Þjóðviljinn - 16.03.1955, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.03.1955, Qupperneq 3
Miðvikudagur 16. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — Qjf'j Ferðaskrifstofa ríkisins: Fjórar ferðir til Norðurland- anna og Suður-Evrópu Nær fullskipað í allar ferðirnar Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til fjögurra hópferða héð- an í sumar til meginlandsins. Tvær ferðanna verða um Norðurlönd en tvær til Suður-Evrópu. Þátttaka hefur orðið það mikil að fullráðið mun í ferð- irnar að mestu. Norðurlandaferð I aðra Norðurlandaferðina verður farið héðan 1. júní og komið til baka 22. júní. Flogið verður til Kaupmannahafnar en þar verður farin hringferð til ýmissa staða er ferðamönnum þykir fengur að sjá. Fyrri hluta næsta dags hafa menn til eigin umróða, en síðan verða heim- sóttir nokkrir staðir er ekki vannst.tími til daginn áður. Þriðja daginn verður ekið norður Sjá- land, komið í Friðriksborgarhöll og Krónborgarkastala og síðan farið með ferju yfir til Svíþjóðar. Daginn eftir verður ekið til Gautaborgar, en hún er stærsta hafnarborg á Norðurlöndum og margt að sjá, verður dvalið þar um kvöldið og daginn eftir. Á næstu tveim dögum verður ekið gegnum skóga og iðnaðarborgir áleiðis til Stokkhólms. Verður m. a. farið meðfram Vattern, sem talin er ein fegursta leið í Sví þjóð. Næsta degi .verður varið til að skoða Stokkhólmsborg, en of langt yrði upp að telja allt sem þar er fyrirhugað. Næsta degi geta menn varið að vild í Stokkhólmi. Þá fer einn dagur í ökuferð til háskólaborgarinnar Uppsala og verður komið við í Sigtúnum. Til Stokkhólms um kvöldið. Næsta dag, sem er 12. júní verður lagt af stað frá Stokkhólmi og m. a. komið í stáliðnaðarborgina Eskilstuna, farið um Vermaland og gist í Karlstað, er stendur við Vanem, stærsta vatn Svíþjóðar. Daginn eftir verður ferðast um Verma- land, m. a. skoðað heimili Selmu Lagerlöf. Hinn 14. júní verður farið til höfuðborgar Noregs, Osló. Fyrri hluta næsta dags hafa menn til eigin umráða en síðan verðá skoðaðir ýmsir kunn- ir staðir í Osló, eins og ráðhúsið, Frognergarðurinn þar sem högg- myndir Vigelands eru, ennfremur verða skoðuð ýmis norsk söfn. Daginn eftir verður farið upp á Holmenkollen, en kvöldið og næsta dag hafa menn til eigin umráða, en seinna um kvöldið verður íslendingasamkoma. 18. júni verður farið með Heklu á- leiðis til íslands, en komið til Þórshafnar í Færeyjum 20. júní og m. a. verður hægt að fara og skoða Kirkjubæ. Til Reykjavíkur verður komið 22. júní, Síðari ferðin Sá hópurinn sem í síðari ferð- inni verður fer með Heklu til Bergen og hittast hópamir í Osló. Seinni hópurinn fer svo um sömu slóðir og hinn fyrri, nema í öfugri röð: byrjar ferðina í Osló og endar í Kaupmannahöfn og fer heim þaðan. Suður-Evrópuferðir Síðari Evrópuferðin hefst 1. júni og stendur í 30 daga. Verð- ur flogið héðan til Parísar, en þar hefur þá fyrri hópurinn lok- ið ferð sinni og fer flugleiðis heim. Ferðazt verður í íslenzk- um bílum. Fer seinni hópurinn hina sömu leið og sá fyrri, — öfuga, þ. e. byrjar bílferðina í París en endar í Kaupmanna- höfn. í París verður dvalið