Þjóðviljinn - 16.03.1955, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. marz 1955
þJÓOVILJINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7600 (3 línur).
Askrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17
annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans b.f.
Spillingargrenin þarf að svæla
Nýlega hefur verið lokið hér í Reykjavík „uppgjöri"
eins af hinum stærstu fjármálahneykslum sem hér hafa
gerzt. Ekki fór það þó fram á þann hátt, að réttvísin á
islandi léti málið til sín taka. Til þess að svo gæti orðið
hefði þurft að höggva helzt til nærri ýmsum þeim máttar-
stólpum einstaklingsframtaks, frjálsrar verzlunar, fjár-
mála og annars þess, sem talið er vera helzta prýði þess
þjóðfélags sem á íslandi hefur verið skapað s.l. áratugi
fyrir atbeina þeirra stjómmálaflokka, sem lengst af hafa
með völdin farið. En þrátt fyrir það, að réttvísin svæfi
svefni hinna réttlátu á meðan helztu leiðtogar íhaldsins
og Framsóknarflokksins sátu og bræddu samkomulagið
um hVernig komast mætti hjá opinberu hneyksli í sam-
bandi við uppgjör fyrirtækisins Ragnars Blöndals h.f.
þá varð samt ekki hjá því komizt að almenningur fengi
heilmikið að vita um gang málsins, og upplýsingum þeim
, sem blöð Sósíalistaflokksins hafa gefið hefur ekki verið
reynt að hnekkja.
Þannig hefur það t.d. vitnazt að tveir af aðalbönkum
þjóðarinnar hafi tapað stórfé á þessu gjaldþroti. Enn-
fremur hefur vitnazt um gífurlega okurlánastarfsemi sem
fekin er af fjármálaokrurum í stórum stíl, svo að á þeim
markaði séu allalgengir 6% mánaðarvextir, sem jafngilda
þá c.a. 70% ársvöxtum. Þannig hefur vitnazt um stórkost-
lega gjaldeyrissóun fyrir vörumagn sem ekki selst, en
keypt inn í trausti þess aff stríð mundi þá og þegar dynja
yfir, og mun nú kaupfélögum bændanna út um land ætlað
að lifa á leifum þessum um tíma. Svo mætti lengi telja
það sem vitnazt hefur í sambandi við þetta mál, og ljóst
vitni ber því spillingarfeni, sem nálega allt okkar opinbera
fjármálalíf er sokkið í. Þegar þetta er lagt saman við
aðrar upplýsingar, sem jafnvel annað aðalstjórnarblaðið,
Tíminn, hefur gefið um stórkostleg gjaldeyrissvik og
gjaldeyrisflótta í gegn um útflutningsverzlunina, þá þarf
tngan að undra, þótt einhversstaðar verði þröng í at-
vinnulífinu, svo sem reyndin er.
Svo eru np augu almennings tekin að opnast fyrir
þeirri óhemju spillingu er þróazt hefur og margfaldazt í
skjóli ríkjandi stjómarfars, og alls þess ástands er þaff
hefur skapað, að sífellt gerast nú háværari kröfurnar, um
að alþýffan í landinu. — hinar vinnandi stéttir, — er
standa undir öflun þjóðarauðsins, taki höndum saman og
grípi stjómvölinn úr höndum þeirra ævintýramanna er
xmdanfarið hafa haft á honum hendur.
Svo háværar eru þessar kröfur orðnar, að Framsóknar-
flokkurinn virðist byrjaður að bogna fyrir þeim. Þótt
ályktun síðasta miðstjórnarfundar flokksins um það efni
og svarið við bréfi Alþýðusambandsins séu áð vísu loðin
og óákveðin, þá er þar samt um svo mikla breytingu að
ræða frá fyrri samþykktum að hún gefur vissulega vonir
í þá átt. Enda mun leiðtogum flokksins þykja erfitt að
söðla um í einum svip.
Árum saman hefur Sósíalistaflokkurinn bent á nauðsyn
þess, að mynda vinstri þjóðfylkingu með öllum þeim öfl-
um og aðilum, er leiða vilja þjóðfélag vort frá þvi ginn-
ungagapi erlendra og innlendra spillingaráhrifa, er við
því gín ef áfram er haldið svo sem enn er gert. Árangur
þessarar baráttu er nú að koma í ljós, í þeim sívaxandi
áhuga fyrir breyttri stjórnarstefnu, sem birtist í kröfum
almennings um vinstri sinnaða einingar- og umbótastjórn.
