Þjóðviljinn - 16.03.1955, Side 7
Miðvikudagur 16. marz 1955 — ÞJÓÐVHJINN — (7
AtvÍDoaleysistrgggiognr
á vegum verkalýðsfélaganna
Fimm þingmenn úr Sósialisfaflokknum og AlþýSuflokknum
flytja frumvarp jboð um atvinnuleysistryggingar sem
sósialistar hafa flutt á undanförnum þingum
Aðalefni frumvarpsins er í
þessum greinum:
1. gr. Félög karla og
kvenna, sem vinna hvers kon-
ar daglaunavinnu, svo og ann-
arra, sem vinna fyrir launum
við sams konar vinnu, svo
sem sjómenn, starfsfólk við
iðju, iðnaðarmenn, verzlunar-
og afgreiðslufólk, skrifstofu-
fólk, starfsmenn við flutninga
á mönnum og vörum, þjón-
ustufólk í veitingahúsum og
önnur sambærileg félög, sem
stofnað hafa atvinnuleysis-
sjóði innan félagsins, eiga rétt
á staðfestingu atvinnumála-
ráðherra sjóðnum til handa
og hlunnindum samkvæmt
lögum þessum, ef hann full-
uægir þeim skilyrðum, sem
lög þessi ákveða. Stjórn at-
'vinn.uleysissjóðs skal skipuð
3 mönnum, sem kosnir skulu
í viðkomandi félagi með sama
liætti og stjórn félagsins,
2. gr. Markmið atvinnuleys-
issjóðs ér að tryggja sjóðs-
félaga gegn atvinnuleysi, ef
það stafar ekki af þeim sök-
iim, sem getur í 7. gr.
3. gr. Skilyrði fyrir því, að
atvinnuleysissjóður geti feng-
ið staðfestingu ráðherra, eru:
1. Að sjóðsfélagar séu ekki
færri en 15 og vinni að sömu
eða svipaðri starfsgrein eða
eigi við svipuð vinnuskilyrði
að búa.
2. Að félagið sé heimilisfast
í einhverjum kaupstaðanna
eða kauptúnanna og sjóðsfé-
lagar allir búsettir í kaup-
staðnum, kauptúninu eða ná-
grenni.
3. Að samþykktir atvinnuleys-
issjóðsins og starfstilhögun
sé í samræmi við það, sem hér
fer á eftir.
4. gr. Félög þau, sem stofn-
að hafa atvinnuleysissjóði,
skulu setja þeim samþykktir.
Samþykktirnar skulu staðfest-
ar af ráðherra, að fengnum
tillögum Tryggingastofnunar
rikisins. Á sama hátt skal
fara um breytingar á sam-
þvkktum.
5. gr. Engum má neita um
að gerast sjóðsfélagi, ef hann
fullnægir upptökuskilyrðum
þeim, sem sett eru í lögum
þessum, enda sé hann fullra
16 ára að aldri.
6. gr. í samþykktum skal
ákveða árstillag sjóðsfélaga
og hvernig þau skuli greiðast.
Fé sjóðsins skal ávaxtað með
tryggum hætti og þannig, að
ávallt sé nægilega mikið af því
handbært. Einnig skal í sam-
þykkt ákveðið um styrkveit-
ingar úr sjóðnum, og má
veittur stjTkur aldrei nema
meiru en % af þeim launum,
sem á sama tíma eru greidd
í viðkomandi starfsgrein.
I samþykktum skal einnig
ákvéða, hve langur biðtími
skuli líða til þess er sjóðs-
félagi á rétt til styrks, og má
sá tími vera mismunandi lang-
ur eftir því, hver starfsgrein-
in er.
7. gr. Staðfestur atvinnu-
leysissjóður má ekki veita at-
vinnuleysisstyrk:
1. Til manna, er þátt taka í
verkfalli eða verkbann nær til.
2. Til þeirra manna, er njóta
slysa-, sjúkra- eða örorku-
styrks samkv. lögum um al-
mannatryggingar eða eru á
opinberu framfæri vegna lang-
varandi veikinda.