í tæpa þrjá daga og ýmsir merkir staðir þessarar frægu borgar skoðaðir og m. a. skroppið til Versala. Frá París verður ekið um Fontainebleu, Dijon, Gren- oble og m. a. farið eftir svo- nefndum Napoleonsvegi er hann fór norður yfir Alpafjöll er hann var að hrifsa til sín völdin. Tvo daga verður dvalið í Monte Carlo, skoðað sjóferða- og sæ- dýrasafn, litið inn í spilavítið og dvalið á baðströndinni. Hinn 9. júní verður haldið til Genúa á Ítalíu. Þaðan farið til Feneyja og dvalið þar í 3 daga, enda er þar margt að sjá í hinni frægu gond- ólaborg. Þaðan verður haldið um St. Gottharðsskarð norður yf- ' ir Alpaf jöll til Luzem í Sviss. ; Er þetta fræg leið fyrir fegurð. | Frá Syiss verður haldið til Þýzkalands til Heidelberg, elzta háskólabæjar Þýzkalands og dvalið þar í 1 dag. Síðan verður haldið áfram um Köln, Hamborg, Flensborg og Óðinsvé til Kaup- Orlof efnir til 8 hópferða til útlanda í vor og sumar Latft ai stað í fyrstu ferðina, 25 daga ferð til Italíu, í næsta mánuði Ferðaskrifstofan Orlof h.f. hefur nú undirbúið nokkrar utanlandsferðir í vor og sumar. Verður fyrsta ferðin 25 dag ferð til Ítalíu í næsta mánuði, en af öðrum ferðum má nefna ferð til byggða Vestur-íslendinga í Ameríku 1 júní og 20 daga ferð til Austurríkis og Júgóslavíu í sept- ember n.k. mannahafnar og er margt að sjá Framhald á 11. síðu. Lagt verður af stað í ítalíu- ferðina með Gullfossi þann 18. apríl n.k. og haldið til Kaup- mannahafnar. Þaðan verður svo farið þann 19. með fyrsta fl. lagferðavagni frá Linjebuss suður um Þýzkaland og sviss- nesku Alpana til Stresa á ítalíu. Feneyjar og Rómaborg. Frá Stresa er haldið til Míl- anó og staðið við í einn sól- arhring, en síðan áfram til Feneyja, þar sem viðdvölin verður tveir sólarhringar. Frá Feneyjum verður haldið áfram suður eftir Italíu með járn- brautarlest, allt til Rómaborg- ar og heimsóttir allir helztu staðir „bo.rgarinnar eilífu“, svo sem Vatíkanið, páfagarður með ^Péturskirkjunni og söfnunum, Gondólar í Canal Grande, „aðalgötu“ Feneyja en par verð- ur dvalizt 13. og 14. dag ferðarinnar. Morgunblaðið brýnir fyrir verka- mönnum nauðsyn stjórnmálabaráttu Morgunblaðið bendir á það í forustugrein í gær að hag- fræðingar Alþýðusambandsins sýni m.a. fram á það í skýrslu sinni að verklýðsfélögin hafi verið rænd kjarabótum þeim sem náðst hafa í öllum verk- föllum síðan 1947. Þetta er réttmæt ábending og þakkar- verð. En það er tvennt sem Morgunblaðinu láist að geta. Ef verklýðssamtökin hefðu ekki háð hina harðvítugu bar- áttu sína hefði kjaraskerðing- in orðið langtum stórfelldari. Verklýðssamtökin hafa fýrst og fremst háð varnarbaráttu og árangur hennar hefur orð- ið mjög mikilvægur, þar sem hann hefur orðið til þess að hrinda mörgum árásum auð- stéttarinnar. Ránið frá verklýðssamtök- unum stafar ekki af neinu efnahagslögmáli, eins og Morgunblaðið vill vera láta, heldur hinu að ríkisvaldið er í höndum auðmannastéttarinn- ar og því er beitt miskunnar- laust til þess að skerða kjör almennings. Andstætt því sem nú tíðkast hafa menn dæmið frá dögum nýsköpunarstjóm- arinnar, þegar kaupmáttur tímakaupsins fór stöðugt vax- andi og verkamenn héldu að fullu þeim árangri sem náðist í kjarabaráttunni. 