Þjóðviljinn - 09.03.1955, Qupperneq 7
Miðvikudagur 9. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Um fátt eða ekkert hefur
verið meira rætt á undan-
förnum árum en dýrtíðina. Er
það að vonum, því að fátt
snertir meira líf hvers einasta
manns í landinu.
«
Kjarni
dýrtíðarmálsins
Það er öllum launþegum
brýn nauðsyn, að greina alltaf
hinn einfalda höfuðkjarna dýr-
tíðarvandamálsins. Og þessi
einfaldi kjarni er sá, að spurn-
ingin um dýrtíðina er fyrir
launþegum s'purning um hlut-
fallið milli raunverulegs dag-
vinnukaups og þeirra lífsgæða
sem hann fær fyrir þetta
kaup.
Fyrir lífsafkomu hans er
þetta höfuðatriði. Ef kaupgjald
fylgir eftir raunverulegu verð-
lagi, þá stendur launþeginn
jafnréttur hvort tímakaupið er
1 króna eða 10. Aftur á móti
verkar hækkun verðlags án
kauphækkunar, hækkun opin-
berra gjalda, rýrð atvinna og
Byggingaláð
Er kaupandi að byggingarlóð
án húsa,
2
TU f Vr.
stofuj.
h úsj & Gldhf*
ÍBÉO
, ■ oe eldhús
2 herberg. ,8sU.
tii Fyr T~~—
Upplýsingsw/x/ ,:itf>hn£y
*Kal
Z t"enit>tSal
öss*
9 ó P
'^yoo&'
Vi-A'
0« "
>v
% V'- ^\\\>ov' rc&' &
O* t o'W 0g
\c'?v\
seV'lV
jJ's's. ^ \ , ,v w-tGjvoss
^
y
úW. \3.» - <.
A vo
y
/ þúsund krónur
fær sá, sem útvegar að láni
kr. 7’ þúsund í 1 ár. öru^g
trygging. Mánaðarlegar af-
borganiT. Góðír vextir. Til-
boð, merkt: „Marz — 424“,
sendist afgr. Mbl. sem fyrst.
Lánsfjárskorturinn hefur í för með sér hamslaust kapp-
hlaup eftir leiguhúsnœði og stuðíair að verðbólgu á flest-
bein launalækkun allt sem Um SVÍðum.
skerðing á lífsafkomu launþeg-
anna. Hægt er með lengingu
vinnudagsins þannig t. d. að
bæta 2 eða fleiri eftirvinnu-
kaupendurna. Afnám verðlags-
ákvæða gerði auðveldara fyrir
með þetta.
Veit nokkur hve mikinn þátt
okurlánin, sem eru afleiðing
lánsfjárskortsins, eiga í aukn-
ingu dýrtíðar síðustu árin? Það
veit vitanlega enginn. En verð-
bólguáhrif lánsfjárskortsins eru
þarna augljós.
Hamlar
aukningu
þj óðarteknanna
Þá er einnig flestum vitan-
legt, að vegna skorts á lánsfé
hafa útgerðarfyrirtækin oft orð-
ið að velja þá meðferð aflans,
sem skilaði rekstursfénu fljótast
til baka, þótt aðrar leiðir væru
til að gera aflann verðmeiri.
Togararnir hafa t.d. oft orðið að
sigla með ísfisk, þótt hagkvæm-
ara hefði verið að frysta fisk-
inn eða salta, og gera hann
þannig verðmeiri sem útflutn-
ingsvöru, svo að ekki sé talað
um ennþá meiri vinnslu, eins
©g niðursuðu og annað slíkt,
stundum við dagvinnuna, að
viðhalda því magni — þó ekki
hlutfalíslegu — lífsgæða sem
launþeginn fær í sinn hlut,
þrátt fyrir hækkað verðlag, en
í því felst aukin þrælkun, auk-
ið arðrán og mjög alvarleg
skerðing mannréttinda.
Þegar þetta er athugað, þá
er það ekkert undarlegt þótt
þær ríkisstjórnir auðmannanna,
sem setið hafa að völdum und-
anfarin ár, hafi haldið uppi
stöðugri viðleitni til að auka
dýrtið, þrátt fyrir allt skraf sitt
um hið gagnstæða, svo að mest-
ur hluti dýrtíðaraukningar síð-
ustu ára er beinlínis fyrir
þeirra tilstilli. Menn verða að
leggja sér það á hjarta, að ein-
mitt dýrtíðin er ein af aðferð-
unum sem auðmannastéttin
beitir til að raska skiptahlut-
fallinu milli höfuðstéttanna
launþegunum í óhag. En þetta
verður að dylja og til þess hef-
ur auðstéttin sína hagfræð-
inga og prófessora, sem hafa
það hlutverk að skýra kjara-
skerðingarnar sem nokkurskon-
ar náttúrulögmál, sem enginn
ráði við.
Það er því ofur skiljanlegt að
auðstéttin, ríkisstjórn hennar
og sérfræðingar haldi uppi
blekkingum í dýrtíðarmálunum.
