Þjóðviljinn - 20.03.1955, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.03.1955, Qupperneq 3
Sunnudagur 20. marz 1950 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ' q. s: v-; ^”5: MI Guðmundur J og menn hans á verkfallsvakt í Hvalfirði. — Ertu tilbúinn að koma? Við erum að fara í Hvalf jörð- inn. Það var Guðmundur J. er þetta mælti. Það biðu fjórir menin í bílnum svo þegar við Guðmundur vorum seztir var skrambi þröngt orðið. Lýgilegt hvað hann Guðmundur J. er breiður. í mesta hasti hvolfdi hver maður í sig tveim kaffi- bollum í einhverri sjoipu á ■leið úr bænum. Síðan stefnt til Hvalfjarðar. • Olíufélagið verkfallsbrjótur Hvaða hervirki ætlaði Guð- mundur J. nú að fara að vinna í Hvalfirði? Guðmundur J. kvaðst fara með friði. Mála- vextir voru í stuttu máli þess- ir: Olíufélagið hafði laumazt til að dæla olíu á land um nótt- ina, en þegar framferði þess hafði vitnazt og verkfalls- stjómin gert sínar ráðstafanir hafði dælingunni verið hætt, en olíuskipið sent upp í Hval- f jörð og skyldi nú afgreitt þar. Á hádégi höfðu 6 menn frá verkfallsstjórninni farið upp í Hvalfjörð til þess að segja Harðverjum, sem þar var ætl- að að afgreiða verkfallsbrjót, hvernig málin stæðu, og stöðva afgreiðsluna. • Og aldregi, aldregi bindi þig bönd Það var bleytuslydda og fúlt veðurútlit á leiðinni upp á Kjalaraes. Eftir að komið var inn með Hvalfirði gerðust hvörfin í veginum þéttari og seinfarið. Vegagerðarmenn fá þar mörg verkefni þegar klakinn er farinn. En þetta gaf okkur aðeins betra tóm til þess að horfa á fjöllin er spegluðust í lygnum fleti fjarðarins, er nú lá spegilslétt- ur í kvöldkyrrðinni. En ráð- herrar og alþingismenn er lærðu í barnaskóla orð Stein- gríms: Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláf jötur TEgis við klettótta strönd, hafa ofurselt þenna f jörð undir erlenda her- stöð, — En þótt slíkir hafi gleymt þeim orðum man þjóðin þau enn. • Stjóm fyrirfannsí’ engin Loks beygjum við niður að olíu- og hvalstöðvarbryggj- unni. Frammi á bryggjuhausn- < um taka á móti okkur þeir sem áður höfðu verið sendir. Fyr- irliði þeirra, Kristján Jóhanns- son, segir sínar farir ekki sléttar: Stjórn fyrirfannst fyrst engin fyrir verkalýðsfé- laginu. Og það ætlaði að reyn- I ir væru trúnaðannenn þess. Formaður félagsins veikur í Reykjavik. Ritarinn kvaðst veikur af inflúenzu og ekkert geta snúizt í þessu, —• en fannst þó uppistandandi að mokstri á búi sínu þegar sjúklingurinn var heimsóttur. Mig minnir að náðst hafi til varaformannsins í síma. ,,Þetta er nú meira verkalýðs- félagið", andvarpaði einn í hópnum sem tók á móti okk- ur. • í fullu bróðemi Þegar við fórum inn strönd- ina sigldi skip inn fjörðinn. Þetta skip var Þyrill. Hann var nú lagstur utan á olíuskip- ið. Engri olíu hafði verið dælt í land, en nú virtist eiga að fara að dæla yfir í Þyril. Guð- mundur J. setti báðar lúkur á munn sér og kallaði að skip- stjórinn á Þyrli væri beðinn að tala við formann verkfalls- nefndar verkalýðsfélaganna. Nokkur stund leið, en brátt kom bátur, nokkrir menn —: Harðverjar, og- með þeim skipstjórinn á Þ>tIí. Viðræður hans og Guðmundar J. vora í fullri vinsemd og kurteisi. • ,,Þið eruð undir arrest“! Það var einnig rætt \rið Harðverja. Með þeim