En enginn þarf að halda að hægt sé að fullnægja þeim
.vilja almennings er birtist í þessum kröfum með því einu,
að skipta um stjórn til málamynda, og láta gömlu spill-
inguna sem þróazt hefur halda áfram. Það sem almenn-
ingur krefst er að tekið verði fyrir rætur þeirra mein-
semda og slíkir hlutir sem uppvísir urðu í sambandi við
fyrrnefnt fjármálahneyksli verði ekki látnir endurtaka sig.
En því miður er nokkur hætta á að sumir stjórn-
inálaleiðtogar hinna svokölluðu vinstri miðflokka sé helzt
til nátengdir þeim sömu öflum, er þar voru að verki, til
þess að þeim þyki æskilegt að svæla þau gren svo sem
þyrfti. Muni þeir því ekki kæra sig um að fylking sú yröi
mjög kröfuhörð um að fyrir rætur spillingarinnar sé graf-
ið. En hjá því verður ekki komizt.
Furðusögur úr undralöndum
Peter Freuchen: Ævintýrin
heilla. — Halldór Stefá-nsson
íslenzkaði. — 160 blaðsíður.
Fyrsta félagrsbók Máls og
menningar 1955. — Prent-
smiðjan Hólar.
Eitt spor fyrir Pípalúk, eitt
spor fyrir mömmu, eitt spor
fyrir pabba — það er vissulega
farið að syrta í álinn þegar
þaulvanur ferðamaður, þar að
auki tröll að burðum og hug-
rekki, er farinn að ganga upp
á þennan máta. Eitt spor fyrir
bróður minn, eitt spor fyrir
systu; hann snuðar sjálfan sig
áfram, eins og þegar mamma
segir Nonna litla að hann verði
ekki stór nema hann ljúki af
diskinum sínum: eina skeið
fyrir pabba, eina skeið fyrir
Siggu frænku.
Þetta var á fjórða degi göng-
unnar yfir Mögdusléttu norðan
Hudson-flóa, „þessa víðáttu af
leir og helvíti“, eins og Freuch-
en nefnir hana. En frá dögun-
um á undan segir hann svo
meðal annars: „Við gátum ekki
lagzt til hvíldar á daginn, þar
var enginn steinn í margra
kílómetra fjarlægð, sem við
gætum haldið okkur þurrum á.
Seinast vorum við orðnir svo
uppgefnir, að við kærðum okk-
ur kollótta og lögðumst í leir-
inn, við lágum með höfuðin
hvor á annars hnjám og lær-
um. Á þann hátt tókst okkur
að halda okkur þurrum um
stund, svo þegar rakinn fór að
fara gegnum fötin, varð okkur
kalt, og við lögðum þá af
stað . . .
Ekkert höfðum við að éta,
og okkur sveið í magann, eins
og við hefðum drukkið sjóð-
andi tjöru , .
Og þó er ekki allt talið:
„Hefði ég aðeins verið heill á
fæti“, segir Peter Freuchen,
„mundi mér hafa verið ánægja
að því að ganga mörg hundr-
uð kílómetra með þessum á-
gæta dreng“ (eskimóadrengn-
um Mala). Nýlega hafði sem sé
holdið kalið af öðrum fæti höf-
undar, og eftir stóðu naktar
kjúkurnar. Hann hafði orðið að
liggja í fönn eina nótt fyrir
skömmu; þegar hann komst aftr
ur til félaga sinna og „að var
gáð, var fóturinn horfinn og
í hans stað hafði ég fótbolta
á endanum á fótleggnum“.
Hinn mikli garpur varð að
leggjast rúmfastur, að svo miklu
leyti sem svefnstaður hans yrði
kallaður rúm. Fótboltinn leyst-
ist upp í gröft og vilsu. „Að
lokum sáust bera tákjúkumar,
og enginn maður er svo gerður,
að honum falli vel að sjá sína
eigin beinagrind. Eg varð tauga
óstyrkur, og á nóttinni, þegar
ég gat ekki sofið og starði út
í myrkrið, greip mig einkenni-
leg tilfinning. Eg þoldi ekki að
hafa neitt ofan á tánum, en ég
starði alltaf þangað, sem þær
voru, og að lokum fa,nnst mér
ég allur vera að breytast í
beinagrind".
Á Mögdusléttu finnst Freuch-
en fótur sinn ýmist vera „rauð-
glóandi járn“eða dagblaðapakki
sem vættur hefur verið í vatni.
Eftir þrjár svefnlausar nætur
og þrjá matarlausa daga sofnar
hann gangandi, vaknar í blautri
leðjunni. Þá eru enn eftir
margir sólarhringar í sömu
kvöl — og samt sleppa þeir
lifandi. Það er meira en furðu-
legt.
