Þjóðviljinn - 16.03.1955, Síða 4
4) -f- ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. marz 1955
Dagsbrúnarverkamaður skriíar:
Benjcmiín og þ j óðar tek j urnor
Villur viðurkenndar
Bjarni Benediktsson, ráð-
herra, sennilega greindasti
maður Sjálfstæðisfiokksins, við-
urkenndi fyrstur ráðherranna,
að allt, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur sagt undanfarið
um dýrtíðarmál og kaupgjalds-
mál þjóðarinnar í blöðum og
útvarpi, sé villandi. Bjarni
Benediktsson hefur einnig við-
ifrkennt, að skrif prófessors Ól-
afs Björnssonar og dr. Benja-
míns Eiríkssonar um kaup-
gjaldsmálin séu villandi. Og
joks hefur sjálf rikisstjóm og
Vinnuveitendasamband íslands
tekið undir þessa viðurkenn-
ingu Bjarna Benediktssonar.
Nýjar blekkingar
í>að er of seint að viðurkenna
þessar rangfærslur (með því að
óska eftir „hlutlausri rannsókn"
um kaupgjalds- og dýrtíðarmál-
in byggða á staðreyndum), eft-
ir að hafa haldið fram villandi
frásögnum um þessi mál í blöð-
um og útvarpi í marga mánuði.
Og það er hrópað á Hæsta-
rétt til aðstoðar við „hlutlausa
rannsókn". I>ví ekki að hrópa
einnig á biskupinn?
Vissulega er það tilgangslaust
að anza núverandi ríkisstjórn
i þessum efnum. Ríkisstjómin
komst að á lygum og biekking-
um og hún mun þurfa' að halda
áfram að lifa á því sama.
Dr. Benjamín heldur áfram
Þrátt fyrir viðurkenningu
Bjarna Benediktssonar, ríkis-
stjórnarinnar og Vinnuveit-
endasambands íslands á vís-
vitandi lygum um dýrtíðar- og
kaupgjaldsmál, heldur dr.
Benjmín Eiríksson áfram þess-
ari sömu iðju með fullum krafti
og pýjum lygum og blekking-
um.
9. þ. m. skrifar dr. Benja-
rnín í Morgunblaðið um þjóðar-
fekjur, sköpun og skiptingu. í
þessari grein kemur það ekki
fram, hvort hann á við „þjóð-
arframleiðslu á markaðsverði“
eða „hreina þjóðarframleiðslu á
kostnaðarverði". En í Morgun-
. blaðinu 5. febrúar undir fyrir-
sögninni „Léttúðlega farið með
tölur“ gerir hann undarlega
mikinn mun á þessum skyldu
hugtökum. Það sem hann kall-
ar þjóðarframleiðslu í Morgun-
blaðinu 5. febrúar, kallar hann
aftur á móti „þjóðarframleiðslu
á markaðsverði“ í bankanum
sínum. Þetta hefur verið kallað
hér í Þjóðviljanum „þjóðar-
tekjur" eða heildartekjur þjóð-
arinnar. Þessu hefur dr. Benja-
mín snúið út úr. En á máli
Framkvæmdarbankans eru
„þjóðartekjurnar” ekki annað en
„hrein þjóðarframleiðsla á
kostnaðarverði". En nú er það
staðreynd, að þó miðað sé við
hugtakið: hrein þjóðarfram-
ieiðsla á kostnaðarverði hefur
hún aukizt um helming síðan
3949.
Við verkamenn verðum að
rniða atvinnuþróunina við
heildartekjur þjóðarínnar, sem
býðir á máli Framkvæmda-
hankans: Þjóðarframleiðsla á
markaðsverði. Það er nefnilega
enginn vandi að ljúga því upp
að þjóðarframleiðslan beri sig
ekki. Það má hæglega búa til
allskonar kostnaðarliði, óbeina
skatta og tolla og svo framveg-
is. En slíkt sýnir líka aðra hlið
á málinu, sem sé þá hlið, að
þeir sem nú veita atvinnuveg-
unum forstöðu, eru alls ekki
færir um það. Dr. Benjamín Ei-
ríksson þarf ekki að halda það,
að hann geti komið af stað
hugtakaruglingi með verkalýðn-
um.
Miðað við 1952?
Það er athyglisvert að dr.