var mað- ur einn er ber víst titlana stöðvarstjóri og verkstjóri. Spannst nú spjall þeirra Guð- mundar J. orð af orði þar til maðurinn lýsti yfir að hann léti vinna hvað sem hver segði: — Ætlar þú, lítill karl, að fara setja þig á móti verka- lýðssamtökunum sagði Guð- mundur J. og var þungraddað- ur. — Lítill karl, segir þú. Eg hef þó alltaf unnið fyrir mat mínum, sagði maðurinn og þykknaði enn meir í honum. Ekki heyrði ég hvað Guð- mundur sagði, en maðurinn æstist og þrumaði valdsmanns- lega: — Eg ætla bara að láta ykk- ur vita það að þið eruð hér undir arrest! — Nú, svo við eram þá fangar — þínir eða hvað? — Eg sagði ekki að þið vær- uð fangar, ég sagði að þið væruð undir arrest. linykkti hróðugur á. Þetta var hvassnefjaður maður, svart- hærður. Vestfirðingur eins og Hannibal. Viðræður héldu áfram á bryggjunni þrátt fyrir þetta. Það var komin einhver ókyrrð yfir hópinn, eins og þá haf ið ólgar þegar stormur er í að- sigi. ► ,rÞað er ég sem úrskurða það“ Leið nú nokkur tími þar til þéttvaxinn gullhnaupaður maður snaraðist út úr bíl sem kominn var. Sýslumaðurinn. * Gee! Just like in Texas! Leystist nú hópurinn á bryggjunni sundur. Harðverj- ar hurfu til einhvers dundurs, en við þrömmuðum um bryggj- una. Kl. mun hafa verið 7 til hálf átta er sýslumaður kom, en það hafði birt yfir vestur- loftinu og sló blikstöfum á fjörðinn. Skammt undan vora 4 hvalveiðarar eins og svartir skuggar. Þegar við komum voru nokkrir stríðsmenn að væflast uppi á veginum. Nú kom hópur þeirra fram bryggjuna til okk- ar. Þeir horfðu til okkar for- vitnislega, staðnæmdust hjá leiðslunum á bryggjuhausnum og horfðu á olíuskipið. Þeir virtust vera að bíða eftir ein- hverju. Við gengum til þeirra. Guðmundur J. lagði hramm- inn mjúklega á öxl eins og þeir shera sér við. Ætlið þið að fara að vinna í þessu skipi ? sagði Guðmundur J. — Við? Nei, sögðu þeir. — Það er nefnilega verkfall í Reykjavík, sagði Guðmund- ur J. og þetta skip er í banni verkalýðsfélaganna. Það er verkfall við þetta skip. — Gee, þetta er alveg eins UNDIR »ARREST« í HVALFIRÐI ► „Sýslumaðuruin hefur verið sóttur“ — Miskildi ég þig þá eitt- hvað? sagði Guðmundur J. -— Nei, sýslumaðurinn hef- ur verið sóttur. Hann kemur hér bráðum, og þá fáið þið að ast erfitt að fá upplýst hverj--' sjá! sagði maðurinn og Honum vora skýrðir mála- vextir, tróðst nú hópurinn saman — og líklega hafa margir talað í einu. — Þetta skip er í banni Al- þýðusambandsins og verka- ^ lýðsfélaganna og það verður ekki unnið við það, sagði Guð- mundur J. — Það er ég sem úrskurða það, sagði sýslumaður, heldur gustmikill. Virtist ergilegur yfir að hafa um lengan veg verið kvaddur til að standa í þess- um fjanda. — Ætlið þér að fara að „úrskurða“ eitthvað um hvort unnið skuli í banni verkalýðs- félaganna? sagði Guðmund- ur J. — Eg hef verið kallaður hingað vegna þess að þið stöðvið hér vinnu og fyrst byrja ég á því að kynna mér réttmæti þess, sagði sýslu- maður. Eg þarf að tala við verkstjórann, svo þarf ég að tala við yður, Guðmundur. Síðan tók sýslumaður þann hinn hvassnefjaða arrestboð- arann í bílinn með sér og ók á brott. og í Texas! gall við í einum. — Verkfall, sagði annar. Það er þá víst tryggt að það verði hér næstu 10 árin! ' Þakkarverð