Þjóðviljinn - 09.03.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.03.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elska ... • ••og deyja 74. dagur það, þegar hann skildi ekki einu sinni sjálfur hvers vegna hann vildi þetta allt í einu? „Ef við værum gift þyrftirðu ekki lengur að vera hrædd við frú Lieser,“ sagði hann. „Sem hermannskona hlytirðu vernd.“ „Jæja?“ „Já.“ Gráber vai’ð vandræðalegur við augnai’áð henn- ar . „Að minnsta kosti yrði ástandiö betra en nú er.“ „Það er engin ástæöa. Ég hef alveg í fullu tré við frú Lieser. Að gifta okkur! Við höfum ekki einu sinni tíma til þess.“ „Hvers vegna ekki?“ „Maður verður að hafa skilríki, leyfi, vottorð um arískt blóð, læknisvottorð og ég veit ekki hvað. Það tekur marg- ar vikur.“ Vikur, hugsaði Gráber. Hún segir þetta svo kæruleys- islega. Hvar verð ég þá? „Það gegnir öði’u máli um hermenn,“ sagði hann. „Stríðsgiftingar ganga fljótar fyrir sig. A nokkrum dög- um. Ég hef heyrt þá tala um það í skálanum.“ „Fékkstu hugmyndina þar?“ „Nei. Mér kom þetta ekki til hugar fyrr en í morgun. En þeir tala oft um þetta í skálanum. Fjölmargir her- menn kvænast meöan þeir eru í leyfi. Því ekki það. Þeg- ar hermaöur af vígstöövunum kvænist, á kona hans heimtingu á mánaöarlegum lífeyri, tvö hundruð mörkum að ég held. Því skyldi maður gefa ríkinu þá peninga? Þegar maöur’þarf hvort eð er að leggja höfuðið á högg- stokkinn, er ekki nema sjálfsagt að taka þaö sem mað- ur á kröfu til. Þú gætir notað peningana, og að öðrum kosti tekur ríkiö þá. Er þetta ekki rökrétt?" „Út frá þessu sjónarmiði er það ef til vill rökrétt." „Það er það sem ég á við,“ sagði Gráber feginn. „Svo fá nýstofnaðar fjölskyldur lán til viðbótar, þúsund mörk eða því sem næst. Ef til vill þyrftirðu ekki að vinna lengur í verksmiðjunni eftir að þú ert gift.“ „Jú, það mundi ég gera. Þaö kemur ekkert málinu við. Og hvað ætti ég annars að gera allan daginn? Alein.“ Andartak var Gráber mjög hjálparvana. Hvað er vei’- ið að gera viö okkur? hugsaði hann. Við erum ung og ættum að vera hamingjusöm og frjáls aö því aö vera saman. Hvað koma styrjaldir feðra okkar okkur við? „Við verðum bæöi alein,“ sagði hann. „En ef við giftum okkur finnum við ekki eins mikið til þess.“ Elísabet hristi höfuðið. „Viltu þaö ekki?“ spui’öi hann. „Við fyndum ekki minna til þess,“ sagði hún. „Við fyndum meira til þess.“ Allt í einu heyrði Gráber aftur rödd söngkonunnar í húsinu á móti. Hún var hætt aö æfa skala og var nú byrjuð aö æfa áttundir. Þær hljómuðu eins og vein sem svarað var með bergmáli. „Þetta er svo sem ekki ó- afturkallanlegt, ef þú ert aö hugsa um þaö,“ sagöi hann. „Við gætum alltaf fengiö skilnað seinna, ef viö vildum.“ „Því skyldum við þá gifta okkur?“ „Því skildum við vera að gefa ríkinu peninga?“ sagði hún. Elísabet reis á fætur. „Þú vai’st allt öði’u vísi í gær,“ „Öðru vísi að hvaða leyti?“ Hún brosti. „Við skulum ekki tala meira um það. Við erum saman. Þaö er alveg nóg.“ „Þú vilt þaö ekki?“ „Nei.“ Hann leit af henni. Eitthvað í henni hafði dregiö sig til baka og lokast fyrir honum. „Æ, hver skrambinn,“ sagði hann. „Ég geröi þetta 1 svo góðum tilgangi.” Elísabet brosti aftur. „Það er meinið. Maður ætti aldi’ei aö gei’a neitt í of góðum tilgangi. Eigum við eitt- hvað eftir til aö di’ekka?" „Viö eigum slivowitz.11 „Er það frá Póllandi?“ „Já.“ „Eigum við ekkert arrnað en herfang?" „Við hljótum áö eiga kummelflöskuna enn. Hún er frá Þýzkalandi." „Komdu þá með hana.“ Gráber fór fram í eldhúsiö að sækja flöskuna. Hann var reiður sjálfum sér. Hann stóð andartak fyrir framan pottana og pönnumar og gjafirnar frá Binding í hálf- dimmu herberginu sem lyktaöi af fyrri máltíðum, og hann var innantómur og útbi’unninn. Svo fór hann inn. Elísabet hallaði sér upp aö gluggakarminum. „En hvað það er þungbúiö,“ sagöi hún. „Hann ætlar að fara að rigna. ÞaÖ var leiöinlegt." „Hvers vegna er það leiðinlegt?“ „Þetta er fyi’sti sunnudagurinn okkar. Við hefðum getaö fai-ið út. Þaö er komiö vor fyrir utan borgina." „Langar þig út?“ „Nei. Mér er það nóg aö frú Lieser er fjarvei’andi. En það væri tilbreytni fyrir þig í staö þess að sitja hérna.