Þjóðviljinn - 16.03.1955, Side 11

Þjóðviljinn - 16.03.1955, Side 11
Miðvikudagur'16. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elska. •. ...09 deyja 80. dagur sneiðar. „Gerið þér svo vel“, sagði hún. Gráber dreypti á glasinu. Vínið var mjög sætt og kvoðukennt. „Syni yðar líður vel“, sagði hann. „Þegar ég fór beið deildin átekta. Okkur geðjast öllum vel að syni yðar“. ' Konan horfði á hann. Hann fékk sér annan sopa. Hann undraöist að hún skyldi ekki spyrja hann hvar þeir væru niðurkomnir, hvernig maturinn væri, hvort hætta væri á ferðum og annarra spurninga sem mæður voru vanar aö spyrja. „Já, svo að honum leið vel?“ spurði hún loks. „Eins vel og hægt er á vígvellinum. Nú er svipað að vera þar og hér. Hættan er svipuð“. Hann beið enn nokkra stund. En frú Hirschland spurði einskis frekar. Ef til vill er hún hrædd vegna stúlkunnar, sem er í felum, hugsaði Gráber. „Meira er eiginlega ekki að segja“, sagði hann loks vandræðalega og reis á fætur. Konan gekk hljóðlaust með honum til dyra. „Sonur yðar og ég erum góðir vinir. Viljið þér ekki biðja mig fyrir boð til hans? Ég verð að fara til baka eftir viku“. „Nei“, svaraði hún svo lágt að varla heyrðist. „Ég get fært honum eitthvað. Bréf eöa pakka. Ég get komiö og sótt þaö áður en ég fer“. Hún hristi höfuðið. Gráber horfði undrandi á hana. Foreldrar voru ekki þannig að jafnaði. Hann hélt að hún treysti honum ekki og tók fram launabók sína. „Hérna eru skilríki mín — ég er aðeins í borgarabúningi áf hendingu —“ Hún lyfti hendinni eins og hún ætlaði að ýta launa-^ bókinni til hliðar en snerta hana ekki. „Hann er dáinn“, hvíslaði hún. „Hvað þá?“ Hún kinkaöi kolli. „En hvernig getur það verið? Hann var sá síðasti sem ég talaði við —“ „Dáinn“, hvíslaði konan. „Fréttin kom fyrir fjórum dögum“. Hún hristi höfuðið ákaft þegar Gráber ætlaði að spyrja hana fleiri spurninga. „Nei, gerið það ekki, fyrirgefið þér, þökk fyrir, ég get það ekki, þaö eru enn að' koma bréf frá honum, síðast í dag, nei, ég get það ekki —“ Hún lokaöi dyrunum. Gráber gekk niður stigann. Hann reyndi að kalla Hirschland fram í hugann. Hann hafði vitað mjög lítið um hann. Hann vissi ekki einu sinni hvert skírnarnafn hans var. Hann hugsaði um sígaretturnar sem Hirschland hafði gefið honum. Hann hefði átt að sinna honum meira. En þaö áttu fleiri bágt en hann. Hirschland hafði átt erfiða daga. Nú var móð- ir hans heima og faldi annað barn. Ef til vill afsprengi annars hjónabands með meira af gyðingablóði í, sem gæfi tilefni til að senda hana í fangabúðir. Hann nam staðar í dimmum stiganum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. MyrkriÖ lagðist að honum, ógnandi og óumflýjan-1 legt, og það var eins og ekki væri-lengur undankomu! auðið. Ef einhver þyrfti aö leynast af þeim sökum, hugs-1 aði hann, hvað gæti þá ekki komið fyrir Elísabetu? Hann stóð fyrir framan verksmiðjuna löngu fyrir lok- un. Það leiö nokkur stund áður en Elísabet kom. Hann var farinn að óttast að hún hefði verið tekin höndum í verksmiðjunni þegar hann kom loks auga á hana. Hún varð undrandi þegar hún sá hann í borgarabúningi og fór aö hlæja. „Skelfing ertu ungur“, sagði hún. „Mér finnst ég ekki vera ungur .Mér finnst ég vera hundrað ára“. „Hvers vegna? Hvað hefur komið fyrir? Verðurðu aö fara fyrr en þú bjóst við?“ „Nei, það er ekkert því viðkomandi“. „Finnst þér þú vera hundrað ára vegna þess að þú ert í borgarabúningi?" „Ég veit þaö ekki. En mér finnst eins og ég hafi tekið allar áhyggjur heimsins yfir á mig um leið og ég fór í þessi föt. Hvað hefurðu gert viðvíkjandi skjölunum þín- um?“ „Allt“, svaraði Elísabet ljómandi af ánægju. „Ég not- aði matartímann til þess. Ég er búin að senda allar um- sóknir“. „Allt“, sagði Gráber. „Þá er ekki meira að gera“. „Hvað þarf að gera?