sameinaðist Reykjavík, og
af mörgum talin eðlileg þróun,
þar sem hún sé skipulagslega
og atvinnulega aðeins úthverfi
Reykjavíkur, en ekki getur það
talizt aðkallandi mál á meðan
hægt er að reka þetta sveitar-
félag á ódýran máta, án þess að
hlaða hér upp embættismanna-
kerfi og bitlingum.
Ævintýri á gönguföi
leikið í Hveragerði
Á laugardagskvöldið 5. þ.m.
var frumsýndur í samkomu-
húsinu í Hveragerði hinn al-
kunni danski gamanleikur
Ævintýri á gönguför eftir J.
C. Hostrup. Leikfélag Hvera-
gerðis gengst fyrir sýning-
unni og hefur fengið að leik-
stjóra Indriða Waage.
Það telst yfirleitt ekki til
stórviðburða, þótt færður sé
upp sjónleikur í litlu þorpi
úti á landi. En mér þótti við-
burður að vera í samkomu-
húsinu á laugarciagskvöldið.
Eg hef aldrei séð leikendur
utan stærri kaupstaðar fara
eins jafnaðarlega vel með
hlutverk sín og ná eins góð-
um heildarblæ. Leikurinn mót-
ast fyrst og fremst af þvi,
að allir tíu leikendurnir
leggja sig alla fram og hvergi
verður dauður punktur í flutn
ingnum. Manni gæti komið á
óvart að sjá svona marga
leiksviðshæfa leikendur í svona
litlu þorpi. En Leikfélag
Hveragerðis hefur lagt sig
mjög fram undanfarin ár að
ná sem beztum árangri. Hvera
gerði stendur vel að vígi
vegna nálægðar sinnar við R-
vík með að fá aðstoð þaðan,
og undanfarin ár hefur hver
afburðaleikari Rvíkur af öðr-
um verið fenginn til leið-
beiningar. Þetta er í annað
skiptið sem Indriði Waage
hefur tekið að sér leikstjórn
fyrir félagið. I fyrra æfði
Haraldur Bjömsson Fjalla-
Eyvind.
Leikurinn ber það fullkom-
lega með sér, að leikendur
hafa fengið ömgga og ná-
kvæma leiðbeiningu og tekið
hlutverk sín föstum vilja, eins
og áður er sagt. En hitt dylst
heldur ekki að hver einasti
leikari hefur innra með sér
næmleik fyrir því, hvernig
þarf að tala og hreyfa sig
á leiksviði. Það tókst mjög
vel að ná þeim léttleikablæ,
sem leiknum er nauðsynlegur,
bæði í hreyfingar, framsögn
og látbragð og svipbrigði.
Ætla mætti, að erfiðleikum
ylli í litlu þorpi að flytja leik
sem þennan, þar sem mikið er
um söng að ræða frá hendi
allra leikara. En allir leikend-
ur hafa viðfelldnar raddir,
sumar raddimar eru mjög
góðar og tveir leikarar vel
söngmenntaðir, þar sem þau
em Gunnar Magnússon, sem
leikur Skrifta-Hans, og Geir-
rún Ivarsdóttir, sem leikur
Helenu. Hér vom því góð skil-
yrði fyrir hendi, að söngur
félli vel og eðlilega inn í leik-
inn. Og flutningur allur var
látlaus og eðlilegur. Manni
gat aldeilis hreint fundizt, að
þau hjónin hann Teddi (Theó-
dór Halldórsson, sem lék Ej-
bæk stúdent) og hún Steina
(Steinunn Jóhannesdóttir, sem
lék La^u) væru að trúiofa
sig alvörutrúlofun upp á lífs-
tíð, og ekki voru tilburðirn-
ir óeðlilegri hjá þeim Gesti
(Eyjólfssyni, sem lék Herlöv
stúdent) og Dúnu í Rósakoti
(Guðrúnu Lundholm, sem lék
Jóhönnu), og engar líkur til
að upp úr slitni, þegar þau
verða setzt að búgarði sínum
úti á landsbyggðinni. Tilþrifa-
mestur leikur er hjá Gunnari
Magnússyni í Skrifta-Hans»
Ragnar Guðjónsson vakti
mesta kátínu áheyrenda í því
hinu nautheimska kammer-
ráði, en mestir leikarahæfi-
leikar virðast manni búa með
Theódór Halldórssyni.
Ekki má láta ógetið leik-
tjaldanna sem Höskuldur
Björnsson listmálari hefur
gert. Þau vöktu mikla ánægju
og féllu prýðilega við hinn
bjarta og rómantíska blæ
leiksins. í tjöldin var lögð sú
birta og sá hreinleiki, sem
einkennir handbragð Höskulds
Bjömssonar.
Áhorfendur vottuðu ánægju
sína með miklu og tíðu lófa-
taki og glás af blómvöndum
og sumum í sellófanpappír.
Hafi leikendur, leiktjalda-
málari, leikstjóri og allir aðr-
ir, sem leggja hér.r hönd að
verki, beztu þakkir okkar
Hvergerðinga og annarra, er
leiksins njóta. —
G. Ben.