hreinskilni Dátarnir litu nú enn for- vitnislegar til okkar, svo mars- eraðu þeir upp af bryggjunni. Það var enginn annar en Bjarni Ben. dómsmálaráðherra sem sagði að bandaríski her- inn hefði verið hingað sóttur til að halda „kommúnistun- um“, þ.e. verkalýðnum í skefj- um. Þakkarverð hreinskilni hjá ekki skaphreinni manni. Tíminn líður meðan gjálpar við bryggjustólpa og gustar kalt. Myi’krið er löngu skollið á. Uppi í „olíuþorpinu" hafa verið kveikt ljós og í Kana- bælinu úti á barðinu glórir í draugalegar týrur. Allt í einu snarast Harðverji út úr bryggjuskýlinu og tilkynnir að sýslumaðurinn vilji tala við Guðmund J. Við ökum upp í olíuþorpið. Það er sími héraa sagði einhver. Og húsráðandi var svo elskulegur að leyfa mér að hringja til Þjóðviljans. Skammt frá yfirgnæfði blaðrið í striðsmönnum hernámsflokk- anna. Svo lokaði húsráðandi hurðinni. Hún var skrýdd með stóra blikkspjaldi um ágæfci Coca-cola. * Öll sveitin vissi þa$ Svo fórum við á sýslumanns fund. Hann tjáði okkur að stjórn verkalýðsfélagsins Harðar væri ókunnugt um að Alþýðusambandið hefði sett skipið í bann. Guðmundur J. kvað þeim hafa verið senfc skeýti og talað við þá. Sýslu- maður kvað sjálfsagt að at- huga það nánar og hvort þeir ætluðu að vinna við skipið. Þetta varð stuttur fundur. * Blikar á byssuhlaup Varðstaðan á bryggjunni hófst á ný. Klukkan var um 9 er við gengum á sýslumanns- fund. Einstöku sinnum fór bíll um veginn. Annars var allt hreyfingarlaust. AÍlt í einu kom þó bíll niður bryggj- una og fór mikinn. Ut komn tveir stríðsmenn í fullum skrúða. Það blikaði á byssu- hlaup dinglandi á huppnum. Þeir gáfu okkur horaauga eins og þeir hefðu misst hæfileik- ann til að horfa beint frani. Svo ræddu þeir stundarkora, við Harðverjann í bryggju- skýlinu. Loks sneyptust þeir á brott. Þetta var mislukkuS sýning. íslendingurinn mun seint hafa byssuna fyrir sinn guð. Við tanka uppi í hlíðinni hafðí stundum bragðið fyrir ljósi. Sennilega hafa þar farið Kar,- ar í leit að Rússum! Eða máski íslenzkt huldufólk! * Hver skrifaði fundargerðina? Um kl. 11 koma skilaboð frá' sýslumanni. Við skjótumsfc upp í olíuþorpið. Sýslumaður kvað þá sem náðst hafi til a3 stjóm og trúnaðarmönnuna Harðar hafa haldið fund og las okkur fundargerðina. í henni stóð að þar sem þeira væri ókunnugt um að skipið væri í banni Alþýðusambands- ins, en hefði átt að koma í Hvalfjörð, þá ætluðu þeir a-5 vinna við afgreiðslu þess. Fyrir inni í skrifstofunni þegar við komum voru auki sýslumanns arrestboðinn og. tveir menn aðrir fulltrúar Olíufélagsins. — Samning hinnar stuttu fundargerðar hafði tekið alllangan tíma. — Má ég spyrja einnar spumingar, sagði Guðmundur J. Hver skrifaði fundargerð- ina? Sýslumaður hló og kvaðsti ekki vita það. Guðmundur J. hvarf framfyrir á fund Harðverja. Við hinir röltum um herbergið. Sýslumaður harmaði að hafa ekki nóga stóla. Olíufulltrúarnir sátu þöglir. Yfir þeim heimskort. Á því voru tveir rauðir deplar á íslandi: Hvalfjörður og Reykjavík. Olíusalakort. i * Friðsamt yfirvald Guðmundur J. kom imi afí> ur frá Harðverjum. Sýslu- maður kvað okkur hafa heyr€ fundargerðina. Afstaða sía byggðist á afstöðu verkalýðs- Frambald á 11. siðu..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.