Benjamín og ríkisstjórnin miða
kaupgjaldsreikningana alltaf
við tímabilið frá 1952 eða 1953.
Hvers vegna? Vegna þess að
kaupgeta verkamanna náði há-
marki sínu 1947 og hefur farið
lækkandi síðan þrátt fyrir
auknar þjóðartekjur. Við verka-
menn miðum hinsvegar við ár-
ið 1947 vegna þess, að þá gátu
verkámehn lifað dálitlu menn-
ingarlífi, kaupmáttur launanna
leyfði það þá. Nú er slíkt úti-
lokað nema kaupið verði hækk-
að.
Hvað segir dr. Benjamín?
9. marz segir hann: „Það er
augljóst hvert aukning þjóðar-
teknanna rennur. Þeir sem
vinna lengri tíma fá greitt í
hlutfalli við lengingu vi-nnu-
tímans og meira en það, fólk
sem bætist í tölu hinna vinn-
andi fær tekjur, sem það hafði
ekki áður. Það helzt því í hend-
ur, að þeir sem skapa aukn-
ingu þjóðarteknanna, fá hana í
sinn hlut. Enda er þetta í
fyllsta samræmi við lögmálin
um sköpun og skiptingu þjóð-
arteknanna“.
Við þetta er það að athuga
að vöruverð ákvarðast ekki eft-
ir þeim tíma, sem fer í það að
framleiða vöruna. Hins vegar
hefur verkalýðshreyfingin knú-
ið fram eftirvinnu og nætur-
vinnukauptaxta. Áður fyrr fékk
verkamaðurinn. sama tímakaup
hvort heldur hann vann að
degi eða næturlagi. Og í flest-
um tilfellum græðir auðmaður-
inn meira á því að láta vinna
eftirvinnu. Þegar fólk bætist í
tölu hinna vinnandi eykur það
afköstin, svo ekki sé nú talað
um þá sem vinna við afkasta-
miklar vélar. Þetta fólk eykur
þá heildartekjur þjóðarinnar.
En þrátt fyrir það að heildar-
tekjur þjóðarinnar hafi aukizt
hefur kaup „hinna vinnandi"
minnkað stórlega. Dr. Benja-
min fer hér sem oftar með lyg-
ar.
„Að skapa þjóðartekjur er
að skipta þeim“, segir dr.
Benjamin og heldur áfram: „Sá
sem skapar þær, tekur hlut
sinn þar sem hann tekur laun
sín. Það er siður en svo að
þjóðartekjurnar séu eins og
kaka sem einhverjir skrifstofu-
menn geti skipt á milli einstakl-
inganna. Með lögum og samn-
ingum má hafa nokkur áhrif á
skiptingu þjóðarteknanna, en
ekki mikil. Flestar ráðstafanir
af þvi tagi valda því að þjóðar-
tekjumar minnka".
Athugum þetta nánar
Heildsalar skapa engar þjóð-
artekjur. Þeir framleiða ekki
neitt. Samt sem áður eru það
fáar stéttir sem draga eins mik-
ið til sín af þjóðartekjunum
og einmitt heildsalarnir. Lánar-
drottnar Ragnars Blöndals h. f.
sanna þetta einnig. Það mál
sýnir aðeins lítinn hluta af á-
standinu í þessum málum eins
og það er núna. Það er því stað-
reynd að þeir sem skapa engar
þjóðartekjur og vinna ekkert
draga mest til sín af þjóðar-
tekjunum. Þeir sem skapa mest-
ar þjóðartekjurnar og vinna
mest fá minnstar tekjur og
eignast ekki eignir. Þetta á við
9 af 10 tilfelUim.í -.þióðfélaginu
okkar. Við skulum halda áfram.
Dr. Benjamin er á móti þvi að
líkja þjóðartekjunum við köku.
En nú hefur Framkvæmdabank-
inn reiknað út þjóðartekjum-
ar og gefið upp ákveðna stærð.
Ef ekki væri hægt að leggja
neinn mælikvarða á þjóðartekj-
urnar þá fer nú málið að vand-
ast. Þá er tilgangslaust að vera
að halda nokkra búreikninga.
En fyrst það er nú einu sinni
staðreynd að þjóðartekjurnar
eru ákveðin stærð, þá má vel
líkja þjóðartekjunum við köku.