Þó skyldi enginn halda að
bók Peters Freuchens sé ein-
göngu saga af þrekraunum
hans og ótrúlegum dáðum, hún
er það ekki einusinni fyrst og
fremst. Hún er fyrst og síðast
skemmtilegar frásagnir af hegð-
an, siðum og tali Eskimóa á
þessum slóðum: norðvestan
Hudsonflóa og á Baffinslandi,
svo skemmtilegar og græsku-
lausar að jafnvel þunglyndur
lesandi skellir hvað eftir annað
upp úr. Höfundur virðist vera
meira skáld en vísindamaður,
og gætir hann þó vasabóka
sinna og tækja eins og sjáaldurs
auga síns. Hann er hér einn
þátttakenda í svonefndum 5.
Thule-leiðangrinum, undir for-
ustu Knud Rasmussens;-og meg-
intilgangurinn var víst að kort-
leggja ofannefnt landsvæði. En
Freuchen segir fátt af því, hug-
ur hans binzt einkum fólkinu
á þessum jökulslóðum: þar rek-
ur h.ver. afbragðsmannlýsingin
aðra, skemmtilegar sögur rekja
langa lest á síðurn bókarinnar.
Maður hefur höfundinn grun-
aðan um að kríta stundum dá-
lítið liðugt, en þó ætíð þannig
að sannleiksljósi stafar af frá-
sögn hans. Hann hrirðir lítið um
landafræði þar sem hann ferð-
ast; er dálítið erfitt að fylgjast
með leiðum hans af þeirrí sök-
um, honum skýtur upp hér,
hann er kominn þar, við hitt-
um í svip að máli farandi fólk
— bókin verður ekki samfelld
saga né þjóðlýsing, heldur safn
svipmynda úr ýmsum áttum
þessa norðlæga landflæmis; og
er furðulegt það líf sem þar er
lifað á ís og jökli, á rjúkandi
blóði og frosinni húð. Það
hefði auðveldað mjög lestur
bókarinnar ef uppdráttur höf.
af þessu landsvæði hefði
verið stækkaður um helming
og prentaður í opnu. Hér er
hann á einni síðu, svo smáger
að hann er ólæsilegur án
kíkis.
Einkennilegt er þetta fólk
sem Peter Freuchen segir frá.
Til dæmis er eins og það þekki
ekki framtíðarhugtakið, og þess
vegna hefur það enga fyrir-
hyggju. En það hefur verið
kallað „brosandi fólkið“, og
virðist hamingjusamt þar til
það dettur niður hungurdautt,
en það kemur stundum fyrir.
Við sumar aðstæður er það
svo latt að engu tali tekur —
eða er það kannski ekki leti:
Eskimói einn fennti í kofa, en
hann vissi að þeir leiðangurs-
menn mundu koma þangað
fyrr eða síðar; hann hugsaði
sem svo að þeim yrði léttara
að grafa sig inn í kofann en
honum út — og þessvegna beið
hann rólegur og æðrulaus. En
þeir eru jafnseigir og ódrepandi
þegar út í það er komið, og
þeir eigg einn málshátt sem
segir heila þjóðarsögu. „Þegar
maður er búinn að ganga svo
lengi, að honum finnst hann
ekki komast lengra, er hann
búinn að ganga helminginn af
því, sem hann getur“. Peter
Freuchen segir af þessu fólki
með mikilli samúð og auðugri
gamansemi, greinir frá trú þess
og hjátrú, ástum þess og hjóna-
bandsvenjum; og verður sú frá-
sögn öll í einu meginuppistaða
bókarinnar og höfuðgildi henn-
ar.
Þar er líka sagan af Cleve-
land skipstjóra, eina hvíta
manninum á svæði sem var
stærra en Danmörk; orð hans
voru einnig ótvíræðari lög þar
um slóðir en löggjöf Kristjáns
tíunda heima í Danmörku á
sama tíma. Hann annaðist
mannfjölgun í drjúgum hluta
ríkis síns, var uggvænlegur
brennvínsberserkur og snilldar-
kokkur. Því miður fékk hann
sjaldan nema sex vínflöskur á
ári og átti að nota innihaldið
við væntanlegum sjúkdómum.
En jafnskjótt sem honum bár-
ust flöskurnar lagðist hann
hættulega veikur, og stóðst það
á endum að hann lauk úr flösk-
unum og reis heill af beði.
Svona er þessi bók.
« B. B.
Þátttakendur í fimmta Thule-leiðangrinum 1921. Aft-
ari röð: Kaj Birket-Smith, Therkel Mathiassen, Helge
Bangsted. Fremri röð: Peder Markus Pedersen, Knud
Rasmussen, Peter Freuchen, Jakób Olsen.