Þjóðviljinn - 16.03.1955, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.03.1955, Qupperneq 1
 Miðvikudagur 16. marz 1955 — 20. árgangur — 62. tölublað Vinríuveitendasamband Islands þigg- ur fjárstyrk frá hernámsliðinu Gengur Hamilton í Vinnuveitendasamband Islands? — Jóni Sigurðs- syni ætlað að stjórna verkalýðsmálum á Keflavíkurflugvelli! Þjóðviljinn hefur öruggar heimildir fyrir því að Vinnu- veitendasamband íslands hefur á undanfömum árum fengið stórfelldar upphæðir frá bandaríska hernámsliðinu ng Hamilton-félaginu. Hafa þessar upphæðir átt aö heita greiðsla fyrir veitta aðstoð í deilum og samningum við verkamenn á Keflavíkurflugvelli en í raun og veru hefur þetta verið beinn fjárhagsstuöningur til þess að reyna aö efla atvinnurekendur sem mest í átökunum við alþýöu- samtökin — enda er það mikið hagsmunamál hernáms- liðsins að kaupgjald hér sé sem lægst. Það hefur oft áður verið rakið hér í blaðinu hversu mikinn beinan gróða Bandaríkjamenn höfðu af gengislækkununum. Með þeim hefur dollarinn næst- nm því þrefaldazt í verði. Greiðslur vegna vinnulauna á vegum hernámsliðsins nema nú um 250 milljónum á ári — en ef gengi dollarans hefði haldizt óbreytt myndi upphæðin nema tæpum 650 milljónum króna. Ár- legur sparnaður Bandaríkja- manna vegna gengislækkananna nemur því um 400 milljónum kr. — og öll marsjal]-,,hjálpin“ verð- ur smávægileg hjá þeim upphæð- um sem þannig hafa græðzt síð- an landið var hernumið. Kröfur verklýðssamtakanna nú um 30% kauphækkun myndu hækka út- gjöld hernámsliðsins — að öllu óbreyttu — um 75 milljónir króna, sem ríkisstjórnin fengi greiddar í dollurum, Hernáms- liðið ætlast því til mikilla afreka ' af Vinnuveitendasambandi ís- lands og telur sér hag í því að greiða sinn drjúga hluta af herkostnaðinum gegn íslenzkum verkamönnum. Hamiltcn í Vinnuveit- endasamband Islands? Jafnframt þessu mun fyrirhug- uð enn nánari samvinna her- námsliðsins og Vinnuveitenda- sambands íslands — sem yrði þannig samband íslenzkra og bandarískra atvinnurekenda! Þetta er þeim mun furðulegra sem það var eitt af ákveðnustu loforðum Kristins Guðmundsson- ar utanríkisráðherra að Hamilton- félagið yrði rekið úr landi um síðustu áramót. Þegar ráðherr- ann sveik það loforð hét hann því á nýjan leik að félagið skyldi fara á þessu ári — það ætti að- eins eftir að ljúka smávægilegum verkum! Innganga þess í Vinnu- veitendasamband íslands bendir hins vegar til þess að félagið eigi að sitja sem fastast og halda áfram atvinnurekstri sín- um í þágu hernámsliðsins. • Verkefni handa Jóni Sigurðssyni Tilgangurinn með því að láta Hamilton-félagið ganga í Vinnu- veitendasamband íslands er sá að þar með yrði Vinnuveitenda- sambandið aðili að samningum um kaup og kjör á Keflavikur- flugvelli, einnig fyrir hönd bandaríska hersins. Jafnframt er verið að vinna að því að kaup- taxti sá sem unnið hefur verið eftir á vellinum verði gerður að samningi milli Vinnuveitenda- sambandsins annars vegar og verkalýðsfélaganna á Suðurnesj- um hins vegar, og fái þau þá forgangsrétt að allri vinnu á Keflavíkurflugvelli. Á síðan að setja upp sérstaka skrifstofu á Keflavikurflugvelli til þess að fjalla um verklýðsmál — á kostnað bandaríska hersins — og eiga þar að vera tveir yfirmenn, annar frá Vinnuveitendasam- bandinu og hinn frá verklýðsfé- lögunum á Suðurnesjum. Sá síð- artaldi er þegar ákveðinn — Jón Sigurðsson, fyrrverandi frarrf- kvæmdastjóri Alþýðusambands íslands!! Hefur hann unnið að því undanfarið að undirbúa þess- ar breytingar, enda mun hann telja að hann eigi inni verðug laun fyrir veitta þjónustu á und- anförnum árum. Og ekki stendur á Bandaríkjamönnum að treysta Jóni Sigurðssyni og umbuna hon- um. Reynt að stöðvo Aruba John MoClellan, formaöur"' þeirrar nefndar öldungadeildar" Bandaríkjaþings sem MeCarthy' stjórnaði meðan republikanar" höfðu meirihluta í deildinni, skýrði frá því í gær að embætt— ismenn í utanríkisráðuneytinu hefðu fullvissað sig um að einskis væri látið ófreistað til að hindra að finnska skipið Aruba komist með paraffínfarm til Kína. Paraffín er hægt að nota, til að knýja } ýs iloftsflugvél- ar. Dulles utanríkisráðherra. sagði blaðamönnum í Washing- ton í gær, að ríkisstjórnin álíti að ekki sé rétt að láta sjöunda flota Bandaríkjanna hertaka Aruba enda þótt hún telji sig hafa lagalegan rétt til þess. Framhald á 5. síðu Fæðingar vanskapninga hljót- ast af eitrun andrúmslofts við