Kaka hefur ákveðna stærð. Það
er einnig hægt að líkja þjóðar-
tekjunum við súpu í skál. En
að skrifstofumenn ráði því
hvað hver einstaklingur fær í
kaup hefur enginn haldið fram.
Dr. Benjamín veit það bezt
sjálfur að skrifstofufólk á sér
húsbændur. Það er að vísu ekki
hægt að líkja þjóðartekjunum
við óhlutkennda hluti eins og
dyggð eða sannleika. Hinsvegar
hefur dr. Benjamín reynt að
mæla óhlutkennda hluti. Já,
„sapnleikurinn er sá á lengd
og breidd“. Dr. Benjamin hefur
víst reynt að taka mál af sann-
leikanum.
Ef lög og samningar eru
ekki sviknir má vissulega hafa
áhrif á skiptingu þjóðartekn-
anna. En ráðstafanir af þvi
tagi hafa nákvæmlega engin á-
hrif á heildartekjur þjóðarinn-
ar. Heildartekjur þjóðarinnar
eru alltaf ákveðin stærð eins
og m. a. Framkvæmdabankinn
sannar. Hitt er svo annað mál
hverjir hafa svo beztu tækin
til þess að ná sem stærstum
hluta þjóðarkökunnar til sin á
hverju ári.
Það er háskaleg villa að
reikna með því að heildartekj-
ur þjóðarinnar sé ekki ákveðin
stærð. Það veit dr. Benjamin.
„Léttúðlega farið ineð tölur“
í sömu grein segir dr. Benja-
mín: „Lítilsháttar hluta af þjóð-
artekjunum er skipt upp að
nýju af ríkisvaldinu og sveitar-
féiögunum. Ríkið tekur til sin
rúmlei'a 500 milljónir króna“.
Hér á sér ekki stað nein ný-
skipting. Þeir peningar sem rík-
ið tekur af fólkinu hafa ekki
orðið því að neinu gagni.
Starfsmaður hjá ríkinu sem
hefur t. d, 48 þúsund krónur í
árskaup fær ekki greiddar
nema 42 þúsundir. í bréfi mínu
til dr. Benjamíns, kaflanum um
lögmál kaupgjalds, vöruverð og
gróða, sýndi ég fram á það,
hvernig rikisvaldið hjálpar
heildsölunum og bröskurunum
til þess að draga til sín megnið
af heiidartekjum þjóðarinnar í
gegnum peningaveltuna. Því má
bæta við hér að vörutollafyrir-
komulag ríkisstjórnarinnar hef-
ur orðið til þess að forsjálir
peningamenn hafa reynt að
Skáldsagnaeíni líðandi stundar — Ábending til MÍR
— Starí í mjúkum sætum — Ýmsir hæfileikar sem
aldur sljóvgar
BÓKMENNTAUNNANDI skrif-
ar: ,,Um daginn var þeirri
hugmynd skotið fram í Bæj-
arpóstinum að ungir rithöf-
undar ættu að nota atburði
líðandi stundar sem skáld-
sagnaefni. Hugmyndin er góð
því óneitanlega er hægt að
sækja margar og átakanleg-
ar sögur í daglegt líf Reyk-
víkinga. Ástæðan til þess að
skáld og rithöfundar slá
hendinni við því er eflaust
sú að það er til svo lítils að
vinna ,,að fara listamanns-
höndum um slik efni“ eins
og bréfritari Bæjarpóstsins
komst að orði. Reykvísk tíma-
rit eru helzt til lítið fyrir rót-
tækar sögur og sama er að
segja um bókaforlög. Það
helzta sem ungu skáldin upp-
skera fyrir erfiði sitt er ó-
vild háttsettra manna og
skömm í hattinn.
ÞAÐ ER mesta fúrða, hvað
margir fást við skáldskapar-
gerð hér á landi eins og allt
er í pottinn búið. Mér finnst
að M£R og aðrir vmstrismn-
aðir aðilar sem stuðla vildu
að því að glæða skáldskapar-
löngun rithöfunda ættu að
efna til samkeppni um smá-
sögur eða skáldsögur og verð-
launa þá beztu með t.d. Rúss-
landsferð. Smávegis uppörvun
hefur oft komið miklu til leið-
ar og það er víst ekki van-
þörf á því að þeir sem gera
sér grein fyrir gildi lífræns
skáldskapar veiti skáldunum
slíka uppörvun ef kostur er
á. — Bókmenntaunnandi'1.