Af sama toga eru að sjálf-
sögðu falskenningar þessara
sömu aðila um aðra þætti efna-
hagslífsins.
Ein af kenningum þeirra er
sú, að dýrtíðin stafi að veru-
legu leyti af því að útlánastarf-
semi bankanna sé alltof mikil,
í samræmi við það er svo lagt
til að minnka útlánin og hefur
það þegar komið til fram-
kvæmda.
V erðbólguáhr if
Því skal ekki neitað að ó-
hófleg útlán hafi í för með sér
verðbólgu. En eftir staðreynd-
unum að dæma virðist því eins
farið um of lítil útlán. Höfum
við talandi dæmi um það.
AllW' kannast við hve láns-
fjárskorturinn hefur mjög
hamlað nauðsynlegum bygg-
ingaframkvæmdum. Valdhaf-
arnir virðast hafa þá skoðun,
LÁnsfjÁrskortar 09
vsrctbólga
að engir eigi að byggja nema
þeir sem hafi fullar hendur
fjár. Þeir virðast haldnir þeirri
firru að hús þau sem nú eru
byggð og eru nær eingöngu úr
svo varanlegu efni að þau end-
ast um aldir, skuli endilega
verða að borgast upp á einum
áratug eða svo.
Hverjar verða afleiðingarnar
af þessum lánsfjárskorti?
Þær eru augljósar. Kapp-
hlaupið um leiguhúsnæði er
slíkt að líkist brjálæðiskenndu
uppboði. Menn eru neyddir til
að greiða þriðjung eða jafnyel
helming af launum sínum í
húsaleigu. Hefur þetta farið
stórlega hækkandi á siðustu
árum. Fólk þarf að steypa sér
í tugþúsunda kr. skuldir, e^það
getur þá marið út lán í fyTÍr-
framgreiðslur og það undarlega
er, að svo virðist sem bankarn-
ir séu miklu fúsari til að lána
í fyrirframgreiðslur upp í húsa-
leigu en til íbúðarkaupa eða
bygginga. Þeir sem af litlum
efnum hafa fest kaup á ibúð
eða klambrað sér upp húsi, eru
litlu betur stæðir og stundum
ver. Þeir verða að greiða mik-
inn hluta af launum sínum í
vexti og afborganir af dýrum
lánum til skamms tíma — þótt
jafnvel sé nú ekki um okurlán
að ræða. — Þeir mega ekki um
frjálst höfuð strjúka í fjölda
ára vegna ógreiddra lausa-
skulda og verða oft að gerast
húsaleiguokrarar til að geta
komist út úr fjárhagsvandræð-
unum. — En það er mikill
siður núverandi valdhafa að
siga einum hópi þegnanna á
annan, sbr. bátagjaldeyriskerf-
ið. — Þó er það á allra vit-
orði nú, að söluverð húsa er
langt fýrir. of^n.^ðlilegt kqgjn-;
aðarverð, einkum þegar um er
að ræða fokheldar íbúðir. Og
gerist þetta í skjóli lánsfjár-
skortsins.
Það hefur ekki verið reiknað
út, hve mikill hluti dýrtíðarinn-
ar á rót að rekja til húsnæðis-
vandræðanna, en þegar athug-
að er hve mikið af tekjum
manna fer í húsaleigu eða
kostnað vegna íbúða, þá er
ljóst að sá hluti er ekki smár.
Og mestu um þessa dýrtíðar-
aukningu veldur lánsfjárskort-
urinn. Verðbólguáhrif lánsfjár-
skortsins á þessu sviði eru því
mikil og auðsæ.
Okurlán
í verzluninni
Þegar ríkisstjórnin gerði
hvorttveggja í senn hér á ár-
unum, að hækka með gengis-
fellingu verð allra erlendra
vara um tvo þriðju eða vel það
og einnig að auka stórkostlega
innflutning m. a. með erlend-
um lántökum, þá duldist engum
að hið nýja vöruflóð myndi
draga til sín gífurlegan hluta
af veltufé þjóðarinnar. Þessi
varð og líka raunin. Þetta varð
því til að auka lánsfjárskortr
inn, sem áður var tilfinnanleg-
ur.
Þrátt fyrir stóraukin útlán
bankanna til verzlunarinnar
nægði það hvergi nærri til. Það
er nú á allra vitorði að verzl-
anirnar hafa í stórum stíl orð-
ið að leita á hinn svarta lána-
markað eftir rekstursfé. Lán
þau munu alltaf vera með 5—6
% mánaðarvöxtum. Þetta er
dýrt fjármagn og ef slíkar lán-
tökur eiga ekki að leiða til
bráðs gjaldþrots verða kaup-
menn að velta þessu yfir yá
sem stóreykur gjaldeyrisverð-
mæti aflans.
Á þessu sviði verður því
lánsfjárskorturinn til að
minnka þjóðartekjurnar og þar
með laimamöguleika vinnandi
fólks, en það verkar eins og
áður er sagt í sömu átt og
verðbólga.