1 skýrslu sem þeir hagfræðingamir Ól- afur Bjömsson og Jónas Har- alz gerðu á sínum tíma fyrir Alþýðusamband íslands sýndu þéir fram á að kaupmáttur tímakaupsins hefði vaxið úr Í00 árið 1939 unp i 156 árið 1947. Nákvæmlega sama þró- un hefði getað átt sér stað á undanfömum árum ef í land- inu hefði verið ríkisstjórn sem hefði haft vinsamlegt sam- band við verklýðssamtökin. Athugasemd Morgunblaðs- ins brýnir því fyrir verka- mönnum þau einföldu sann- indi að ein saman verkfalls- baráttu færir ekki fullan ár- angur; það verður einnig að koma til pólitísk barátta. Flokkar verkalýðsins þurfa að ná þeim styrk á Alþingi og í ríkisstjórn að þeir geti haft úrslitaáhrif á gang mála og komið í veg fyrir ránsherferð- ir gegn verklýðssamtökunum. Forum Romanum, katakomb-*^ urnar, Colosseum o. m. fl. Fegursta ökuleið heitns. Frá Róm er ekið með lest til Napoli og þar dvalizt einn dag, en síðan haldið með bílum til Pompei og áfram út með fló- anum til Amalfi og Sorrento. Er þessi leið talin ein fegursta ökuleið í heimi. Frá. Sorrento er farið með ferju til Capri og dvalizt þar einn dag, síðan haldið með skipi til Napoli og þaðan með lest til Rómar og áfram til Nizza í Suður-Frakklandi. Á baðströndinni í Nizza. Til Nizza verður komið að morgni og dvalizt á hinni glæsi legu baðströnd við Promenade des anglais í tvo daga, en þriðja daginn skroppið til Monte Carlo og um kvöldið þann dag haldið með hraðlest, „Bláu lestinni," til Parísar, þar sem dvalizt verður þrjá síð- ustu daga ferðarinnar og borg- in skoðuð. > Til þess að verða við óskum sem flestra mun ferðin enda í París þann 5. maí. Næsta dag fara þeir sem óska heim til Is- lands um London, sumir verða eftir í París en aðrir fara til Þýzkalands eða Norðurlanda og þaðan heim síðar. Margir óska að fara fyrr og dvelja úti áður en suðurferðin hefst og enn eru þeir sem hafa ekki tíma til að fara héðan þann 12. apríl en vilja fara síðar með flugvél. Þar sem hópurinn leggur af stað frá Kaupmannahöfn þann 19. apríl geta menn farið héðan að heim- an fljúgandi hvaða dag sem er fram að þeim 18. Þátttakendur í ítalíuferðinni geta orðið allt að 40, en þátt- tökugjald mun verða um 670Ö krónur og er þá allt innifalið nema fargjald frá Islandi til Parísar og þaðan heim aftur. Ameríkuferð og ferð til Austur- ríkis og Júgóslavíu. Auk Italíuferðarinnar hefur Orlof nú undirbúið 7 aðrar utanlandsferðir í sumar. Þann 14. maí verður lagt upp í 20 daga ferð um Danmörk, Þýzkaland, Holland, Belgíu, Frakkland og Rínarhéruðin. 1 júní verður efnt til 16 daga ferðar um Skotland og Irland og mánaðarferðalags til byggða Vestur-lslendinga í Ameríku. I júlí verður farin 18 daga ferð um Noreg, Svíþjóð og Danmörku, í ágúst 14 daga ferð til Rínarhéraða, í septem- ber 20 daga ferð um Austur- ríki og Júgóslavíu og í októ- ber verður farin ferð sú, sem átti að hefjast í dag til Suð- urlanda, Egyptalands og Norð- ur-Afríku. Fresta varð ferð þessari vegna yfirvofandi verk falls og af öðrum ástæðum. >

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.