SVO SKRIFAR Bílstjórabróðir
eftirfarandi bréf í tilefni af
nýafstöðnu erindi um Daginn
og veginn;
„Mánudaginn 7. þ.m. flutti frú
Bjamveig Bjamad. erindi í
útvarpið um Daginn og veg-
inn. Frúin kom viða við og
hafði mikið að segja og undir
lokin eyddi hún talsverðum
tíma í að tala um leigubíl-
stjóra, hina þægilegu vinnu
þeirra sem ungir menn virtust
flykkjast í og taka þannig
notalegt starf í mjúkum sæt-
hagnýta sér það og fundið leið
til þess að draga meira til sín
af heildartekjum þjóðarinnar
en áður. Þessi starfsemi er að
aukast af því að hún hefur gef-
izt vel. Starfsemin er þannig,
að sami peningamaðurinn setur
á laggirnar heildsölu, verk-
smiðju og smásölu. Heildsalan
kaupir inn hráefnið og selur
verksmiðjunni. Á hráefnið
leggst auðvitað söluskattur. Því
næst selur verksmiðjan aftur
heildsölunni sama hráefnið sem
fullunna vöru. Á þessa vöru
leggst söluskattur öðru sinni.
Síðan selur heildsalan smásöl-
unni. Og í þriðja sinn leggst
söluskattur á vöruna. Smásal-
an selur vöruna svo út til neyt-
endanna, og í fjórða sinn leggst
söluskattur á vöruna. Auk þess
leggur ríkið marga aðra skatta
á vöruna. Varan er svo seld
með „prósentuálagningu11 miðað
við kostnað. Varan hækkar
geysilega mikið. Gróði peninga-
mannsins verður gífurlegur og
rikið fær dágóðan skilding. En
tekjur ríkisins eru ekki aðeins
háðar fjármálaáætlun ríkisins
heldur einnig dugnaði braskar-
anna og kaupgetu almennings.
Með þessu fyrirkomulagi fara
hagsmunir ríkisins og braskar-
anna saman. Og ríkið getur
aldrei reiknað nákvæmlega út
hversu tekjur þess verða mikl-
ar á þessum grundvelli.
Fólk er alla daga að borga
ríkinu skatta og tolla. Það ger-
ir fólk með því að kaupa nauð-
synjavörur, já, allar vörur.
Dr. Benjamín talar um 500
milljón krónur eins og ein-
hverja vasapeninga. Hér er
vissulega léttúðlega farið með
tölur. Allur togaraflotinn hefur
ekki ennþá aflað svo mikilla
tekna á ári. Aumur doktor er
Benjamín.
Dagsbrúnarverkamaður
um frá gömlum mönnum sem
búnir væru að vinna erfiðis-
vinnu og ættu því skilið að
hvílast í mjúkum sessi það
sem eftir væri ævinnar. Það
er ósköp falleg hugsun bakvið
þetta hjá frúnni, að gamlir
menn eigi skilið róleg störf
að afloknum starfsdegi, en
gallinn er aðeins sá að starf
leigubílstjóra er engan veginn
eins notalegt og fyrirhafnar-
laust og frúin virðist halda.
Að vísu eru sætin bílanna yfir-
leitt mjúk, en það kemur
fleira til greina. Flestum mun
kunnugt að starf flugmanna
er bundið við ungan aldur,
þegar sjón, heyrn og skynjan
öll er í sem beztu lagi. Sumt
af þessu sljóvgast með aldrin-
um og þegar sjón eða heyrn
eða viðbragðsflýtir er ekki
lengur í fullkomnu lagi, hafa
mennirnir ekki lengur þá hæfi-
leika sem starfið útheimtir.
Sama máli gegnir um akstur
leigubíla. Það er ábyrgðar-
starf þar sem bílstjórinn ber
ábyrgð á lífi og limum far-
þega sinna og því er það mik-
ið atriði að skilningarvit hans
séu skörp og ósljóvguð. Það
er ekki þar með sagt að roskn-
ir menn geti ékki haft þessa
hæfileika óskerta, en þeirra er
þó áreiðanlega frekar að leita
hjá ungum mönnum. Þetta
langaði mig að benda frúnni
á í allri vinsemd.
— Bílstjórabróðir".