Lánsfjárbann
og spariinnlög
Hér hefur nú verið bent á
dæmi þess, hvernig lánsfjár-
skorturinn beinlínis verkar til
aukningar á dýrtíðinni og til að
draga úr þjóðartekjunum.
Fleiri dæmi mætti nefna, en
þessi eru nægilega skýr. Og
þetta eru jafnframt dæmi um,
það hvernig draga mætti úr
dýrtíðinni og auka þjóðartekj-
urnar með skynsamlegri stjórn
á lánastarfsemi og innflutnings-
málum,
Það mætti einnig ræða um
lánsfjárbannið í sambandi við
spariinnlög í bankana. En eins
og allir vita er ástandið óðum
að færast í þá átt, sem var
áður en bankastarfsemi kom til
sögunnar, að einstaklingar láni
einstaklingum. Fé er tekið út
úr bönkunum til að lána þann-
ig. Sumir lána af hjálosemi og
góðvild, aðrir nota sér neyðina
og taka okurgróða. Útkoman
verður sú að hinar eðlilegu
lánastofnanir missa úr sínum
höndum verulegan hluta veltu-
fjárins. Út í þetta skal þó ekki
farið frekar.
Veltuféð
á að þjóna
efnabagslíf inu
Dæmi þau sem nú hafa verið
rakin, sýna hve óheillavænleg
áhrif lánsfjárskortsins eru fyr-
ir almenning í landinu. Þau
sýna einnig hve fráleitar eru
þær kenningar hagfræðinga
ríkisstjórnarinnar og þjóðbank-
ans, að það sé nú höfuðvanda-
málið hvernig draga megi úr
útlánunum. Reynslan sýnir að
eftir að hert var á lokun bank-
anna á s.l. hausti, hefur ástand-
ið versnað um allan helming
svo sem vænta mátti.
Nú kann því að verða svarað
til, að við þessu sé ekkert að
gera, peningarnir séu ekki til
og ekki sé hægt að lána þá
peninga sem ekki séu til. En
hér er ekki um það að ræða
hvort það séu til peningar
eða ekki, heldur er um að ræða
hvert sé hið eðlilega veltufé
þjóðarinnar. Ef einhver minnist
á það að veltuféð sé of lítið,
þá er því svarað til af hálfu
valdhafanna með miklu yfirlæti
og rembingi að slíkt sé barna-
legt, því að með aukinni
seðlaveltu sé stefnt til gengis-
fellingar og verðbólgu, sem
endi eins og í Þýzkalandi eftir
fyrra stríð. En hér er um
blekkingar að ræða. Enginn
ætlast til að seðlaútgáfu sé
beitt þannig. Það er óumdeil-
anlegt að veltuféð á að þjóna
atvinnu- og viðskiptalífinu og
magn þess á að miðast við, að
séð sé fyrir eðlilegri þróun
efnahagslífsins. Veltuféð má
ekki vera það lítið að það hefti
þróunina, kyrki athafnalífið og
jafnvel auki þá verðbólgu, sem
i orði kveðnu er verið að forð-
ast. Reynslan sýnir líka að
magn veltufjárins er breytilegt.
Allt móðursýkistal um að gera
krónuna verðlausa með auk-
inni seðlaútgáfu er alveg út í
hött. Enginn hefur heyrst halda
því fram.
Tvennskonar
viðhorf
Það sem um er að ræða erut
mismunandi viðhorf til þróunar
efnahagslífsins. Þeir sem viljá
heilbrigða þróun og eflingu at-
hafnalífsins, næga atvinnu
handa öllum við arðbær störf
og að þjóðartekjurnar séu
auknar svo sem framast er
unnt með fyllstu hagnýtingu
auðlindanna, þeir vilja að veltu-
féð sé það mikið að slík þróuni
geti átt sér stað og þeir hljóta
að gagnrýna það þegar skortur
á veltufé verður efnahagslífinu
fjötur um fót. Þeir sem aftur á
á móti vilja fyrst og fremst
hlúa að sérhagsmunum fá-
menns hluta þjóðarinnar, skapa
nokkrum einstaklingum gróða-
aðstöðu á kostnað fjöldans,
vilja koma á „hæfilegu" at-
vinnuleysi og leitast við að
ræna af alþýðunni aftur með
aukinni dýrtíð þeim kjarabót-
um, sem hún hefur áunnið
sér, — þeir vilja vitanlega nota
umráð sín yfir veltufénu til að
þjóna þessum tilgangi.
Hér í þessu greinarkorni hafa
verið dregin fram dæmi þess
hvernig skortur á lánsfé veldur
' aukningu dýrtíðar og hamlar
aukningu þjóðarteknanna. Öll
skynsamleg rök hníga að því,
að þetta sé leiðrétt með aukn-
ingu lánsfjár þar sem þörfirs
er mest. En slíkt rekst á einka-
hagsmuni auðmannanna og
braskaranna og það eru þeir
sem ráða. Hvað eiga þeir að fá
að ráða lengi? .