3. Til þeirra, sem misst hafa
atvinnu af ástæðum, sem þeir
eiga sjálfir sök á, svo sem
vegna drykkjuskaparóreglu.
4. Til þeirra, sem sviptir eru
frelsi sínu að opinberri til-
hlutun.
5. Til þeirra, sem neita vinnu,
er þeim býðst að tilhlutun
vinnumiðlunarskrifstofu sam-
kvæmt lögum um vinnumiðl-
un, eða á annan hátt, svo
að sannað sé, þó því áðeins,
að ekki hvili verkfall eða
verkbann á vinnuimi og kaup-
gjald og vinnutími sé í sam-
ræmi við taxta eða kjara-
samninga viðkomandi verka-
lýðsfélags, eða annað vand-
hæfi á vinnunni, sem stjórn
verkalýðsfélags tekur gilt.
6. Til þeirra, sem hafa eða
gætu sannanlega haft þær
árstekjur, að nægi þeim til
fulls framfæris fyrir sig og
þá, sem þeir hafa á framfæri
sínu.
8. gr. Stofnfé atvinnuleys-
issjóða skal vera: Þær þrjár
milljónir króna, ásamt vöxt-
um af þeim, sem geymdar eru
í þessu skyni hjá Trygginga-
stofnun ríkisins samkv. lög-
um nr. 42 14. apríl 1943, sbr.
lög nr. 50 7. maí 1946.
Stofnfé þessu skal skipta
hlutfallslega miðað við fé-
lagatölu milli þeirra atvinnu-
leysissjóða, sem stofnaðir hafa
verið og viðurkenndir samkv.
lögum þessum fyrir 1. janúar
1956.
9. gr. Tekjur atvinnuleysis-
sjóða skulu vera sem hér
segir:
1. Þeir, sem hafa sjóðsfélaga í
atvinnuleysissjóði í þjónustu
sinni, skulu greiða í viðkom-
andi atvinnuleysissjóð éem
svarar 4% af heildarupphæð
þeirra vinnulauna, er sjóðsfé-
lagar vinna fyrir hjá þeim.
Aflahlutur og hvers konar
greiðslur í öðru en peningum
fyrir unnin verk teljast vinnu-
laun.
2. Ríkissjóður greiðir árlega
til atvinnuleysissjóðanna 150
k. r. ,á hvern félaga sjóðsins,
að viðbættri fullri verðlags-
uppbót samkvæmt kaup-
gjaldsvísitölu.
3. Bæjar- og sveitarsjóðir
greiða árlega til atvinnuleys-
issjóðsins í viðkomandi bæj-
ar- og sveitarfélagi upphæð,
sem nemur helmingi framlags
ríkissjóðs samkv. 2. tölulið.
4. Iðgjöld, sem sjóðsfélagar
kunna að greiða samkv. sam-
þykktum sjóðanna.
Gjöld þau, sem atvinnurek-
endum ber að greiða samkv.
l. tölulið, skulu innheimt á-
samt tryggingargjöldum sam-
kvæmt lögum um almanna-
tryggingar, nr. 50 frá 7. maí
1946.
Ákvæði
til bráðabirgða
Atvinnuleysissjóðir, sem
stofnaðir verða og viðurkenn-
ingu njóta á tímabilinu frá
gildistöku laganna og til 1.
jan. 1957, eiga rétt á að fá
greitt upp í stofnfé sitt sam-
kvæmt 8. gr. fjárhæð, sem
nemi 200 kr. á hvem sjóðs-
félaga.
Að þessu tímabili liðnu skal
jafnframt efnt til endurskoð-
unar á lögum þessum, Skal
við þá endurskoðun höfð hlið-
sjón af reynslu þeirri, sem
fengizt hefur, og tekið til
sérstakrar athugunar, hvort
heppilegra væri að fela einum
atvinnuleysissjóði eða einni
stofnun atvinnuleysistrygg-
ingar um landið allt.