tilraunir með kjarnorkuvopn Konur á brezka þinginu bera íram tillögu, um ráðstaíanir til að varna voðanum Sjö konur sem sæti eiga á brezka þinginu fyrir Verka- mannaflokkinn báru í gær fram tillögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt. Þegar íslenzk verklýðssamtök hafna honum tekur hernámsliðið hann upp á arma sína. Dulles lýsir áætlun um kjarnorkustríð gegn Kína John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti í gær fyrir blaðamönnum í Washington áætlun Bandaríkjastjórnar um kjarnorkustríð gegn Kína. Biaðamenn spurðu Dulles, við hvað hann hefði átt i útvarps- ræðu sinni i síðustu viku, þegar hann sagði að floti og flugher Bandaríkjanna réði nú yfir nýj- um, aflmiklum vopnum, sem hægt væri að beita til að þurrka út hvaða hernaðarskotmark sem vera skyldi en þyrfti ekki að valda gífurlegu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Dulles svaraði, að hann hefði átt við það að ef Bandaríkin gripu til hernaðaraðgerða gegn Kína myndi verða beitt eldflaug- um með kjarnorkusprengihleðslu. Þessar sprengjur megni að afmá hverja samgöngumiðstöð eða annað skotmark sem vera skal en þær séu ekki svo stórar að geislavirkt helryk frá sprenging- unum dreifist um stór svæði. . í Árás úí mörgum áttum Einnig var sú spurning lögð Framhald á 5. síðu. í greinargerð þingkvennanna fyrir tillögunni segir, að sér- fróðum mönnum beri saman um að mannkyninu sé nú mikil hætta búin af því að andrúms- loftið verði sífellt geislavirkara um heim allan vegna geislaverk- unar frá tilraunasprengingum kjarnorkuvopna. Þessi hætta hafi margfaldazt síðan farið var að reyna vetnissprengjur. Mesta liættan er búin kom- andi kynslóðum, ef geisla- verkunin í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast jafnt og þétt mun það fara stór- lega í vöxt að börn fæðist vansköpuð vegna geislunará- hrifa á erfðavísana í kyn- frumum foreldra þeirra eða forfeðra. V-SPRENGJUR MÆLAST ILLA FYRIR. I gær var birt í Bretlandi nið- urstaða könnunar á skoðunum manna á ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að láta smíða vetnis- sprengjur. Enda þótt öll brezk dagblöð nema eitt liafi stutt á- kvörðun ríkisstjórnarinnar, kom í Ijós að þeir sem spurðir voru eru klofnir í tvo næstum jafna flokka með og á móti siníði vetnissprengja í Bret- landi. Jotor v/8- skiptonjósnir Landhöfðinginn í Gautaborg” í Svíþjóð skýrði frá því í gær að einn þeirra manna sem hand- teknir voru þar grunaðir um njósnir hefði viðurkennt að hafa látið starfsmanni erlends sendiráðs í té upplýsingar um sænsk fyrirtæki og viðskipta- sambönd þeirra. Framhald á 5. síou. Diem fmr Ufvörð Ngo Dinh Diem, forsætisráð— herra í suðurhluta Viet Nam, hefur kallað til höfuðborgar" sinnar Saigon herfylki manna sem ættaðir eru frá átthögum hans í norðurhluta landsins, þar sem lýðveldisstjórn Ho Chi Minh fer nú með völd. Segja fréttamenn í Saigon að Diem Framhald á 5. síðu. Yerkföllin eiga að hefjast aðra nótt ★ Nú er orðinn naumur tími til stefnu ef samningar eiga að nást í vinnudeilunum án þess að til vinnustöðvunar komi. Verkföllin hefjast á miðnætti aðra nótt verði ekki samið fyrir þann tíma, og þannig eru tii umráða tveir dagar og ein nótt. ★ Sáttanefndin hélt fund með deiluaðilum í fyrrakvöld og stóð hann til kl. þrjú um nóttina. Mun þar enn liafa endurtekið sig hið sama: Atvinnurekendur buðu ekki fram eyrishækkun á kaupi. ★ Nýir fundir hófust kl. fimm í gær og aftur að loknum kvöldverði. Stóðu þeir enn þegar blaðið fór í prentun og höfðu engar fréttir borizt þaðan um nokkurn jákvæðan árangur. ★ Það er alkunn staðreynd, sem öll þjóðin þekkir, og at- vinnurekendur manna bezt, að það verður ekki undan því kom- izt með nokkru móti að semja við verkailýðsfélögin um réttlætis- kröfur þeirra. Það er vonlausast allra verka að ætla að kúga verkafólk til hlýðni. Spurningin var og er sú ein hvort takist að ná samningum án þess að til stöðvunar komi, stöðvunar sem er til tjóns fyrir alla aðila. Afstaða atvinnurekenda til þess vanda hefur til þessa verið algerlega neikvæð og verður það ekki kallað annað en vísvitandi skemmdarverk. Það kemur í ljós í dag og á morgun hvort atvinnurekendur ætla að halda þeirri afstöðu til streitu. En verkalýðssamtökin eru búin undir hörð átök, ef til- raunir þeirra til að ná samningum án vinnustöðvunar stranda. á þröngsýni og ofstæki auðmannaklíkunnar í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.