“ „Mér stendur á sama líka. Ég er búinn að hvíla nógu lengi í faðmi náttúrunnar í bili. Mig dreymir um hlýtt hei’bergi með engum skotgötum og óbrotnum húsgögn- um. Og þaö höfum viö. Það er það dásamlegasta sem ég get hugsaö mér og ég fæ aldrei nóg af því. En ef til vill ert þú búin að fá meira en nóg af því. Við getum fariö í bíó ef þú vilt.“ Elísabet hristi höfuðiö. „Þá skulum viö ekki hreyfa okkur héðan. Ef við för- um út slitnar dagurinn í sundur og líður fljótar en ef viö erum kyrr. Hann endist betur meö þessu móti.“ Gráber gekk til Elísabetar og tók hana 1 fang sér. Hann fann hrjúft yfirborðið á baðsloppnum. Svo sá hann að augu hennar voru full af tárum. „Talaöi ég heimskulega, rétt áðan?“ spurði hann. „Nei.“ „En ég hlýt aö hafa gert eitthvað af mér. Af hverju ættiröu annars að gráta?“ Hann hélt henni fast að sér og horfði yfir öxl hennar út á götuna. Snöggklæddi maðurinn var horfinn. Nokk- ur börn voru að leika stríð í gryfjunni framan við eyði- lagða húsið. „Við ættum ekki aö vera döpur,“ sagði hann. Söngkonan hinum megin við götuna hóf aftur upp raust sína. Hún var farin að jarma lag eftir Grieg. „Ég elska þig! Ég elska þig!“ gólaði hún hjúfri, óstyrkri röddu. „Ég elska þig, um tíma og eilífð!“ „Nei, við ættum ekki að vera döpur,“ sagði Elísabet. Síðdegis fór að rigna. Þaö rökkvaði snemma og him- inninn vai’ð æ þungbúnari. Þau lágu í rúminu í rökkr- SundnámskeiS Glímufélagið Ármann heldur sundnámskeið í Sundhöll Rvik- ur um þessar mundir. Nám- skeiðið er fyrir stúlkur og pilta frá 12 árá aldri, bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Námskeiðs- æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 7—7.45 síðd. fyrir yngri flokka (frá 12 ára) og á sömu dögum kl. 7.45—8.30 fyrir eldri. Sund- kennari er Þuríður Árnadóttir, en auk þess munu beztu sund- menn Ármanns kenna á nám- skeiðinu. Það slcal tekið fram að námskeiðið er bæði fyrir Ármenninga og þá aðra sem hug hafa á að leggja stund á sundiðkun. Sunddeild félagsins hélt ný- lega aðalfund sinn og er stjórn sem hér segir: Stefán Jóhanns- son, form. Guðbrandur Guð- jónsson, ritari Davíð Ólafsson gjaldkeri og Ólafur Guðmunds- son, meðstjórnandi. Hefur sunddeildin starfað af miklu kappi undanfarin ár og þjálfað undir §tjórn hins dugmikla þjálfara síns Þorsteins Hjálm- arssonar. En félagið hefur átt marga af beztu sund- og sund- knattleiksmönnum landsins um margra ára bil. Allar nánari upplýsingar um sundnámskeiðið er að fá hjá kennurunum í Sundhöllinni á áður nefndum tímum. eiiiiili§|)áííiir Vilja reka Bev&æ Framhald af 1. síðu. Flokksforingjarnir vilja láta hervæðinguna ganga fyir öllu. Hið mikla fylgi sem tillaga Bev- ans fékk gerði flokksforingjana hrædda um að þeir myndu missa tökin á þingflokknum ef Bevan væri ekki kveðinn nið- ur þegar í stað. Fleiri skúffur i eldhúsiS Eitt af þvi sem flestar hús- mæður óska sér í eldhúsið eru fleiri skúffur. Jafnvel í nýtjzku eldhúsum eru skúffur jafnvel helmingi færri en þær þyrftu að vera. Skúffur eru dýrari í uppsetningu en skápar og það er orsökin til þess að þær eru yfir- leitt með fæsta móti. Lítið er gert að því að fram- leiða sérstök skúffuhúsgögn sem nota mætti í eldhúsi. Bæta mætti úr skúffuleysinu með því að koma fyrir skúffuhúsgögnum þar sem rúm leyfði, ef þau væru fá- anleg. Skúffur verða vissulega útund- an í mörgum eldhúsum, og þeir sem teikna eldhúsinnréttingar ættu að íhuga skúffumálin vel og vandlega og a.m.k. gætg þess að skúffurnar séu í nokkurnveg- inn sæmilegri hæð. Oft sér mað- ur í nýtízku eldhúsum að skúff- ur eru hafðar svo ofarlega á vegg að ekki er hægt nema fyrir staerstu karlmenn að sjá ofan í þær. Til hvers eru skúffur þegar ekki er hægt að sjá hvað í þeim er? í eldhúsinu sem á myndinni er sýnt eru margar skúffur og Tvær ungmeyjar dást að efn- um með þrykktu mynstri úr litlum vefstofum í Burma. Þetta er framleiðsla sem nýlega er liaf- in í landinu með stuðningi al- þjóða vinnumálastofnunarinnar. aldrei þessu vant eru þær á góð- um stað. Þær eru á bezta staðn- um í öllu eldhúsinu. Eldhús- borðið milli eldavélarinnar og vasksins er eingöngu notað fyr- ir skúffur, en ekki fyrir skápa eins og í flestum eldhúsum. Tak- ið líka eftir því að á veggj- unum eru opnar hillur þar sem mörgu má koma haganlega fyr- ir. Þetta eldhús er að vísu dýrt og fullkomið að útbúnaði, en úr því má fá ýmsar hugmyndir að láni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.