GREIN ARGERÐ
Á undanförnum þingum
hafa verið flutt bæði frum-
vörp og tillögur til þingsálykt-
unar um, að teknar verði upp
atvinnuleysistryggingar. Frv.
samhljóða þessu hefur verið
flutt á nokkrum undanförn-
um þingum af þingmönnum
Sósíalistaflokksins. Af hálfu
Alþýðuflokksins hafa verið
fluttar tillögur til þingsálykt-
unar um skipun nefndar til
þess að undirbúa frumvarp
um atvinnuleysistryggingar.
Mál þessi hafa ekki hlotið
afgreiðslu. Stjórnarflokkarnir
virðast engan áhuga hafa haft
á málinu, og hefur það þó
haft eindreginn stuðning al-
þýðusamtakanna í landinu.
Frumvarp þetta fékkst þó
einu sinni afgreitt frá nefnd,
en það var á þinginu 1952.
Minnihluti heilbrigðis- og fé-
lagsmálanefndar, þeir Jónas
Árnason og Gylfi Þ. Gísla-
son, lagði til, að frumvarpið
yrði samþykkt með lítils hátt-
ar breytingu á bráðabirgða-
ákvæðinu. Fulltrúar stjórnar-
flokkanna, sem mynduðu
meirihluta nefndarinnar, lögðu
til, að frumvarpinu yrði vís-
að til ríkisstjórnarinnar, og
var álit meiri hlutans sam-
þykkt.
1 desemberverkföllunum
1952 var það ein af aðal-
kröfum verkalýðssamtakanna,
að komið yrði á fót atvinnu-
leysistryggingum. Þeirri kröfu
var þó ekki fullnægt, Og
reyndist samninganefnd at-
vinnurekenda ófáanleg til að
fallast á fyrir sitt leyti þessa
sjálfsögðu kröfu verkalýðs-
samtakanna. Sama var að
segja um trúnaðarmenn rík-
isstjórnarinnar. Þeir virtust
lítinn áhuga hafa á slíku máli
sem atvinnuleysistryggingum.
Mörg undanfarin ár hafa
fjölmörg verkalýðsfélög víðs
vegar um land allt samþykkt
ákveðnar áskoranir til Al-
þingis um að setja lög um at-
vinnuleysistryggingar og nú
siðast 24. þing Alþýðusam-
Framhald á 10. síðu.
£tnn vetrardag- fyrir fáeinum árum gengu nokkrir tugir atvinnuleysingja
í Keykjavík til skrifstofu Björns Ólafss., þáverandi ráðherra, og ætluðu að
tala við haim um siun hag. En það var fyrir hádegi og ráðherrann ekki
kominn á fætur. Nú bera fimm verkiýðsfulltrúar á Alþingi frani fmmvarp
sem miðar að því að tryggja hag verkamanna, á þá lund að þelr þurfi síður
að eltast við morgimsvæfa ráðherra auðskipulagsins — meðan það heldur
velU hér á landi. - r--i ... >
Enn er ílutt á Alþingi frumvarpið um at-
vinnuleysistryggingar sem þingmenn sós-
íalista hafa flutt á mörgum undanförnum
þingum.
1 bað eina skipti, sem frumvarpið hefur
verið aígreitt úr þingnefnd, nú fyrir þrem-
ur árum, hindruðu Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn samþykkt þess og vísuðu málinu
til ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórn þessara flokka hefur ekkert
gert í máiinu. Verklýðshreyfingin hefur sýnt,
að hún ætlar ekki að láta þar við sitja.
Alþýðusambandsþing samþykkti í haust ein-
róma kröfu um fullkomnar atvinnuleysis-
tryggingar. Og það er til þess að leggja á-
herzlu á einingu allrar verklýðshreyfingar-
innar í þessu máli, að frumvarpið er flutt af
þingmönnum beggja verklýðsflokkanna.
Þjóðviljinn skorar á lesendur að kynna sér
þetta gagnmerka frumvarp og greinargerð
þess.
4------------------i------------------------------<$>