“ „Ekki neitt. Ég varð allt í einu svo hræðilega kvíð- andi. Ef til vill erum v.ið að gerá hræðilega skyssu. Ef til vill kemur hún niður á þér“. „Mér? Hvernig?" Gráber hikaöi. „Ég hef heyi’t að Gestapo geri stundum rannsókn. Þess vegna hefðum við ef til vill átt að láta þetta eiga sig“. Elísabet nam staðar. „Hefurðu heyrt eitthvað?“ „Nei. Ekki neitt. Ég varð bara allt í einu hræddur“. „Áttu við það að ég verði ef til vill handtekin vegna þess að við ætlum að gifta okkur?“ „Nei, ekki beint“. „Heldur hvaö? Heldurðu að þeir komist aö því að faðir minn er í fangabúðum?" „Ég átti ekki við það heldur“, sagöi Gráber. „Þeir vita allt um það nú þegar. Ég átti viö það aö ef til vill væri misskilningur að draga athyglina að þér. Gestapo er óútreiknanleg, og einhver gæti fengiö fáránlegar hug- myndir. Þú veizt hvernig þetta er allt saman. Réttlæti kemur ekki til greina“. Elísabet þagði andai'tak. „Hvað eigum við þá aö gera?“ spurði hún. „Ég hef verið að hugsa um það í allan dag. En ég held viö getum ekkert gert. Ef við tökum umsóknirnar aftur, verða þeir ef til vill enn tortryggnari“. Hún kinkaði kolli og leit á hann kynlegu augnaráði. „En samt getum við reynt að afturkalla þær“. „Þaö er of seint, Elísabet. Við verðum að taka áhætt- una og bíða“. Þau gengu áfram. Verksmiðjan var staösett á litlu torgi og sást greinilega úr öllum áttum. Gráber virti hana fyrir sér. „Hafiö þið aldrei orðið fyrir sprengju þarna?“ „Ekki ennþá“. „Byggingin stendur á opnu svæði. Það er auðséð að þetta er verksmiðja“. „Kjallararnir eru stórir“. „Eru þeir traustir?“ Breið belti á pólskum kjólum Á nýjustu pólsku kjólunum ber mikið á breiðum taubeltum og þau geta verið falleg eins og sjá má á myndunum. Fyrri kjóllinn er saumaður úr gráu flanneli og er hversdagskjóll eða vinnukjóll. Undir gráa kjólnum sést í hvíta blússu með ísaumi í hálsinn. Pilsið er með breiðum mjúkum föllum og breiða beltið er aðalskrautið á kjólnum. Svart- og hvítköflótti kjóllinn er með meiri glæsi- brag, en við "hann er einnig notað svart taubelti. Kjóllinn er annars mjög látlaus. Hann er með stórum, breiðum mat- rósakraga, sem nær alveg nið- ur að breiða beltinu og grennir mittið. Kragar með þessu sniði eru mjög í tízku, en ef maður þreytist á þeim er hægð- arleikur að taka þá í burtu, og þá breytist svipurinn á kjólnum. Pilsið er með breið- um, djúpum föllum og í miðið að framan er fallið dýpst, svo að við fyrstu sýn virðist pils- ið tvöfalt. Barna- regnkápur Verð frá kr. 108 Toledo Fischersundi ÞI6ÐVILI1NN íæst í SÖLUTUENINUM. Hveríisgötu 1. : « Hermann Jónasson Framhald af 12. síðu. saka mál Ragnars Blöndals til lilítar. Enda þótt Hermann Jónasson lialdi sér aðeins við þann þátt málsins sem snertir liann persónulega, verður ekki að fullu gengið úr skugga um þátt hans nema allt málið verði grandskoðað. Það verður fróð- Iegt að sjá áhuga ráðherrans og afrek. Haíís Framhald af 12. síðu. Samkvæmt upplýsingum Jóns Eyþórssonar um legu hafíssins í lok febrúarmánaðar var ís- beltið mjótt milli Grænlands og Vestfjarða, en breiðara suður á móts við Snæfellsnes. Telur hann að ísinn við Vestfirði nú muni hafa slitnað frá aðalísn- um undan vestanáttinni og bor- izt að landi, lent þar í lands- straumnum norður með landinu og muni því vera þéttastur næst landi. Komi vestanátt 1 berst ísinn enn nær landi. Verði logn getur hann lónað úti fyrir Vestfjörðum, en verði norð- austan átt mun hann hverfa frá landinu aftur. Ferðaskiifstoian Framhald af 3. síðu. á þeirri leið. í Kaupmannahöfn verður dvalið í tvo daga, en síð- an farið heim með Gullfossi og komið til Reykjavíkur 30. júní. Örfá sæti eftir Eins og fyrr segir er næstum fullráðið í flestar ferðirnar og því hver síðastur að komast með, nema í seinni Norðurlandaferð- ina eru e»n nokkur sæti laus.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.